Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 60
DAGBÓK
60 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
ENN er Víkverji með heims-meistaramótið í boltasparki á
heilanum, og lái honum hver sem
vill.
Tilefnið að þessu sinni er frammi-
staða þeirra sem gerðust svo góðir
að færa okkur Íslendingum keppn-
ina heim í stofu; Norðurljósa. Ekki
þarf að fjölyrða frekar um það
þakklæti sem bærist í brjósti Vík-
verja í garð stjórnenda fyrirtæk-
isins fyrir að hafa tekið sig til og
keypt sýningarréttinn á þessu stór-
fenglega sjónvarpsefni sem á tíma-
bili leit út fyrir að fylgjast þyrfti
með á Netinu, eða á síðum dagblaða
líkt og fyrir tíma beinna sjónvarps-
útsendinga. En það er full ástæða
til að vekja máls á því hvernig
starfsmenn Norðurljósa hafa staðið
sig við að færa okkur HM.
Víkverji á nefnilega vart orð til
að lýsa hrifningu sinni yfir frammi-
stöðunni það sem af er og það
leynir sér ekki að stjórnendur og
starfsmenn hafa lagt sig alla fram
um að gera skemmtilegt sjónvarps-
efni ennþá skemmtilegra.
x x x
FYRST skal nefna það snilldar-bragð að endursýna leikina
ítrekað. Þökk sé því hefur Víkverji
ekki misst af einum einasta leik og
jafnvel getað horft oftar en einu
sinni og tvisvar á sama leikinn,
svona til að stúdera vafaatriðin.
Síðan hafa þættirnir 4-4-2 slegið í
gegn hjá Víkverja, sem hefur beðið
lengi eftir að slíkur þáttur birtist í
íslensku sjónvarpi. Þáttur þar sem
einlægir áhugamenn, en að sama
skapi mismiklir sérfræðingar, láta
ljós sitt skína og spá í spilin með
léttum og afslöppuðum stjórnend-
um. Þorsteinn Joð og Snorri Már
eru sem sniðnir í starfið og hefur
Víkverji ekki mátt missa af einum
einasta þætti. Víkverji leggur hér
með til að 4-4-2 öðlist framhaldslíf í
haust og breytist þá í vikulegan
þátt, sem skoðar enska boltann frá
öllum mögulegum og ómögulegum
hliðum, með sömu stjórnendum að
sjálfsögðu.
Það sem komið hefur Víkverja
hvað þægilegast á óvart er hversu
sanngjarnir þeir hjá Norðurljósum
hafa verið í garð áskrifenda sinna,
með því að knýja þá ekki til þess að
vera áskrifendur að fleiri stöðvum
en einni til að geta notið allra leikja
keppninnar. Alveg var Víkverji bú-
inn að bóka að ekki myndi nægja að
vera með áskrift að Sýn, að nokkrir
leikjanna yrðu einvörðungu sýndir
á Stöð 2, í því skyni að kría út fleiri
áskrifendur. En engum slíkum lúa-
brögðum hefur verið beitt. Engin
græðgi hefur verið í gangi, bara
einlægur vilji til þess að gera fólki
kleift, á sem auðveldastan máta, að
njóta keppninnar. Meira að segja
þegar tveir leikir hafa verið í gangi
samtímis, og sýndir báðir í beinni á
Sýn og Stöð 2, hefur leikurinn á
Stöð 2 verið opinn áskrifendum
Sýnar og síðan endursýndur á Sýn
strax að leikjunum loknum, þannig
að hægt sé að njóta beggja án þess
að vita úrslitin. Þetta kallar Vík-
verji þjónustu. Bravó!
x x x
TIL að kóróna frammistöðunahefur stöðin svo hvergi slegið
slöku við, meðan á HM hefur staðið,
í að sýna frá öðrum íþróttaviðburð-
um. Íslenski boltinn hefur verið
sýndur í beinni útsendingu síðdeg-
is, unnendur körfuboltans hafa
fengið að fylgjast grannt með úr-
slitakeppninni í NBA-deildinni og
áhugamenn um hnefaleika fengu að
sjá magnaðan bardaga Lennox
Lewis og Mikes Tysons í lýsingu
snillinganna Bubba og Ómars, bar-
daga sem víða erlendis þurfti að
borga sérstaklega fyrir, fúlgu fjár.
Að leggjast lágt
ÉG undrast hvað íslensk
stjórnvöld ætla að leggjast
lágt fyrir fjöldamorðingja.
Undirlægjuháttur þessara
ráðherra og forseta sem
standa að þessari heimsókn
er með ólíkindum. Vopnuðu
fylgdarliði er hleypt inn í
landið. Hafi ráðamenn
skömm fyrir að ráðast á
friðsælt fólk sem reynir að
vekja athygli á sinni iðkun,
Falun Gong. Eftir það sem
dómsmálaráðherra sagði í
viðtali í Kastljósi finnst mér
hún eigi að segja af sér, því
hún hefur ekkert leyfi til að
gefa upp hvers konar varnir
eru á Íslandi. Það er með
ólíkindum hvernig er tekið á
móti þessu fólki og hafi
ráðamenn skömm fyrir.
Gísli Tómas Ívarsson,
Asparfelli 4, Rvík.
Dýrahald
Perla er týnd
PERLA
hvarf frá
heimili
sínu í
Skipholti
1. júní sl.
Hún er
eyrna-
merkt og var með ól. Perla
er silfurgrá á lit, hvít á
bringu og dökkgrá á baki en
svört undir þófunum. Henn-
ar er sárt saknað. Þeir sem
gætu gefið upplýsingar um
Perlu hafi samband í síma
553 5101 eða 867 7836.
Fundarlaun.
Mjallhvít
er týnd
ALSVÖRT, 5 ára, lítil læða
týndist frá Melseli í kring-
um síðustu mánaðamót.
Hún var með svarta ól með
rauðu merkispaldi og er
eyrnamerkt. Þeir sem gætu
gefið upplýsingar um afdrif
hennar vinsamlega hafi
samband í síma 557 5070
eða 861 2518.
Príla týndist
PRÍLA týndist sl. þriðju-
dagskvöld frá Merkurgötu í
Hafnarfirði. Hún er grá-
bröndótt, eyrnamerkt en ól-
arlaus. Þeir sem vita um
Prílu hafi samband í síma
555 4218 eða 891 6125.
Páfagaukur
týndist í Vesturbæ
GULGRÆNN páfagaukur
týndist í Vesturbænum fyr-
ir u.þ.b. tveimur vikum.
Finnandi hafi samband í
síma 568 5624.
Páfagaukur týndist
GULUR páfagaukur týnd-
ist frá Grundarsmára sl.
miðvikudag. Þeir sem hafa
orðið varir við hann hafi
samband í síma 564 2233.
Páfagaukur í óskilum
DÍSARPÁFAGAUKUR,
grár og hvítur, fannst hjá
verkstæði Seglagerðarinn-
ar Ægis, Eyjaslóð 7, sl. mið-
vikudagskvöld. Upplýsing-
ar í síma 698 9464.
Kettlingar fást gefins
FJÓRIR kettlingar, kassa-
vanir, fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 553 1179 og
849 1002.
Kisur vantar heimili
vegna flutnings
VEGNA flutnings til út-
landa er ég að leita að
hjartahlýjum einstaklingi
eða fjölskyldu sem er tilbúin
að gefa kisunum mínum
nýtt heimili. Þær eru af
persneskum ættum, 10 ára
fress og 6 ára læða, innikett-
ir, hafa báðar verið gerðar
ófrjóar og eru við góða
heilsu. Þær eru ljósar að lit,
mjög fallegar, blíðar og góð-
ar. Upplýsingar gefur Guð-
björg í síma 899 5259.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
OFT er það þannig að
þegar fólk sest niður og
skrifar nokkrar línur
varðandi þjónustu og
þess háttar eru slík skrif
neikvæð. Mig langar hins
vegar að þakka kærlega
fyrir góða svörun og
vinnubrögð sem ég fékk
hjá Hverfisstöð Gatna-
málastjóra í vest-
urbænum.
Ég hringdi þangað
seinnipart mánudagsins
10. júní sl. og óskaði eftir
því að fá flokk frá um-
ræddri stöð til að lag-
færa bílastæði og inn-
keyrslu að þeim við
heimili mitt, en þau stæði
og innkeyrslan að þeim
eru eign borgarinnar.
Satt best að segja bjóst
ég við því að þurfa að
hringja nokkrum sinnum
svo eitthvað myndi ger-
ast í mínum málum – svo
mikla trú hafði ég á
starfsmönnum Reykja-
víkurborgar. En ég hafði
heldur betur rangt fyrir
mér því eldsnemma
næsta miðvikudags-
morgun voru menn
mættir og unnu þetta
verk algjörlega óaðfinn-
anlega líkt og aðstæður
buðu upp á.
Mig langar því að
þakka kærlega fyrir.
Elmar Hallgríms,
íbúi við Laugaveg.
Snögg og góð vinnubrögð
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 brynna músum, 4 mast-
ur, 7 nýslegna heyið, 8
bárum, 9 hamingjusöm,
11 kvendýr, 13 at, 14
svali, 15 klína, 17 ágeng,
20 skelfing, 22 drekkur
með tungunni, 23 óskar
eftir, 24 sér eftir, 25 hinn.
LÓÐRÉTT:
1 borguðu, 2 ófullkomið,
3 beitu, 4 köld, 5 fiskur, 6
vesælar, 10 heiðarleg, 12
keyra, 13 gyðja, 15 talaði,
16 málmur, 18 auðugan,
19 söngflokkar, 20 grun-
ar, 21 blása kalt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 páskavika, 8 glæta, 9 kekki, 10 nón, 11 teigs, 13
apann, 15 hlass, 18 elfur, 21 tóm, 22 rugga, 23 jafnt, 24
hrakyrðir.
Lóðrétt: 2 ámæli, 3 krans, 4 vakna, 5 kikna, 6 ógát, 7
kinn, 12 gæs, 14 pól, 15 horf, 16 angur, 17 stakk, 18 emj-
ar, 19 fífli, 20 rita.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
er Skógarfoss vænt-
anlegur og út fara
Helga RE og Pamiut.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag fer Ontika út.
Mannamót
Bólstaðarhíð 43. Farið
verður á Hólmavík
fimmtud. 20. júní kl. 8.
Sr. Sigríður Óladóttur
tekur á móti okkur í
Hólmavíkurkirkju. Sýn-
ingin Galdrar á Strönd-
um og Sauðfé í sögu
þjóðar skoðaðar.
Kaffi og meðlæti í Sæ-
vangi. Kvöldverður í
Hreðavatnsskála. Leið-
sögumaður: Anna Þrúð-
ur Þorkelsdóttir. Skrán-
ing í s. 568 5052.
Félagsstarf aldraðra í
Mosfellsbæ, Kjalarnesi
og Kjós. Jónsmessuferð
á Þingvöll, Selfoss og
Stokkseyri, mánudag-
innn 24. júní. Lagt af
stað kl. 15 frá Damos.
Uppl. og skráning hjá
Svanhildi í síma
586 8014 e.h.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað verð-
ur á Listatúni í dag,
laugardag, kl. 10.30
Mætum öll og reynum
með okkur.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Í dag,
laugardag, morg-
ungangan kl. 10 frá
Hraunseli. Rúta frá
Firðinum kl. 9.50. Á
mánudag, 17. júní,
verða gömludansarnir
kl. 20.30 á vegum bæj-
arins. Allir velkomnir.
Brids og frjáls spila-
mennska þriðjudag kl.
13.30. Pútt á Hrafn-
istuvelli kl. 14-16. Dags-
ferð að Skógum mið. 19.
júní. Lagt af stað frá
Hraunseli kl. 10.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Sunnudagur:
Dansleikur kl. 20.00
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi.
Félagsstarf fellur niður
á mánudag vegna 17.
júní.
Þriðjudagur Vest-
fjarðaferð 18.-23.júní,
brottför frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 8.00.
Miðvikudagur. Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10.00.
Línudanskennsla Sig-
valda kl. 19.15.
Söguferð í Dali 25. júní
dagsferð, Eiríksstaðir-
Höskuldsstaðir-
Hjarðarholt-Búð-
ardalur-Laugar-
Hvammur. Léttur há-
degisverður að Laugum
í Sælingsdal. Kaffihlað-
borð í Munaðarnesi
Leiðsögumaður Sig-
urður Kristinsson
skráning hafin.
Hálendisferð 8.-14. júlí
ekið norður Sprengi-
sand og til baka um
Kjöl, eigum örfá sæti
laus.
Kaffistofan opin virka
daga frá kl. 10–13.
Kaffi, blöðin og matur í
hádegi. Silfurlínan er
opin á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10–
12 í s. 588 2111. Skrif-
stofa félagsins er flutt í
Faxafen 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Gerðuberg, félagsstarf,
Á mánudögum, mið-
vikudögum og föstu-
dögum kl. 9.30 sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug í sumar. Um-
sjón Brynjólfur Björns-
son íþróttakennari.
Boccia á þriðjudögum
kl. 13 og föstudögum
kl. 10. Fjölbreytt sum-
ardagskrá í boði. Lok-
að vegna sumarleyfa
frá 1. júlí – 13. ágúst.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
s. 575 7720.
Gjábakki, félagsstarf.
Þjóðhátíðarstemmning
verður í Gjábakka á 17.
júní eftir að skemmti-
atriðum á Rútstúni lýk-
ur. Sjá nánar í dagskrá
17. júní í Kópavogi.
Gjábakki opnar kl.
14.30. Vöffluhlaðborð.
Hæðargarður 31. 26.
júní nk.: Eyrarbakki -
Stokkseyri. Ekið með
ströndinni austur að
Þjórsá og þaðan ekið í
Skálholt og borðað þar.
Vesturgata 7 Heils-
dagsferð verður farin
19. júní n.k. Byggða-
safnið á Skógum skoð-
að og fl. Léttur hádeg-
isverður. Kvöldverður,
dans. Nánar auglýst
síðar. Upplýsingar í
síma 562 7077.
Vitatorg. Mið. 19. júní
verður farið í rútuferð
og ekið um Álftanes,
Hafnarfjörð, Heiðmörk,
Hafravatn, Mosfellsbæ
og nýju hverfin í Graf-
arvogi. Kaffihlaðborð í
Ásláki, Mosfellsbæ. All-
ir velkomnir. Uppl. í
síma 561-0300.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 frá Gjábakka í
Kópavogi laugardags-
morgna. Krummakaffi
kl. 9. Allir velkomnir.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla,
kl. 18.15 á mánudögum
í Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA Síðumúla 3-5
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg
á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Orlofsnefnd húsmæðra
í Kópavogi. Vegna for-
falla eru örfá rými laus
í dvöl að Laugarvatni
24.-30. júní. Uppl. hjá
Birnu í síma 554-2199
eða Ólöfu í síma 554-
0388.
Félag eldri borgara á
Suðurnesjum og tóm-
stundastarf eldri borg-
ara fara í sameiginlega
óvissuferð. Dagsferð
verður farin miðviku-
daginn 19. júní, farið
verður frá SBK kl. 9.30,
komið við í Hornbjargi,
Hvammi, Hlévangi og
Seli. Þátttaka tilkynnist
fyrir 15. júní. Ferða-
nefndin. Farin verður 4
daga ferð á Vestfirði,
Suðurfirðina, 22., 23.,
24. og 25. júlí, nánar
auglýst í Suðurnesjaf-
réttum og dagbók
Morgunblaðsins.
Ellimálaráð Reykjavík-
urprófastsdæma. Boðið
er upp á orlofsdvöl í
Skálholti í sumar. Í boði
eru þrír hópar sem rað-
ast þannig: 18. –21. júní
og 1.–5. júlí. Skráning á
skrifstofu f.h. virka
daga í síma 557 1666.
Minningarkort
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eft-
irtöldum stöðum: í síma
588- 9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafnarfjarð-
arapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elíasdótt-
ur, Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í
síma 552-4440 frá kl 13-
17. Eftir kl. 17 s. 698-
4426 Jón, 552-2862 Ósk-
ar eða 563-5304 Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s.
562-5605, bréfsími 562-
5715.
Minningarkort Krabba-
meinsfélags Hafn-
arfjarðar ( K.H. ),
er hægt að fá í Bóka-
búð Böðvars, Reykja-
víkurvegi 64, 220 Hafn-
arfirði s. 565-1630
og á skrifstofu K.H.,
Suðurgötu 44,II. hæð,
sími á skrifstofu 544-
5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félagsins
eru afgreidd í síma 540
1990 og á skrifstofunni í
Skógarhlíð 8. Hægt er
að senda upplýsingar í
tölvupósti (minn-
ing@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótek-
um. Gíró-og kred-
itkortagreiðslur.
Í dag er laugardagur 15. júní, 166.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Ef þér biðjið mig einhvers í mínu
nafni, mun ég gjöra það.
(Jóh. 14,14.)