Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valgerður Guð-laugsdóttir fædd- ist í Kerlingardal í Mýrdal 7. okt. 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- laugur Gunnar Jóns- son, pakkhúsmaður í Vík í Mýrdal, f. 8.2. 1894, d. 1984, og Guð- laug Jakobsdóttir kona hans, f. 24.8. 1892, d. 1938. Látin systkini Valgerðar eru: 1) Jakob, f. 1917, d. 1992, 2) Anton, f. 1920, d. 1993, 3) Einar, f. 1927, d. 1996, 4) Guð- finna, f. 1923, d. 1998, 5) Guðrún, f. 1922, d. 1999, 6) Þorsteinn, f. 1933, d. 1999. Eftirlifandi eru: 1) Jón, f. 1919, 2) Solveig, f. 1924, 3) Guð- laug Sigurlaug, f. 1926, 4) Guð- björg, f. 1929, 5) Ester, f. 1931, 6) Erna, f. 1932, 7) Svavar, f. 1936, 8) Guðlaug Matthildur, f. 1938. Valgerður var alin upp í Kerl- ingardal, Vík og Hjörleifshöfða. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Magnús Þórðarson, loftskeyta- maður frá Stöðvarfirði, f. 16. júlí 1917 en þau giftust fyrsta vetrar- dag 1947. Þau bjuggu í Vík til 1994 þegar þau fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug, fé- lagsráðgjafi, f. 29.1. 1948, maki Þorsteinn Helgason, sagnfræðing- ur, f. 16.4. 1946. Börn þeirra eru: Magnús, f. 10.12. 1968, Helgi, f. 15.10. 1970, Sigrún, f. 2.2. 1986. Barnabarn: Guðlaug Fríða Helga- dóttir, f. 21.5. 2001. 2) Solveig María Magnúsdóttir, matráðskona og leiðsögumaður, f. 26.1.1949, maki Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður, f. 1.6. 1941. Börn þeirra eru: Ívar, f. 1.10. 1969, Guðmundur, f. 21.11.1973. Barna- börn: Solveig María Ívarsdóttir, f. 6.6. 1991, Arnkatla Ívars- dóttir, f. 16.8. 2000, Ása Guðmundsdótt- ir, f. 8.5. 1998. 3) Þórður Magnússon, sérkennari, f. 24.4. 1950, maki Steinlaug Sigríður Bjarnadótt- ir, kennari, f. 16.11. 1953. Börn þeirra eru: Guðrún, f. 21.4. 1983, Solveig, f. 26.9. 1986, Ragnheiður, f. 10.9. 1992. 4) Unnur, hjúkrunar- fræðingur, f. 28.6. 1951, maki Val- geir Kristinsson, hæstaréttarlög- maður, f. 13.5. 1948. Börn þeirra eru: Haukur, f. 10.11. 1972, Hall- dór, f. 11.2. 1976, Valgerður, f. 8.4. 1978, María, f. 6.4. 1981. 5) Guð- laugur Pálmi, sagnfræðingur, f. 24.2. 1957, maki Þorgerður Ein- arsdóttir, félagsfræðingur, f. 31.5. 1957. Börn þeirra eru: Valgerður, f. 24.2. 1984, Katrín og Einar, f. 23.11. 1990. 6) Gerður, þjónustu- fulltrúi, f. 21.7. 1959. Barn hennar er: Magnús Jensen, f. 13.7. 1995. Valgerður sá um heimilishald fyrir föður sinn og systkini frá 1938 er móðir hennar lést og þar til hún stofnaði heimili sjálf 1947. Hún starfaði á prjónastofunni Kötlu í Vík frá stofnun og til ársins 1983. Valgerður var virk í fé- lagsstörfum, hún var m.a. trúnað- armaður starfsmanna prjónastof- unnar Kötlu, starfaði alla tíð í Kvenfélagi Hvammshrepps. Hún tók virkan þátt í tónlistarlífinu í Vík og söng í áratugi í kirkjukór staðarins. Útför Valgerðar fer fram frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. „Kvöldið er fagurt, sól er sest, sefur fugl á grein.“ Sólin er sest í hinsta sinn í lífi tengdamóður minn- ar, Valgerðar Guðlaugsdóttur. Hún er nú fuglinn sem sefur, farfuglinn kominn á leiðarenda, söngfuglinn sem lokið hefur söng lífsins. Fyrir unga stúlku í tilhugalífinu er jafn- mikilvægt að eignast góða tengda- mömmu og að eignast góðan mann. Hún fylgir manni stóran hluta þess æviskeiðs sem telst til hjónabands, hún verður amma barnanna manns, hún er hin konan í lífi eiginmanns- ins – og verður sem slík hin ítrasta mælistika á gæði manns, verk, framgöngu og afrek. Hún verður smám saman hluti af heimsmynd- inni, hún verður áhrifavaldur í lífi manns. Forsjónin færði mér einstaka tengdamömmu. Ég hafði heyrt ávæning af sögu hennar þegar ég hitti hana fyrst í fjölskylduboði jólin 1979. Næstelst 15 systkina sem nánast voru tröppugangur. Missti móður sína 19 ára, hugsaði um heimilið fyrir pabba sinn og ól upp yngri systkini sín við lítil efni og þröngan húsakost í tíu ár. Giftist þá sjálf, 29 ára gömul og eignaðist fjögur börn á fjórum árum. Hlé í sex ár, þá tvö með tveggja ára millibili. Veiðikló, barnakerling, músíkölsk og söngelsk, spilaóð og með spá- dómsgáfu. Hvað segir maður við slíka konu? Ekki laust við próf- skrekk: Ég hafði aldrei haldið á gít- ar, vissi ekki hvað sneri upp eða nið- ur á veiðistöng, lítið gefin fyrir smábörn og kunni hreint ekki að spila. En hafi ég fallið á fyrsta próf- inu, hef ég líklega fengið annan sjéns. Og sennilega enn annan – því hlýjan var ósvikin. Hún var rúmlega sextug og í fullu fjöri. Ég lærði fljótlega að hún elsk- aði að ferðast. Iðaði eins og smá- stelpa og neri saman höndunum af innlifun þegar talið barst að ferða- lögum. Fór ófáa leiðangra til Amst- erdam, Gautaborgar og Hamborgar meðan börnin bjuggu þar og lét ekkert aftra sér frá ferðalögum, hvaða nafni sem þau nefnast. Og kunni listina að njóta lífsins. Á sól- ríkri útikrá í stórborgarþys með svalandi bjór. Einbeitt og mark- sækin með veiðistöng inni á hálendi – búin að finna besta veiðistaðinn við allt vatnið. Mér var sagt að hún hafi rennt færi fyrir tilviljun, fengið fisk og verið ólæknandi síðan. Tjaldferðir, útilegur, veiðiferðir. Bandaríkjaferð með Magga til Bínu mágkonu, vínsmökkunarferð til Þýskalands með systrunum – vel við hæfi enda fæstar þeirra frábitn- ar söngvatni. Ótaldar Skandínavíu- ferðir. Ferðin til Ítalíu á Scala verð- ur ekki farin héðan af – en hún var margsinnis farin í huganum. Ég gerði mér grein fyrir að þótt nærri 40 ár skildu okkur að var þessi kona yngri í anda en ég sjálf. Ég hafði aldrei kynnst fjölskyldu þar sem tónlist og söngur skipaði svo veglegan sess. Hún spilaði enn á gítarinn í mörg ár eftir að ég kom í fjölskylduna. Gítarinn góða sem keyptur var fyrir sumarhýruna eft- ir vertíð í Eyjum á unglingsárunum. Sem pabbi hennar reyndar borgaði eftir að heim var komið. Gítarinn sem lífgaði upp á tilveruna í amstr- inu með yngri systkinin og margir Víkarar fóru ekki varhluta af. „Maður var aldrei svo þreyttur að maður gæti ekki farið og skemmt sér svolítið.“ Jafnvel þótt vakað hafi verið yfir þvottum, því ekki áttu öll yngri systkinin föt til skiptanna. Eða nóttunum eytt í að sauma jóla- kjóla úr klórþvegnum hveitipokum, að ógleymdum nóttunum sem eytt var við sláturgerð því hvorki var tími né pláss til að gera það á dag- inn. Já, kvöldið var fagurt þrátt fyr- ir harðan lífsins skóla. Ég heyri ennþá bjarta og tæra röddina – og samsöng þeirra Magga – við lög eins og „Dóttir tatarans“ sem koma manni til að vikna. Ofan á lífsgleði og glaðværð reyndist hjartað slá réttan takt. Pólitískar hugsjónir og djúp rétt- lætiskennd sátu beinlínis í veggjum á heimilinu. Ekki var legið á skoð- unum um sósíalisma, þjóðmál og lýðfrelsi. Kvennalistinn átti þarna dygga stuðningskonu sem einhvern veginn vissi þetta bara allt með hjartanu. Allt sem við þessar ungu konur lásum og skóluðum okkur inní, sigldar, með lærða frasa á vör- unum. Hún hafði þetta í sér. Fyrir utan brennandi sannfæringu þegar hún varð verkalýðssinni. Það var ekki vinsælt hjá öllum þegar þessi ljúfa og gæfa kona beitti sér gegn bónus á prjónastofunni, sem ungir háskólagengnir menn að sunnan töldu auka afköst og gæfu lands og þjóðar. Hún þekkti sitt fólk og vissi sem var að prjónakonurnar ynnu nú þegar á fullum afköstum: „Þetta gerir ekkert annað en að auka vinnuálagið og ala á sundrungu.“ Og talandi um Kvennalista og kvenlegar dyggðir, sem nú eru á undanhaldi í þjófélagi hraða, skyndirétta og karllægra gilda. Flatkökubaksturinn er horfinn á vit minninganna og árleg sláturgerð af- komendanna í Vík undir styrkri stjórn tengdamömmu tilheyrir liðn- um öldum í bókstaflegri merkingu. Annað lifir þó góðu lífi og verður arfur kynslóðanna. Spilamennskan sem iðkuð var með blik í auga fram á síðasta dag og öll barnabörnin hafa drukkið með Víkurmjólkinni. Ég stend í ævarandi þakkarskuld við tengdamömmu – og raunar alla fjölskylduna – að hafa umborið áhugaleysi mitt á spilamennsku. Annað hef ég reynt að læra og mun reyna að varðveita þeim mun betur. Svo sem nægjusemina, gleðina og léttleikann, umhyggjuna fyrir börn- um, annarra börnum ekki síður en manns eigin. Þau eru þó nokkur „ömmu- og afabörnin“ í Vík sem héldu í alvöru að Vala og Maggi væru líka afi þeirra og amma. Þarna voru líka undarlegar tilviljanir sem ég freistast til að vera þakklát fyrir: þau ófáu skipti sem tengdapabbi slysaðist til að fá astmaköst og kom til að leggjast inn á Vífilsstaði akk- úrat þegar ég þurfti að vera erlend- is vegna náms. Það gaf tengda- mömmu kærkomið tækifæri að létta undir með syninum með börnin þrjú, án þess að hann yrði ofurliði borinn af móðurlegri umhyggju eða kvenlegu samsæri. Innst inni var þetta mér sönnun þess að tengda- foreldrar mínir hefðu velþóknun á námsbrölti mínu og þetta var þeirra framlag. Eitt er ótalið. Sem konur oft gera í lágum hljóðum fyrir luktum dyr- um. Að ógleymdum öðrum gáfum og kostum var spádómsgáfan sú stórbrotnasta – ekkert smá sem vinkonur mínar öfunduðu mig af þessari tengdamömmu. Peningar, börn, gæfa, ferðalög, atvinnutilboð, happ, velgengni, heilbrigði, traustir vinir, áhrifavaldar. Þar sem veru- leikanum sleppti tóku spádómar og hugmyndaflug við, í þeirri staðföstu trú að lífið sé eitthvað sem við sköp- um sjálf. Ekki fullkomlega að eigin vild heldur út frá þeim spilum sem við höfum á hendi. Væri spáin ekki góð, var það bætt upp með fyrirheiti um góða spilamennsku í spili lífsins þar sem við öll erum þátttakendur. Nú er líf tengdamömmu fullskap- að. Sjálfsköpun hennar birtist í að gera óvenjulegt lífshlaup og mót- læti að styrk, glaðværð og reisn sem hún miðlaði til samferðamanna sinna og afkomenda. Nú þegar söngurinn er þagnaður, lýt ég höfði í virðingu og þakka samfylgdina: Sól er sest og sefur fugl á grein. Þorgerður Einarsdóttir. Á því ári róttækninnar 1968 var ég formlega meðtekinn í „Guðlaugs- fjölskylduna“ með giftingu í Víkur- kirkju í Mýrdal. Vala tengda- mamma átti strax í mér hvert bein og ekki spillti að hún þekkti sumt föðurfólk mitt í Skaftafellssýslu. Þegar í stað þótti mér sem þarna væri komin sú fjölskylda sem ég hefði alltaf tilheyrt. Svo kynntist ég hinum fjölmenna systkinahópi Völu, fjórtán talsins auk hennar, og föður hennar, „Guðlaugi pakkhúsmanni“ sem enn var starfandi í Vík, alkunn- ur hestamaður og kaupfélagssinni. Ef Guðlaugur var ættarhöfðinginn var Vala ættmóðirin því mikil ábyrgð hafði verið lögð á herðar hennar og Guðrúnar, elstu systr- anna, þegar móðir þeirra féll frá og Vala aðeins nítján ára. Sjálf var hún að miklu leyti alin upp hjá afa sínum og ömmu, Valgerði og Jóni, í Kerl- ingardal og Vík. Eftir dauða Jóns fylgdi hún ömmu sinni, Bárði föð- urbróður og konu hans Þóreyju í Vík og í Hjörleifshöfða þar sem hún dvaldi í sex ár. Með Völu og Bárði var alltaf ákaflega kært meðan beggja naut við. 1947 stofnaði hún eigið heimili í Vík með myndarlegum lofskeyta- manni, Magnúsi Þórðarsyni frá Stöðvarfirði, sem kom með fríðum hópi ungra manna til að sjá um loft- skeytastöðina á Reynisfjalli. Síðan fæddust börnin eitt af öðru og eftir nokkurt hlé komu barnabörn og síð- an börn þeirra. Alla ævi var hún umkringd þessum fjölmenna ætt- boga sem var eins og þéttriðið net um líf hennar en það var alltaf rúm fyrir fleiri. Hún fylgdist með hverj- um og einum til hins síðasta og henni leið aldrei betur en innan um fólkið sitt og vini, glaðvær, um- hyggjusöm, umhugað um að börnin kæmust til mennta, lagin með öm- muhendur sínar að bía á barnabörn- in með hinu eina rétta lagi þegar foreldrarnir voru ráðalausir. Hún las fyrir barnabörnin og spilaði við þau af mikilli gleði, prjónaði á þau og saumaði. Það var ófrávíkjanlegt að barnabörnin fengju fermingar- rúmföt með hekluðu milliverki og enn bíða milliverk eftir þeim ófermdu og ófæddu. Það var ný reynsla fyrir mig að koma inn í þessa fjölskyldu þar sem umbúðalaust var talað, heilsað og kvaðst með kossum og klappi, mikið sungið og spilað, á gítar (gersemi Völu), mandólu og munnhörpu, og söngvatn var á borðum þegar svo bar undir, ekkert prjál á nokkrum hlut en snyrtimennskan óbrigðul, ilmandi útiþurrkuð sængurföt biðu gestanna og kleinur, flatkökur, Vík- urbrauð“ og hafrakex með gulrót- armarmilaði fylltu stampa og krukkur. Valgerður stjórnaði ekki fólkinu sínu í smáatriðum en gaf þeim í veganesti gott hjartalag, ríka rétt- lætiskennd og hæfileikann til að njóta stundarinnar. Þetta voru dyggðir og eiginleikar sem ein- kenndu hjónin, Magnús og Völu. Víst hafði Vala stritað mikið á ung- um aldri og stundum fannst manni hún þjóna of möglunarlaust. En smám saman varð manni ljóst að hún átti gott líf því þjónustan var veitt af ástúð, bæði við eiginmann- inn, börnin, tengdafólk og gesti. Og hún fann sér alltaf stundir fyrir sig, fyrir lestur, einkum á ljóðum, og fyrir sönginn sem var hennar líf og yndi og það síðasta sem hún naut á banabeðinum ásamt þéttu handtaki. Það er gott að minnast Völu í kafagrasinu í Hjörleifshöfða einn sumardag fyrir nokkrum árum, þegar hún sýndi okkur bæinn þar sem hún gætti barna forðum daga hjá frænda sínum, eða að sjá hana fyrir sér við berjatínslu í skaft- fellsku hrauni eða sænsku skóg- lendi, ákafa og létta á fæti. Skyldi hún ekki dvelja þar á nýjaleik? Blessuð sé minning Valgerðar Guðlaugsdóttur. Þorsteinn Helgason. Elsku amma okkar er dáin. Við þennan atburð leita minningarnar á hugann um góðar stundir og þá helst þær sem við áttum saman í Víkinni, barnabörnin og Vala amma og Maggi afi. Alltaf voru móttökurnar hlýlegar og innilegar, faðmlag, koss og hið fræga „Víkurklapp“ á bakið. Næst lá leiðin oftast inn í eldhús í ákveð- inn skáp sem hafði að geyma gamla Mackintoshdollu, yfirleitt fulla af kleinum. Hún átti það til að klárast á meðan heimsókn okkar barna- barnanna stóð en þá steikti amma bara meira. Þegar maður fullorðn- ast áttar maður sig meira á því hversu mikla vinnu það útheimti að vera sú amma sem hún var okkur. Alveg sama hversu gestkvæmt var á heimilinu eða hversu mikið var að gera þá náði hún alltaf að sinna okk- ur barnabörnunum eins og heiðurs- gestum. En það voru ekki bara við sem nutum góðs af samverustund- um með henni og afa, því fleiri börn vöndu komu sína á Austurveginn og fengu að kalla „Völu og Magga“ ömmu og afa. Við barnabörnin höfum borið saman bækur okkar og komist að því að aldrei varð nokkurt okkar vart við annað en jákvæðni í hennar fari, gott skap og bros sem alltaf smitaði út frá sér. Það var aldrei dauð stund í kringum hana, á kvöld- in var yfirleitt spilað á spil, ýmist Manna eða Vist, og má nánast segja að hún hafi kennt okkur að spila um leið og við gátum setið upprétt. Þá hafði hún mjög gaman af söng og tónlist og fékk hún aðallega útrás fyrir þá hæfileika sína í kirkjukór Víkurkirkju. Þá spilaði hún á gít- arinn sinn og söng fyirr okkur börn- in. Í gleðskap var gítarinn alltaf inn- an seilingar og stóð hún oft fyrir samsöng fram eftir kvöldi. Með ömmu fórum við flest í okkar fyrstu veiðiferðir í Heiðarvatn, hún með veiðistöng og afi með „otur- inn“. Sum okkar fengu strax veiði- dellu, aðrir ekki, en öll eigum við góðar minningar frá þessum ferðum okkar. Þú huggaðir, svæfðir, læknaðir, baðaðir, kenndir og elskaðir okkur og fyrir það þökkum við þér og kveðjum þig með söknuði, elsku amma. Magnús Þorsteinsson, Ívar Kristjánsson, Helgi Þorsteinsson, Guðmundur Kristjánsson, Sigrún Þorsteinsdóttir. Vala amma var brosmild, hlýleg og öllum ávallt góð. Það var alltaf yndislegt að koma til ömmu og afa í Vík þar sem þau tóku brosandi á móti okkur í dyra- gættinni. Þegar við vorum lítil var fyrsta verk okkar, eftir kossa og faðmlög auðvitað, að hlaupa sem hraðast inn í eldhús í gráðugri leit að kleinunum hennar ömmu. Það var haft ofan af okkur með því að kippa spilastokknum af ísskápnum og spilað tímum saman. Ómissandi þáttur af heimsóknum til þeirra voru gönguferðir, aðallega suður að sjó. Þessar heimsóknir til ömmu og afa í Víkinni einkenndust af hlýju og góðmennsku. Í öllum þeim veiðiferðum sem við fórum með Völu ömmu í Grænalón og Heiðarvatn gerðist svo dálítið merkilegt. Hún breyttist úr hljóð- látu ljúfu ömmunni í óstöðvandi veiðigarp og ofurhuga sem arkaði með vatnsborðinu langt á undan öll- um öðrum í leit að bestu miðunum, þar sem hún hljóp með ófáa silung- ana upp í land. Við erum þakklát fyrir þau for- réttindi að vera barnabörn hennar Völu ömmu og fyrir allar þær stundir sem við áttum með henni. Við söknum hennar sárt, en þess- ar og fleiri minningar um hana munu ávallt hlýja okkur um hjarta- rætur. Haukur, Halldór, Valgerður og María. Elsku Vala amma mín. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért dáin. Þetta er allt svo óraunveru- legt, mér finnst eins og að ég eigi eftir að hitta þig þegar ég kem heim frá Kaupmannahöfn. Þegar ég var að segja ykkur afa frá því að ég væri að fara út til Danmerkur í sumar brostir þú og sagðir dreymin á svip hvað það væri gaman að koma með mér. Síðasta skiptið sem ég hitti þig, í heimsókn með pabba, mömmu, Einari og Katrínu, varstu búin að vera hálfleið og utan við þig. En þegar við vorum á förum stóðstu skyndilega upp og sagðir: Nafna mín, nafna mín, hvert ertu að fara? og teygðir þig í áttina til mín. Þá fór ég til þín og faðmaði þig. Èg þurfti alltaf að halda aftur af mér til þess að kremja þig ekki, mér fannst svo gott halda utan um þig. Èg á eftir að sakna þín mikið, amma mín, en ég veit að þér líður vel núna. Nú finnst mér þú á vissan hátt vera eins og fugl sem er frjáls og hefur flogið burt. Èg sé þig fyrir mér með gítarinn þinn að syngja og spila. Èg á svo margar góðar minningar um þig frá því að þið afi bjugguð enn í Vík. Þar var fullt af krökkum sem kölluðu ykkur ömmu og afa og við stelpurnar vorum svo stoltar yfir VALGERÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.