Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKI fór framhjá neinum í blíð- viðrinu á Hellnum þegar börn fóru skyndilega að synda og baða sig í höfninni. Þarna voru á ferð krakkar úr 5. bekk Grunnskólans á Hellissandi sem létu það ekkert á sig fá þótt sjórinn væri dálítið kaldur heldur nýttu sér sólar- geislana til að verma sig þegar þau komu uppúr. Sundspretturinn var góður endir á frábærri óvissuferð sem umsjónarkennari þeirra, Anna Ýr Böðvarsdóttir, og nokkrar mæður úr foreldrafélaginu höfðu skipu- lagt fyrir krakkana. Dagurinn hófst með ferð á Snæ- fellsjökul og svo vel hafði ferða- áætlun verið haldið leyndri að krakkarnir höfðu ekki hugmynd um að snjógallarnir þeirra væru með í för þegar kom að Jöklinum, enda höfðu mæðurnar laumað þeim í bílana þegar þau sáu ekki til. Eftir velheppnaða troðaraferð á Jökulinn var haldið í fjöruna á Hellnum þar sem grillaðar voru pylsur og þeim rennt niður með gosi. Eftir matinn og ýmsa leiki í fjörunni var farið að kanna hitann á sjónum og þótt sumir væru hug- aðri en aðrir til að byrja með voru þau Sigurður Sveinn, Albert Fannar, Magnús Darri, Guð- mundur, Tanja Eydís, Lísa Dögg og Aldís Eva öll áður en yfir lauk búin að taka sundsprett eða vaða um í höfninni. Þau voru líka öll sammála um að þetta væri æðis- leg útskriftarferð. Óvissuferð í blíðunni Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Þeir Sigurður Sveinn, Albert Fannar, Magnús Darri og Guðmundur syntu í Hellna- höfn í veðurblíðunni. Hellnar Í ANNARRI atrennu lenti flugvél Flugfélags Íslands á Grímseyjar- flugvelli með forsætisnefnd Alþingis innanborðs. Langur þokukafli yfir og um Grímsey hefur aftrað eðlilegum flugsamgöngum undanfarna daga. En það var bjart yfir Halldóri Blön- dal forseta Alþingis er hann mætti með nefndarmönnum forsætisnefnd- ar, þeim Guðmundi Árna Stefánssyni, Guðjóni Guðmundssyni, Ísólfi Gylfa Pálmasyni og Árna Steinari Jóhanns- syni. Auk þessara voru með í för Frið- rik Ólafsson, Þorsteinn Magnússon og eiginkonur Halldórs og Friðriks, þær Kristrún Eymundsdóttir og Auður Júlíusdóttir. Forsætisnefndin heldur árlega einn fund utan Reykjavíkur. Halldór Blöndal sagði að nú hefði Grímsey orðið fyrir valinu, því hann hefði áhuga á því að forsætisnefndin gæti kynnt sér sérstakar aðstæður Gríms- eyjar, náttúrufegurð og fuglalíf. Hall- dór vildi líka að nefndin kynntist hin- um skemmtilega brag sem fylgir íbúunum, höfðingsskap þeirra og vel- vild. Halldór sagði að það mætti ekki gleyma því að Grímsey væri lífhöfn og grunnlínupunktur landhelginnar. Þannig að það ríður á því að byggð haldist í eyjunni. Fjögur börn tóku á móti forsæt- isnefndinni þegar hún lenti og öll héldu þau með Liverpool, sá yngsti Gunnar Atli Snorrason, tveggja ára. Atvinnurekstur stendur traustum fótum í Grímsey. Eyjan býr yfir töfr- um sem gera það að verkum að fólk vill búa hér. Halldóri fannst ekki síst merkilegt að meðalaldur íbúa er 30 ár. Og eftir því sem forseti Alþingis kemur oftar til Grímseyjar þykir hon- um vænna um eyjuna og eyjar- skeggja. Forsætisnefnd fundar á heimskautsbaug Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Nefndin, f.v. Guðjón Guðmundsson, Halldór Blöndal, Ísólfur Gylfi Pálmason, Árni Steinar Jóhannsson og Guðmundur Árni Stefánsson. ÞAÐ vakti athygli við skólaslit Flúðaskóla, sem fóru fram föstu- daginn 7. júní, að einn nemandi varð hæstur í öllum greinum í samræmdum prófum í 10. bekk. Þetta er Dórótea Høeg Sigurð- ardóttir frá Hæli. Hún hlaut 9,5 í íslensku, 9,0 í ensku, 9,5 í dönsku, 9,5 í raungreinum og 8,5 í stærð- fræði. Þetta er frábær árangur og hlaut hún bókaverðlaun fyrir hverja grein. Í spjalli við fréttaritara þakkaði hún námsárangurinn foreldrum sínum, hve dugleg þau hefðu verið að hjálpa sér við námið. Einnig að móðir hennar, sem er dönsk, hefði kennt sér dönsku þegar hún var barn. Dórótea sagði að nú tæki Fjölbrautaskóli Suðurlands við næstu árin. Þess má einnig geta að hún hefur lokið fjórða stigi í fiðlu- leik við Tónlistarskóla Árnesinga. Þá er hún einnig mjög áhugasöm hestamanneskja, svo sem hún á kyn til, og hefur margsinnis hlotið verðlaun á þeim vettvangi. 170 nemendur Í vetur stunduðu 170 nemendur nám í skólanum og 22 kennarar komu að kennslunni, þó ekki allir í fullu starfi. Valgarður Lyngdal Jónsson aðstoðarskólastjóri gegndi stöðu skólastjóra síðastliðinn vetur í stað Jóhönnu S. Vilbergsdóttur skólastjóra, sem var í barneign- arleyfi. Í skólaslitaræðu sinni sagði Jóhanna að hún væri ánægð með árangur nemenda, einkum árang- ur í íslensku, sem er vel yfir lands- meðaltali. Hún beindi máli sínu einkum til þeirra 18 nemenda sem nú útskrifuðust úr 10. bekk. Nú tæki við nýr áfangi í lífi þeirra og óskaði hún þeim farsældar. UNDANFARIN ár hefur Stefanía Freysteinsdóttir íþróttakennari staðið fyrir námskeiðum í ungbarna- sundi í innisundlaug Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað. Nám- skeiðin hafa verið vel sótt en til að byrja með voru það þó fyrst og fremst Norðfirðingar sem sóttu námskeiðin. Í vetur hafa vinsældir námskeið- anna aukist svo um munar, sérstak- lega meðal íbúa frá öðrum þéttbýlis- stöðum á Austurlandi. Nýbakaðir foreldrar láta sig ekki muna um að aka með krílin sín frá Fáskrúðsfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði og Eski- firði til að taka þátt í fjörinu. Sú sem lengst hefur ferðast til að prófa sund- ið hjá Stefaníu kom alla leið frá Borg- arfirði eystri, eða um 280 km leið. Börnin sem koma á námskeiðin eru á aldrinum tveggja mánaða til eins árs og er óhætt að segja að flest þeirra njóti þess verulega að vera í vatninu. Börnin synda og fara í hreyfileiki, kafa, standa í lófum for- eldra sinna og gera hinar ýmsu kúnstir fyrir stolta foreldra sína. Aka 280 kílómetra í ungbarnasund Neskaupstaður Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Nokkrir af þátttakendum í ungbarnasundinu hjá Stefaníu. MARGIR telja að sauðfjárbændur þurfi lítið eða ekkert að vinna nema í kringum sauðburð og slátt en raunin er samt önnur. Um leið og sauðburði lýkur og kindurnar fara út þarf fljótlega að reka þær eða keyra með þær á vagni í sum- arhagana til þess að friða túnin fyrir slátt, því að stór hluti af án- um færi ekki úr túninu allt sum- arið ef hann fengi að ráða. Þegar fréttaritari kom í heimsókn á bæ- inn Götur í Mýrdal voru hjónin Guðrún Einarsdóttir og Jón Hjaltason að reka kindurnar sínar úr túninu. Ærnar reknar úr túninu Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hlaut fimm verð- laun við skólaslit Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsso Dórótea Høeg Sigurðardóttir ásamt fjölskyldu sinni við skólaslitin, systrunum Helgu og Jóhönnu, foreldrum, Sigurði Steinþórssyni og Bolette Høeg Koch, og afa sínum Steinþóri Gestssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.