Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er gamall og góðursiður í þessu landi aðvanda um við þá, semfara ekki rétt með málið, og við skulum vona, að þannig verði það áfram um ókomna tíð. Með öðrum orðum, að íslensku máli hraki ekki svo mikið, að menn gefist einfaldlega upp við aðfinnsl- urnar og láti ambögurnar yfir sig ganga mótþróalaust. „Lokaðu heldur dyrunum, strákur!“ var einu sinni sagt við mig í umvöndunartón þegar mér hafði orðið það á að segja, að ég ætlaði að loka hurðinni og ég hef ekki gleymt því síðan. Þess vegna reyndi ég að venja mig af því að „loka hurðum“ og brýndi síðan það sama fyrir börnum mínum og barnabörnum. Á þetta var einmitt drepið í þessum dálkum fyrir rúm- um mánuði. Að sjálfsögðu lokum við því, sem opið er, en ekki því, sem við notum til að loka með. Við lokum og opn- um glugga en ekki rúðu og við opn- um og lokum lúgu en ekki hler- anum fyrir henni. Það er hins vegar þetta með hurðina. Ef mér skjátlast ekki, þá á það sínar skýringar, að talað er um að loka hurð eða opna. Ég las það einhvers staðar eða heyrði, að þessi talsháttur væri gamall í málinu og líklega dreginn af því, að fyrr á öldum og allt frá fyrstu tíð hefðu verið settar lokur fyrir hurðir og af því væri það komið að loka hurð, setja loku fyrir hurðina. Þetta rifjaðist upp þegar ég gluggaði enn einu sinni í söguna um þá fóstbræður, Þorgeir Háv- arsson og Þormóð Bersason. Þar segir meðal annars frá því er Þor- geir hefndi föður síns og vó Jöður í bæjardyrunum á Skeljabrekku. Fór hann síðan um nóttina til móð- ur sinnar á Hávarsstöðum. Síðan segir: „Þorgeir gengur inn og lýkur aftur hurðina eftir sér og snýr til stofu.“ Nokkru síðar segir, að grið- kona „reis upp og gekk til stofu og lýkur upp hurðinni lítt“. Nú er þetta að vísu ekki alveg sambærilegt. Í Fóstbræðrasögu er talað um að ljúka aftur og ljúka upp hurð en ekki loka en náskylt er hvort tveggja orðalagið engu að síður. Vafalaust kunna þó ein- hverjir betri skil á þessu og það væri vissulega ekki ónýtt ef unnt væri að skera úr því í eitt skipti fyrir öll hvort það er rangt eða rétt að „loka hurð“. – – – Í útvarpi var nýlega flutt frétt um ákveðinn atburð og síðan sagt, að menn hefðu verið „varaðir við, að slíkt mætti ekki endurtaka sig“. Hér var ekki að sjálfsögðu ofaukið enda var verið að vara við, að at- burðurinn eða framferðið end- urtæki sig. Allalgengt er, að óþarfa neitun sé bætt við þegar verið er að vara við einhverju og hugsanlega er um að ræða áhrif frá ensku. „He was warned not to go“ segir enskumæl- andi fólk og þar er það regla að láta neitunarorð fylgja. Raunar má finna dæmi um þetta í íslensku, sem eru eldri en svo, að enskunni verði um kennt. Í sög- unni um Strákinn og dalakarlinn í Íslensku þjóðsagnasafni segir frá bónda, sem átti rauðan hest, mik- inn og góðan, og bannaði öllum að fara á bak honum. „Ég vara þig við því, Siggi,“ sagði hann við son sinn, „að fara aldrei á bak honum Rauð mínum hvað sem við liggur.“ Hér er orðinu aldrei ofaukið enda snýr neitunarorðið eiginlegri merkingu setningarinnar við. – – – Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu stendur nú sem hæst og áhuginn á þessari skemmtilegu íþrótt er mikill. Eins og allir vita er það þó ekki nema hálf skemmtun að horfa á útsendingu í sjónvarpi ef engin er lýsingin. Þess vegna skiptir það miklu máli, að þeir, sem annast lýsinguna, séu vel máli farnir auk þess að vera fróðir um liðin og vel heima í knatt- spyrnufræðunum. Á þessu er stundum mikill mis- brestur. Þótt einhver hafi haft af- skipti af eða tekið þátt í einhverri grein, er ekki þar með sagt, að hann kunni að segja skemmtilega frá. Í öllum greinum, hvort sem er í íþróttum eða öðru, tíðkast ákveð- ið málfar, en það er heldur leið- inlegt að heyra alltaf tekið eins til orða um það, sem fram fer, til dæmis á knattspyrnuvellinum. Í skrifum um íþróttir hefur ástandið lagast að þessu leyti að mínu viti en þegar íþrótta- fréttamenn fá aðra til liðs við sig í beinni útsendingu er útkoman stundum hörmuleg. Sem dæmi um það má nefna lýsingu á einum leiknum í heimsmeistarakeppninni nýlega. Þá var sagt um einn leik- manninn, að hann væri „ekki lík- amlegasti maðurinn á vellinum“. Nokkru síðar var talað um „að taka manninn á“. Trúlega á það fyrra eitthvað skylt við „physical“ á ensku og það síðara í ætt við „to take on“. Hugsunin var sem sagt á ensku, orðin íslensk og útkoman bull og vitleysa. Fjölmiðlar, einkum útvarp og sjónvarp, mættu stundum vanda betur valið á viðmælendum sínum og jafnvel brýna fyrir þeim að reyna að tala óbrenglaða íslensku. Hugsunin var sem sagt á ensku, orðin ís- lensk og út- koman bull og vitleysa svs@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Svein Sigurðsson Á AKUREYRI gerðist sá fáheyrði at- burður í aðdraganda sjómannadagshátíða- haldanna að skipt var um ræðumann. Í stað Árna Steinars Jó- hannssonar, þing- manns Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sem hafði tekið að sér að flytja ræðuna, var á síðustu stundu fengin Val- gerður Sverrisdóttir ráðherra. Megin- ástæður þessa eru þrýstingur á sjó- mannadagsráð frá for- stjórum stóru sjávarútvegsfyrir- tækjanna á Akureyri sem báðir hafa viðurkennt að hafa blandað sér í málið. Þessi afskipti eru með miklum ólíkindum og þá fyrst og fremst fyrir það að slíkt skuli við- gangast á okkar tímum. Þreföld gengisfelling A.m.k. þrír aðilar gengisfelldu sjálfa sig harkalega með fram- göngu sinni í þessu máli. Það gerðu fyrir það fyrsta forstjórar Samherja og Útgerðarfélags Ak- ureyringa með afskiptum sínum af málinu. Vonandi er um að kenna fljótræði og hugsunarleysi sem þessir menn sjá eftir þótt afsök- unarbeiðni hafi ég að vísu enga heyrt úr þeirri átt ennþá. Í öðru lagi hlýtur það að valda sérstökum vonbrigðum að sjó- mannadagsráð skuli láta undan þrýstingi af þessu tagi. Hér er vonandi um svo einstakan atburð að ræða að hann endurtekur sig ekki og því óþarfi að vera með bollaleggingar um hvert framhald- ið yrði ef sami háttur yrði á hafður, þ.e. að einstakir dagskrárlið- ir sjómannadagshá- tíðahalda yrðu í fram- tíðinni bornir undir forstjóra stórfyrir- tækja. Síðast en ekki síst gengisfelldi svo iðnað- ar- og viðskiptaráð- herra og þingmaður Norðurlandskjördæm- is eystra, Valgerður Sverrisdóttir, sig með því að láta hafa sig í að flytja ræðuna vit- andi hvernig í pottinn var búið. Breytir þá engu um þótt Valgerði hafi ekki verið ljóst í byrjun hver var bak- grunnur þess að hún var beðin um það á síðustu stundu að halda sjálfa hátíðarræðu sjómannadags- ins. Merkilegt er að engar spurn- ingar skyldu vakna í huga ráð- herrans þegar hún var beðin um það nánast fyrirvaralaust að halda ræðuna. Hitt er staðfest að fyrir sjómannadaginn var Valgerði orðið ljóst að hún hafði verið fengin sem staðgengill annars ræðumanns er vikið hafði verið til hliðar á þann hátt sem frægt er orðið að endem- um. Einhver hefði í þessum spor- um tekið upp þykkjuna og sagt við sjómannadagsráð, nei takk, svona læt ég ekki nota mig. En það átti sem sagt ekki við um Valgerði Sverrisdóttur. Sjávarútvegsstefna VG Þetta fáheyrða mál gefur tilefni til að fara yfir áherslur Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í sjávarútvegsmálum. Ekki síst vegna þess að áður tilgreindir for- stjórar stóru sjávarútvegsfyrir- tækjanna á Akureyri nefndu báðir áherslur VG í sjávarútvegsmálum í þessu sambandi. Var jafnvel geng- ið svo langt að tala um stefnu sem væri fjandsamleg hagsmunum ey- firskra sjómanna og sjávarútvegs- fyrirtækja og ef ekki sjómanna yf- irleitt. Enginn rökstuðningur fylgdi fullyrðingum forstjóranna. Því leyfir maður sér að spyrja; hvað er það í almennum áherslum VG í sjávarútvegsmálum sem er fjandsamlegt hagsmunum ey- firskra sjávarútvegsfyrirtækja eða sjómanna? – Er það áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlindanna? – Er það áhersla á að tryggja stöðu sjávarútvegsbyggðanna með byggðatengingu veiðiréttindanna að hluta til? – Er það sú nálgun að fara blandaða leið leigumarkaðar, byggðatengingar og afnotasamn- inga til útgerðarinnar til að mæta ólíkum hagsmunum sem vegast á í málinu? – Er það áhersla á vistvæna þró- un í sjávarútvegi í skilningnum um bætta umgengni við lífríkið og að hvatt verði til nýtingar veiðarfæra og veiðiaðferða sem eru vinsam- legar lífríkinu og fiskstofnunum, t.d. með því að prófa sig áfram með notkun svonefndra nýtingar- stuðla? Má í því sambandi minna á þær skuldbindingar sem Íslending- ar hafa að þessu leyti þegar und- irgengist samkvæmt m.a. Ríó-sátt- málanum. – Er það sú nálgun okkar að gefa rúman aðlögunartíma að breytingum í sjávarútvegsmálum, að losa veiðiréttinn og endurráð- stafa honum á breyttum grunni á löngum tíma eða 20 árum? – Er það sú áhersla okkar að vilja varðveita fjölbreytni í útgerð og fiskvinnslu, bæði hvað varðar veiðiaðferðir, stærð og staðsetn- ingu fyrirtækja, rekstrarform o.fl. – Er það áhersla okkar á að vilja sjá í framtíðinni dafna hlið við hlið smábáta- og bátaútgerð sem áfram geti orðið uppistaðan í atvinnu og velsæld í minni sjávarbyggðum, einyrkja, meðalstór fyrirtæki og stórfyrirtæki sem auðvitað eru mikilvæg burða sinna vegna og þeirra hluta sem þau ein ráða við? – Er það ósanngjörn eða fjand- samleg stefna að vilja líta til al- mennra hagsmuna í greininni frek- ar en eingöngu sértækra hagsmuna stórfyrirtækja, að vilja líta til hagsmuna sjómanna, fisk- verkafólks og byggðarlaga al- mennt? Nei, auðvitað ekki. Engri ofan- greindra spurninga, um hvað af af þessu sé fjandsamlegt sjómönnum eða sjávarútveginum, geta menn svarað játandi nema e.t.v. ef þeir horfa níðþröngt á málin af eigin hagsmunahóli. Staðreyndin er sú, að sjávarút- vegsstefna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er raunsæ og hófsöm í sinni nálgun. Hitt er ljóst að hún er ekki einhliða og þröngt sniðin að hagsmunum fáeinna stór- fyrirtækja sem eru sem óðast að leggja sjávarútveginn í landinu undir sig. Þar er mögulega komið að vendipunkti þessarar umræðu. Ef það er svo í augum forstjóra stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins að allt annað en skilyrð- islaus stuðningur við núverandi fyrirkomulag og óbreytt ástand sé fjandskapur við þá verða þeir að eiga slíka einkunnagjöf við sig. Stjórnmálamenn og stjórnmála- flokkar sem missa fótanna gagn- vart slíkum viðbrögðum eru lítils virði. Ef ekki er reynt að nálgast málefni sjávarútvegsins á almenn- um forsendum og taka mið af fjöl- breyttum aðstæðum, blönduðum hagsmunum og þeim ólíku mark- miðum sem vega þarf saman er illa komið. Gengisfall Steingrímur J. Sigfússon Sjómannadagurinn Hér er vonandi um svo einstakan atburð að ræða, segir Stein- grímur J. Sigfússon, að hann endurtekur sig ekki. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. UM ÞAÐ bil tíunda hver kona fær brjósta- krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Á Ís- landi greinast árlega um 160 konur með þennan sjúkdóm. Flestar þeirra, eða átta af hverjum tíu, ná bata. Um 1.600 konur sem hafa fengið brjósta- krabbamein eru á lífi hér á landi. Samhjálp kvenna er samtök kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein. Samtökin eru aðildar- félag Krabbameins- félags Íslands og hafa aðsetur í húsi félagsins í Skógarhlíð 8. Samtökin eru aðili að alheimssamtökunum Reach to Recovery og norrænum systursamtökum. Þau eiga gott sam- starf við lækna og hjúkrunarfræð- inga sem annast konur vegna brjóstakrabbameins. Í sjálfboðaliðahópi Samhjálpar kvenna eru fjörutíu konur. Helming- ur þeirra býr á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn úti á landi. Samtökin hófu starfsemi sína hér á landi árið 1979 að tilhlutan Krabba- meinsfélagsins og tveggja krabba- meinslækna. Meginmarkmið Sam- hjálpar kvenna er að veita konum sem greinast með brjóstakrabba- mein andlegan stuðning og ráðgjöf, bæði í tengslum við aðgerð og síðar. Einn liður í starfi Samhjálpar kvenna er leikfimi fyrir konur sem eru að jafna sig eftir aðgerð og með- ferð vegna brjóstakrabbameins. Í hópnum, sem er undir stjórn leik- fimikennara, eru konur sem hafa náð sér, en halda áfram þjálfun, bæði til að efla eigin heilsu og einnig til að styðja þær konur sem eru á leið aftur út í lífið. Þetta er mikilvæg endur- hæfing og margar konur segjast hafa náð góðum bata, bæði líkamlegum og andlegum. Undirrituð er í þeim þakkláta hópi. Starfsfólk krabba- meinsdeilda Landspít- ala – háskólasjúkra- húss er með gönguhópa fyrir konur sem eru í meðferð vegna krabba- meina í því augnamiði að viðhalda líkamlegu þreki og draga úr óæskilegum áhrifum lyfja- og geislameð- ferðar með útiveru og hreyfingu. Hvers vegna er hreyfing svona mikil- væg? Þekkt er að hreyfing eykur lík- amlega og andlega vellíðan. Rann- sóknir benda eindregið til að hreyfing sé góð forvörn gegn ýmsum sjúkdómum, meðal annars krabba- meinum, hjartasjúkdómum og bein- þynningu. Hreyfing er mikilvægt tæki til þess að viðhalda eðlilegri lík- amsþyngd, sérstaklega ef hreyfingin er markviss og í tengslum við hollar lífsvenjur. Með markvissri hreyfingu eykst líkamlegt úthald sem er nauðsynlegt að efla í kjölfar sjúkdóms og með- ferðar. Við verðum hins vegar að gæta þess að hætta ekki að hreyfa okkur þegar við teljum okkur hólpn- ar. Við þurfum að halda áfram að styrkja líkama okkar eins lengi og við höfum burði til í þeim tilgangi að vega á móti afleiðingum sjúkdóms- ins. Konur, gerum hreyfingu að lífs- stíl! Fátt er auðveldara til að við- halda heilsunni en að setja á sig góða skó og fatnað sem hæfir veðri, nýta göngustíga í borg og bæ eða ganga úti í náttúrunni. Það getur hver kona gert með sínu lagi, ein, með ástvin- um eða öðrum. Okkur sjálfboðaliðum hjá Sam- hjálp kvenna er það mikill heiður að undirbúningsnefnd ÍSÍ um kvenna- hlaup óskaði eftir samvinnu við okk- ur í tengslum við Kvennahlaupið. Kvennahlaup ÍSÍ er gott tækifæri til að breyta um lífsstíl þannig að markviss og reglubundin hreyfing verði hluti af lífi okkar. Berum heilsu okkar fyrir brjósti. Tökum þátt í Kvennahlaupinu. Kvennahlaupið og Samhjálp kvenna Guðrún Sigurjónsdóttir Höfundur er formaður Samhjálpar kvenna. Kvennahlaup Rannsóknir benda ein- dregið til, segir Guðrún Sigurjónsdóttir, að hreyfing sé góð forvörn gegn ýmsum sjúkdómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.