Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 61 DAGBÓK Mörkinni 6, sími 588 5518 Fyrir 17. júní Fallegar yfirhafnir í úrvali 20-50% Opnum kl. 9 virka daga laugardaga frá kl. 10-15 afsláttur STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þér falla viðskiptamál vel en þarft að gæta þín að ganga ekki of hart fram á annarra kostnað. Árið gæti reynst þér happadrjúgt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert orðinn á eftir í sam- skiptunum við ættingja og vini. Brettu nú upp ermarn- ar og láttu sem flesta heyra frá þér í síma eða með tölvu- pósti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er margur leyndardóm- urinn sem manninn langar til að finna. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þig langar til að brjótast út úr viðjum vanans. Láttu það eftir þér því að vilji er allt sem þarf til þess að stefna í rétta átt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Varastu að láta berast með straumnum. Þegar upp er staðið hefur sá einn hreinan skjöld sem er trúr sjálfum sér. Stattu á þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er engin ástæða til þess að fela allar sínar tilfinning- ar. Oft virkar það betur að vera opinskár og láta tilfinn- ingar sínar í ljós. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það mun reyna verulega á þig í dag, en þú ert tilbúinn í slaginn og hefur ráð til þess að sjá fram úr erfiðleikun- um. Sýndu bara innri styrk. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Endurskoðaðu vinnulag þitt og finndu aðferð sem skilar þér árangri. Það er eins og þér verði ekkert úr verki, þótt nóga hafir þú kraftana. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með bux- urnar á hælunum. Reyndu ekki að fela mistökin heldur bættu úr þeim með bros á vör. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er til þín horft um for- ustu í ákveðnu máli. Taktu hana að þér hvað sem þér sjálfum finnst um það. Þú munt rísa undir ábyrgðinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að huga að framtíð- inni og tryggja stöðu þína sem best. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst eins og allir vilji sækja eitthvað til þín. Þú verður að brynja þig og ein- beita þér að þeim sem raun- verulega þarfnast hjálpar þinnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er eitt og annað sem þú átt ógert en verður að ráða fram úr því eins fljótt og mögulegt er. Gakktu skipu- lega til verks. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. „ENGINN nema Helgi hefði unnið þetta spil.“ Segir sá sem ætti að vita – Guðmundur Sv. Her- mannsson, makker Helga Jóhannssonar til margra ára. Guðmundur hafði í huga þessi þrjú grönd, sem komu upp á landsliðs- æfingu á mánudaginn: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ K87 ♥ DG108 ♦ Á52 ♣864 Vestur Austur ♠ ÁD4 ♠ G32 ♥ 64 ♥ K932 ♦ G1086 ♦ 93 ♣G1097 ♣Á532 Suður ♠ 10965 ♥ Á75 ♦ KD74 ♣KD Helgi var í suður og vakti á 14–16 punkta grandi eftir pass austurs. Guðmundur spurði um há- liti og lauk sögnum með þremur gröndum þegar Helgi neitaði hjartalit. Í AV voru feðgarnir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson. Snorri kom út með lauf- gosa og Karl drap með ás og spilaði litlu laufi til baka. Helgi gerði sér grein fyrir því að legan þyrfti að vera góð. Hann spilaði strax spaða að kóng blinds. Snorri velti vöng- um nokkra stund, en ákvað svo að dúkka – lét fjar- kann – og Helgi átti slag- inn á spaðakóng. Nú svínaði Helgi tvisvar fyrir hjartakóng og spilaði svo hjarta á ásinn. Aftur varð Snorri að taka erfiða ákvörðun. Hann var með ÁD í spaða, G10 fjórða í tígli og 109 í laufi. Allt spil sem hann vildi halda í. Eftir langa yfirlegu henti Snorri laufi. Helgi er tilfinningaspilari og ákvað með sjálfum sér að tígullinn gæti ekki legið 3–3 eftir þessa þróun mála og spilaði spaða! Snorri fékk slaginn og tók slag á lauftíu og Helgi henti tígli, trúr sannfæringu sinni. Snorri spilaði svo tígul- gosa, sem Helgi tók heima og spilaði enn spaða til Snorra. Fjórði spaðinn var loksins frír og það var ní- undi slagur sagnhafa. Guðmundur Her- mannsson hefur mikið til síns máls: Við hinir hefð- um spilað tígli eftir að hafa fengið slag á spaðakóng- inn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÚR HULDULJÓÐUM Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. - - - Vissi ég áður voruð þér, vallarstjörnur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér, lék ég að yður marga stund. Nú hef ég sjóinn séð um hríð og sílalætin smá og tíð. Munurinn raunar enginn er, því allt um lífið vitni ber. Jónas Hallgrímsson Árnað heilla Myndrún, Akureyri BRÚÐKAUP. Gef- in voru saman laugardaginn 8. júní sl. í Neskirkju í Aðaldal þau Freyja Hálfdánar- dóttir og Jón Gunnar Þorsteins- son. Prestur var séra Þorgrímur Daníelsson. Heimili þeirra er í Króka- byggð 4, Mos- fellsbæ. Með þeim á myndinn er sonur þeirra Þorsteinn. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.104 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hafdís Birna Guðmundsdóttir og Rebekka Rún Jóhannesdóttir. Morgunblaðið/Arnaldur 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 e6 8. Re5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rf6 11. Bf4 Da5+ 12. Bd2 Bb4 13. c3 Be7 14. b4 Dc7 15. 0–0 Rbd7 16. f4 a5 17. bxa5 Hxa5 18. Rc4 Ha4 19. f5 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir skömmu í Varna. Alisa Maric (2.455) hafði svart gegn Eka- terinu Kova- levskayu (2.482). 19 … Hxc4! 20. fxe6 fxe6 21. Dxc4 Dxg3 22. Dxe6 Kd8 23. Bf4 Dxc3 24. Had1 Rd5 25. Bd6 Bf6 26. Hf3 Dc2 27. He1 Dd2 28. Ha3 Dxd4+ 29. Kh1 Dxh4+ 30. Hh3 Dd4 31. Ha3 Rc7 32. Be7+ Kc8 33. Dh3 Bxe7 34. Hxe7 Dd1+ 35. Kh2 Dd6+ og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 80 ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 17. júní, er áttræður Jón-mundur Stefánsson, Brekkugötu 9, Ólafsfirði. Eig- inkona hans er Kristín Þorsteinsdóttir. Af því tilefni bjóða þau hjónin vinum og vandamönnum upp á kaffi í Tjarn- arborg, Ólafsfirði, sunnudaginn 16. júní frá kl. 15–19. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR VORÚTSKRIFT Viðskipta- og tölvuskólans fór fram dagana 27. apríl og 25. maí í Háskólabíói. Út- skrifaðir voru dag- og kvöldbekkir nemenda sem innrituðust haustið 2001. Laugardaginn 27. apríl voru útskrifaðir 109 nemendur í dag- bekkjum og laugardaginn 25. maí voru útskrifaðir 49 nemendur í kvöldbekkjum. Útskrifaðir voru alls 158 nem- endur af fimm brautum og að venju voru veitt verðlaun fyrir námsár- angur. Hæstu einkunnir hlutu El- ísabet Straumland og Lýdía Huld Grímsdóttir í almennu skrifstofu- námi, Drífa Sumarliðadóttir í al- hliða tölvunámi, Hjalta Sigríður Jónsdóttir og Fanney Þorsteins- dóttir í fjármála- og rekstrarnámi, Kristín Linda Sveinsdóttir og Gunnlaugur Þorgeirsson í mark- aðs- og sölunámi og Ásta Móses- dóttir og Helga Fjóla Sæmunds- dóttir í stjórnunar- og viðskiptanámi. Kveðjuræður nemenda eru hluti af hefðinni í Viðskipta- og tölvu- skólanum þar sem nemendur fá síð- asta tækifærið til að tjá hug sinn til skóla og kennara og fluttu fáeinir nemendur kveðjuræður. Viðskipta- og tölvuskólinn er einkarekinn framhaldsskóli og hófst starfsemi skólans árið 1974 með stofnun Einkaritaraskólans. Flestir nemendur Viðskipta- og tölvuskólans stunda námið með annarri vinnu. Skólinn hefur hlotið viðurkenningu menntamálaráðu- neytisins sem framhaldsskóli, en nemendur skólans fá þó aðeins brot af því framlagi sem nemendur op- inberra skóla njóta. Rekstur skól- ans er því að miklu leyti kostaður af skólagjöldum nemenda. Útskrift Viðskipta- og tölvuskólans JARÐFRÆÐIFERÐ verður farin í Hnappadal með Hauki Jóhann- erssyni jarðfræðingi á morgun, sunnudag. Ekið verður frá Reykjavík um Hvalfjarðargöng, þaðan að Snorra- stöðum í Hnappadal. Gengið á Eldborgina sem er fallegur spor- öskjulaga gígur, um 200 m á lengd og um 50 m á dýpt. Eldborg í Hnappadal gaus snemma á nú- tíma, fyrir um 8.000 árum. Síðan verður haldið að Gullborg og geng- ið á borgina sjálfa og skoðaðar hraunmyndanir í grenndinni. Far- ið verður að Oddastaðavatni og skoðað þversnið í tertíeran jarð- lagastafla. Fararstjóri Haukur Jó- hannsson. Brottför kl: 8.00 frá BSÍ og komið við í Mörkinni 6. 17. júní sunnudagur. Leggja- brjótur: Þingvellir – Myrkavatn – Brynjudalur, gömul þjóðleið. Um 15–16 km löng , 5–6 klst. ganga, hæðaraukning um 300 m, mesta hæð 467 m y.s. Fararstjóri Jónas Haraldsson. Brottför frá BSÍ kl: 10.30 og komið við í Mörkinni 6. Jarðfræðiferð í Hnappadal ÁRSÞING Norræna hótel- og veit- ingasambandsins stendur nú yfir á Hótel Reynihlíð við Mývatn. Þar mæta forystumenn viðkomandi samtaka. Fulltrúar Samtaka ferða- þjónustunnar munu sækja fundinn sem haldinn er í löndunum fimm til skiptis. Á fundinum gerir hvert land grein fyrir stöðu mála heimafyrir, stöðu efnahagsmála, vinnumark- aðsmála, stöðu ferðaþjónustunnar og helstu hagsmunamála hótela og veitingahúsa, s.s. skattamála. Miklar umræður eru jafnan um það sem helst er á baugi hjá bæði Evrópusamtökunum og Alþjóða- hótelsambandinu. Norræna hótel- og veitingasambandið Ársfundur haldinn á Mývatni ÍSLENSKA kvennalandsliðið árit- ar plaköt og hefur umsjón með strandblaki í HM heiminum í Smáralind í dag. Á sunnudag mæt- ir íþróttatrúðurinn og leikmenn Grindavíkur stýra knattþrautum og sýna listir sínar. Fjölmargt fleira verður til skemmtunar í HM heiminum um helgina. KSÍ hefur umsjón með daglegum knattþrautum og að þessu sinni verður áhersla á hjól- hestaspyrnur. Beinar útsendingar verða á risa- tjaldi frá HM í knattspyrnu, jafnt um morguninn sem á hádegi. Efnt hefur verið til HM leiks og er hægt að vinna 3 mánaða áskrift að Sýn, Adidas HM fótbolta eða gjafakort í Smáralind. Kvenna- landsliðið í Smáralind EININGAHÚS frá Dalkó verða til sýnis í dag, laugardaginn 15. júní, að Kvíaholti 16 í Borgarnesi. Þar verður opið hús frá kl. 13 til 17 og eru allir velkomnir. Fulltrúar frá Dalkó og húsráð- endur taka á móti gestum og svara fyrirspurnum um húsin og þá möguleika sem í boði eru. Enn fremur verður kynning á bað- og eldhúsinnréttingum frá Alno á staðnum. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn geta kynnt sér einingahúsin á heimasíðu fyrirtæk- isins dalko.is eða kíkt í heimsókn í Dalkó á Dalvegi 22 í Kópavogi, seg- ir í fréttatilkynningu. Dalkó kynnir einingahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.