Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hinrik Finnssonfæddist í Stykkis-
hólmi hinn 25. apríl
1931. Hann andaðist
á St. Franciskusspít-
alanum í Stykkis-
hólmi hinn 8. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Finnur
Sigurðsson múrara-
meistari, f. 8. júní
1905 á Kvenhóli á
Fellströnd, d. 30.
ágúst 1972, og
Magðalena Hinriks-
dóttir húsfreyja, f.
14. febrúar 1902 á
Harastöðum í Vesturhópi í Húna-
vatnssýslu, d. 22. maí 1983. Bróðir
Hinriks er Kristinn Finnsson, f. 12.
október 1929.
Hinn 7. júní 1951 kvæntist Hin-
rik fyrri konu sinni, Mörtu Kristínu
Böðvarsdóttur, f. 14. september
1931. Foreldrar hennar voru Böðv-
ar Gíslason húsasmíða- og hús-
gagnameistari og Signý Bjarna-
dóttir húsfreyja. Börn Hinriks og
Mörtu eru: 1) Már, f. 29. nóvember
1949, maki Jóhanna Gissurardótt-
börn og eitt barnabarn. 4) Jóhann
Ingi, f. 1. maí 1965, maki Auður
Sigurðardóttir, f. 20. febrúar 1967.
Þau eiga þrjú börn. 4) Helena Rut,
f. 5. september 1971. Hún á eitt
barn. 5) Guðrún, f. 6. júní 1978,
maki, Jóhann B. Skúlason, f. 6. júní
1978.
Hinrik var fæddur og uppalinn í
Stykkishólmi þar sem hann bjó
nánast alla tíð. Hann gekk í Sam-
vinnuskólann í Reykjavík 1948 og
1949 og rak verslunina Þórshamar
í Stykkishólmi um margra ára
skeið. Auk þess að vera kaupmaður
starfaði hann jafnframt sem banka-
maður í tíu ár. Hinrik starfaði mjög
ötullega að ýmsu menningar- og fé-
lagsstarfi í Stykkishólmi og var
m.a. einn stofnenda Lúðrasveitar
Stykkishólms. Þá starfaði hann
mikið með leikfélaginu í Stykkis-
hólmi og barnastúkunni Björk.
Hinrik var jafnframt mjög virkur
meðlimur innan félags sjálfstæðis-
manna og gegndi þar ýmsum fé-
lagsstörfum. Tónlist var honum
mjög hugleikin og var hann bæði
þekktur af tónlistarflutningi sínum
sem og þeim fjölmörgu lögum sem
hann samdi í gegnum tíðina.
Útför Hinriks fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett verð-
ur í Stykkishólmskirkjugarði að at-
höfn lokinni.
ir, f. 19. október 1949.
Þau eiga þrjú börn og
fjögur barnabörn. 2)
Finnur, f. 13. janúar
1953, maki Jónheiður
Haralds, f. 31. júlí
1951. Finnur á tvö
börn frá fyrra hjóna-
bandi. Hinn 22.októ-
ber 1960 kvæntist Hin-
rik Katrínu
Oddsteinsdóttur, f. 14.
desember 1939. For-
eldrar hennar voru
Oddsteinn Gíslason
verkamaður og Alma
Jenný Sigurðardóttir
húsfreyja. Börn Hinriks og Katr-
ínar eru: 1) Fósturdóttir Hinriks og
dóttir Katrínar, Alma Guðmunds-
dóttir, f. 13. janúar 1959, maki Sig-
urður H. Karlsson, f. 6. febrúar
1961. Þau eiga fimm börn og eitt
barnabarn. 2) Magðalena, f. 24. júlí
1960, maki Hjörleifur Kristinn
Hjörleifsson, f. 14. desember 1957.
Þau eiga þrjú börn og eitt barna-
barn. 3) Hinrik Helgi, f. 9. júlí 1961,
maki Ólöf Edda Steinarsdóttir, f.
19. febrúar 1964. Þau eiga þrjú
Það eru svo margar myndir sem
renna í gegnum hugann þegar sökn-
uðurinn hvolfist yfir. Öllum verður
okkur hugsað til allra þeirra
skemmtilegu stunda sem við áttum
með pabba, þessara stunda þar sem
spjallað var um heima og geima og
hlegið að svo mörgu. Sérstaklega
verður mér hugsað til veiðiferðanna
og ferðalaganna sem við fórum í
saman. Oftar en ekki var hægt að
finna pabba við nestisboxið í bílnum
á meðan við hin stóðum með veiði-
stöngina úti í einhverri ánni.
Pabbi var einn bjartsýnasti og já-
kvæðasti sjálfstæðismaður sem ég
hef vitað um. Á kosningakvöldinu í
lok maí, þegar fyrstu tölur úr
Reykjavík höfðu verið birtar, rædd-
um við saman um stöðu mála. Þrátt
fyrir svart útlit D-listans í Reykjavík
benti pabbi á að nóttin væri ung og
margt gæti gerst enn! Þegar ég hins
vegar benti á hvort staða flokksins
gæti ekki verið tvíræð til meirihluta-
stjórnar í Stykkishólmi svaraði hann:
„Ja, þá er nú eitthvað AÐ!“ Þetta var
baráttuandinn í pabba, bjartsýnn og
jákvæður og aldrei fór hann frá sinni
staðföstu trú, hvort heldur í pólitík-
inni eða öðru. Þessi bjartsýni var líka
einkennandi fyrir hann í veikindum
hans og reyndist okkur hinum einnig
mikill styrkur.
Við hjónin minnumst allra stund-
anna sem við áttum saman þegar
pabbi og Kata gistu hjá okkur í
Reykjavík. Alltaf var hægt að skrafa
og hlæja og þeir voru skemmtilegir
bíltúrarnir hjá okkur feðgunum um
bæinn. Í síðasta mánuði áttum við
sérstaklega góða helgi með pabba og
Kötu. Þá heimsóttu þau okkur í bú-
staðinn austur fyrir fjall og þaðan
eru til margar skemmtilegar myndir.
Sérstaklega minnumst við „fóta-
baðsins“, þegar pabbi sat með upp-
brettar buxnaskálmar með fæturna í
heita pottinum og ræddi markmiðin
um sundskýlukaupin fyrir næstu bú-
staðaferð. Þessi næsta ferð átti að
vera með Kötu og Kidda nú um síð-
ustu helgi. En því miður geta breyt-
ingarnar gerst svo hratt og ekkert
við þær ráðið.
Sú minning sem okkur þykir hvað
vænst um er ræðan sem pabbi hélt til
okkar hjóna á fimmtugsafmælinu
fyrir tveimur árum. Þá stóð hann
óvænt upp í miðri veislu og hélt til
okkar svo fallega tölu, hlý orð og
hvetjandi sem síðar stóðu upp úr sem
ein besta gjöfin þetta kvöld. Á þenn-
an hátt sýndi pabbi okkur væntum-
þykjuna og umhyggjuna sem hann
bjó svo ríkulega yfir til okkar allra.
Elsku pabbi og tengdapabbi. Við
kveðjum þig í þeirri fullvissu að nú
líði þér vel og vitnum í þá trú sem
ávallt stóð þér svo nærri:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Við biðjum algóðan Guð að styrkja
og hlúa að Kötu í hennar miklu sorg.
Þinn elskandi sonur og tengda-
dóttir,
Már Hinriksson og Jóhanna
Gissurardóttir.
Elsku pabbi minn. Það er svo erf-
itt að reyna að koma orðum á blað til
að kveðja, en samt reikar hugurinn
til baka og svo margar minningar
rifjast upp. Ég hugsa til allra ferða-
laganna sem við fórum vítt og breitt
um landið. Ég rifja upp stundirnar
þegar þú kenndir mér á píanóið og
svo margt, margt fleira. Það spilaði
enginn jafn vel á hljóðfæri og þú,
hvort sem það var píanóið, trompet
eða harmonikkan. Ég sakna þess svo
sárt að geta ekki komið heim í Hólm-
inn, vitandi það að þú tækir alltaf svo
vel á móti mér og hve gott það var að
hlusta á þig spila.
Hjá þér voru allir menn jafnir og
þú vildir öllum vel. Þú varst „dúllari“
eins og ég og naust þín vel við að
„dúlla“ við eitthvað einn og sér. Þeg-
ar kennararnir hæla mér fyrir frjótt
ímyndunarafl eða hve úrræðagóð ég
sé, þá veit ég að þetta eru einmitt
eiginleikarnir sem ég fékk frá þér.
Við útskriftina mína í vor var ég
búin að bíða og hlakka til svo lengi að
þú kæmir. Það eina sem skipti máli
var að þú yrðir hjá mér þessa stund.
Síðan varstu svo veikur og mikið að
gerast þennan dag að þú treystir þér
ekki í athöfnina. Þegar þú heyrðir
mig gráta í símann fyrir veisluna
sagðirðu hins vegar: „Auðvitað kem
ég, Gunna mín,“ og mættir síðan
brosandi og hress í veisluna. Þetta
var langbesta útskriftargjöfin mín og
jafnframt síðasti dagurinn sem við
áttum virkilega saman. Engan gest-
anna gat grunað hve veikur þú varst
orðinn, sast innan um hópinn og
sagðir gamansögur eins og alltaf. En
í raun var þetta bara enn eitt dæmið
um hvernig þú passaðir alltaf að vera
sterkur fyrir mig, hvernig þú vernd-
aðir mig eins og alltaf. Ég var litla
stelpan þín, „Gunna litla“ eins og þú
kallaðir mig og þar skipti engu máli
hve gömul ég varð.
Ég bið enn bænirnar mínar eins
og þú kenndir mér og lagðir svo
mikla áherslu á. Ég signi mig enn öll
kvöld og signi hurðirnar eins og þú
gerðir. Ég bið bænir fyrir öll ferða-
lög og fyrir alla sem fara í ferðalög í
kringum mig. Þetta gerðir þú alla tíð
og alltaf lagðirðu áherslu á að við
héldum trúnni á Guð almáttugan. “
„Ertu búin að fara með bænirnar?
Gunna mín,“ sagðirðu við mig á
kvöldin.
Núna þegar ég kveð þig finn ég
hvað orðin eru lítils megnug en minn-
ingin lifir þó að eilífu. Minningin mín
um besta pabba í heimi, pabbann
sem gerði svo margt fyrir mig, leyfði
litlu stelpunni sinni alltaf allt og
kenndi mér svo margt. Fyrir allt
þetta þakka ég þér, elsku pabbi
minn, ég mun alltaf elska þig og
sakna þín en treysti því að við hitt-
umst aftur síðar.
Þín
Guðrún.
Í dag, laugardaginn 15. júní, er
Hinrik Finnsson kaupmaður í Stykk-
ishólmi lagður til hinstu hvíldar.
Ég hef átt því láni að fagna að fá að
alast upp undir hans verndarvæng
og gekk hann mér í föðurstað á mínu
fyrsta aldursári og hefði ég ekki get-
að eignast betri föður.
Það er ekki oft á lífsleiðinni sem
maður kynnist slíkum persónum sem
pabbi var.
Hann var ákaflega litríkur per-
sónuleiki og hafði mikið yndi af lífinu.
Hann var fæddur og alinn upp í
Stykkishólmi. Lengst af sínu lífi bjó
hann þar, utan nokkur ár á meðan
hann var við nám í Samvinnuskólan-
um og eftir að hafa útskrifast þaðan
rak hann verslun í Reykjavík
skamma hríð. Ákveðnar aðstæður í
lífi hans breyttust sem varð til þess
að hann flutti vestur í Hólm. Þar
kynntust þau móðir mín og gengu
þau í hjónaband árið 1960. Lengst af
starfaði hann við kaupmennsku í
Hólminum, utan 10 ár sem hann
starfaði hjá Búnaðarbanka Íslands í
Stykkishólmi sem gjaldkeri.
Eins og áður sagði var pabbi
óskaplega litríkur persónuleiki og
setti hann mikinn svip á umhverfi
sitt.
Hann var mjög virkur í félags- og
menningarlífi Hólmara, alveg frá því
á unga aldri.
Hann var til að mynda einn af
stofnendum Lúðrasveitar Stykkis-
hólms. Þá tók hann mikinn þátt í leik-
listarlífi í Stykkishólmi á yngri árum,
og var hann að því er fólk segir sem á
hann horfði og hlýddi, algerlega á
réttri hillu þar. Enn þann dag í dag
heyri ég fólk minnast á þegar hann
lék þetta eða hitt hlutverkið í hinum
ýmsu leikuppfærslum. Hann var í
danshljómsveitum á yngri árum. Þá
tók hann virkan þátt í stjórnmála-
starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Stykkishólmi um árabil.
Það var þó tónlistin sem átti hug
hans allan. Hann var algerlega sjálf-
menntaður á því sviði, en hann lék
mjög vel á píanó, harmoniku og bás-
únu.
Hann fékkst þó nokkuð við tón-
smíðar og samdi nokkuð mörg lög,
ýmist sönglög eða verk fyrir lúðra-
sveitir. Nokkur af þeim lögum hafa
verið gefin út á hljómplötum.
Það er gott að hafa fengið að alast
upp við svo mikla tónlist eins og við
fjölskylda hans fengum að njóta með
leik hans á píanóið og harmonikuna.
Það leið aldrei sá dagur að hann sett-
ist ekki nokkrum sinnum við píanóið
og var oft hægt að lesa tilfinningar
hans úr þeim lögum sem hann spilaði
hverju sinni.
Hann var mjög viðkvæm mann-
eskja. Sú viðkvæmni veitti honum
oftast mikla gleði og flóð tilfinninga,
en hún gat einnig reynst honum erf-
ið. Hann var mikill gleðinnar maður
og þótti gott að fá sér í staupinu, þar
til fyrir tæpum tíu árum, að hann
hætti því. Oft reyndust þessir ,,gleð-
innar“ tímar okkur fjölskyldu hans
erfiðir en það breytir því ekki að öll
þau uppátæki hans og vina hans á
slíkum stundum voru æði oft mjög
skondin. Þrátt fyrir þær stundir var í
honum að finna svo ótrúlega mikið
öryggi. Fjölskyldan og heimilið
skiptu hann öllu máli. Hann var mik-
ill stemningsmaður og t.a.m. einstakt
jólabarn. Allar þær hefðir og hefðir
almennt heima hjá okkur voru sterk-
ar. Þar voru þau einnig mjög sam-
stiga, mamma og pabbi, í einstakri
snyrtimennsku og hlýju og ákaflega
skemmtilegu heimilislífi þar sem
mjög fjörugar umræður fóru oft
fram.
Ég rakst á eftirfarandi setningu í
Spámanninum eftir Kahlil Gibran:
,,því að í dögg lítilla hluta finnur sálin
morgun sinn og endurnærist.“
Pabbi bjó yfir þeim annars alltof
fágæta eiginleika að sjá ,,litlu hlut-
ina“ í fari annars fólks, í skapgerð
dýranna og úti í náttúrunni. Þessi
sýn hans og snilldar frásagnargáfa
gerðu hversdagslegt mannlífið svo
oft skemmtilegt. Það voru ævinlega
jákvæðir hlutir sem hann veitti eft-
irtekt, enda lifði hann fullkomlega
samkvæmt þeirri lífsskoðun sinni að
dómharka væri hrein og klár
heimska og þar sem allar manneskj-
ur, hverrar stéttar sem þær væru,
hefðu sína kosti og galla, væri dóm-
harka oft eins og að kasta steini úr
glerhúsi. Það verður mikill söknuður
eftir slíka persónu sem pabba. Glað-
værðin hans, manngæskan, um-
hyggjan og sú virðing sem hann bjó
svo ríkulega yfir er samt eitthvert
mesta ríkidæmið sem hann gat gefið
okkur og er ég innilega þakklát fyrir
að hafa fengið að alast upp hjá hon-
um.
Ég veit að Guð styrkir okkur fjöl-
skylduna í sorginni og færir okkur
gleði yfir því að hafa fengið að njóta
samvista við svo góða manneskju.
Alma Guðmundsdóttir.
Slóðina sem liggur til regnbogans
þræði ég,
ég þræði söngvaslóð
og allt umhverfis mig mun ég sjá fegurð.
Ef dimmir skuggar safnast að mér
mun ég ætíð geta komist undan þeim
eftir slóðinni
sem liggur til regnbogans.
(Söngur Navajoindíána.)
Nú er elskulegur tengdafaðir
minn farinn yfir móðuna miklu og
ábyggilega hafa englarnir tekið vel á
móti honum og falið honum að spila
með englasöngsveitinni, því þeim
hefur verið fengur af því að fá Hinna
Finns. í sínar raðir. Hann hefur
örugglega þrætt söngvaslóð regn-
bogans upp í himininn og farið að
spila á harmoniku eða píanó með
hljómsveitinni því tónlist var svo
samofin hans lífi að ekki hefur hann
farið að sleppa þessu tækifæri. Hinni
var maður tónlistar og eftir hann
liggja mörg gullfalleg lög sem alltof
fá hafa fengið að ná eyrum almenn-
ings.
Gleðin var honum í blóð borin, þar
var aldrei nein lognmolla og grallari
var hann mikill. Hinni hafði á árum
áður tekið þátt í starfi Leikfélagsins í
Hólminum og kunni að segja frá
mörgum skondnum uppákomum frá
þeim tíma. Það var nú ekki alltaf sem
textinn var á hreinu og þá var bara
að bjarga sér, en samleikararnir
vissu kannski ekki alveg hverju þeir
áttu von á og urðu kannski hálf
klumsa. Svo var hlegið að öllu eftir á
en minningin lifir í sögunum sem
Hinni sagði svo oft.
Trúin var líka ríkur þáttur í lífi
hans og allir sem til þekkja vita að
hann hafði litla styttu af Maríu Guðs-
móður á mælaborðinu í bílunum sem
hann átti, og hann treysti því að hún
verndaði hann á vegum landsins. Í
þeim erfiðu og löngu veikindum sem
Hinni átti við að etja, hjálpaði trúin
honum og gaf honum kjark til að
halda baráttunni áfram. Því hjúkr-
unarfólki sem kom að hjúkrun hans,
bæði á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi og St. Franciskuspítalanum í
Stykkishólmi, eru færðar þakkir fyr-
ir þá frábæru umönnun og hjúkrun
sem það veitti honum.
Það eru ekki mörg ár síðan ég
kynntist Hinna, en ég tel mig mjög
lánsama að vera talin til nánustu fjöl-
skyldu hans og Kötu. Það er alltaf
tekið á móti manni af gestrisni og
hlýju þegar komið er á Skúlagötuna.
Ég tala nú ekki um þegar öll systk-
inin og barnabörnin eru samankom-
in, þá er oft glatt á hjalla, því þau
eiga ekki langt að sækja glaðværð-
ina, og víst er að Hinni verður með
okkur í anda þegar slíkar samkomur
verða í framtíðinni.
Elsku Kata mín, þó svo að við höf-
um öll misst mikið þá er þinn missir
mestur. Guð veri með þér og blessi
þig á þessari sorgarstund.
Þessi fátæklegu orð eru kveðja
mín til þín, kæri Hinni, Guð geymi
þig. Blessuð sé minning þín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Jónheiður Haralds.
Elskulegur tengdafaðir minn er
látinn. Margar minningar koma upp í
hugann á stundum sem þessum.
Minning um mann sem bar um-
hyggju fyrir svo mörgu, spilaði svo
vel á harmoniku og píanó, minning
um mann sem var einstakur húmor-
isti og átti svo auðvelt með að kynn-
ast fólki hvar sem hann var staddur,
minning um hann og Kötu í veiðiferð-
um og útilegum sem þau hjónin voru
svo dugleg við og höfðu svo mikla
ánægju af. Eftir lifa minningarnar,
bjartar og fagrar, ásamt þeim miklu
og góðu áhrifum sem hann hafði á líf
okkar og fylgja munu okkur um
ókomna tíð. Ég kveð tengdaföður
minn með virðingu og þökk.
Auður.
Tengdafaðir minn, Hinrik Finns-
son, er látinn. Mig langar til að minn-
ast hans og þakka honum það sem
hann var mér.
Hann var svo miklu meira en bara
tengdafaðir, hann var mér einstakur
vinur og kenndi mér svo margt um
hið fallega í lífinu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
HINRIK
FINNSSON