Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KLUKKAN tíu í gærmorgun hófst útboð á 20% hlut ríkisins í Lands- banka Íslands hf. og fimmtán mín- útum síðar var útboðinu lokið með sölu alls hlutafjárins. Eignarhlutur ríkisins er nú 48,29%, en var 68,29% fyrir útboðið. Söluandvirði útboðsins, sem standa átti í allt að einn mánuð, var 4.724 milljónir króna, en alls seld- ust í gær hlutabréf í bankanum fyrir 4.857 milljónir króna. Gengi í útboð- inu var 3,50, en lokagengi dagsins á VÞÍ var 3,70. Útboðið í gær er eitt mesta einka- væðingarverkefni ríkisins frá upp- hafi og það stærsta sem framkvæmt er með almennu útboði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lands- bankanum-Landsbréfum og fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu. „Við erum mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Skarphéðinn B. Steinarsson, starfsmaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu. „Það er greinilegt að á markaðnum er áhugi á bréfum í Landsbankanum og við munum á næstunni skoða hvert framhaldið verður. Það liggur fyrir að ríkisstjórnin ætlar sér að einkavæða bankana á kjörtímabilinu svo það verður framhald á þessu þó ekki liggi fyrir hvernig það verður.“ Skarphéðinn bætir því við að með þessari sölu hafi eignarhlutur ríkis- ins farið undir helming en áður hafi ríkið átt meira en tvo þriðju hluta bankans. Þetta sé mikil breyting og hann segir að rætt hafi verið um að kalla saman hluthafafund þar sem nýtt bankaráð verði kosið. Dreifð sala en mest til fagfjárfesta „Þetta tókst mjög vel og hafði ver- ið vel undirbúið af hálfu verðbréfa- miðlunar Landsbankans-Lands- bréfa,“ segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. „Eins og tekið var fram í útboðinu þá hafði umsjónaraðili útboðsins frumkvæði að því að leita til fagfjárfesta um þátt- töku í útboðinu og fagfjárfestum bent á að hafa samband við verðbréfamiðl- un bankans. Þessi undirbúningur tókst vel og það má ljóst vera að það var búið að vekja góðan áhuga kaup- enda sem gáfu sig fram strax í morg- un og keyptu meirihluta bréfanna. Öll viðskipti fóru í gegnum Verð- bréfaþing Íslands og gengið var mjög hratt á sölutilboð þannig að allir þættir útboðsins gengu mjög vel.“ Aðspurður segir Halldór að þetta hefði verið mjög dreifð sala en þetta form útboðs henti fagfjárfestum mjög vel. Fyrstu tveimur útboðunum í bankanum, árin 1998 og 1999, hafi hins vegar verið beint í ríkara mæli að almenningi. Halldór segist stoltur af því hve vel verðbréfamiðlun bankans gekk að annast svo stórt verkefni sem þetta útboð hafi verið og það sýni styrk miðlunar Landsbankans. Hin hliðin á þessari sölu snúi að bankanum sem hlutafélagi á markaði og hann segist þakklátur fyrir það traust sem bank- inn njóti. „Þetta er sterk vísbending frá markaðnum um að bankinn sé á réttri leið og menn hafi áhuga á að taka þátt í áframhaldandi uppbygg- ingu bankans. Bankinn hefur verið í örum vexti bæði á innlendum og er- lendum mörkuðum og þessi öfluga stuðningsyfirlýsing við störf og stefnu bankans verður okkur stjórn- endum og starfsfólki hvatning til að halda áfram að efla bankann og treysta enn stöðu hans.“ „Svo má ekki gleyma því,“ bætir Halldór við, „að þetta er söguleg stund fyrir þennan 116 ára gamla þjóðbanka, sem verið hefur í ríkis- eign eða meirihlutaeigu ríkisins í rúmlega öld, því nú er eignarhlutur ríkisins kominn niður fyrir helming.“ Hann segist reyndar ekki hafa verið þeirrar skoðunar að ríkisviðskipta- banki hafi verið réttnefni síðustu fjögur ár því Landsbankinn hafi ver- ið annað fjölmennasta almennings- hlutafélag landsins þótt ríkið væri meirihlutaeigandi. „En ég held hins vegar að engum detti í hug að kalla Landsbankann annað en einkabanka eftir þetta, þegar meirihluti hlutafjár er í eigu einkaaðila. Landsbankinn hefur haft og mun halda áfram að skipa sérstakan sess í íslensku fjár- málalífi, sem banki allra lands- manna,“ segir Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri. Landsbankinn orðinn einkabanki 20% hlutur ríkisins seldist á 15 mínútum Morgunblaðið/Golli Ríkið er nú minnihlutaeigandi að Landsbankanum, með 48,29% hlutafjár. TAP Norðurljósa samskiptafélags hf. nam 2,8 milljörðum króna á árinu 2001 en 402 milljóna króna hagnaðar var fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA). Á fyrstu þremur mánuð- um ársins 2002 nam hagnaður félags- ins 32 milljónum króna og EBITDA- hagnaður nam 94 milljónum króna. Samstæðureikningur Norðurljósa tekur til Íslenska útvarpsfélagsins, Skífunnar og Sýnar. Íslenska út- varpsfélagið rekur nokkrar sjón- varps- og útvarpsstöðvar, þ. á m. Stöð 2 og Bylgjuna en Skífan rekur m.a. afþreyingarverslanir og kvik- myndahús. Tekjur samstæðunnar á árinu 2001 námu röskum 4,9 milljörðum króna samanborið við tæpa 4,8 millj- arða árið áður. Þar af nema áskrift- artekjur 2,1 milljarði, sem er svipað og í fyrra og tekjur af rekstri versl- ana Skífunnar og kvikmyndahúsa nema tæpum 1,9 milljörðum en voru rúmir 1,6 milljarðar í fyrra. Auglýs- ingatekjur námu 917 milljónum króna en voru 968 milljónir árið áður. Afskriftir og fjármunagjöld námu röskum 3,3 milljörðum Hagnaður samstæðunnar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 402 milljónum króna en til sam- anburðar nam hann árið áður 915 milljónum. Afskrifaðir voru tæpir 1,9 milljarðar króna og er það veruleg aukning frá fyrra ári en þá námu af- skriftir 711 milljónum. Tæpur millj- arður skýrist af auknum afskriftum varanlegra rekstrarfjármuna vegna mikilla fjárfestinga á sl. tveimur ár- um, m.a. í Smárabíói, Skífuverslun- um og útsendingar- og tölvubúnaði. 930 milljónir eru vegna afskriftar viðskiptavildar. Fjármunagjöld samstæðunnar rúmlega tvöfölduðust á milli ára og námu tæpum 1,5 milljörðum króna. Að teknu tilliti til óreglulegra liða var tap samstæðunnar fyrir skatta 3,3 milljarðar á árinu 2001. Tekjufærsla skatta nemur 580 milljónum og tap ársins er 2.769 milljónir króna. Hagnaður af fyrsta ársfjórðungi 2002 Auk ársreiknings 2001 liggur fyrir árshlutareikningur Norðurljósa fyr- ir fyrsta ársfjórðung 2002. Tekjur samstæðunnar á fyrstu þremur mánuðum ársins námu tæp- um 1,3 milljörðum króna og rekstr- arkostnaður nam tæpum 1,2 millj- örðum. EBITDA-hagnaður tímabilsins nam 94 milljónum króna. Afskriftir voru 195 milljónir á fyrsta ársfjórðungi en fjármagnsliðir voru nú jákvæðir um 140 milljónir króna og er skýring þessara umskipta frá árinu 2001 fyrst og fremst rakin til breytinga á gengi krónunnar. Rekst- ur félagsins skilaði því rúmlega 32 milljóna króna hagnaði á fyrsta árs- fjórðungi yfirstandandi árs. Eignir Norðurljósa voru í marslok bókfærðar á 10,9 milljarða króna, þar af voru óefnislegar eignir 4,8 milljarðar. Eigið fé nam 370 milljón- um, langtímaskuldir tæpum 6,6 milljörðum og skammtímaskuldir um 3,9 milljörðum. Hreinsað vel til hjá félaginu Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir að með ársupp- gjörinu 2001 hafi verið hreinsað mjög vel til í félaginu. Það sé nú vel undirbúið undir fjárhagslega endur- skipulagningu en viðræður hafa staðið yfir við helstu lánardrottna um endurskipulagningu langtíma- skulda félagsins. Sigurður segir að fjárhagslegri endurskipulagningu hafi miðað afskaplega hægt fram til þessa en nú, þegar uppgjör ársins 2001 auk uppgjörs fyrsta ársfjórð- ungs liggi fyrir, sé lagður meiri og betri grunnur að frágangi þeirra mála. Sigurður segir að nú liggi enn- fremur fyrir óendurskoðaðar tölur fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2002, sem sýni 150 milljóna króna hagnað á tímabilinu. EBITDA-hagnað segir hann nema 123 milljónum sem sé 34% umfram áætlun. „Þetta er allt á uppleið. Efnahags- umhverfið er að færast í eðlilegt horf þannig að meira samræmi er á milli teknanna okkar og útgjaldanna, sér- staklega í dagskrárefninu. Horfurn- ar eru því góðar,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi að áskrifendur að Sýn séu nú 27.500 talsins. Hann segir það 5-6.000 áskrifendur umfram áætlun en ef ekki væri fyrir heims- meistarakeppnina þá væru áskrif- endur Sýnar um 16-17.000 talsins. ÍÚ tapaði milljarði króna Afkomutölur Íslenska útvarps- félagsins, eins dótturfélaga Norður- ljósa, voru birtar á Verðbréfaþingi í gær. Tap Íslenska útvarpsfélagsins hf. á árinu 2001 nam 1.069 milljónum króna. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002 var hins vegar 2,4 millj- óna króna hagnaður af rekstri fé- lagsins. Ástæða þess að einungis er birt afkoma Íslenska útvarpsfélags- ins á Verðbréfaþinginu en ekki sam- stæðu Norðurljósa er að ÍÚ er útgef- andi skráðra skuldabréfa. Í tilkynningu frá Íslenska útvarps- félaginu segir að árið 2001 hafi verið versta ár í sögu einkarekins útvarps og sjónvarps á Íslandi. Hér á landi sem annars staðar í heiminum hafi orðið verulegur samdráttur í auglýs- ingum í fjölmiðlum. Hjá félaginu hafi verið brugðist við með endurskipu- lagningu allra auglýsingasölumála, sem nú hafi að fullu komið til fram- kvæmda með sameiningu söludeilda sjónvarps- og hljóðvarpsauglýsinga. Þá segir í tilkynningu félagsins að umskipti hafi orðið í rekstri þess á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við árið 2001. Samanburður á milli ára sé þar að auki hagstæður vegna þess að síðasti árshlutinn vegi þyngst í heildarrekstrarhagnaði árs- ins. Umskipti urðu á fyrsta ársfjórðungi Norðurljós töpuðu 2,8 milljörðum króna á árinu 2001 ÍSLANDSBANKI hf. hefur ákveðið að selja allan eignarhlut sinn í net- bankanum Basisbank í Danmörku eða 27,91% hlutafjár. Söluverð verður ekki gefið upp. Kaupandi hlutarins er Basisinvest, stærsti hluthafi Basis- bank, og á það félag nú meirihluta hlutafjár í netbankanum en það átti um þriðjung hlutafjár fyrir. Guðmundur Kr. Tómasson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Íslands- banka, segir að stefnt hafi verið að sölu hlutarins frá því í fyrra. „Eitt af því sem kom út úr mikilli stefnumótunarvinnu bankans í kjöl- far samrunans við FBA var að þessi fjárfesting félli ekki að kjarnastarf- semi okkar banka. Við vildum sinna íslenskum fyrirtækjum og þjóna þeim bæði á heimamarkaði og erlendis. Þarna erum við ekki að því enda er þetta danskur banki að sinna dönsk- um viðskiptavinum. Þess vegna var ákveðið að huga að sölu á okkar hlut þegar tækifæri til slíks gæfist. Sam- eigendur okkar vissu af því og gerðu okkur síðan tilboð sem við samþykkt- um,“ segir Guðmundur. Hvað varðar starfsemi Íslandsbanka í Bretlandi segir hann að þar horfi málin öðruvísi við. Bankinn sé sjálfur með skrifstofu í London og starfsemin sé í mun meiri tengslum við íslenskt atvinnulíf. FBA, sem síðar sameinaðist Ís- landsbanka, keypti upphaflega hlut í Basisbank í mars 2000 en bankinn tók til starfa í september 2000. Rekur hann netbankaþjónustu í Danmörku og ætlunin var að færa út kvíarnar til annarra Norðurlanda. Það hefur ekki gengið eftir. Forstjóri Íslandsbanka, sagði í viðtali við Morgunblaðið í fyrra að áætlanir bankans hafi verið á þá leið að setja inn það fjármagn sem þyrfti í upphafi en svo myndu aðrir taka við. Hins vegar hafi áhugi á slík- um fjárfestingum skyndilega ekki verið lengur fyrir hendi. Íslandsbanki selur í Basisbank Ágreiningur til Hæsta- réttar HÉRAÐSDÓMI Reykjavíkur bárust síðastliðinn fimmtudag kærur í tveimur ágreinings- málum vegna gjaldþrotaskipta- krafna á hendur Frjálsri fjöl- miðlun ehf. Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómi verða kærurnar væntanlega sendar Hæstarétti innan fárra daga. Héraðsdómur Reykja- víkur féllst á kröfu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sameinaða lífeyrissjóðsins hinn 31. maí síðastliðinn að taka bú Frjálsr- ar fjölmiðlunar til gjaldþrota- skipta. Forsvarsmenn Frjálsr- ar fjölmiðlunar hafa nú kært þann úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.