Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLEIKARÖÐ Camerarctica og Norræna hússins í tilefni 10 ára af- mælis hópsins heldur áfram á morg- un, sunnudag. Á efnisskrá tónleikanna eru fimm verk eftir Danann Carl Nielsen: „Börnin leika“ fyrir einleiksflautu, Fantasía fyrir klarinettu og píanó og sönglögin „Studie efter naturen“, „Vise af Mogens“ og „Sænk kun dit hoved, du blomst“. Norðmaðurinn Edvard Grieg á þrjú sönglög á efnis- skránni: „Jeg elsker dig“, „En svane“ og „En drøm“ og eftir Finn- ann Jean Sibelius verða sungin söng- lögin „Våren flyktar hastigt“, „Säf, säf, susa“ og „Flickan kom ifrån sin älsklings möte“. Í lokin eru svo verk eftir Jórunni Viðar: „Sætröllskvæði“ við gamlan danskvæðatexta, og út- setningar á íslenskum þjóðlögum: „Táta, Táta, teldu dætur þínar“, „Barnagælur“ og „Nú er hlátur ný- vakinn“ f. sópran, flautu, klarinett, selló og píanó. Flytjendur eru Marta Halldórs- dóttir, sópransöngkona og Örn Magnússon, píanóleikari ásamt hluta Camerarctica hópsins en það eru þau Ármann Helgason, klarin- ettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, og Sigurður Halldórs- son, sellóleikari. Eins og áður hefjast tónleikarnir klukkan 14.00 og eru um klukkustundarlangir en Norræna húsið og kaffistofan eru opin frá kl.12.00 til kl.17.00. Camerarctica flytur nor- ræna tónlist Marta Halldórsdóttir sópran- söngkona og Örn Magnússon píanóleikari. SÍÐASTI sýningardagur rússnesku sýningarinnar „Hin nýja sýn“ í Listasafni Íslands er á mánudag. Verkin koma frá einu helsta lista- safni Rússa, Tretjakov-safninu í Moskvu. Á sýningunni eru um 80 verk frá árunum 1880–1930 eftir rúmlega 50 listamenn. Í fréttatilkynningu segir að að- sókn hafi verið góð að sýningunni enda sé hér á ferð fágætt tækifæri til að fá yfirlit yfir merkilegan kafla í listasögunni og sjá með eigin augum verk sem mörkuðu spor í hana. Enn fremur segir í tilkynningu að rúss- nesku listamennirnir hafi verið brautryðjendur á sínum tíma og sýn- ingar á verkum þeirra séu alls staðar vel sóttar. Venjulega er safnið lokað á mánu- dögum en nú er gerð undantekning vegna þjóðhátíðardagsins og safnið opið á venjulegum tíma 17. júní, kl. 11–17. Hinni nýju sýn að ljúka BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall- dórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í sjötta sinn í haust. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 1. maí sl. Dómnefnd um verð- launin hefur nú lokið störfum. Alls bárust hátt í þrjátíu handrit í keppnina og voru þau merkt dul- nefni en rétt nafn höfundar látið fylgja með í lokuðu umslagi. Úrslit verða tilkynnt í haust, sama dag og verðlaunahandritið kemur út hjá Vöku-Helgafelli. Verðlaunin nema 500.000 krónum en venjuleg höfundarlaun bætast við þá upp- hæð. Þá fær höfundurinn að auki sérstakan verðlaunapening og skrautritað verðlaunaskjal. Formaður dómnefndar var Pét- ur Már Ólafsson, bókmenntafræð- ingur og útgáfustjóri Vöku-Helga- fells, en með honum í nefndinni sátu Kolbrún Bergþórsdóttir bók- menntagagnrýnandi og Sigurður G. Valgeirsson bókmenntafræðing- ur. Þeir sem sendu inn handrit í samkeppni þessa árs geta nú nálg- ast ritverkin hjá Vöku-Helgafelli, Suðurlandsbraut 12, gegn því að nefna nafn verks eða dulnefni höf- undar. Höfundunum er bent á að vitja verka sinna fyrir 1. ágúst en eftir þann tíma verður handrit- unum eytt. Dómnefnd lýkur störfum Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins hélt að hann hefði fengið rangar upplýsingar um heimilisfangið á staðnum þarsem átti að afhenda ís- lenska hljómsveitarstjóranum Guðna A. Emilssyni heiðurs- verðlaun Masaryks þegar hann átt- aði sig á því að það var við hliðina á tékknesku forsetahöllinni en það reyndist síðan vera raunin. Þótt Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, hafi ekki verið á staðnum var athöfnin öll hin virðulegasta, enda Masaryk-verðlaunin gömul verð- laun sem hafa heiðrað listamenn úr öllum listageirum. Þó hafa verð- launin, rétt einsog öll tékkneska þjóðin, verið holl tónlistarmönnum frekar en öðrum. Verðlaunin eru nefnd eftir fyrsta forseta Tékk- lands, Tómasi G. Masaryk, sem var heimspekiprófessor. Ráðið hefur alltaf verið ópólitískt og þrátt fyrir þrýsting frá yfirvöldum á tímum kommúnismans komst það upp með að heiðra listamenn sem annars voru útskúfaðir af yfirvöldum. En af nokkrum frægum mann- eskjum, sem verðlaunaðar hafa ver- ið á undanförnum árum, má nefna Milos Forman, Zdenek Mahler, Ole Dammegörd og Luciano Pavarotti. Nú í ár voru meðal annarra verð- launaðir málarinn Júrí Gorbatsjov (sem rétt náði til athafnarinnar í tíma með flugi frá New York) og myndhöggvarinn Anna Chromý. Verðlaunaafhendingunni lauk með því að tékkneski þjóðsöng- urinn var sunginn og menn stóðu upp og vottuðu þjóðinni og söng hennar virðingu sína. Boðið að taka við hljómsveit í Grikklandi Af fólki mátti heyra að Guðni hefði vakið athygli með stjórn sinni á kammersveitinni Suk sem hann hefur nú stjórnað í tæp þrjú ár. Verulega athygli vakti hann þegar hann komst með hljómsveitina á virtustu tónleikahátíð Tékklands „Vorið í Prag“ árið 2000, þar sem hljómsveit hans frumflutti verk eft- ir M. Hybler og Z. Lukás. En þar sem Guðni stjórnar ekki aðeins Suk kammersveitinni heldur einnig tveimur hljómsveitum í Þýskalandi, lék blaðamanni forvitni á því hvern- ig gengi að stjórna þremur hljóm- sveitum í tveimur löndum. „Ja, maður æfir með Tékkunum fyrir hádegi, brunar svo til Þýska- lands og æfir með Þjóðverjunum eftir hádegi,“ svarar Guðni og hlær. Guðni er í ofanálag tíður gesta- stjórnandi víða um Evrópu, en hann er nýkominn frá Þessalóníku í Grikklandi þar sem hann hélt tón- leika 7. júní og mun halda í tón- leikaför til Ítalíu með aðra af sínum tveimur þýsku hljómsveitum núna í júlí og halda síðan til Vestur-Afríku í haust þar sem hann mun halda sextán tónleika á fjórum vikum. Í samræðum okkar kemur í ljós að hann hefur fengið spennandi tilboð um að taka við sem annar stjórn- andi hljómsveitarinnar í Þess- alónikíu, þótt þess sé eiginlega krafist að hann hafi passa frá ESB til að mega taka við stöðunni. En þar sem tilboðið er svo nýtt, vill Guðni ekki segja ákveðið um hvort af þessu verði. Færa svona verðlaun þér eitt- hvað spennandi? „Ánægju og hlýju. Að fá svona verðlaun veitt gefur manni aukinn kraft í því sem maður er að vinna við,“ segir stjórnandinn og snýr sér síðan hægt aftur að myndhöggv- aranum Önnu Chromý sem hann hafði verið að tala við, og ekki er annað að heyra en þau séu þegar farin að skipuleggja samstarf. Guðni kemur með hugmynd að því að fá fimm tónskáld, eitt frá Ís- landi, annað frá Tékklandi og síðan í það minnsta tónskáld frá þremur öðrum löndum til að semja tónverk eftir myndverkum hennar. Öfugt við fótboltamót, eru menn ekki að berjast um verðlaun hér, heldur berjast við að skapa eitthvað sam- an. Og þótt virðingin og heiðurinn af slíkum verðlaunum sé mikils virði, er það kannski ekki síst mik- ilvægt að listamenn hittist og finni samstarfsgrundvöll. Getur veitt manni aukinn kraft Guðni A. Emilsson hljómsveitarstjóri hlaut á fimmtudag heiðursverðlaun Masaryks í Prag. Börkur Gunnarsson var við athöfnina. Guðni Emilsson tekur við viðurkenningu sinni í Prag. tala saman og ég sagði honum frá mínum högum, og því að ég hefði misst manninn minn 1998 og dregið mig svolítið í hlé eftir það. Ég geng alltaf með bækur á mér, og árið 2001 gaf ég út bók þar sem ég kveð manninn minn og þakka honum. Ég var með næst síðustu bókina mína með mér og gaf Søren ein- tak, og síðan höfum við verið að vinna talsvert saman. Hann vildi fá að þýða bókina og kynnti ljóð úr henni á Íslend- ingahátíð fyrr á árinu. Nú síðast kom boð frá honum um að fá mig til að lesa 17. júní. Hann er búinn að þýða bókina og er sennilega búinn að finna útgefanda að henni í Svíþjóð. Það er hugsanlegt að bókin verði gefin út á þremur málum, íslensku, dönsku og sænsku; við ræðum það úti núna.“ Á hátíðinni í Frederiks Bastion 17. júní verður fjölbreytt hátíð- ANNA S. Björnsdóttir skáld, verður meðal gesta á hátíðinni Norden i fokus sem haldin verð- ur í Kaupmannahöfn að kveldi þjóðhátíðardags- ins 17. júní. Þar les Anna úr ljóðum sínum og Søren Sørensen les ljóð hennar þýdd á dönsku. „Ég hef átt þess kost að komast á rithöfund- anámskeið á Biskops-Arnö í Sví- þjóð þrisvar sinnum. Þar hitti ég eitt sinn Søren Sørensen sem er mikill spútnikk og aðdáandi Ís- lands. Sjálfur er hann ljóðskáld og þýðandi, en einnig listmálari. Við skiptumst á myndum og bók- um, en svo liðu nokkur ár. Í mars í fyrra var mér boðið á Íslend- ingahátíð í Lundi í Svíþjóð. Á leið- inni út gisti ég eina nótt í Kaup- mannahöfn og tók svo bátinn yfir til Svíþjóðar. Situr þá ekki Søren Sørensen í bátnum. Við fórum að ardagskrá auk ljóðalestursins. Leikarinn Jarl Forsman les kafla úr Njálu og Gunnlaugs sögu Ormstungu, Íslenski kvennakór- inn í Kaupmannahöfn undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur syngur, sendiherrann, Helgi Ágústsson, flytur hátíðarávarp og fleiri gestir íslenskir og danskir koma við sögu. Anna S. Björnsdóttir hefur sjálf ort á dönsku og stundað þýðingar í tíu ár. Hún hefur einnig dvalið á Álandseyjum og verið þar gestur á tveimur hátíðum á undanförnum árum og lesið úr verkum sínum. „Ég er orðin svolítið þekkt á Álandseyjum. Ég komst ekki á hátíðina í fyrra, en þá settu þeir mynd af mér á auglýsinguna um hátíðina. Ég verð úti í Danmörku núna, og mig grunar að ég eigi eftir að taka mér far með Birka Prinsess og mæta á svæðið. Ís- lendingum er mjög vel fagnað á Álandseyjum, eins og í Dan- mörku.“ Ljóðin bíða útgáfu á Norðurlöndunum Anna S. Björnsdóttir les ljóð sín á 17. júní-hátíð í Kaupmannahöfn Anna S. Björnsdóttir rithöfundur JÓHANNA Bogadóttir opnar í dag sýningu á eigin verkum í Klettahlíð 7, Hveragerði. Í fréttatilkynningu segir að sýn- ingin sé enn að þróast og geti tekið breytingum á sýningartímanum. Sýnd verða verk sem eru unnin á mismunandi stöðum og tímum á vinnustofu og á heimili þar sem ekki eru skýr mörk á milli. Verkin eru ýmist unnin beint á veggi, eldhús- verk, útiverk, málverk eða skissur auk fleiri listmuna. Sýningin stendur til 30. júní og er opin frá 15 til 18 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Á heimili og vinnustofu ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands sýnir óperuna Cosi fan tutte eftir Mozart í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00 og á morgun kl. 17.00, í leik- og hljóm- sveitarstjórn Keith Reed. Tveir söngvarar skipta með sér hverju hlutverki. Þeir eru eftirfar- andi: Fiordiligi: Kristín R. Sigurð- ardóttir og Hallveig Rúnarsd. Dora- bella: Ildiko Varga og Erla Dóra Vogler. Guglielmo: Þorbjörn Björns- son og Árni Björnsson. Ferrando: Þorbjörn Rúnarsson og Þorsteinn Helgi Árbjörnsson. Despina: Xu Wen og Lindita Óttarsson. Don Alf- onso: Herbjörn Þórðarson og Man- fred Lemke. Sýningin var frumsýnd á hátíðinni Bjartar nætur á Eiðum um liðna helgi. Cosi fan tutte í Borg- arleikhúsinu Morgunblaðið/Sverrir Frá æfingu á Cosi fan tutte í Borgarleikhúsinu. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.