Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ H ér með skrifa ég líka undir auglýs- inguna sem birtist í blöðunum í fyrra- dag. Ég bið liðs- menn Falun Gong-hreyfing- arinnar og aðra erlenda gesti af asísku bergi brotna afsökunar á óskiljanlegu framferði íslenskra stjórnvalda í tengslum við op- inbera heimsókn forseta Kín- verska alþýðulýðveldisins til Ís- lands. Í vikunni skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur. Ís- lensk stjórnvöld gerðust sek um misrétti. Taívönskum prófess- orum á leið á ráðstefnu á Íslandi var bannað að koma. Allir þeir sem eru as- ískir í útliti voru stöðvaðir í Leifsstöð. Fjöld- inn allur af fylgismönnum Falun Gong var stöðvaður á flugvöllum í Bandaríkjunum og Evrópu. Forseta Kína má ekki móðga með nærveru slíks fólks, íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau geta til að tryggja það. Nokkrum tugum Falun Gong- manna var leyft að fara frjálsum ferða sinna, eftir fangabúðavist í Njarðvíkurskóla, fyrst þeir voru hvort sem er komnir til landsins en aðrir skyldu stöðvaðir áður en þeir stigu upp í íslenska flugvél. Guði sé lof fyrir að fleiri flug- félög en Flugleiðir ríkisins fljúga varla til Íslands. Ragnar Aðalsteinsson lögmað- ur á heiður skilinn fyrir fram- göngu sína í þágu mannréttinda á Íslandi. Hann fer óhikað fram á það við stjórnvöld að flugrekstr- arleyfi Flugleiða verði aft- urkallað þar sem félagið hafi brotið lög með því að fara eftir fyrirmælum sömu stjórnvalda um að meina Falun Gong-fólki að ganga um borð. Þetta er nátt- úrulega vonlaust verk en einhver þarf að halda uppi andófi. Íslenskum stjórnvöldum er vorkunn. Þau hafa beygt sig fyr- ir ofurvaldi kínverskra stjórn- valda og uppskorið andúð ís- lensks almennings fyrir vikið (a.m.k. í nokkra daga). Íslenska dómsmálaráðuneytið hefur undir höndum lista með nöfnum fólks af ýmsu þjóðerni sem á það sam- eiginlegt að tengjast Falun Gong. Og íslensk stjórnvöld fylgja því boði kínverskra stjórn- valda að meina fólkinu á svarta listanum inngöngu í landið hvað sem það kostar. Við innritunarborð Flugleiða á flugvellinum í París stóð í gær yfir hungurverkfall Falun Gong- fólks sem var meinaður aðgang- ur að flugvél til Íslands án frek- ari málalenginga. Flugfélag get- ur ekki leyft sér að koma svona fram við farþega; að svíkja samninga án rökstuðnings og hafna skaðabótaábyrgð. Íslensk ferðaþjónusta bíður hnekki líka. Fréttir af þessu framferði hafa borist út fyrir Ísland merkilegt nokk. Og túristakandidatar beina ferðaáhuga sínum annað en til Íslands. Þarf engan að undra. Það þarf að mótmæla bæði framkomu kínverskra stjórn- valda og íslenskra stjórnvalda. Kínversk stjórnvöld brjóta mannréttindi á hverjum degi eins og er alþekkt staðreynd. Í Kína er fólk tekið af lífi, tjáning- arfrelsið er einskis virt og lýð- ræði er óþekkt en hlýðni við yf- irvaldið á sér langa hefð. Á Íslandi er þessu öfugt farið. Ís- land er lýðræðisríki. Hér er fólki frjálst að tjá skoðanir sínar og þær eru virtar. Fólki er frjálst að mótmæla ef því mislíkar. Þetta fyrirkomulag á sér langa hefð. Hvað veldur því að þessari hefð er kastað í einni svipan og fólki sem hingað vill koma meinaður aðgangur? Almenningur á heimtingu á skýringum á því. Falun Gong er ekki hreyfing hryðjuverkamanna. Þetta er vopnlaust fólk sem stundar and- lega leikfimi og mótmælir stað- fastlega mannréttindabrotum í Kína. Og það er sjálfsagt að það elti forseta Kína til að gera það. Það er ekki Falun Gong-fólkið sem er vopnað, það eru lífverðir aðalritarans, og hættan er fólgin í að þeir hleypi af skoti ef sést í gulklætt fólk. Kínversk stjórn- völd hafa sett íslenskum stjórn- völdum allt of ströng skilyrði fyrir því að kínverski forsetinn þiggi boð um opinbera heimsókn. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Það sem á að koma á óvart er að íslensk stjórnvöld skuli hlaupa á eftir þessum boð- um. Í fréttum Ríkissjónvarpsins kom fram að starfsmenn kín- verska sendiráðsins hér á landi ættu allt sitt undir því að heim- sókn Jiang Zemin færi í alla staði fram eftir hans höfði. Þeir yrðu sóttir persónulega til ábyrgðar ef snurða hlypi á þráð- inn. Í fyrsta lagi á náttúrulega ekki að bjóða fulltrúa Kína hingað til lands í opinbera heimsókn. Það er viðurkenning á starfi hans en hann á ekki fallegan feril að baki. Það er viðurkenning á því að við- urkenna ekki Falun Gong nema sem illskeyttan sértrúarsöfnuð og viðurkenning á því að félagar í Falun Gong séu sekir og þá megi pynta, fangelsa og eitthvað þaðan af verra. Ef forsetanum er samt sem áður boðið verður allur almenningur, íslenskur sem er- lendur, að geta mótmælt því ef hann svo lystir. Hann verður að geta mótmælt mannréttinda- brotum í Kína og ekki síður aum- ingjaskap íslenskra stjórnvalda. Stjórnvöld hafa klórað í bakk- ann og sagt nauðsynlegt að tryggja öryggi forsetans með öll- um tiltækum ráðum. Íslenska lögreglan sé alls ekki nógu öflug til að tryggja frið og ró í kringum heimsókn svo stórs leiðtoga. En það er alls ekki málið. Hér hafa áður verið mótmæli. Nú síðast Natofundur þar sem allt gekk upp og íslensku lögreglunni var hrósað fyrir vel unnið verk. Afsakið framferðið Íslensk ferðaþjónusta bíður hnekki líka. Fréttir af þessu framferði hafa borist út fyrir Ísland, merkilegt nokk. Og túristakandidatar beina ferðaáhuga sínum annað en til Íslands. Þarf engan að undra. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is ÍSLENSK stjórn- völd hafa ratað í ógöngur vegna fleðu- láta við kínverskan flokkseinræðisherra. Svo virðist sem okkar reyndustu stjórnmála- menn, forsetinn, for- sætisráðherrann og ut- anríkisráðherrann, hafi ímyndað sér að ódæði gestsins í heimalandinu yrðu fjarverandi í sumar- blíðunni við Gullfoss og Geysi og íslenska þjóðin yrði sömuleiðis kurteis og pen við gestinn og léti sem hún hefði ekki heyrt minnst á slátrunina á Torgi hins himneska friðar, skipu- lögð hryðjuverk gegn tíbesku þjóð- inni um áratugaskeið, kerfisbundn- ar ofsóknir gegn öllum sem efla styrk sinn gegn ofríkinu eða lygaó- hróðurinn sem rekinn er gegn fórn- arlömbum ofbeldisins. Þetta var hrapallega misreiknað. Íslendingar hafa að vísu fullan skilning á nauð- syn þess að hafa kurteisleg sam- skipti við erlend stjórnvöld sem ekki vinna gegn okkur eða hags- munum okkar en er hins vegar meinilla við að láta hafa sig fyrir puntudúkkur í samkvæmisleik við mann sem ber ábyrgð á fyrirskip- uðum, kerfisbundnum hópnauðgun- um kínverskra setuliðsmanna á tíb- eskum búddanunnum, svo lítið dæmi sé tekið af afrekalista þessa merka stjórnvitrings. Kínverska flokkseinræðið telur sér ógnað af fólki sem iðkar morg- unleikfimi og ofsækir það með til- tækum ráðum. Íslensk stjórnvöld hafa komið sér í þá stöðu að látast hafa skilning á þeirri sérstöku ósk þessa gests síns að fyrir augu hans komi fyrir alla muni ekki fólk að iðka morgunleikfimi. Þau hafa sýnt honum þá velvild að ofsækja sjálf eftir fremsta megni alla þá sem lík- legir eru til að spenna greipar í morgunsárið á meðan aðalritari kín- verska kommúnistaflokksins lætur mynda sig í íslenskri sumardögginni svo þegnar hans í endurhæfingar- búðunum og böðlar þeirra sjái hversu víðförull aufúsugestur hann sé í útlandinu. Hann mun glaður segja frá því hve innilega sammála íslenski forsetinn og litlu drengirnir hans voru um ógnina sem stafar af iðkendum morgunleikfimi enda hafi þeir bannað þeim inngöngu í fagra landið sitt en óskað honum góðs gengis í stríðinu gegn þeim heima í Kína. Þetta verður landkynningin sem við Íslendingar fáum í Kína út á gest- risnina við flokksein- ræðisherrann. Hitt er síðan annað mál að gesturinn er ekki eins sefasjúkur og virðast mætti. Morg- unleikfimi er raun- veruleg ógn við flokks- einræðið í Kína og alla hugmyndafræði þess. Ástæðan liggur sum- part í leikfiminni sjálfri, þeim styrk sem hún veitir iðkendum, en ein og sér hefði hún þó aldrei orðið annað en meinlaus tísku- bylgja í kínverska þjóðlífinu. Flokkseinræðið, undir forustu gestsins, tók hins vegar þá ákvörð- un að gera iðkendur morgunleikfimi að yfirlýstum óvinum flokksins, þjóðarinnar og ríkisins alls. Þetta munu þeir mjög trúlega hafa gert af þeirri kunnu stjórnvisku einræðis- hneigðra manna allra landa og allra tíma að gera að opinberum fjanda einhvern eða einhverja sem henta vel til að sýna að óvinurinn leynist þar sem síst nokkurn grunaði að óvinar væri von og til að sýna hversu miskunnarlaust verður að heyja stríðið við hann og hversu naumur en hetjulegur sigurinn var í því stríði að lokum! Með slíkum að- gerðum vinnst það einnig að hættu- legustu óvinir einræðis, hugprútt og réttsýnt fólk, rís upp til varnar gegn fáránlegum ofsóknunum og opin- berar sig. Þannig gefst tækifæri til að ganga frá því í leiðinni. Það sem byrjaði sem ævagömul kínversk „morgunleikfimi“ hefur vegna of- sókna flokkseinræðisins orðið að uppreisn æ fleiri hugrakkra og rétt- sýnna manna og kvenna gegn þessu sama einræðisvaldi. Okkur kann að finnast fáránlegt að nokkrum stjórnvöldum komi til hugar að banna gamlar leikfimiæf- ingar og beinlínis skammarlegt að stjórnvöld okkar séu yfirhöfuð til viðræðu um að taka á sinn hátt þátt í geggjuninni. Við hefðum vænst þess að forsetinn okkar og litlu drengirnir hans í stjórnarráðinu hefðu sagt við þann kínverska að sumir hlutir væru ofar skilningi þjóðar með elsta lýðkjörið þing í heimi – svo aðeins væri nú fært í stílinn. Eitt þeirra væri að einhverj- um gæti verið ami að því að fólk spennti greipar í morgunkyrrðinni og sypi ferskt loft. Hann skyldi þess vegna bara njóta þess að dvelja þessa 3 eða 4 daga í landi þar sem morgunleikfimi væri ekki ógn við einn eða neinn, jafnvel þótt þúsund manns af sýnilegum asískum upp- runa iðkaði hana hvert sem auga liti. Slíkt væri, rétt eins og Geysir og miðnætursólin, partur af lífi þjóðarinnar og kallaðist frelsi! Þannig hefði þessi tungumálafróði gestur forsetans okkar og drengj- anna hans í stjórnarráðinu bætt í orðaforðann einu íslensku orði. Þetta hefði orðið afar skemmtilegt, eins konar samkvæmisþraut, því þetta litla orð er óþýðanlegt á flokkseinræðiskínversku. Þetta kann okkur að finnast en það er vegna þess að við skiljum ekki það sem forsetinn okkar og drengirnir hans í stjórnarráðinu hafa af langri stjórnmálalegri reynslu skilið í þessu máli: Hin kín- verska hreyfing um morgunleikfimi er stjórnarandstaðan í Kína og mun verða það þar til tekst að uppræta hana með því ofbeldi sem við höfum aðeins séð skuggann af ennþá, eða þá þar til flokkseinræðinu verður steypt af valdastóli. Það væri óvið- eigandi við flokkseinræðisherrann að skáeygt fólk sýndi honum póli- tískt andóf hér með morgunleikfimi þar sem hann er varnarlaus og get- ur ekki sigað á það sérsveitum flokkslögreglunnar sinnar. Þetta skilja stjórnvitringarnir á Bessa- stöðum og í stjórnarráðinu og annar litlu strákanna þar hefur útskýrt fyrir okkur að það væri klár aum- ingjaskapur að láta slíkt fólk spilla geði gestsins og eyðileggja fyrir þeim þetta fína bjóð. Nei, gestinum vilja þeir sýna að óvinir hans séu líka óvinir þeirra og þótt þeir hafi að vísu ekki yfir að ráða sérdeildum til að hópnauðga konum í röðum óvin- anna eins og flokkseinræðisherrann er svo lánsamur að hafa heima hjá sér, þá hafa þeir sín ráð við sameig- inlegum fjendum og flokkseinræð- isherrann gleðst og hælir þeim og segir að þeir séu bara nokkuð efni- legir flokkseinræðisherrar líka. Hinn viðsjáli gestur Gunnlaugur Sigurðsson Heimsókn Hin kínverska hreyfing um morgunleikfimi, seg- ir Gunnlaugur Sigurðs- son, er stjórnarand- staðan í Kína. Höfundur er lektor við Kennaraháskóla Íslands. ÞÁ er komið að kvennahlaupi ÍSÍ í þrettánda sinn. Það er alltaf jafn mikil stemmning í aðdrag- anda hlaupsins. Um- fjöllun og auglýsingar, konur skokkandi hér og þar, gangandi rösk- lega – og hvernig skyldi bolurinn vera á litinn í ár? Þetta er það sem um er spjallað og það sem maður sér í júnímánuði fyrir Kvennahlaupið. Aðalhlaupið er í Garðabæ Fyrsta hlaupið fór fram í Garða- bæ í tilefni íþróttahátíðar ÍSÍ árið 1990 og þar hefur hjarta/vagga hlaupsins verið. Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ og bæjarfélag- ið hafa ávallt staðið myndarlega að hlaupinu og ekkert til sparað, þann- ig að þessi stærsti íþróttaviðburður Íþrótta- og Ólympíusambandsins hefur ávallt farið fram með sóma. Að þessu sinni verður boðið upp á nýjar hlaupaleiðir, sem byrja á sama stað en liggja í átt að Vífils- stöðum í stað Arnar- nessins áður. Þessar hlaupaleiðir eru ekki síðri en þær sem verið hafa undanfarin tólf ár. Hlaupið um allt land Það sem hefur gert hlaupið óvenjulegt er að það fer fram á yfir hundrað stöðum á landinu, einnig erlend- is. Þannig geta konur sem eru í sumarfríi, eða á ferðalagi um landið, tekið þátt og margar hafa lýst ánægju með þá til- breytingu að vera þátttakandi með nýju fólki og upplifa menningu þess staðar sem þær hafa verið staddar á. Þær konur sem koma að und- irbúningi og framkvæmd hlaupsins um land allt eiga þakkir skildar fyr- ir ósérhlífni og dugnað. Samhjálp kvenna Að þessu sinni er Samhjálp kvenna, samtök kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein, sam- starfsaðili ÍSÍ við Kvennahlaupið. Þegar við skráum okkur í hlaupið erum við því einnig að leggja þess- um þarfa félagsskap lið og hvetja konur til þess að gera hreyfingu að lífsstíl. Það er von okkar sem stönd- um að Kvennahlaupinu að þetta samstarf megi verða til þess að konur hugi í auknum mæli að mik- ilvægi hreyfingar sem lið í betra líf- erni og verði þannig yngri konum fyrirmynd. Allar með Það er von okkar sem erum í undirbúningsnefndinni að stelpur, dætur, mömmur, frænkur, ömmur og langömmur gangi til leiks í dag. Þetta er dagurinn okkar. Verum með á okkar hraða. Til hamingju með daginn Unnur Stefánsdóttir Kvennahlaup Þetta, segir Unnur Stefánsdóttir, er dagurinn okkar. Höfundur er formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.