Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 55
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og tæknisvið
Umhverfis- og heilbrigðisstofa
Umhverfis- og heilbrigðis-
stofa Reykjavíkur flytur
starfsemi sína
Um helgina flytur Umhverfis- og heilbrigðis-
stofa Reykjavíkur í nýtt húsnæði á Skúlagötu
19, 101 Reykjavík. Af þeim sökum má búast við
truflunum á starfsemi stofunnar næstu daga.
Um leið og við biðjum viðskiptavini afsökunar
á þeim óþægindum, sem þetta kann að valda
þeim, bjóðum við þá velkomna á nýjan stað.
Nýtt símanúmer stofunnar verður
563 2700.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Landssambands raforkubænda
verður haldinn á Hótel Eddu, Egilsstöðum,
föstudaginn 28. júní 2002 kl. 16.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu
7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eign:
Austurvegur 3, Seyðisfirði, þingl. eig. Hótel Seyðisfjörður ehf., gerðar-
beiðendur Kaupfélag Eyfirðinga, Sparisjóður Hafnarfjarðar, sýslu-
maðurinn á Seyðisfirði og Tryggingamiðstöðin hf.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
14. júní 2002.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Hafnarnes 2, 0101, þingl. eig. Razil Valeriano Steinsson, gerðarbeið-
endur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., aðalbanki, miðviku-
daginn 19. júní 2002 kl. 10.00.
Hagatún 1, 0201, þingl. eig. Guðmundur Ingi Steinsson, gerðarbeið-
endur Leifur Árnason og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn
19. júní 2002 kl. 14.00
Hæðagarður 10, þingl. eig. Margrét Herdís Einarsdóttir, gerðarbeið-
andi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 19. júní 2002 kl. 14.00.
Hæðagarður 16, þingl. eig. Erlingur Ingi Brynjólfsson og Rut Guð-
mundsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki-FBA hf., miðvikudaginn
19. júní 2002 kl. 15.00.
Miðtún 12, þingl. eig. Sveinn Rafnkelsson, gerðarbeiðendur Íbúða-
lánasjóður, Lífeyrissjóður Austurlands, Olíuverslun Íslands hf. og
Vaki-DNG hf., miðvikudaginn 19. júní 2002 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á Höfn,
14. júní 2002.
SUMAR- OG ORLOFSHÚS
Sumarhúsalóðir
Tvær lóðir til sölu í landi Vaðness.
Heitt og kalt vatn á svæðinu. Kjarrivaxið land.
Upplýsingar í síma 486 4448 eða 893 5248.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Mosfellsbær
Deiliskipulag
á frístundahúsalöndum
úr landi Úlfarfells við
Hafravatn, Mosfellsbæ
Á fundi bæjarstjórnar þann 5. júní 2002 var
samþykkt tillaga að deiliskipulagi á tveimur
frístundahúsalóðum úr landi Úlfarfells við
Hafravatn, Mosfellsbæ.
Skipulagstillagan tekur til tveggja lóða úr
landi Úlfarsfells. Um er að ræða lóðir fyrir
frístundahús. Svæðið er samkvæmt aðal-
skipulagi ætlað til frístundahúsabyggðar.
Tillagan verður til sýnis á afgreiðslu Mos-
fellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 14. júní
2002 til 29. júlí 2002. Jafnframt er hægt að
kynna sér tillöguna á heimasíðu Mosfells-
bæjar (www.mos.is.).
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu
hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar
fyrir 29. júlí 2002.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkir tillögun-
um.
Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
16. júní
Reykjavegur (R-5) Vatn-
skarð — Bláfjöll
Fimmti hluti Reykjavegar-
ins. Brottför kl. 10:30 frá BSÍ.
Verð kr. 1.500 fyrir félaga/1.700
fyrir aðra. Fararstjóri: Steinar
Frímannsson.
17. júní
Leggjabrjótur
Leiðin er 16—18 km og áætlaður
göngutími 6—7 tímar. Brottför
kl. 10:30 frá BSÍ. Verð kr. 1.800
fyrir félaga/2.100 fyrir aðra. Far-
arstjóri: Tómas Þ. Rögnvalds-
son.
19. júní.
Lyklafell (Útivistarræktin)
Góð kvöldganga í skemmtileg-
um félagsskap. Brottför á eigin
bílum kl. 18:30 frá skrifstofu Úti-
vistar. Ekkert þátttökugjald.
21. – 23. júní.
Jónsmessuhelgi Útivistar
í Básum.
Stærsta ferð ársins. Allar frekari
upplýsingar á www.utivist.is og
á skrifstofu Útivistar í síma
562 1000.
Sunnudaginn 16. júní verður
sérstök jarðfræðiferð um
Snæfellsnes. Þetta er rútuferð,
blönduð stuttum gönguferðum
á áhugasömum stöðum. Farar-
stjóri verður Haukur Jóhann-
esson jarðfræðingur og for-
seti félagsins. Brottför er frá BSÍ
kl. 8. Verð 3.100/3.500.
17. júní; þjóðhátíðarganga
um forna þjóðleið, Leggja-
brjót, milli Þingvalla og Hval-
fjarðar. Þessi forna leið var
fyrrum fjölfarin og er mörk-
uð vörðubrotum, víða allheil-
legum. Um 5—7 klst. ganga,
gönguhækkun er um 320 m. Far-
arstjóri er Jónas Haraldsson.
Verð 1.800/2.100. Brottför kl.
10.30 frá BSÍ með viðkomu í
Mörkinni 6.
Enn eru nokkur sæti laus í ferð
um Dali og Strandir 28. júní.
Minnum á Fjölskylduferð í
Þórsmörk fyrstu helgina í júlí
þar sem mikið verður gert fyrir
börnin og fjölskyldan í hávegum
höfð.
Sjá nánar á www.fi.is og bls. 619
í textavarpi Rúv.
TILKYNNINGAR
STYRKIR voru afhentir úr Menn-
ingarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur ár-
ið 2002 í kaffisamsæti sem haldið
var 27. maí sl.
Þetta er í sjötta skipti sem Menn-
ingarsjóðurinn styrkir ýmis fram-
fara- og menningarmál. Á síðasta
ári voru veittir styrkir úr sjóðnum
að upphæð kr. 600.000 en í tilefni af
110 ára afmæli Sparisjóðsins var
ákveðið að styrkja menningarmál
að þessu sinni um kr. 1.200.000.
Heildarfjárhæð umsókna nam kr.
2.990.000, auk þess sem fjárhæð er
ekki tilgreind í einni umsókn.
Eftirtaldir hlut styrk úr Menn-
ingarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur:
Framfarafélagið – Ólafsvíkurdeild/
Sögu- og menningarfél. Ólafsvíkur
v/ minnisvarða um Ottó Árnason,
Flygilsjóður Ólafsvíkur til kaupa á
flygli, Lýsuhólsskóli v/ heimsóknar
grunnskólanemenda frá Vest-
manna í Færeyjum, Sigurður Kr.
Höskuldsson v/ útgáfu á geisla-
diski, áhugafólk um minningu Jó-
hanns Jónssonar, skálds v/
minnisvarða um skáldið, Kirkjukór
Ólafsvíkur v/tónleikaferðar til
Færeyja, Sjómannadagsráð Ólafs-
víkur v/ljósmyndasýningar, Pakk-
húsið – Byggðasafn Snæfellsbæjar
v/sýningarinnar ,,Pakkhúsloftið“,
sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju v/
minningarreits, stúkan Ennisfjóla/
Framfarafélagið – Ólafsvíkurdeild/
Sögu- og menningarfél. Ólafsvíkur
til sýningahalds o.fl. v/hundrað ára
afmælis Samkomuhúss Ólafsvíkur.
Morgunblaðið/Alfons
Fulltrúar styrkþega ásamt Kristjáni Hreinssyni sparisjóðsstjóra og Helga Kristjánssyni stjórnarformanni.
Sparisjóðurinn veitir styrki
til menningarmála
Ólafsvík. Morgunblaðið.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun miðstjórnar
ASÍ:
„Miðstjórn Alþýðusambands Ís-
lands fagnar þeim mikilvæga
áfanga sem sjómannasamtökin hafa
náð með þeirri sátt milli íslenskra
kaupskipaútgerða og sjómanna,
sem náðist vorið 2000. Hún felur í
sér að íslenskir kjarasamningar
skuli gilda um allar fastar áætl-
unarsiglingar útgerðanna til og frá
landinu . Þessi árangur er liður í
baráttunni fyrir tilveru íslenskrar
farmannastéttar, sem á í stöðugri
baráttu við þau lágu laun sem við-
gangast í þriðja heiminum.
Það er grundvallaratriði í baráttu
verkalýðshreyfingarinnar að standa
vörð um þau kjör sem samið hefur
verið um og gilda á vinnumarkaði
viðkomandi landa og verjast öllum
tilraunum atvinnurekenda til að
etja launafólki saman í samkeppni
um launakjör sín. Slík samkeppni
leiðir eingöngu til undirboða á
vinnumarkaði og misréttis í þjóð-
félaginu öllu.
Samkeppni milli fyrirtækja á
markaði er mikilvæg, en hún verður
að fara fram í samræmi við þau
kjör sem gilda hverju sinni á vinnu-
markaði. Miðstjórn ASÍ fordæmir
tilraunir einstakra íslenskra fyrir-
tækja til að grafa undan þeim og
lýsir yfir fullum stuðningi við bar-
áttu sjómannasamtakanna og ann-
arra stéttarfélaga fyrir því að öll ís-
lensk fyrirtæki sitji við sama borð í
þessum efnum.“
ASÍ fagnar
sátt útgerða
og sjómanna
Greiddu fyrir veisluna
Í frétt Morgunblaðsins í gær um
matarveislu 10. bekkja í Háteigs-
skóla var missagt að foreldrafélag
skólans hafi veitt styrk til veislunn-
ar. Hið rétta er að það voru foreldrar
nemenda í 10. bekk sem greiddu fyr-
ir veisluna. Þá var ranglega sagt að
annar bekkurinn sem boðið var til
veislunnar hafi verið 10. bekkur AJ.
Hið rétta er 10. bekkur RS og er um-
sjónarkennari hans Ragnhildur
Skúladóttir.
Rangt nafn
Í blaðinu í gær var farið rangt með
nafn eins borgarfulltrúa R-listans.
Hún heitir Björk Vilhelmsdóttir,
ekki Björg. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦