Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
KLUKKAN tíu í gærmorgun hófst
útboð á 20% hlut ríkisins í Lands-
banka Íslands hf. og fimmtán mín-
útum síðar var útboðinu lokið með
sölu alls hlutafjárins. Fagfjárfestar
keyptu stærstan hlut þess hlutafjár
sem í boði var. Í flestum tilvikum
keyptu þeir 1-2% hlut en einn aðili
keypti 3% hlut. Eignarhlutur ríkis-
ins er nú 48,29% en var 68,29% fyrir
útboðið.
Söluandvirði útboðsins, sem
standa átti í allt að einn mánuð, var
4.724 milljónir króna, en alls seldust
í gær hlutabréf í bankanum fyrir
4.857 milljónir króna. Gengi í útboð-
inu var 3,50, en lokagengi dagsins á
VÞÍ var 3,70. Útboðið í gær er eitt
mesta einkavæðingarverkefni ríkis-
ins frá upphafi og það stærsta sem
framkvæmt er með almennu útboði,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá Landsbankanum-Landsbréfum
og framkvæmdanefnd um einkavæð-
ingu.
Að sögn Halldórs J. Kristjánsson-
ar, bankastjóra Landsbankans,
tókst útboðið mjög vel en það hafði
verið vel undirbúið af hálfu verð-
bréfamiðlunar Landsbankans-
Landsbréfa. „Eins og tekið var fram
í útboðinu þá hafði umsjónaraðili út-
boðsins frumkvæði að því að leita til
fagfjárfesta um þátttöku í útboðinu
og fagfjárfestum bent á að hafa sam-
band við verðbréfamiðlun bankans.
Þessi undirbúningur tókst vel og það
má ljóst vera að það var búið að
vekja góðan áhuga kaupenda sem
gáfu sig fram strax í morgun og
keyptu meirihluta bréfanna. Öll við-
skipti fóru í gegnum Verðbréfaþing
Íslands og gengið var mjög hratt á
sölutilboð þannig að allir þættir út-
boðsins gengu mjög vel,“ að sögn
Halldórs.
Landsbankinn/20
TAP Norðurljósa samskiptafélags
hf. nam 2,8 milljörðum króna á
árinu 2001 en 402 milljóna króna
hagnaðar var fyrir afskriftir og
fjármagnsliði (EBITDA). Á fyrstu
þremur mánuðum ársins 2002 nam
hagnaður félagsins 32 milljónum
króna og EBITDA-hagnaður nam
94 milljónum króna.
Afskrifaðir voru tæpir 1,9 millj-
arðar króna og er það veruleg
aukning frá fyrra ári en þá námu
afskriftir 711 milljónum. Tæpur
milljarður skýrist af auknum af-
skriftum varanlegra rekstrarfjár-
muna vegna mikilla fjárfestinga á
sl. tveimur árum.
Eignir Norðurljósa voru í mars-
lok bókfærðar á 10,9 milljarða
króna, þar af voru óefnislegar eign-
ir 4,8 milljarðar. Eigið fé nam 370
milljónum, langtímaskuldir tæpum
6,6 milljörðum og skammtímaskuld-
ir um 3,9 milljörðum.
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa, segir að með ársupp-
gjörinu 2001 hafi verið hreinsað
mjög vel til í félaginu. Það sé nú vel
undirbúið undir fjárhagslega end-
urskipulagningu en viðræður hafa
staðið yfir við helstu lánardrottna
um endurskipulagningu langtíma-
skulda félagsins.
„Hreins-
að mjög
vel til í
félaginu“
Umskipti/20
Tap Norðurljósa 2,8
milljarðar í fyrra
MAÐUR féll útbyrðis af frystitog-
aranum Arnari HU 1 frá Skaga-
strönd aðfaranótt föstudags. Togar-
inn var þá við karfaveiðar á
Reykjaneshrygg.
Maðurinn náðist upp úr sjónum en
var þá þegar látinn. Maðurinn hét
Þórarinn Eiðsson. Hann var 39 ára
gamall og búsettur á Skagaströnd.
Þórarinn lætur eftir sig eiginkonu og
þrjú börn.
Féll útbyrð-
is og léstJIANG Zemin, forseti Kína, kom
gestum í hátíðarkvöldverði Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, í Perlunni í gærkvöldi
skemmtilega á óvart, þegar hann
óskaði eftir því að syngja eitt lag.
Hann söng síðan hið kunna lag O
sole mio eftir De Curtis við und-
irleik Atla Heimis Sveinssonar og
kunnu gestir vel að meta fram-
takið.
Að sögn Örnólfs Thorssonar,
sérfræðings á skrifstofu forseta
Íslands, er forseti Kína söng-
elskur og á það til að taka lagið á
góðum stundum og segir hann að
söng hans hafi verið vel tekið í
gærkvöldi.
Þótt vel hafi legið á fólki í
Perlunni voru ekki allir á sama
máli utanhúss, en nokkur ung-
menni reyndu að hefta för gesta,
eftir að kínverski forsetinn hafði
yfirgefið svæðið, með því að setj-
ast á veginn frá Perlunni. Lög-
reglan skarst í leikinn og svo fór
að ungmennin færðu sig af fúsum
og frjálsum vilja.
Ræddu mannréttindamál
Dagskrá forsetans í gær hófst
annars með viðræðum við forseta
Íslands að Bessastöðum þar sem
þeir ræddu þróun mannréttinda
og lýðræðis í heiminum auk sam-
skipta Íslands og Kína. Að fund-
inum loknum hélt Jiang Zemin í
Þjóðmenningarhúsið þar sem
hann átti fund með Davíð Odds-
syni forsætisráðherra og Halldóri
Ásgrímssyni utanríkisráðherra. Á
fundinum kom m.a. fram að ís-
lensku ráðherrarnir hefðu
áhyggjur af því að mannréttindi
væru ekki virt í Kína, en viðræð-
urnar snerust um mörg mál, með-
al annars viðskipti og samskipti
þjóðanna og alþjóðleg mál á
breiðum grundvelli.
Þegar forsetinn kom út úr
Þjóðmenningarhúsinu hrópuðu
tveir Falun Gong-iðkendur slag-
orð að honum. Samkvæmt aug-
lýstri dagskrá átti fundurinn að
vera síðdegis en hann var færður
fram til hádegis. Klukkan 15.30
hafði verið boðað til mótmæla-
fundar á Austurvelli og þaðan
átti að ganga að Þjóðmenning-
arhúsinu, en þess í stað var farið
í mótmælagöngu að kínverska
sendiráðinu við Víðimel. Sam-
kvæmt mati lögreglu tóku nálægt
2.000 manns þátt í mótmælafund-
inum og göngunni og fóru mót-
mælin friðsamlega fram.
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Jiang Zemin, forseti Kína, syngur O sole mio í hátíðarkvöldverðinum í Perlunni í gærkvöldi við mikinn fögnuð áheyrenda. Til vinstri er Dorrit Mouss-
aieff, heitkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem situr við hlið Wang Yeping, eiginkonu forseta Kína.
Söng forseta Kína
vel fagnað í Perlunni
Ungmenni reyndu að hefta för gesta úr
veislunni þegar heiðursgesturinn var farinn
Heimsóknin 2/6/10/11/34
♦ ♦ ♦
Landsbankabréfin seldust upp á 15 mínútum
Einn aðili keypti 3%
hlut í bankanum