Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UM það bil 40% kjósenda í þessu landi virðast styðja Sjálfstæðisflokk- inn og vilja heita sjálfstæðismenn. En hversu miklir sjálfstæðismenn eru þeir þegar til kastanna kemur? Getur Sjálfstæðisflokkurinn gengið áfram undir óbreyttu nafni ef hann á kom- andi árum lætur undan þrýstingi óþjóðlegra hagsmunaafla innan eigin vébanda og gengur á mála hjá Evr- ópusambandinu? Sem stendur velta margir því fyrir sér hvort stefna flokksins í Evrópumálum kunni að gjörbreytast við hugsanlega brottför Davíðs Oddssonar úr formannsstöð- unni. Hingað til hefur stefna Davíðs á hægri kanti íslenskra stjórnmála heldur leitast við að forða okkur frá Brusselvaldinu og á vinstri kantinum er stefna Vinstri grænna skýr á móti aðild. Hins vegar má segja að stefna Sjálfstæðisflokksins sé engan veginn skýr á móti aðild, þótt flokkurinn hafi sett sér að halda því viðhorfi fram, að það mál sé ekki á dagskrá sem stend- ur. Virðist sú afstaða einna helst fela í sér tilhneigingu til að slá á frest þeim ágreiningi sem um málið er hugsan- lega meðal ráðamanna flokksins og í valdastofnunum hans. En flokkur sem vill heita Sjálfstæðisflokkur og standa undir því nafni verður auðvit- að að hafa skýra stefnu í sjálfstæð- ismálum þjóðarinnar. Það segir sig sjálft! Viðhorf Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar til Evrópumál- anna virðast ekki taka mikið mið af þjóðlegu sjálfstæði og er það miður. Sérstaklega veldur það vonbrigðum hvað Framsóknarflokkurinn eða öllu heldur formaður hans virðist orðinn ánetjaður Brusselvaldinu. Ég hef áð- ur í greinum um þessi mál bent á hvað erlent áhrifavald virðist stundum hafa haft mikla heilaþvottarverkun á íslenska utanríkisráðherra. Það sýn- ist ekki fara dvínandi því núverandi ráðherra utanríkismála virðist farinn að tileinka sér tungutak Jóns Bald- vins í umræðum um þessi mál. Þar er heldur leiðum að líkjast að mínu mati. Hvernig framsóknarmenn hins vegar líta á Evrópumálin, almennt talað, er flóknara mál, en ef óþjóðholl stefna fer að ráða þeirra á meðal í þessum efnum er margt á miður góð- um vegi. Það hefur aftur á móti aldrei farið á milli mála að innan Samfylk- ingarinnar er sterk hreyfing fyrir því að ganga í Evrópusambandið, enda horfa menn þar á bæ á framtíðar- glansmynd af Evrópu undir yfirstjórn krata. Það eru því ekki miklar for- sendur fyrir þjóðlegri afstöðu í þeim flokki, þó að til séu þar einstaklingar sem eru algerlega andvígir aðild að Evrópusambandinu. En hvað eru slíkir menn að gera í Samfylkingunni? Barátta þjóðarinnar fyrir sjálf- stæði sínu og frelsi í síbreytilegum heimi er nokkuð sem aldrei tekur enda. Í þeim efnum þarf alltaf að standa vakandi á verði. Hver kynslóð þarf að hafa það á hreinu. Það er ennþá ljós yfir landinu og ef við höldum vöku okkar getum við gengið í því ljósi, en sofandi fljótum við að feigðarósi. Á allra næstu árum mun það að öll- um líkindum koma skýrt í ljós, hvaða stjórnmálaafl það mun verða sem reynast mun, þegar á hólminn kemur, hinn raunverulegi Sjálfstæðisflokkur þessa lands! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Sjálfstæði og frelsi Frá Rúnari Kristjánssyni: ÚTREIÐ Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu borgarstjórnarkosningum er til þess fallin að vekja upp efasemdir um framtíð stórra íhaldsflokka í íslensk- um stjórnmálum. Ekki er einungis að Flokkurinn eini tapaði borginni í þriðja skipti í röð, heldur var vita von- laust að hann; sem hefðbundinn minnihlutaflokkur einn sér; gæti haft roð við hinum flokkunum sameinuð- um. En til þess er íhaldsflokkur of einhæfur í eðli sínu. Nýju framboðin í borgarstjórnar- kosningunum benda enn fremur á akkilesarhæl íhaldsflokka á Íslandi í framtíðinni. Í fyrsta lagi var það Frjálslyndi flokkurinn: Hann hafði sérstaklega á stefnuskrá sinni að vinna að kjörum aldraðra. En fyrirsjáanlegt er að fjölgun aldraðra verði einmitt hvað helsta vandamálið fyrir Ísland í ná- inni framtíð. Og þar eru hægriflokkar jafnan eftirbátar vinstriflokka í úr- lausnum; af því hægriflokkarnir ein- blína meira á að hver maður hugsi um sína eigin kjarnafjölskyldu um flesta hluti. Húmanistaflokkurinn/Flokkur mannsins, vísar svo á hinn akkilesar- hæl íhaldsflokks framtíðarinnar, því hann bauð nýbúa fram á lista sínum. En dæmin frá nágrannalöndum okk- ar benda til að helsta ráðið til að vega upp á móti fjölgun aldraðra, sé ein- mitt það að flytja inn erlent vinnuafl. En einmitt þessu virðast sumir hægri flokkar Evrópu eiga hvað erfiðast með að kyngja um þessar mundir. Hvað er þá til ráða fyrir Sjálfstæð- isflokkinn okkar? Ég held ekki að hann muni hverfa sem mikilvægt afl í íslenskum stjórnmálum: því íhalds- flokkar eru jafnframt hin ytri um- gjörð hefðbundinna borgaralegra mannlífsviðhorfa; og því líkast til enn burðarásinn í að framleiða fólk með skapandi frumkvæði; í stjórnmálum og athafnamálum; sem og í vísindum og listum. Auk þess er á að líta að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur sýnt öldruðum at- hafnaskáldum sérstaka vinsemd, sem og nýbúum frá auðvaldslöndunum. Því má vona að hann geti vaxið af þeim arfi, til móts við nýja tíma. Og hver veit nema hann megni enn á ný að innbyrða stóra búta af vinstra- fylginu; og verða þannig aftur að ,,flokki allra stétta“; eins og á síðustu öld. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, 105 Reykjavík. Aldraðir, nýbúar og Sjálfstæðisflokkurinn Frá Tryggva V. Líndal:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.