Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 13 www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ Hofsbót 4 1. hæð hússins nr. 4 við Hofsbót á Akureyri er til sölu eða leigu í einu eða tvennu lagi. Stærð 293,8 fm. Laus um mánaðamótin júní/júlí. Húsið er reist árið 1988 og er í fyrsta flokks ástandi. Sími 461 1500, fax 461 2844, netfang petur@fast.is Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum. GILDRAN heitir ný kvikmynd eftir Örn Inga Gíslason sem frumsýnd verður í Borgarbíói þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 13.30. Ung stúlka á Akureyri, Sólveig Sigurðardóttir samdi tón- listina og leikur jafnframt eitt af aðalhlutverkunum. Örn Ingi sagði að hann hefði í fyrstu ætlað sér að gera 30 mín- útna stuttmynd, en þegar upp var staðið verið með tæplega tveggja tíma kvikmynd í höndunum. Myndin fjallar um ungt fólk og ævintýri þess í Færeyjum og á Ís- landi. Örn Ingi var fámáll um söguþráðinn, en í aðalhlutverkum eru fimm ungar stúlkur, 14–15 ára gamlar og fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra eitt sumar. Þær hreppa ferðavinning til Fær- eyja á veitingahúsi sem þær sækja og stóra spurningin snýst um hvort þær fái fararleyfi og þá á hvaða forsendum. Þær koma svo í ljós í lok myndarinnar. „Það var með ólíkindum hvað gaman var og gefandi að vinna að þess- ari mynd með öllu þessu góða fólki,“ sagði Örn Ingi. Alls koma um 60 manns fram í myndinni sem leikarar, en fyrir bregður fjölda fólks því m.a. var tekið upp um verslunarmannahelgina á Ak- ureyri og Fiskideginum mikla á Dalvík. Styrkur fékkst frá Barnamenn- ingarsjóði, m.a. á þeim for- sendum að um er að ræða mynd þar sem ofbeldi og fíkniefni koma ekki við sögu. Akureyrarbær veitti einnig styrk. Í aðalhlutverkum eru auk Sól- veigar sem áður er nefnd, Freyja Pálína Jónatansdóttir, Adda Soffía Ingvarsdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason, Úlla Árdal, Petra Björk Pálsdóttir og Jón Ingi Ein- arsson. Handrit, leikstjórn, myndataka, hljóð- og mynd- vinnsla var í höndum Arnar Inga. Myndin verður sýnd alla næstu viku kl. 18. Gildran, ný akureyrsk kvikmynd verður frumsýnd í Borgarbíói 17. júní Sumarævintýri ungra stúlkna Morgunblaðið/Kristján Örn Ingi Gíslason hjá Arnarauga og Adda Soffía Ingvarsdóttir, einn af aðalleikurum myndarinnar, með kynningarspjald fyrir myndina. MENNTASKÓLANUM á Akureyri verður slitið í 122. sinn 17. júní næst- komandi og verða 99 stúdentar brautskráðir að þessu sinni. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og fyrrverandi aðstoðarskólameistari og frönskukennari við skólann verð- ur heiðursgestur við skólaslit. Opið hús verður í skólanum frá kl. 14 til 17. Verkefni nemenda og loka- verkefni nýstúdenta verða til sýnis, þá gefst kostur á að skoða listaverk í eigu skólans, höggmyndir á lóð og málverk og önnur verk innandyra, en skólinn hefur á rúmum 120 árum eignast fjölda listaverka. Hátíðarsamkvæmi verður í Íþróttahöllinni að kvöldi 17. júní, en að vanda munu nýstúdentar halda í miðbæinn um miðnæturskeið og taka nokkur dansspor á Ráðhús- torgi. Skólahátíð Menntaskólinn á Akureyri HÁSKÓLINN á Akureyri braut- skráir í dag, laugardag, 134 kandí- data á háskólahátíð sem hefst í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 10.30. Þá verða níu kandídatar braut- skráðir á háskólahátíð í Ísafjarðar- kirkju kl. 11 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Samtals verða því brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri 143 kandídatar. Háskólahátíð HIÐ árlega kaffihlaðborð Kven- félagsins Baldursbrár verður 17. júní í safnaðarsal Glerárkirkju og stendur það yfir frá kl 14. til 17. Á sama tíma er listmunasýning Önnu Gunnars- dóttur en hún vinnur mikið með ull, skinn, og roð. Þá verður málverka- sýning Ólafar Árnadóttur sem sýnir myndir frá Akureyri, Húsavík og víð- ar. Einnig munu þrjár ungar stúlkur leika á fiðlur kl 15. Kvenfélagskonur eru enn að safna fyrir steinda glugg- anum í Glerárkirkju, en ákveðið er að vígja hann í desember n.k. Allir eru hjartanlega velkomnir til að njóta í mat og list. Kaffihlaðborð Baldursbrár SKÁKÞING Norðlendinga fer fram í Grímsey helgina 22. og 23. júní nk. og er þetta í fyrsta sinn sem skák- þingið er haldið í eynni. Mótið er jafnframt helgarmót á vegum Skák- sambands Íslands, sem mun halda nokkur slík mót um landið í ár. Einnig fer fram Hraðskákmót Norðlendinga á sunnudeginum. Teflt verður í félagsheimilinu Múla. Skáningu lýkur miðvikudag- inn 19. júní en hún fer fram hjá Gylfa Þórhallssyni, sími 862-3820, netfang ghka@simnet.is og á skrifstofu Skáksambands Íslands, sími 568- 9141, netafang siks@itn.is. Skákþing Norðlendinga í Grímsey „FERÐAFUÐA“ er heiti á sýningu sem opnuð verður í Ketilhúsinu í Kaupvangsstræti á laugardag, 15. júní, kl. 17. Um er að ræða sýningu á smá- myndum, en heitið þýðir hringja eða sylgja eða það sem lokar hringnum og var það valið sem yfirskrift sýn- ingarinnar sem er á ferðalagi hring- inn í kringum landið. Lagt var af stað frá Reykjavík, haldið til Ísa- fjarðar og nú verður sýnt á Akur- eyri, áður en farið verður til Seyð- isfjarðar og Vestmannaeyja svo dæmi séu tekin. Á hverjum stað er listamönnum úr byggðarlaginu boðið að taka þátt í sýningunni þannig að um 70 lista- menn alls eiga verk á sýningunni í Ketilhúsinu. Hugmyndin er að mynda tengsl milli landshluta og skapa samræður og samskipti þeirra á milli. „Ferðafuða“ í Ketilhúsi MEÐ ÞVÍ að lesa hjúkrunaráætlun sína á almennu máli geta sjúklingar öðlast þekkingu sem hefur eflandi áhrif á þá. Þetta er niðurstaða í rann- sókn Kristínar Þórarinsdóttur sem í dag verður brautskráð úr meistara- námi í hjúkrunarfræði við Háskól- ann á Akureyri. Námið er samvinnu- verkefni háskólans og Manchesterháskóla í Bretlandi. Rannsókn Kristínar nefnist: Merkingarbært lesmál: reynsla sjúklinga sem farið hafa í gerviliða- aðgerð á mjöðm af hjúkrunaráætlun á almennu máli. Leiðbeinandi henn- ar var dr. Kristján Kristjánsson. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða merkingu sjúklingar, sem farið hafa í gerviliðaaðgerð á mjöðm leggja í reynsluna af því að hafa fengið hjúkrunaráætlun sína skráða á almennum máli fyrir inn- lögn og haft hana hjá sér í sjúkra- húsdvöl sinni. Betri andleg líðan og jákvæðar líkamlegar framfarir Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur öðluðust þekkingu af því að lesa hjúkrunaráætlun sína á almennu skiljanlegu máli sem hafði eflandi áhrif á þá. Þau komu að mati þátttakenda fram í bættri andlegri líðan, jákvæðum áhrifum á líkamleg- ar framfarir, frjálsari samskiptum og virkari þátttöku í meðferð. Þá taldi meirihluti þátttakenda það efl- andi að geta stöðugt fylgst með með- ferð sinni með því að lesa hjúkrunar- áætlunina. Fram kom að flestum fannst skorta upplýsingar um mögu- leg viðbrögð sín þegar heim kom. Einnig fannst mörgum að bæta mætti myndum inn í hjúkrunaráætl- unina og sameina hana öðru fræðslu- efni. Auk þess að lýsa reynslu sinni af hjúkrunaráætluninni lýstu þátt- takendur reynslu sinni af heilbrigð- isþjónustunni í heild og var ánægjan almenn. Í því samhengi var sérstök ánægja með starfsfólk og eins lýsti fólk að vonum ánægju með að verkir minnkuðu eftir aðgerðina. Liður í þróun til að bæta þjónustuna Sjúklingar sem fara í gerviliðaað- gerðir á mjöðm eða hnjám á FSA fá nú hjúkrunaráætlanir sínar sendar heim fyrir aðgerðir. Þá stendur nú yfir þátttökurannsókn á bæklunar- deild FSA sem hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraþjálfarar taka þátt í. Tilgangur hennar er að inn- leiða hjúkrunaráætlanir af þessu tagi og er sérstök áhersla lögð á að þessir fagaðilar ræði áætlanirnar við sjúklingana. „Liður í þessari þróun á FSA er að bæta þjónustu við sjúk- linga hvað varðar fræðslu og stöðuga upplýsingagjöf um meðferð, sam- skipti, samráð og möguleika á virkri þátttöku í meðferð,“ sagði Kristín. Eflandi að lesa hjúkrunaráætlun á almennu máli Morgunblaðið/Kristján Kristín Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hólmfríður Hólmgeirs- dóttir skoða hjúkrunaráætlun Hólmfríðar. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KÓR Glerárkirkju syngur á Gler- ártorgi í dag, laugardaginn 15. júní, kl. 14. Kórinn efldist mjög á liðnum vetri og kom þar ýmislegt til. Nýj- ar raddir hafa styrkt hópinn, sem og bjartsýni og eljusemi organista og kórstjóra, Hjartar Steinbergs- sonar, ásamt tiltrú hans á sitt fólk. Þetta, að viðbættri óbilandi hvöt kórfélaga til að syngja saman og skemmta bæði sér og öðrum, hefur skilað kórnum vel undan vetri, seg- ir í frétt frá kórnum. Á leið til Ungverjalands Framundan eru spennandi dagar hjá kórnum sem heldur í ferðalag til Ungverjalands í næstu viku. Ætlunin er að halda þar tónleika, kynnast ungverskum kórsöng og menningu og dvelja þar við söng og leik fram í byrjun næsta mánaðar. Kórfélagar munu flytja sálumessu, „Requiem“ op. 48, eftir Gabriel Fauré, og njóta liðsstyrks þar- lendra einsöngvara og orgelleikara við þann flutning. Þá syngur kór- inn íslensk þjóð- og dægurlög, kirkjulega tónlist, negrasálma, bítlalög og fleira sem unnið hefur verið að í vetur. Sungið verður upp úr þeim hluta efnisskrárinnar á Glerártorgi. „Þetta er okkur kær- komið tækifæri til að stíga á stokk, og í leiðinni fjáröflun, þar sem Glerártorg mun veita okkur fjár- stuðning fyrir sönginn. Kunnum við verslunarmiðstöðinni bestu þakkir fyrir,“ segir Hjörtur Stein- bergsson stjórnandi. Kór Glerár- kirkju syngur á Glerártorgi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.