Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 4
HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, sem snæddi morgunverð með forstjóra Al- coa í gær ásamt forsætisráð- herra, segir að sér hafi litist vel á hann og það sem hann hafi haft fram að færa. Koma hans til landsins sýndi þá miklu alvöru sem væri í allri vinnu Alcoa vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. „Þeir leggja mikla áherslu á góða aðstöðu starfsmanna og umhverfismál og forstjórinn lýsti því að eitt nýjasta fyrirtæki þeirra væri inni í þjóðgarði. Mér líst mjög vel á þeirra fyrirætl- anir,“ sagði Halldór við Morg- unblaðið. Hann sagði að hug- myndir um þjóðgarð norðan Vatnajökuls hefðu komið til tals á morgunverðarfundinum. „Við sögðum þeim að þessi mál væru öll til athugunar. Að mínu mati fer þetta ágætlega saman en þarf frekari undirbúnings við.“ Halldór sagði að allt það sem gerst hefði í kringum Alcoa til þessa væri afar jákvætt. Hins vegar vissu menn af langri reynslu að áður en endanleg ákvörðun hefði verið tekin, væri ekki hægt að fullyrða neitt. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Koma for- stjórans sýnir al- vöru Alcoa FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEÐRIÐ hefur leikið við íbúa Suð- ur- og Vesturlands undanfarnar tvær vikur. Telst það óvenjulegt hér á landi að góðviðri standi svo lengi, að sögn Þórönnu Pálsdóttur, aðstoðarforstöðumanns á veð- urfarsdeild Veðurstofu. „Það hefur aldrei sést annað eins síðan mælingar hófust,“ segir Þór- anna aðspurð um hitastigið í höf- uðborginni sem af er júní. „Að- stæður sem þessar hafa sést áður, en aldrei í fyrri hluta júnímánaðar. Hlýr loftmassi streymir frá Evrópu, líkt og gerist oft í júlí, en þykir óvenjulegt í júní.“ Ástæður þessa virðast tilviljanakenndar, og ekki hægt að ráða neitt um sumarið í kjölfarið. „Því miður fylgir íslenskt veðurfar engri stefnu, svo það er ekki hægt að lofa neinu um veðrið í sumar,“ sagði Þóranna að lokum. Hrafn Guðmundsson, veðurfræð- ingur á spádeild Veðurstofu, segist sjá fyrir endann á góða veðrinu, að minnsta kosti í bili. „Helgin verður ágæt, en fram undan eru skúrir á þeim svæðum sem notið hafa sólar undanfarnar vikur,“ segir Hrafn, og bætir við að útlitið fyrir 17. júní í Reykjavík sé ekki jafnbjart og und- anfarið. „Við höfum ráðið úr spán- um að von sé á vaxandi vindi og rigningu, en það er ekkert öruggt í þessum efnum,“ sagði Hrafn að lok- um. Einmuna- tíð líklega að ljúka Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð stemmning ríkti í góða veðrinu á Austurvelli í gær eins og verið hefur undanfarna daga. AÐEINS voru karlmenn í heiðurs- verði lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli þegar tekið var á móti Ji- ang Zemin, forseta Kína, á fimmtudag. Að sögn Jóhanns R. Benedikts- sonar, sýslumanns á Keflavíkur- flugvelli, er ástæðan sú að yfirlög- regluþjónninn sem hafði umsjón með heiðursverðinum vildi að allir í honum væru álíka háir svo hóp- urinn væri heildstæður. Lögreglu- konurnar hjá embættinu hafi ekki uppfyllt kröfur um hæð og það hefðu í raun ekki allir lögreglu- mennirnir gert heldur. Því hefði verið óskað eftir lögreglumönnum frá embættinu í Keflavík til að taka þátt í heiðursverðinum. Jóhann seg- ir að venjulega séu konur í heið- ursverðinum en í þetta skipti hafi einfaldlega viljað svo til að þar voru eingöngu karlar. Hann tekur skýrt fram að þetta sé alls ekki gert að kröfu Kínverja. Uppfylltu ekki kröfur um hæð AÐALFORSTJÓRI bandaríska ál- fyrirtækisins Alcoa, Alain J.P. Belda, segist í samtali við Morgunblaðið telja góðar líkur á að fyrirtækið reisi álver í Reyðarfirði. Belda kom í stutta heim- sókn til Íslands í gær ásamt fylgd- arliði þar sem hann hitti m.a. að máli Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og skoðaði fyrirhugaða álver- slóð við Reyðarfjörð. Heimsókn Belda hófst á því að hann snæddi morgunverð í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu með Davíð og Hall- dóri, ásamt fleiri háttsettum stjórn- endum Alcoa, m.a. John Pizzey að- stoðarforstjóra. Að þeim fundi loknum ræddi Belda við Morgunblað- ið, áður en hann flaug austur á land í fylgd Valgerðar Sverrisdóttur iðnað- arráðherra, Finns Ingólfssonar, seðlabankastjóra og formanns við- ræðunefndar í álversmálum, og fleiri fulltrúa stjórnvalda. Halldór Ás- grímsson ætlaði að fara austur en varð að hætta við vegna breytinga á dagskrá heimsóknar forseta Kína. Belda segist með heimsókn sinni hafa viljað sjá aðstæður á Íslandi með eigin augum og ræða við ráðamenn þjóðarinnar, áður en ákvarðanir yrðu teknar um framhaldið. Ekki hafi veðrið skemmt fyrir móttökunum, en Belda hefur ekki áður komið til Ís- lands. Hann segir að fundurinn með Davíð og Halldóri hafi verið mjög góður, líkt og móttökur stjórnvalda hafi verið frá því að fyrirtækið fór að skoða álversmöguleika á Íslandi. Ráðamenn hafi sýnt málinu mikinn áhuga og stuðning. „Alcoa leggur mikla áherslu á að skoða öll verkefni mjög vandlega þar sem við þurfum að taka tillit til um- hverfismála, félagslegra þátta og að sjálfsögðu viðskiptasjónarmiða. Á stjórnarfundi fyrirtækisins 12. júlí verður verkefnið kynnt og fyrir þann tíma verð ég að vera búinn að skoða allar aðstæður,“ segir Belda. Hann segist hafa fylgst vel með þeirri vinnu sem starfsmenn Alcoa hafa unnið hér á landi. Sú vinna haldi áfram og henni verði vonandi lokið fyrir stjórnfund- inn og í síðasta lagi 18. júlí, þegar gild- istími viðræðuáætlunar rennur út. „Ég tel góðar líkur á því að við reis- um álver í Reyðarfirði. Verkefnið fer fyrir stjórn Alcoa í næsta mánuði og á næstu sex mánuðum ætti það að liggja skýrar fyrir. Við vonumst þá til, með samþykki stjórnvalda hér, að geta hafist handa við byggingu ál- versins,“ segir Belda. Honum líst því vel á verkefnið hér á landi og telur að eins og álverið og orkuöflunin frá Kárahnjúkavirkjun sé hugsuð, sé um umhverfisvæna framkvæmd að ræða sem falli vel að stefnu fyrirtækisins um sjálfbæra þróun. Velja þurfi gaumgæfilega á milli þess að vernda og nýta náttúruna og sé hún eingöngu vernduð stöðvi það allan hagvöxt og framþróun. Belda hefur mikinn áhuga á um- hverfismálum og hann segir Alcoa taka þau mál mjög alvarlega og af mikilli ábyrgð. „Við þurfum að hugsa um hagsmuni barna okkar, næstu kynslóðar,“ segir Belda. Bera þarf virðingu fyrir nátt- úrunni og nýta gæði hennar Hann segist gera sér grein fyrir því að íslensk stjórnvöld hafi til langs tíma áformað stóriðju á Austurlandi og það sé verkefni sem hafi tekið breytingum á sama tíma. Nú hafi ver- ið reynt að takmarka umhverfisáhrif sem allra mest og segir Belda að sér lítist vel á Kárahnjúkavirkjun. „Það er svipað farið með Ísland og Brasilíu, þar sem ég þekki vel til, að horfa þarf til þess sem náttúran gefur af sér, og bera virðingu fyrir henni, en jafnframt að nýta sér gæði hennar. Hið sama á við um til dæmis fiskveið- arnar, sem Íslendingar eru þekktir fyrir.“ Fulltrúar Alcoa hafa verið í viðræðum við fulltrúa umhverfis- verndarsamtaka og einnig hitt að máli fulltrúa stofnana á borð við um- hverfisráðuneytið, Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Meðal þess sem fyrirtækið hefur skoðað eru hugmyndir um þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Belda segir að ákvörðun um þjóðgarð sé að sjálf- sögðu í höndum stjórnvalda en Alcoa styðji þá hugmynd heilshugar. Fyr- irtækið muni ekki segja stjórnvöldum fyrir verkum í þeim efnum. Hann seg- ir að á nokkrum stöðum í heiminum sé Alcoa með álver við þjóðgarða eða sambærileg svæði og reynslan af því sé mjög góð. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af andstöðu umhverf- isverndarsamtaka við áform Alcoa hér á landi, segir Belda að mótmæli séu ætíð til staðar. Til séu samtök sem séu á móti öllum framkvæmdum, jafnvel samtök sem ekki hafi aðsetur í þeim löndum sem framkvæma á í. Þetta muni án efa koma upp hér á landi en Belda segist ekki hafa sér- stakar áhyggjur af því. Belda og aðrir fulltrúar Alcoa fóru af landi brott til Bandaríkjanna um miðjan dag í gær, eftir að hafa skoðað aðstæður á Austfjörðum og rætt þar m.a. við talsmenn sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Austur-Héraðs. Alain J.P. Belda, aðalforstjóri Alcoa, í samtali við Morgunblaðið Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Alain J.P. Belda, aðalforstjóri Alcoa, skoðar teikningu af fyrirhug- uðu álveri við Hraun í Reyðarfirði, ásamt Valgerði Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra og fulltrúum heimamanna á Austfjörðum. Morgunblaðið/Arnaldur Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson snæddu morgunverð í Ráðherrabústaðnum með stjórnendum Alcoa-fyrirtækisins í gærmorgun og gegnt þeim sitja, frá vinstri, Alain J.P. Belda forstjóri, John Pizzey aðstoð- arforstjóri, Michael Baltzell aðalsamningamaður og Pat Atkins, framkvæmdastjóri umhverfissviðs. Góðar líkur á að við reis- um álver í Reyðarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.