Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 26
ÁTTA manns fórust þegar þyrla hrapaði nærri bænum Salas de Pallars í Lleida-héraði á Norðaustur-Spáni í gær- morgun. Um borð í þyrlunni voru línu- menn og starfsmenn borgaryf- irvalda í Lleida. Í fyrstu var talið að fjórir menn hefðu verið um borð, þar af tveir flugmenn, en síðar kom í ljós að þyrlan hafði tekið fjóra menn til viðbótar upp í borginni Lleida. Að sögn talsmanna yfirvalda virtist flugmaðurinn missa stjórn á þyrlunni með þeim af- leiðingum að hún steyptist til jarðar nærri Salas de Pallars, sem er líkt og Lleida-borg í Katalóníu. Eldur kviknaði í þyrlunni. Nánari upplýsingar lágu ekki fyrir um orsakir slyssins en EFE-fréttastofan spænska hafði eftir vitni að stélið hefði rifnað af þyrlunni er hún flaug á rafmagnslínu. Átta farast í þyrluslysi á Spáni Lleida. Associated Press. NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Barnaföt í miklu úrvali fyrir 17 júní frá 0 - 4ra ára. Barnavöruverslun - www.oo.is úrku lágt, eða 101 króna kílóið,“ seg- ir Samkeppnisstofnun. Í töflunni sem hér fylgir er birt meðalverð á nokkrum tegundum af ávöxtum og grænmeti eins og það var 8. febrúar síðastliðinn og borið saman við meðalverð í verslunum hinn 10. júní síðastliðinn. Þá er gefið upp hæsta og lægsta verð hverju sinni, en oft er um verulegan verð- mun að ræða milli verslana, segir Samkeppnisstofnun ennfremur. Fyrsta verðkönnun stofnunarinn- ar var gerð fyrir afnám tolla í ellefu verslunum á höfuðborgarsvæðinu og hefur meðalverð úr þeirri könnun verið notað til samanburðar á verðþróun á þessum markaði. Hefur Samkeppnisstofnun gert mánaðar- legar verðkannanir frá því í febrúar til að fylgjast með verði á grænmeti og ávöxtum og er fyrri verðkannanir stofnunarinnar að finna á heimasíðu www.samkeppni.is. ÍSLENSKIR tómatar hafa lækkað mest frá því í febrúar þegar tollar voru afnumdir af grænmeti, sam- kvæmt mánaðarlegum verðkönnun- um Samkeppnisstofnunar. Næst- mest lækkun hefur orðið á agúrkum, innfluttum tómötum, blaðlauk, sell- eríi, blómkáli, spergilkáli, gulrótum, kínakáli og ísbergssalati. „Ef borið er saman meðalverð milli mánaða, það er milli 7. maí og 10. júní, kemur í ljós að meðalverð er ívið lægra en nú. Meðalverð á íslenskum og inn- fluttum tómötum hefur lækkað mest, en meðalverðið á íslenskum tómöt- um var allhátt í byrjun maí, eða 699 krónur kílóið. Gúrkan hækkar um 66% milli mánaða Meðalverð á íslenskri agúrku hef- ur hins vegar hækkað um 66% milli mánaða en þess má geta að í byrjun síðasta mánaðar var meðalverð ag-                       !                                  !    " "   "   " " $ % % &  &  '   ( %# !  %# )     %   ' *%# * % +"  ,%  % ,'  ,'     ,'     ,' *  ,'     ,'    %# -". - %   -  /    %   %  %   %    %  % /  % ! % !  !%   % !  !  ! 012,% !  % ,'   % *  3 .4  56,% " #    829 :;; 008 0:1 028 :;8 028 :<2 :=1 >0; >=2 00: 1>2 :=> 0>; :=< :810 12> 8<= 12> 1:: 9<< 0=9 801 8<0 18= 0>1 1<9 082 :08 :9< 9> 122 :=0 :>< 00< 09< :82 0>; >2> 0:; 9> 0>9 81; 12> 8>0 1>0 >=: >29 029 >91 8:0 >2= :1: 991 ==< 9:> =90 0<0 0=<                                                                                                                                                                        !" # 080 :0< :;1 :0< :0< :>1 :11 :9= :0< 0:< 01< <1 ><= :8< :<< << 1;= >;< 0<< 0<< :01 :;8 =< 01< :<< 0=< :=< 10> :== <1 << 81 0<< :01 :>< << :=< :8< << << :>< 8< :<= 0;< >9; 0;< >9; >8= :8< ::< 00= :;< :;< :0< 111 ;19 10; =82 01< 09<                                                             $     %                                                                                                                                                                                                      Meðalverð grænmetis ívið lægra en í maí ERLENT GEFINN hefur verið út upplýs- ingabæklingur um sólvörn og er höfundur Ellen Mooney húðlæknir og húðmeinafræðingur. Í fréttatil- kynningu frá Artica, sem styrkti út- gáfuna ásamt Pharmaco, segir að þótt flestum þyki yndislegt að sitja úti á góðum degi séu sólargeislar, sem skapa andlega vellíðan, því mið- ur skaðlegir líka. „Sérstakt áhyggjuefni er að tíðni grunnfrumu- krabbameins, flöguþekjukrabba- meins og sortuæxla hefur tvöfaldast á árunum 1990–2000 miðað við 10 ár þar á undan,“ segir í tilkynningunni. Í bæklingnum er meðal annars fjallað um sólargeisla og geislunar- aðstæður, skaðleg áhrif sólarljóss, svo sem bruna, hrukkumyndun, of- næmi, lyfjahvörf og slæm áhrif sól- arljóss á suma sjúkdóma. Einnig er fjallað um húðkrabbameinsmyndun, sólaráburð, vörn gegn geislun, sól- varnarstuðul og brúnkukrem. „Upphaflega var talið að UVB geislar yllu einir húðkrabbameini en nú hefur komið í ljós að UVA geislar eiga þátt í myndun þeirra. Bæling á ónæmiskerfinu sem UVA geislar valda einnig er talin eiga hlut að máli en önnur skaðleg samverkandi áhrif bæði UVA og UVB geisla koma líka af stað húðkrabbameins- mynduninni. Það hefur valdið áhyggjum að með tilkomu sterkra sólarvarnaefna er hættara á að ung börn séu látin vera ber úti og að fullorðið fólk sé lengur úti en ella og fái því meiri UVA geislun og þar með meiri bælingu á ónæmiskerf- inu. 90% húðkrabbameins myndast á þeim svæðum líkamans sem sól skín regulega á,“ segir í bæklingn- um. Fram kemur í kafla sem nefnist börn og vörn að börn að 6 mánaða aldri eigi ekki að vera í sól. Fyrir eldri börn skal velja sólvörn SPF 30+ og „Broad Spectrum“ UVA. Þá er mælt með að börn séu í bol og með hatt og sólgleraugu. Einnig er bent á að takmarka útiveru þeirra milli 10 og 16. „Engar góðar sannanir eru fyrir því að skaðlegt sé að bera sólvörn á mjög ung börn en alls ekki talið ráð- legt að þau séu úti í sól. Því er talið rétt að þau séu varin með fatnaði ef þau þurfa að fara út. Hætt hefur verið við því að börnum sem eru með sólvörn sé leyft að vera lengur úti í sól en ella. Börn sem ekki vilja nota sólgleraugu skal klæða í skyggni með hlífum sem hylja eyru og háls eða barðastóran hatt. Mikil geislun og sólbruni upp að tvítugu er talinn eiga þátt í myndun sortu- æxla,“ segir ennfremur. Í kaflanum „önnur vörn og efni“ er bent á sólgleraugu með 98–100% UV vörn sem verja gegn skýi á auga, hatt með 7,5 sm börðum eða skyggni með hlífum sem hylja eyru og háls og stuttermabol úr þéttofnu efni því venjuleg bómull hefur SPF 3. „Efni á borð við polyester og ull gefa mun meiri vörn en bómull. Sterklit efni draga betur í sig út- fjólublátt ljós en daufir litir og þeg- ar efni draga í sig vætu veita þau minni vörn en þegar þau eru þurr. Til eru efni með sólvörn. Stuðlarnir fyrir þau kallast UPF og eru reikn- aðir þannig að efnin hleypa einungis í gegn 1/20 af útfjólubláu ljósi ef stuðullinn, eða UPF, er 20.“ Bæklingurinn fæst í öllum apó- tekum á landinu. Morgunblaðið/Ásdís Bæklingur með upp- lýsingum um sólvörn ELKO hefur ákveðið að innkalla safavél af gerðinni Melissa sem fengist hefur í versluninni frá því í vor. „Vöru- númer vélar- innar er JEC-500 og er hún hvít að lit með bláu loki. Ástæða inn- köllunarinn- ar er sú að notkun vél- arinnar hef- ur valdið slysum þeg- ar ákveðnar tegundir grænmetis eru settar í hana. Kaupendur ofangreindra véla eru beðnir að hafa samband við upplýs- ingaborð ELKO í síma 544 4000 sem veitir nánari upplýsingar um inn- köllun vélarinnar,“ að því er segir í tilkynningu frá Elko. Melissa- safavél innkölluð ♦ ♦ ♦ ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa mun setja upp eftirlitsmynda- vélar í farþegarýmum flugvéla sinna, og er það liður í örygg- isráðstöfunum er gerðar eru í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september, að því er Jurgen Weber, yfir- framkvæmdastjóri félagsins, greindi frá á fréttamannafundi í gær. Myndavélarnar eiga að gera áhöfnum flugvélanna kleift að gera sér fyrr grein fyr- ir því en ella ef eitthvað óvenju- legt er á seyði í farþegarýminu eða nálægt stjórnklefanum. Auk þess verða hurðir flug- stjórnarklefanna í vélum fé- lagsins gerðar skotheldar, og óeinkennisklæddir lögreglu- menn verða á meðal farþega. Hafa þýsk stjórnvöld ráðið 200 menn til þeirra starfa. Luft- hansa gerir ráð fyrir að kostn- aður vegna öryggisráðstafan- anna nemi sem svarar tæpum þrem milljörðum króna. Eftirlit í vélum Lufthansa Frankfurt. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.