Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 47 við Örnólfur bróðir minn á undan mömmu og pabba og yngri systkin- unum og þá passaði Helga okkur oft. Annars held ég að krakkar í þá daga hafi mest passað sig sjálf. Þó voru ýmsar athafnir sem okkur þóttu óþarfar, eins og að bursta tenn- ur og þvo sér upp úr vaskafati í eld- húsinu á hverju einasta kvöldi, sem heimafólk með Helgu í broddi fylk- ingar lagði á ríka og okkur óskiljan- lega áherslu. En auðvitað urðum við að hlýða. Heimili móðurforeldra minna var jafnan mannmargt, börnin urðu átta, afar og ömmur áttu þar skjól í ellinni og fleira fólk, bæði skylt og óvanda- bundið, ungt og gamalt, dvaldist á bænum um lengri eða skemmri tíma. Okkur þætti víst húsið sem þau byggðu ekki sérlega stórt, en ein- hvern veginn rúmaðist þó allt þetta fólk. Þarna ólust þær upp, Fremsta- fellssystur, glaðlyndar og fallegar stúlkur, og þar var oft glatt á hjalla. Margar sögur eru til í fjölskyldunni af uppátækjum þeirra og tilsvörum. Þannig leið bernska Helgu í glaðvær- um systkinahópi á stóru sveitaheim- ili. Þar var mikið lesið og ég man vel eftir þvældum og marglesnum skáld- sögum og bunkum af gömlum dönsk- um blöðum sem við krakkarnir sótt- um í á rigningardögum. Skólaganga eldri systkinanna varð þó ekki löng og ég veit að Helgu sveið það alla ævi að hafa ekki komist í langskólanám. Hún fór í héraðsskólann á Laugum og giftist síðan Andrési Kristjánssyni kennara og síðar ritstjóra. Þau voru barnlaus og slitu samvistir. Helga var í hópi þeirra stúlkna sem fyrst út- skrifuðust úr Húsmæðrakennara- skóla Íslands og fór eftir það til Ak- ureyrar og tók að sér skólastjórn húsmæðraskólans þar. Akureyrarár- in urðu henni að mörgu leyti erfið, en fengu þó afar farsælan endi, því þar kynntist hún Jóhanni Lárusi Jóhann- essyni menntaskólakennara sem varð seinni maður hennar, tók við búi á Silfrastöðum og þar bjuggu þau síð- an. Jóhann dó árið 1989. Í mínum huga voru þau Jóhann Lárus og Helga gott dæmi um ólíkar manneskjur sem bættu hvor aðra og fundu sameiginlega lífsstefnu og lífs- stíl. Þegar þau hjón fluttust að Silfra- stöðum stóð þar gamall bær og fornfálegur, baðstofan að stofni til kirkjuviðir úr gömlu Silfrastaða- kirkju. Þau byggðu sér háreist hús og gáfu Árabæjarsafni baðstofuna og hún er nú Árbæjarkirkja. Á Silfra- stöðum fann Helga nýjan starfsvett- vang sem húsmóðir á stóru heimili í þjóðbraut. Hún tók við símstöðinni á Silfrastöðum og þar áttu þeir heimili bæði Jóhannes Steingrímsson hrepp- stjóri og Jón Hallsson og oft var þar fleira fólk á bænum. Þau Helga og Jóhann Lárus eignuðust einn son, Jó- hannes, en þau tóku að sér fjölda annarra barna til lengri eða skemmri dvalar. Eitt þessara sumarbarna var Áslaug dóttir mín sem nú sendir kveðjur frá Danmörku. Sonardætrunum tveimur sýndi Helga ætíð mikla umhyggju. Eitt með öðru, sem þau hjón voru samhent um, var að taka á móti gest- um. Þar nutu þau sín vel, gestrisin og skemmtileg. Bæði áttu afburða frá- sagnargáfu og sögðu svo fjörlega frá að unun var á að hlýða. Helga hafði ríka kímnigáfu og gat gert hvers- dagslegustu atburði að spennandi ævintýri. Helga var mjög tengd Silfrastöð- um og vildi ógjarnan fara þaðan, en síðustu árin dvaldist hún á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki. Og nú er frænka mín horfin á vit nýrra ævintýra þar sem hún var viss um að Jóhann Lárus biði eftir sér. Ég óska henni fararheilla og bið Guð að geyma hana og votta Jóhannesi frænda mínum, dætrum hans og fjöl- skyldunni allri innilega samúð. Kristín R. Thorlacius. Nú þegar ljósið hennar Helgu frænku minnar á Silfrastöðum hefur slokknað og ég er víðs fjarri og get ekki einu sinni fylgt henni til grafar sest ég niður og leyfi mér að finna hvað ég á henni mikið að þakka. Hún var yngsta systir móður minnar og alla tíð aðalfrænkan í lífi mínu. Fyrstu fimm árin hélt ég reyndar að orðið frænka ætti bara við hana. Hún var um tvítugt þegar ég fædd- ist og tók strax ástfóstri við mig sem aldrei þvarr. Ég fyrir mitt leyti sló eign minni á þessa frænku mína og datt ekki í hug að hún hefði áhuga á neinu nema mér. Þangað til einn góð- an veðurdag að ég varð vör við mann sem sat við eldhúsborðið hjá henni og borðaði hafragraut. Þegar Jóhann Lárus kom inn í líf hennar umturn- aðist veröldin fyrir mér. Helga var ekki lengur mín einkaeign. Fram að þessu hafði Helga verið skólastýra við húsmæðraskólann á Akureyri og Jóhann stærðfræðikennari við menntaskólann, en nú skelltu þau sér í að fara að búa á Silfrastöðum í Skagafirði. Og ég fylgdi með á sumr- in. Fyrst fannst mér þetta ómögu- legt. Hún eignaðist meira að segja annað barn en mig. Jóhannes. En ekki leið á löngu áður en ég fór að sætta mig við að deila þessari einka- frænku minni með öðrum. Mig dreymdi um að verða eins og hún þegar ég yrði stór: sjálfstæð og frjálslynd í skoðunum, orðhvöt, dug- leg og skemmtileg. Hvar sem hún fór var hún leiðtogi, bæði sem skólastýra og húsmóðir á stóru gestrisnu heim- ili. Fáar konur voru fljótari að galdra fram fjölbreyttar kræsingar fyrir fjölda manns en Helga á sínum bú- skaparárum. Um stórmáltíðir í eldhúsinu á Silfrastöðum á ég margar góðar minningar. Helga var ötul við að að- stoða nágranna sína, einkum gamalt fólk og börn. Í hennar horni fengu margir aðhlynningu á síðustu árum ævinnar, bæði tengdamóðir hennar og fleiri Helgu óskyldir. Og mörg voru börnin, bæði innan fjölskyld- unnar og utan, sem dvöldu lengri eða skemmri tíma í sveit hjá þeim Jó- hanni. Þeirra á meðal ég og síðar dætur mínar. Helga hafði mikinn áhuga á fé- lagsmálum og barðist meðal annars af kappi fyrir byggingu skólans í Varmahlíð. Í þeirri baráttu notaði hún oft óhefðbundnar aðferðir. T.d. þegar hún þurfti að fá fyrirgreiðslu hjá einum af ráðherrum ríkisstjórn- arinnar sem var alltaf frekar í þétt- ara lagi. Hún vissi að hann yrði treg- ur til að greiða götu byggingar- nefndarinnar og hóf viðtalið af sinni kvenlegu eðlisávísun á því að minnast á hvað hann væri orðinn áberandi grennri. Ekki þarf að taka fram að hún fékk jákvætt svar. Einu sinni man ég að Helga var spurð hvernig stæði á því að hún væri ekki á þingi. Þá svaraði hún af sinni alkunnu hreinskilni: Það urðu víst smámistök í sköpunarverkinu. Það var nefnilega ekki til siðs þá að setja konur ofarlega á framboðslista. Ljósið hennar logaði alltaf skært og sást langar leiðir. Undir lokin var það orðið kyrrlátt og stöðugt, kannski af því hún var hætt að láta aukaatriðin í lífinu þvælast fyrir. Hún var bara. Þannig minnist ég hennar og finn að þrátt fyrir allt hef- ur ljósið hennar ekki slokknað. Bara færst úr stað. Jóhannesi syni hennar og dætrum hans, Helgu Fanneyju og Hrefnu, og öllum öðrum aðstandendum flyt ég samúðarkveðjur og þakkir fyrir allt frá mér, Ragnari og dætrum okkar, Helgu og Guðrúnu. Hallveig Thorlacius. Helga móðursystir mín er borin til moldar í dag. Eg hefi ekki tök á að fylgja henni síðasta spölinn, en leiftur löngu liðinna ára birtast fyrir hug- kotssjónum mínum. Ég, barnið, man Helgu heima í Fremstafelli hjá ömmu og afa, fal- legu ungu systur mömmu minnar, glaðværa og ákveðna, átti til að hvessa sig við okkur krakkana ef við vorum ódæl. Man Helgu í heimsókn- um hjá foreldrum mínum, Helgu á hestbaki, Helgu að vaða yfir Laxá, einn sumardag í sól og blíðu, ber- fætta með uppbrett pilsið. Mikið var ég hrifin af þessari djörfu ungu konu. Ég man Helgu koma með unnusta sínum, sem svo varð eiginmaður hennar. Þeim varð ekki barna auðið, ég hef kannske notið þess, fékk stundum að dvelja hjá þeim um tíma. Ég man Helgu drífa sig í nám, hjú- skaparslit þeirra hjóna, myndina af þeim hverfa af skáp heima hjá mér. Man ömmu dapra yfir Helgu sinni. Ég þá telpuhnokki skildi ekki hvað var að gerast en ég fékk þá tilfinn- ingu að hún rækist ekki alltaf þá braut sem til var ætlast. Ég, unglingur, man Helgu í stjórn- unarstöðu í virtum skóla, ég dáði stjórn hennar og hún sjálf var djörf og glæst. Átti vinkonur sem komu úr annarri veröld en þeirri sem ég þekkti, yfir henni var álfkonublær. Ég man Helgu með Jóhanni, seinni manni sínum, man þegar Jóhannes þeirra fæddist, man þegar þau flutt- ust í Silfrastaði til að hefja búskap á föðurleifð Jóhanns. Þar var ég hjá þeim í kaupavinnu eitt sumar. Þaðan man ég Helgu standa fyrir fjölmennu heimili, alltaf vel klædda og greidda, stjórna með röggsemd bæði börnum og fullorðnum. Man hana taka á móti gestum, þeir voru ófáir sem lögðu leið sína í Silfrastaði bæði nágrannar og vinir lengra að. Þá naut hún sín best í hópi góðra gesta, stundum var lagt á, og hópurinn fór í útreiðartúr að loknu dagsverki. Þá var Helga glöð. Man ákveðnar skoðanir hennar á mönnum og málefnum, hún lá ekki á þeim og vissi að þær væru einar réttar. Það aflaði henni ekki alltaf vinsælda í samfélagi sínu, hún var hreinskilin og gat orðið orðhvöss. Man líka umhyggju þeirra Jóhanns hvort fyrir öðru og fyrir litla kút. Ég, fullorðin, man Helgu við bana- legu móður minnar, veit að nærvera hennar var mömmu góð. Man komu þeirra hjóna á heimili okkar Þór- steins, þau voru aufúsugestir. Helga talaði fullum rómi, orðheppin og sagði skemmtilega frá, Jóhann hæg- látur, skaut að athugasemdum með sinni markvissu kímnigáfu. Man Helgu missa Jóhann sinn, það skarð varð ekki fyllt. Man hana verða gamla konu stundum dálítið einmana en dugmikla, lengi keyrði hún bílinn sinn, kannske of lengi, en Helga var ekki gjörn á að gefast upp. Á seinni árum hennar sem ferðafærrar konu áttum við nokkur samskipti. Hún gat enn orðið hvöss og sagt hluti sem særðu. En oftast var hugur hennar hjá Jóhanni, sem hún var viss um að hún ætti eftir að hitta aftur. Og nú er Helga farin þá ferð sem henni fannst löngu tímabær og ugg- laust búin að finna Jóhann sinn. Hún var kona sem auðgaði litríka flóru samferðamanna sinna. Það var lærdómsríkt að vera á vegi hennar, fyrir það þakka ég. Fjölskyldu henn- ar votta ég samúð. Blessuð sé minning Helgu móður- systur. Aðalbjörg Pálsdóttir. Líklega er „hversdagslegur“ síð- asta lýsingarorðið sem kæmi upp í hugann þegar maður hugsar um Helgu frænku, eins og hún hét jafnan heima í Hvítafelli, Helgu Kristjáns- dóttur húsfreyju á Silfrastöðum í Skagafirði. Hún var eiginlega allt annað frekar en hversdagsmann- eskja. Ekki svo að skilja að hún feng- ist ekki eins og við hin við raunir og rellur hversdagsins heldur fremur í þá áttina að hún gat breytt hverjum degi í dálítið undur. Aðrir verða væntanlega til þess að rekja lífshlaup hennar en örfá kveðjuorð verða að nægja frá minni hendi. Krakki var ég sendur að Silfra- stöðum sumarpart. Ekki eins og margir aðrir vegna þess að foreldrar mínir fengju ekki um mig tætt held- ur, sé ég í bréfum, vegna þess að móðir mín treysti þessari systur sinni vel fyrir syninum og vonaði þessutan að hann gæti orðið að einhverju gagni, því henni var víst ljóst að lífið hennar Helgu systur væri ekki alltaf dans á rósum. Gagnið varð áreiðan- lega minna en vert hefði verið en ég lærði margt. Það var kennarasynin- um alveg ný lífsreynsla að sækja kýrnar í nátthagann meðan bændur bjuggu sig undir mjaltir. Svo lærði ég að sjóða viðameiri hafragraut en ég hafði áður séð, að ekki sé talað um uppþvottinn með húsmæðrakennar- anum eða þann merkilega lærdóm að bera út í fanginu þegar verið var að stinga út úr fjárhúsum. Ekki vissi ég þá margt um mann- lífið og allt það sem þar getur orðið. En ég skynjaði að Helga frænka hefði tileinkað sér víðsýni og um- burðarlyndi á sumum sviðum þess þannig að til fyrirmyndar væri. Seinna nam ég og skildi margt um þær aðstæður sem höfðu kennt henni. Hlaut líka að taka við ákúrum hennar fyrir ýmislegt sem henni þótti ég hafa gert rangt. En allt var veitt af sömu elskuseminni, sömu hlýjunni, því hverri ákúru fylgdi allt- af hugurinn: Þetta segi ég nú bara vegna þess að mér þykir vænt um þig. Heimilið að Silfrastöðum var ein- stakt. Þar átti skagfirsk menning griðastað en þar komu líka háborg- ararnir úr Reykjavík gjarna við. Þar voru lesnar og talaðar tungur. Þar var meira vitað um stærðfræði en á flestum íslenskum heimilum. Ég lærði síðar að húsfreyjan hafði orðið tilefni eldheitra ástarljóða sem nú eru brúkuð í samsöng. Mér var dýr- mætt að fá að kynnnast við þetta heimili og þó einkum húsfreyju þess. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég minnist allra gleðistundanna sem ég átti með móðursystur minni, sem nú gengur um á næstu stigum tilverunn- ar. Blessuð sé minning hennar. Heimir Pálsson. Helgu á Silfrastöðum kynntumst við fyrir nærri 20 árum. Nýflutt í Silfrastaðasókn fórum við til að láta skrásetja okkur hjá oddvitanum Jó- hanni Lárusi eiginmanni Helgu. Þau hjónin tóku einstaklega vel á móti okkur þá og alla tíð síðan á meðan þeirra naut á Silfrastöðum. Helga varð leiðsögumaður okkar inn í sam- félagið og ef við þurftum að leita ráða fann hún alltaf leiðir. Hún skipulagði dagvistarmálin okkar, setti okkur inn í siði og venjur sveitarinnar og var á vissan hátt í hlutverki nútíma sam- félagsþjónustu meðan við vorum að fóta okkur í framandi umhverfi. Helga var skemmtileg og óvenju- leg kona – hispurslaus og án allrar til- gerðar. Hún sagði sína meiningu um- búðalaust, hafði ákveðnar skoðanir og fylgdist vel með straumum og stefnum í samfélaginu. Hún lagði ríka áherslu á menntun, menningar- leg verðmæti og andleg efni. Verald- leg gæði virtust ekki skipta hana miklu máli. Hún var alltaf að mennta sig og bæta við sig ýmsum fróðleik – hún fór t.d. í frönskunám þegar hún var um sjötugt. Fyrir okkur sem vor- um helmingi yngri en hún var þessi skarpgreinda kona mjög gefandi í öll- um samskiptum. Sú mynd sem lifir í hugum okkar er af fínlegri, sterkri og dálítið ögr- andi konu sem var í framlínu baráttu fyrir þeim hugsjónum sem skiptu hana og samfélagið máli – konu sem vílaði ekki fyrir sér að synda á móti straumnum. Þessari góðu vinkonu okkar þökkum við þær mörgu ánægjulegu stundir sem við áttum með henni í dömuboðum, á bridds- kvöldum, matarboðum, í réttunum og fleiri ánægjulegum uppákomum. Jó- hannesi syni Helgu, Þóru tengda- dóttur hennar og sonardætrunum Helgu og Hrefnu vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd þeirra sem ráku skólaheimilið að Egilsá á árun- um 1983–1992. Þóra Björk og Bryndís. Laust fyrir miðja síðustu öld fluttu frá Akureyri vestur að Silfrastöðum í Akrahreppi ung og glæsileg hjón og hófu þar búskap. Þar voru komin Jó- hann Lárus Jóhannesson sem nú var að taka við stórbýlinu Silfrastöðum af frænda sínum Jóhannesi Steingríms- syni. Konan var Helga Kristjánsdótt- ir frá Fremstafelli í Kaldakinn. Bæði voru þau kennarar. Helga var skóla- stjóri Húsmæðraskólans á Akureyri. Jóhann kennari við Menntaskólann á Akureyri. Misjafnlega var spáð fyrir þessu uppátæki þeirra hjóna að hverfa frá bærilega launuðum opinberum störf- um til sauðfjárbúskapar og þeirrar afkomu óvissu, sem jafnan hefur fylgt þeirri grein. En búskapur þeirra heppnaðist vel. Strax gengu þau hjón af atorku til starfa. Reistu stórt íbúðarhús, endurnýjuðu öll gripahús og margfölduðu túnstærð. Fjárbúið varð eitt það stærsta í Skagafirði og afkoman var traust. Meðan þau voru að koma undir sig fótunum við búskapinn var þeim mjög til hjálpar að með þeim dvaldist áfram Jón Hallsson annálaður fjár- maður sem átti þar sínar skepnur líkt og var á síðari búskaparárum Jó- hannesar Steingrímssonar. Jón hirti jafnan fé á beitarhúsum og var með í fjármennskunni vor og haust. Á sumrin hvarf hann til annarra starfa. Mjög kært var með honum og þeim hjónum. Jón á enn sitt heimilisfang á Silfrastöðum, en dvelur í hárri elli á sjúkrahúsinu á Króknum. Jóhann og Helga hjálpuðust jafnan að í störfum jafnt utan bæjar sem innan, sem var óvanalegt, en sýnir jafnframt hvað sambúð þeirra var farsæl og náin. Helga var áhugasöm um félagsmál og hélt mjög fram hlut kvenna á fé- lagslegum og opinberum vettvangi. Mennta- og menningarmál voru henni hugleikin. Hún átti meðal ann- ars sæti í byggingarnefnd Varma- hlíðarskóla og studdi mjög að upp- byggingu í Varmahlíð. Hún var lengi formaður í kvenfélagi Akrahrepps, og starfaði einnig á vettvangi kven- félaga á héraðs- og landsvísu. Átti um langt árabil sæti í stjórn Krabba- meinsfélags Skagafjarðar og fulltrúi þess á landsfundum. Helga var félagslynd samkvæmis- kona sem kunni vel að sitja og halda stærri veislur en kærastar hygg ég að henni hafi verið smærri veislur og matarboð, sem efnt var til fyrir spila- félaga og vini í sveitinni. Silfrastaðaheimilið var löngum gestkvæmt, hvort tveggja var að þau hjón voru vinmörg og frændgarður fjölmennur. Þá áttu sveitungarnir tíðum erindi við Jóhann sem var odd- viti hreppsins um áratugi. Hrepps- nefndarfundir voru oftast haldnir á Silfrastöðum. Um 40 ára skeið var Helga org- anisti í Silfrastaðakirkju og æfði kirkjukórinn. Ætíð var boðið til kaffi- drykkju að lokinni messu. Gestgjafa- hlutverkið á heimili hennar var því jafnan ærið en ætíð leyst af hendi af alúð og rausn. Þótt Helga hefði orð um að konur ættu að sækjast eftir frama á opin- berum vettvangi, vissum við sem þekktum hana vel að ekkert var henni jafn kært og fjölskyldan og heimilið, og svo var um þau hjón bæði. Það gladdi þau mjög er einkabarn þeirra Jóhannes sem lokið hafði iðn- námi og fest ráð sitt fluttist heim og hóf búskap með foreldrum sínum. Sonardæturnar Helga Fanney og Hrefna urðu brátt augasteinar og yndi ömmu sinnar og urðu henni síð- ar er þær náðu þroska hjálparhellur og gleðigjafar. Vorið 1989 héldu þau Silfrastaða- hjón Jóhann og Helga sveitungum og vinum dýrðlega veislu í tilefni sjö- tugsafmælis hennar og sjötíu og fimm ára afmælis Jóhanns. Naumum mánuði síðar varð Jóhann bráð- kvaddur. Þetta snögga áfall varð Helgu svo þungt að hún varð ekki söm eftir. Síðustu árin dvaldist hún á elli- deild Sjúkrahússins á Sauðárkróki mjög farin að heilsu og kröftum. Glæsikonan og skörungurinn sem áður fyrr setti svip á skagfirskt mannlíf beið nú eftir kallinu og kveið ekki umskiptunum. Hún átti sömu trú og vissu og birtist í orðum þjóð- skáldsins: ,,Býst ég nú brátt til ferðar brestur þó veganesti, þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti.“ Með þessum kveðjuorðum viljum við hjónin þakka Helgu á Silfrastöð- um fyrir störfin í þágu sveitar og hér- aðs en þó fyrst og fremst fyrir ára- tuga vináttu og nágrenni. Blessuð sé minning Helgu á Silfra- stöðum. Helga Árnadóttir, Gunnar Oddsson. Helga á Silfrastöðum starfaði lengi að málefnum kvenfélaganna hér í sýslu og var kunnug störfum þeirra. Hún þekkti því vel innviði Sambands skagfirskra kvenna og var drjúgur liðsmaður þar um árabil og formaður þess á árunum 1971–1980. Sambandið þakkar Helgu störfin og vottar henni virðingu sína og þökk. Aðstandendum eru sendar samúð- arkveðjur. Samband skagfirskra kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.