Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 23
Reykjavík sími 580 0500
Selfossi sími 480 0800
www.blomaval.is
Sumarblóm
...á þjóðhátíð
Stjúpur allir litir
1.199kr.
20stk.
Fjólur blandaðir litir
1.199kr.
20stk.
Flauelsblóm
499kr.
Petúnía
299kr./stk.
10stk.
Silfurkambur
1.199kr.
20stk.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
1
80
77
06
/2
00
2
SÚ stefna Ísraelsstjórnar að eyði-
leggja heimili og ræktarland Pal-
estínumanna og taka síðan af þeim
landið undir byggðir gyðinga er
stríðsglæpur. Var það haft eftir
einum sérfræðingi Sameinuðu
þjóðanna í gær.
Miloon Kothari, sérfræðingur í
húsnæðismálum hjá Mannréttinda-
nefnd SÞ, sagði á fréttamanna-
fundi í Genf, að fyrrnefnt framferði
Ísraela væri stríðsglæpur sam-
kvæmt alþjóðalögum. Þá sakaði
hann Ísraelsstjórn um að notfæra
sér ástandið til að herða enn yf-
irráð sín yfir Palestínu.
Kothari nefndi máli sínu til
stuðnings Genfarsáttmálann um
stríðsátök frá 1949 en samkvæmt
honum er ríkjum bannað að inn-
lima eða koma upp sínum eigin
byggðum á herteknu landi. Ísrael-
ar hafa komið upp meira en 100
byggðum í Palestínu fyrir um
200.000 manns og halda því ýmist
fram, að yfirráð yfir landinu séu
umdeilanleg eða að Genfarsáttmál-
inn eigi ekki við um þær.
Kothari sagði, að Ísraelar héldu
því fram, að gyðingabyggðirnar
væru nauðsynlegar vegna „eðli-
legrar“ fjölgunar þjóðarinnar en
það væri ekki rétt. Gyðingum í Pal-
estínu hefði fjölgað um 12% en Ísr-
aelum í heild aðeins um 2%.
Yaakov Levy, sendiherra Ísraels
hjá SÞ í Genf, vísaði yfirlýsingum
Kotharis á bug sem „einhliða ásök-
unum“.
Sérfræðingur SÞ
Land-
takan
er stríðs-
glæpur
Genf. AP.
FETA-ostur verður grískur og ein-
ungis grískur, samkvæmt reglugerð
Evrópusambandsins sem lögð var
fram af framkvæmdastjórn ESB að
beiðni grískra stjórnvalda. Sam-
kvæmt reglunum, sem þurfa að
hljóta samþykki landbúnaðarráð-
herra ESB-ríkjanna innan þriggja
mánaða, verður orðið „feta“ verndað
upprunaheiti sem aðeins má nota á
grískan fetaost.
Markmiðið er að tryggja neytend-
um að þeir séu að kaupa uppruna-
legan, grískan fetaost, en ekki eft-
irlíkingu sem framleidd er einhvers
staðar annars staðar, sagði talsmað-
ur framkvæmdastjórnarinnar.
Orðið „feta“ er grískt að uppruna,
og er grískur fetaostur gerður úr
geitamjólk. Athuganir fram-
kvæmdastjórnarinnar hafa aftur á
móti leitt í ljós, að fetaostur, sem
ekki var framleiddur í Grikklandi, en
seldur í stórmörkuðum í ESB-ríkj-
um, var búinn til úr kúamjólk í
Þýskalandi, Danmörku og Frakk-
landi.
Fetaostur
er aðeins
grískur
Brussel. AFP.
♦ ♦ ♦
alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR