Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRASKIPTI urðu á Seltjarnarnesi í gær þegar Jónmundur Guðmars- son, nýkjörinn bæjarstjóri, tók við lyklunum að bæjar- stjóraskrifstofunni úr höndum Sigurgeirs Sigurðssonar sem hefur verið bæjar- og sveitar- stjóri frá árinu 1965. Hann hefur setið í bæjarstjórn í 40 ár. Sigurgeir segist vera afar þakklátur Seltirningum eftir allan þennan tíma. „Efst í huga mér er þakklæti til allra sem ég hef starfað með og hafa stutt mig í starfi og leyft mér að vinna að uppbyggingu hér í sveitarfélaginu.“ Hann bendir á að pólitíkin hafi bæði verið starf sitt og áhugamál. „Fólkið og fé- lagsskapurinn er hið skemmti- legasta við pólitíkina. Maður lærir fljótt að hlusta, fólk hef- ur svo margt að segja.“ Vill leyfa öðrum að komast að Sigurgeir ætlar að draga sig alveg út úr pólitíkinni nú þeg- ar hann hefur látið af embætti, segist vilja leyfa öðrum að komast að. „Ég tel sanngjarnt að nýtt fólk fái að vera í friði, þegar maður er búinn að vera svona lengi í þessu hefur mað- ur líka mjög ákveðnar skoðan- ir á því hvernig allt á að vera. Ég mun samt sem borgari að sjálfsögðu fylgjast vel með.“ En hvað hyggst hann taka sér fyrir hendur núna eftir að hafa látið af störfum? „Ég veit í rauninni ekki alveg hvað ég mun gera, ég mun alla vega róa mig niður aðeins, ætli ég muni ekki reyna að fara í sum- arbústað sem við hjónin eigum en við höfum aldrei verið nægilega lengi í. Við eigum líka stórt hús hérna í bænum sem þarf að fara að dytta að.“ Sigurgeir segist muni sakna pólitíkurinnar að einhverju leyti. „Ég mun sakna þess að halda um púlsinn á öllu sem er að gerast í kringum mig en ég á mér líka önnur skemmtileg áhugamál eins og garðrækt og veiði. Hann segir bæjarfélagið hafa gjörbreyst síðan hann tók við. „Við hjónin fluttum hingað 1957 og á þeim tíma voru ódýrustu eignirnar á höfuð- borgarsvæðinu hér. Við erum stolt af því að núna eru dýr- ustu eignirnar hér.“ Hann bendir á að það segi töluvert um þetta tímabil. „Ég man einmitt að fasteignasal- inn taldi mjög ólíklegt að við hefðum áhuga á að búa hér, en úr því varð og hér erum við enn. Ég tel að okkur hafi tekist að búa til skemmtilegan bæj- arbrag. Þótt við séum örstutt frá miðbænum finnst fólki oft eins og hann sé í meiri fjar- lægð. Náttúran er auðvitað mjög nálæg, við höfum sjóinn á þrjár hliðar og svo er hér mikið félagslíf.“ Hættir sem bæjar- stjóri eftir 37 ára starf Morgunblaðið/Sverrir Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Sigurgeir Sigurðsson fráfarandi bæjarstjóri. Seltjarnarnes HAFNARFJARÐARBÆR ætlar að niðurgreiða fé- lagsgjöld hjá íþrótta- og æskulýsfélögum bæjarins fyr- ir börn sem eru tíu ára og yngri, að sögn Lúðvíks Geirs- sonar bæjarstjóra. Málið var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í vikunni og segir Lúðvík ástæðurnar vera tvíþættar. „Við teljum að starf í íþrótta- og æskulýðsfélagi hafi mikið forvarnargildi og viljum gefa öllum börnum kost á að geta tekið þátt í því burtséð frá aðstæðum og efnahag.“ Hann segir stefnt á að niðurgreiðslan hefjist í haust. „Samkvæmt mati sem við höfum látið gera er áætlað að kostnaðurinn verði á bilinu 15–20 milljónir.“ Telur líklegt að önnur sveitarfélög fylgi eftir Lúðvík segir líklegt að ákvörðunin verði fordæmis- gefandi. „Ég veit til þess að sveitarstjórnarmenn í ná- grannasveitarfélögunum hafa verið að horfa til okkar og við- brögðin sem ég hef fengið við hugmyndinni eru mjög góð. Ég hef trú á því að þetta sé það sem koma skal annars staðar líka.“ Íþróttir barna niðurgreiddar Hafnarfjörður YFIR 900 heilbrigðisstarfs- menn frá öllum Norðurlönd- unum eru komnir hingað til lands til að taka þátt í Nor- rænu sjúkrahúsleikunum sem haldnir eru hér á landi um helgina. Keppendur eru frá 34 sjúkrastofnunum og verður keppt í tíu íþróttagreinum meðal annars handbolta, blaki, skotfimi, borðtennis, badminton keilu og golfi, að sögn Líneyjar Rutar Hall- dórsdóttur, verkefnisstjóra leikanna. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og mikill keppnisandi meðal manna. Hér er fólk á öllum aldri og frá öllum stéttum heilbrigðisgeirans.“ Íslenski hesturinn vakti ánægju gesta Opnunarhátíð leikanna var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrradag og setti Jón Krist- jánson heilbrigðisráðherra leikana. Þá vakti heið- ursvörður íslenska hestsins mikla athygli og ánægju er- lendu gestanna, að sögn Lín- eyjar. Árni Þór Sigurðsson, ný- kjörinn forseti borg- arstjórnar flutti ávarp og var þetta fyrsta embættisverk hans. Íslenskir þáttakendur eru um 114, þar af eru 112 frá Landspítala-háskólasjúkra- húsi og 2 frá Heilbrigð- isstofnuninni Akranesi. Höfuðstöðvar leikanna eru í Laugardalnum en þar verð- ur keppt í flestum íþrótta- greinunum, en auk þess verð- ur meðal annars, keppt í keilu í Keiluhöllinni Öskju- hlíð og golfi við Korpúlfsstaði og á Grafarholtsvelli. Reykja- víkurborg og Íþrótta- og tóm- stundaráð eru styrktaraðilar leikanna en keppninni sjálfri lýkur síðdegis á laugardag. Norrænu sjúkrahúsleikarnir í Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra dáist hér að hestinum Núma frá Kirkjubæ við Ráðhús Reykjavíkur þar sem opnunarhátíð Norrænu sjúkrahúsleikanna fór fram í fyrradag. Keppendur úr öllum stétt- um heilbrigðiskerfisins Laugardalur SÓLIN skein á krakkana sem skemmtu sér í árlegri þjóðhátíðarskrúðgöngu um Seljahverfið í gær. Börn og starfsfólk úr fjórum leikskólum hverf- isins fylktu liði og báru mörg hver íslenska fánann til að ná fram réttu þjóðhá- tíðarstemmningunni í góða veðrinu. Á leiðinni var meðal ann- ars komið við á elliheim- ilinu og tóku börnin þar lagið með öldruðum. Morgunblaðið/Einar Falur Margir veifuðu íslenska fánanum í skrúðgöngu leikskólanna fjögurra í Seljahverfi. Þjóðhátíð- arstemmn- ing í Selja- hverfinu Breiðholt Morgunblaðið/Sverrir Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Garðabæ. LAUFEY Jóhannsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og Erling Ás- geirsson formaður bæjarráðs á fyrsta fundi nýrrar bæjar- stjórnar í vikunni. Samþykkt var að ráða Ásdísi Höllu Bragadóttur sem bæjar- stjóra. Þá var stofnuð nefnd um málefni eldri borgara en mál- efni þeirra hafa til þessa heyrt undir ólíkar nefndir. Þá var ákveðið að fækka nefndum um fjórar. Á fundinum voru einnig kosnir formenn fasta- nefnda m.a. Laufey Jóhanns- dóttir fyrir skipulagsnefnd, Páll Hilmarsson fyrir skóla- nefnd grunnskóla og Stefán Konráðsson fyrir íþrótta- og tómstundaráð. Fundur nýrrar bæjarstjórnar Stofna nefnd um hag eldri borgara Garðabær BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar hefur samþykkt að ráða Ingu Þórunni Halldórsdóttur í stöðu skólastjóra Flataskóla til eins árs, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bænum. Sjö umsækjendur voru um stöðuna og mælti skólanefnd einróma með því að Inga Þór- unn yrði ráðin. Hún mun gegna starfinu í fjarveru Sig- rúnar Stefánsdóttur skóla- stjóra sem verður í leyfi næsta skólaár. Inga Þórunn hefur starfað við kennslu frá því hún lauk kennaraprófi 1967. Hún hefur meðal annars verið að- stoðarskólastjóri, árgangs- stjóri, fagstjóri í sérkennslu og deildarstjóri í sérkennslu. Nýr skólastjóri ráðinn í Flataskóla Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.