Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KLUKKAN tíu í gærmorgun hófst útboð á 20% hlut ríkisins í Lands- banka Íslands hf. og fimmtán mín- útum síðar var útboðinu lokið með sölu alls hlutafjárins. Fagfjárfestar keyptu stærstan hlut þess hlutafjár sem í boði var. Í flestum tilvikum keyptu þeir 1-2% hlut en einn aðili keypti 3% hlut. Eignarhlutur ríkis- ins er nú 48,29% en var 68,29% fyrir útboðið. Söluandvirði útboðsins, sem standa átti í allt að einn mánuð, var 4.724 milljónir króna, en alls seldust í gær hlutabréf í bankanum fyrir 4.857 milljónir króna. Gengi í útboð- inu var 3,50, en lokagengi dagsins á VÞÍ var 3,70. Útboðið í gær er eitt mesta einkavæðingarverkefni ríkis- ins frá upphafi og það stærsta sem framkvæmt er með almennu útboði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum-Landsbréfum og framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu. Að sögn Halldórs J. Kristjánsson- ar, bankastjóra Landsbankans, tókst útboðið mjög vel en það hafði verið vel undirbúið af hálfu verð- bréfamiðlunar Landsbankans- Landsbréfa. „Eins og tekið var fram í útboðinu þá hafði umsjónaraðili út- boðsins frumkvæði að því að leita til fagfjárfesta um þátttöku í útboðinu og fagfjárfestum bent á að hafa sam- band við verðbréfamiðlun bankans. Þessi undirbúningur tókst vel og það má ljóst vera að það var búið að vekja góðan áhuga kaupenda sem gáfu sig fram strax í morgun og keyptu meirihluta bréfanna. Öll við- skipti fóru í gegnum Verðbréfaþing Íslands og gengið var mjög hratt á sölutilboð þannig að allir þættir út- boðsins gengu mjög vel,“ að sögn Halldórs.  Landsbankinn/20 TAP Norðurljósa samskiptafélags hf. nam 2,8 milljörðum króna á árinu 2001 en 402 milljóna króna hagnaðar var fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA). Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002 nam hagnaður félagsins 32 milljónum króna og EBITDA-hagnaður nam 94 milljónum króna. Afskrifaðir voru tæpir 1,9 millj- arðar króna og er það veruleg aukning frá fyrra ári en þá námu afskriftir 711 milljónum. Tæpur milljarður skýrist af auknum af- skriftum varanlegra rekstrarfjár- muna vegna mikilla fjárfestinga á sl. tveimur árum. Eignir Norðurljósa voru í mars- lok bókfærðar á 10,9 milljarða króna, þar af voru óefnislegar eign- ir 4,8 milljarðar. Eigið fé nam 370 milljónum, langtímaskuldir tæpum 6,6 milljörðum og skammtímaskuld- ir um 3,9 milljörðum. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir að með ársupp- gjörinu 2001 hafi verið hreinsað mjög vel til í félaginu. Það sé nú vel undirbúið undir fjárhagslega end- urskipulagningu en viðræður hafa staðið yfir við helstu lánardrottna um endurskipulagningu langtíma- skulda félagsins. „Hreins- að mjög vel til í félaginu“  Umskipti/20 Tap Norðurljósa 2,8 milljarðar í fyrra MAÐUR féll útbyrðis af frystitog- aranum Arnari HU 1 frá Skaga- strönd aðfaranótt föstudags. Togar- inn var þá við karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Maðurinn náðist upp úr sjónum en var þá þegar látinn. Maðurinn hét Þórarinn Eiðsson. Hann var 39 ára gamall og búsettur á Skagaströnd. Þórarinn lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Féll útbyrð- is og léstJIANG Zemin, forseti Kína, kom gestum í hátíðarkvöldverði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, í Perlunni í gærkvöldi skemmtilega á óvart, þegar hann óskaði eftir því að syngja eitt lag. Hann söng síðan hið kunna lag O sole mio eftir De Curtis við und- irleik Atla Heimis Sveinssonar og kunnu gestir vel að meta fram- takið. Að sögn Örnólfs Thorssonar, sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands, er forseti Kína söng- elskur og á það til að taka lagið á góðum stundum og segir hann að söng hans hafi verið vel tekið í gærkvöldi. Þótt vel hafi legið á fólki í Perlunni voru ekki allir á sama máli utanhúss, en nokkur ung- menni reyndu að hefta för gesta, eftir að kínverski forsetinn hafði yfirgefið svæðið, með því að setj- ast á veginn frá Perlunni. Lög- reglan skarst í leikinn og svo fór að ungmennin færðu sig af fúsum og frjálsum vilja. Ræddu mannréttindamál Dagskrá forsetans í gær hófst annars með viðræðum við forseta Íslands að Bessastöðum þar sem þeir ræddu þróun mannréttinda og lýðræðis í heiminum auk sam- skipta Íslands og Kína. Að fund- inum loknum hélt Jiang Zemin í Þjóðmenningarhúsið þar sem hann átti fund með Davíð Odds- syni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra. Á fundinum kom m.a. fram að ís- lensku ráðherrarnir hefðu áhyggjur af því að mannréttindi væru ekki virt í Kína, en viðræð- urnar snerust um mörg mál, með- al annars viðskipti og samskipti þjóðanna og alþjóðleg mál á breiðum grundvelli. Þegar forsetinn kom út úr Þjóðmenningarhúsinu hrópuðu tveir Falun Gong-iðkendur slag- orð að honum. Samkvæmt aug- lýstri dagskrá átti fundurinn að vera síðdegis en hann var færður fram til hádegis. Klukkan 15.30 hafði verið boðað til mótmæla- fundar á Austurvelli og þaðan átti að ganga að Þjóðmenning- arhúsinu, en þess í stað var farið í mótmælagöngu að kínverska sendiráðinu við Víðimel. Sam- kvæmt mati lögreglu tóku nálægt 2.000 manns þátt í mótmælafund- inum og göngunni og fóru mót- mælin friðsamlega fram. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Jiang Zemin, forseti Kína, syngur O sole mio í hátíðarkvöldverðinum í Perlunni í gærkvöldi við mikinn fögnuð áheyrenda. Til vinstri er Dorrit Mouss- aieff, heitkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem situr við hlið Wang Yeping, eiginkonu forseta Kína. Söng forseta Kína vel fagnað í Perlunni Ungmenni reyndu að hefta för gesta úr veislunni þegar heiðursgesturinn var farinn  Heimsóknin 2/6/10/11/34 ♦ ♦ ♦ Landsbankabréfin seldust upp á 15 mínútum Einn aðili keypti 3% hlut í bankanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.