Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÚN er með lífseigari hljóm-sveitum landsins, hefurstarfað sleitulaust í ellefu ár, en núna fyrst tekur Forgarður helvít- is sig til og gefur út fyrstu eiginlegu breiðskífuna – loksins. Skífa sú heitir Gerningaveður og kom út í vikunni en til að fagna þessum merka áfanga í sögu sveitarinnar mun hún halda reffilega tónleika í Hinu húsinu í dag klukkan 18 í félagsskap dyggra vina, innlendra og erlendra. Er blaðamað- ur hitti þá Magnús Halldór Pálsson bassaleikara, Sigurgrím Jónsson gít- arleikara og trommara (sveitina sár- vantar nýjan trommara „sem getur spilað nógu fjandi hratt“ og þeirri „smáauglýsingu“ er hér með komið á framfæri) og Sigurð Harðarson söngvara (Vernharður R. Sigurðson gítarleikari var fjarri góðu gamni) lék honum eðlilega forvitni á að vita hvers vegna þessir sunnlensku eilífð- arrokkarar taka sig til núna, eftir öll þessi ár, og gefa út plötu. Hófsamir fjölskyldumenn „Andinn í sveitinni réð nú mestu um það,“ svarar Sigurgrímur. „Við áttum orðið fullt af lögum og Finnur Hákonarson, vélamaður plötunnar, hafði lagt nokkuð hart að okkur að taka nú upp heila plötu, hann var bú- inn að verða sér úti um réttu græj- urnar til þess og okkur því ekkert að vanbúnaði lengur.“ Magnús bætir við að sveitin hafi verið iðin við spilamennskuna sum- arið 2001 og það hafi hleypt í hana nýju lífi, fært henni nægan kraft og vilja til að ráðast í plötugerð. „Við erum líka farnir að sinna sveitinni betur núna eftir að við hætt- um að sulla í brennivíninu,“ skýrir Sigurður. „Nú getum við meira að segja æft á sunnudögum, enda orðnir fjölskyldumenn og eigum samanlagt fimm börn.“ Forgarður helvítis er sem sagt orðin eldri og ábyrgari hljómsveit. „Við erum náttúrlega mjög þrosk- aðir einstaklingar,“ segir Sigurður í nettu gríni. „Samstarfið er að minnsta kosti orðið markvissara,“ segir Sigurgrím- ur. „Við nýtum tímann betur þegar við getum æft og leikið á tónleikum. Það var t.d. æfing kl. 12 á hádegi á laugardaginn var, sem er afrek út af fyrir sig.“ Forgarður helvítis gaf út safnplötu í fyrra þar sem hrúgað var saman eldra efni, sem hafði komið út á spól- um, smáskífum og öðrum safnplöt- um. „29 lög á 35 mínútum!“ bendir Sigurður á hróðugur. „Á meðan aðrir gefa út „Best of“- plötur gáfum við út „All of“,“ bætir Sigurgrímur við. Hoppað í Hinu húsinu en grátið á Gauknum Gerningaveður hefur verið í vinnslu síðan í ágúst á síðasta ári er þeir Forgarðsmenn hrúguðu græjum sínum inn í Félagslund Gaulverja, breyttu honum í hljóðver og hófu upptökur. „Við vorum að í tíu daga, komum upp hljóðveri á sviðinu, gát- um fíflast í salnum milli upptaka, stórt eldhús … Þetta var drauma- vinnuaðstaða,“ lýsir Sigurgrímur. „Það er bara alltof dýrt að leigja tíma í „alvöru“ hljóðveri og hendur manns eru alltof bundnar þar. Þar fer maður líka að drífa hlutina af, sem getur verið hættulegt, því það er svo líklegt að maður verði ekki sáttur við útkomuna og hefði viljað gera hlutina öðruvísi,“ bætir Magnús við. Þótt Forgarður helvítis hafi starf- að í góðan áratug hefur vegur sveit- arinnar trúlega aldrei verið meiri en einmitt núna síðustu tvö, þrjú árin, þar sem hún hefur fundið sér góðan samastað í líflegri harðkjarnasen- unni. Kann það að hafa ráðið því að loksins var látið verða af plötuútgáfu: „Já vissulega, það hefur verið miklu meiri stemmning í kringum sveitina undanfarið og nýjar kynslóð- ir rokkunnenda virðast fíla virkilega vel það sem við höfum verið að gera,“ segir Sigurður. „Okkur finnst líka miklu meira varið í að spila í Hinu húsinu fyrir allsgáða krakka en á Gauknum þar sem fólk situr og græt- ur ofan í bjórinn sinn. Í Hinu húsinu eða Tjarnarbíói eru allir edrú og lif- andi, hoppa og skoppa, taka þátt í rokkinu af lífi og sál. Þess vegna verða útgáfutónleikarnir í Hinu hús- inu algjörlega opnir öllum, sama á hvaða aldrei þeir eru.“ Engir djöfladýrkendur Allt síðan Forgarður helvítis tók til starfa hafa sveitarmenn, og þá sér- staklega Sigurður söngvari og höf- undur textanna, verið duglegir við að koma hugmyndafræði sinni og fast- mótuðum skoðunum á framfæri, í textum, milli laga á tónleikum og á hverjum þeim vettvangi sem gefist hefur. Sigurður hefur talað hispurs- laust gegn kristinni trú og þá sér- staklega þjóðkirkjunni sem stofnun og eins og gjarnan vill verða með þá sem teljast and-kristnir hefur til- hneiging manna verið sú að halda að þeir hljóti þá að vera djöfladýrkend- ur. En það segir Sigurður hinn mesta misskilning: „Við höfum aldrei verið djöfladýrkendur og í raun er það hin mesta þversögn að halda að við trú- um á djöfulinn því ef við trúum ekki á Guð þá getum við varla trúað á djöf- ulinn því hann var fundinn upp af kristinni trú. – Er hluti af þessum sama lygapakka.“ Þeir segja það aldrei hafa komið fyrir að dyr hafi staðið þeim lokaðar vegna umdeildra skoðana þeirra. „Við höfum frekar orðið varið við að fólk sé forvitið og vilji rökræða við okkur um trúmál,“ segir Sigurgrímur og bætir svo við: „Eldra fólk hefur verið svolítið tvístígandi gagnvart okkur vegna nafnsins aðallega, en það er fyrst og fremst tilkomið vegna þess að okkur fannst svo fyndið að rokkið teldist tónlist djöfulsins,“ seg- ir Sigurgrímur. Sigurður segir áherslurnar í texta- gerðinni þó hafa breyst svolítið með árunum. „Eldri textarnir eru mun dekkri og uppfullir af bölmóði og pirringi. Hinir nýju eru miklu frekar baráttusöngvar, þar sem fólk er hvatt til að standa upp og gera eitthvað í sínum málun.“ En textarnir, líkt og sjálf tónlist sveitarinnar, eru sem fyrr til þess ætlaðir að hreyfa við fólki, og það harkalega. „Það má eig- inlega segja að við séum að vekja fólk af öllum heiladauðanum sem við- gengst.“ Nýja platan Gerningaveður er fá- anleg í flestum hljómplötuverslunum á landinu og hjá hljómsveitinni sjálfri en sveitarmenn hafa ekki farið þá leið að fá aðra til að sjá um dreifingu fyrir sig: „Við tökum ekki þátt í þessu Skífu-rugli og kærum okkur ekkert um að einhverjir dreifingaraðilar hirði allan peninginn. Því seljum við hana bara sjálfir, á tónleikum, á Net- inu og í gegnum síma og að sjálfsögðu í þeim búðum sem vilja okkur vel, Hljómalind, Japis á Laugavegi og Hljóðhúsinu á Selfossi.“ Sem fyrr segir verða útgáfutón- leikarnir í Hinu húsinu í dag kl. 18, eru opnir öllum og aðgangur er ókeypis – allt í anda hugmyndafræði ljúflinganna í Forgarði helvítis. Þeim til fulltingis á tónleikunum verða sveitirnar Spildog, I Adapt og síðast en ekki síst þýska málmkjarnasveitin Eco-Warrior, sem er dulnefni á sveit- inni Heaven Shall Burn, sem hélt vel heppnaða tónleika í Tónabæ í gær- kvöldi. Vekjum fólk af heiladauðanum Þótt nafn sveitarinnar sé með þeim víga- legri sem fyrirfinnast eru liðsmenn Forgarðs helvítis stakir öðlingar og mann- vinir hinir mestu. Þessu komst Skarphéðinn Guðmundsson að er hann ræddi við þá um nýútkomna plötu. skarpi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Þrír af fjórum úr Forgarðinum í aldingarðinum: Magnús, Sig- urgrímur og Sigurður. Vernharður gítarleikari var í öðrum garði. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 379 Hann ætlar að reyna hið óhugsandi. Alls ekkert kynlíf í 40 daga og 40 nætur. Drepfyndin grínmynd með hinum ómótstæðilega Josh Hartnett. Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit nr. 393. STUART TOWNSEND AALIYAH Sýnd kl. 10.10. B. i. 16. Vit 377. ALI G INDAHOUSE Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 385. Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 387.Sýnd Kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Frumsýning Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 358.Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 370.  DV Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 338 Þær eru fjarska fallegar En ekki koma of nálægt Eina leiðin til að verða einn af strákunum aftur... er að verða “ein” af stelpunum! Ekki missa af þessum geggjaða sumarsmell! Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 382. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 393. Sýnd kl. 5.45 og 8. ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 12. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX Óskarsverðlaunahafarnir Kevin Costner og Kathy Bates fara á kostum í dularfullum og yfirnáttúru- legum trylli í anda THE SIXTH SENSE. ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU? Sýnd kl. 10.15. Síð. sýn. Bi 16. HK DV HJ Mbl MULLHOLLAND DRIVE Nýjasta snilldarverkið frá meistaranum drepfyndna... hinum eina sanna Woody Allen. Ný ímynd, nýr Allen. Ath!Áhorfendur verða dáleiddir af hlátri.  kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Ástin stingur. Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskyduna. Með íslensku tali. Þau drukku safa sem neyddi þau til að kafa. f i til f . Frumsýning Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Loksins er Sly Stallone kominn í góða gamla Rambó gírinn aftur. Rafmagnaður spennuhasar frá upphafi til enda. Að lifa af getur reynst dýrkeypt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.