Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Minný GunnlaugLeósdóttir
hjúkrunarkona
fæddist á Siglufirði
24. júlí 1934. Hún
lést á Landspítala í
Fossvogi 3. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Leó
Jónsson, f. 7. sept.
1909, d. 31. jan.
1996, og Sóley
Gunnlaugsdóttir, f.
19. ágúst 1908, d. 31.
des. 1994. Bróðir
hennar var Gunnar
Guðfinnur Jón Leós-
son, f. 26. jan. 1933, d. 27. mars
1994.
Hinn 1. des. 1963 giftist Minný
Már Leósson, f. 15. mars 1980, og
Haukur Þór Leósson, f. 19. mars
1982. Fósturbörn Leós eru Marí-
anna Kr. Leósdóttir, f. 25. maí
1973, Jón Hrafnkell Árnason, f. 5.
júlí 1975, og Svandís Elísa Sveins-
dóttir, f. 4. jan. 1981. Dóttir Min-
nýjar, einnig frá fyrri sambúð, er
Sæunn Óladóttir, f. 13. des. 1958.
Eiginmaður hennar er Viðar
Daníelsson frá Saurbæ í Eyja-
fjarðarsveit, f. 3. apríl 1942. Börn
þeirra eru Arnar Ingi Viðarsson,
f. 7. maí 1984, Anna Sóley Viðars-
dóttir, f. 3. nóv. 1986, og Ásdís
María Viðarsdóttir, f. 24. ág. 1993.
Minný útskrifaðist frá Hjúkrun-
arkvennaskóla Íslands 6. maí 1962
og starfaði nær óslitið síðan sem
hjúkrunarkona á ýmsum sjúkra-
stofnunum allt til dauðadags en
lengst af á Sjúkrahúsi Sauðár-
króks.
Útför Minnýjar verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Eiríki Hauki Stefáns-
syni, f. 24. ág. 1933, d.
17. júlí 1992. Foreldr-
ar hans voru Stefán
Vagnsson og Helga
Jónsdóttir. Sonur
Minnýjar frá fyrri
sambúð er Leó Reynir
Ólason, f. 9. nóv.
1955. Sambýliskona
hans er Margrét Ingi-
björg Jónsdóttir frá
Þingeyri, f. 11. febr.
1955. Börn þeirra eru
Gunnlaugur Óli Leós-
son, f. 8. júlí 1988, og
Halldóra Minný Leós-
dóttir, f. 9. nóv. 1990. Börn Leós
frá fyrra hjónabandi eru Leó Ingi
Leósson, f. 19. ág. 1977, Ingvar
Fyrsta minningin um hana
mömmu stendur mér ennþá ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum eins og
atburðurinn hefði átt sér stað í gær.
Mér hafði verið sagt að móðir mín,
sem var búin að vera í skóla í
Reykjavík, kæmi í bæinn með rút-
unni í kvöld, en ég, sem var bara
þriggja ára, skildi þetta ekki alveg.
Ég átti heima hjá afa og ömmu, í
húsinu þeirra á brekkunni heima á
Siglufirði, og var sæll og glaður með
það. Um kvöldið fór ég að venju í
háttinn um áttaleytið, en seinna um
kvöldið rumskaði ég við að glaðleg-
ar raddir rufu kvöldkyrrðina. Fyrst
úti á pallinum fyrir utan húsið, en
síðan bárust þær inn í eldhús. Ég
áttaði mig á því að þessi kona sem
amma mín hafði sagt mér frá fyrr
um daginn væri sennilega komin í
hús og varð nú forvitnin feimninni
yfirsterkari. Ég læddist fram gang-
inn og gægðist inn um dyragættina.
Þarna sat liðlega tvítug kona sem
geislaði af lífsgleði og var að segja
frá ferðalaginu norður. Skyndilega
leit hún upp og horfði á litla mann-
inn í eldhúsdyrunum. Ég starði um
stund á móti, og sá strax að þetta
hlaut að vera langfallegasta mamm-
an í öllum heiminum. Svo var hún
líka svo góð, því hún dró fallegan
pakka upp úr ferðatöskunni og rétti
mér, og hann var bæði með merki-
spjaldi og slaufu.
Hún ákvað ung hvað hún vildi
læra og gera síðan að lífsstarfi sínu.
Hún vildi verða hjúkrunarkona sem
og varð. Fyrst starfaði hún á Grund
í Reykjavík en fljótlega eftir að
námi lauk fluttist hún norður á
Sauðárkrók þar sem hún hugðist
staldra við í stuttan tíma á sjúkra-
húsinu þar. Árin á Króknum urðu
þó á fjórða tuginn, því þar kynntist
hún Hauki Stefánssyni sem varð
hennar lífsförunautur. Þegar flett
er í gömlum myndaalbúmum fjöl-
skyldunnar rifjast upp og sést hve
þau voru glæsilegt par, en Haukur
lést langt fyrir aldur fram aðeins 58
ára að aldri. Það var síðan í maí árið
2000 að sá er þetta ritar fékk lán-
aðan stóran sendiferðabíl og ók
norður í land til að sækja hana og
alla hennar búslóð. Nú skyldi hefj-
ast nýr kapítuli á nýjum stað og
með nýjum áherslum. Hún hafði
fest kaup á nýrri íbúð í Reykjavík
og vildi gefa sér góðan tíma til að
koma sér vel fyrir. Nú tveimur ár-
um eftir flutninginn suður, þegar
hún var búin að byggja upp fallegt
heimili og hvíla sig svolítið, vildi hún
fara aftur út á vinnumarkaðinn og
sinna því starfi örlítið lengur, sem
hefur verið hennar köllun í lífinu.
Hún réð sig til starfa á Hrafnistu
við Norðurbrún og var búin að
starfa þar í um það bil mánuð, þegar
kallið mikla kom. Því kalli verðum
við öll að svara og fáum um þá stund
engu ráðið hvort sem við erum
tilbúin eður ei. Hvort sem við teljum
vitjunartímann sanngjarnan eða
ótímabæran. Hvort sem við höfum
lokið okkar starfi eða eigum eftir að
ráðstafa nokkru betur. Ég kveð þig
móðir mín með söknuði, en veit að
þeir okkar nánustu sem þegar hafa
gengið götuna sem þú hefur nú
einnig gengið munu taka þér opnum
örmum í fögnuði þar sem hin þekkta
braut jarðlífsins endar. Einnig allir
þeir sem þú hefur annast í starfi
þínu af mikilli alúð, en eru ekki
lengur meðal vor. Ég veit að allir
þeir munu vilja þakka þér og rétta
þér hönd sína þar sem ljósið skín
skærar en vér dauðlegir þekkjum.
Þegar ég stóð á tröppum sjúkra-
hússins í Fossvoginum eftir að þín
stóra stund hafði upp runnið leit ég
sólina sem hellti geislum sínum yfir
okkur öll á þessu fallega júnísíð-
degi, svo og á fjallahringinn í
fjarska sem sveipaður var ljós-
bláum, sumarlegum yndisþokka. Öll
þessi jarðarinnar fegurð var í hróp-
andi ósamræmi við það sem hafði
verið að gerast. En þó að hugur
minn hafi myrkvast um stund og ég
þurfi að gefa mér tíma til að skilja
hvað hinn mikli alheimsarkitekt var
að hugsa þegar hann burtkallaði
þig, þá fékkst þú að minnsta kosti
það besta ferðaveður sem hugsast
getur er þú lagðir upp í ferð þína til
þeirra hæstu hæða sem um getur.
Leó R. Ólason.
Elsku Minný amma.
Vart get ég lýst því með orðum
hve erfitt ég átti með að trúa þeim
fréttum að þú værir dáin, þegar
pabbi hringdi í mig og sagði mér
þessi tíðindi. Sumt getur verið erfitt
að skilja, og þetta er eitt af því. En
þegar áttum er náð á ný koma
minningarnar um ljúfu stundirnar
fram í hugann. Stundirnar sem ég
átti með þér og Hauki afa frá því að
ég var lítill og kom í heimsókn sum-
ar eftir sumar. Alltaf þegar ég fór
svo aftur heim á Sigló gat ég farið
að hlakka til þess að koma aftur og
dvelja um tíma. Ég var það á heim-
ilinu sem allt snerist um, og það var
séð til þess að dvölin væri nánast
ein samfelld skemmtun frá morgni
til kvölds. Þegar ég kom svangur
inn var slegið upp stórveislu sem
þið kölluðuð matmálstíma. Ég var
sendur á reiðnámskeið og það var
farið í bíltúra og heimsóknir í sveit-
ina á Grænumýri og Flugumýri. En
eftir að afi dó og þú fluttir suður
urðu samskipti okkar minni. Jafnvel
eftir að ég var fluttur í nágrenni við
þig og mér finnst sárt að finna fyrir
vanmætti mínum til að bæta úr því.
En ég veit að þú ert komin á góð-
an og fallegan stað. Ég veit að
Haukur afi mun bíða þín og taka þér
brosandi opnum örmum og þið mun-
uð eiga saman margar góðar stund-
ir sem ykkur entist ekki tími til að
upplifa á jarðvistardögum ykkar.
En elsku amma mín, minningin
um þig á eftir að lifa með mér að ei-
lífu.
Hinsta kveðja,
Leó Ingi Leósson.
Elsku amma mín. Þegar ég sendi
þér þessar mínar síðustu línur rifj-
ast svo margt upp sem fyllir hugann
söknuði vegna þeirra góðu stunda
sem við áttum saman og þér eru
tengdar. Þó að þær séu löngu liðnar
munu þær eiga sinn stað í huga mér
um ókomin ár. Þegar ég var lítill var
oft stansað á Króknum þegar við í
Siglufjarðarfjölskyldunni áttum leið
um Skagafjörð. Þegar inn var komið
hljóp ég alltaf beint í ruggustólinn
sem var við eldhúsdyrnar. Ég var
fljótur að ná mér á góða ferð í þessu
skemmtilega leiktæki og þú sagðir
aldrei neitt við ólátunum í mér, en
síðar áttaði ég mig á því að líklega
hefði ég verið talinn vera kominn yf-
ir strikið ef einhver önnur en þú
hefðir átt í hlut. Rokkurinn í stof-
unni sem enginn mátti snerta var
líka forvitnilegt og skemmtilegt
tæki í alla staði. Það var hægt með
svolítilli lagni að laumast að honum
og snúa stóra hjólinu ofur varlega
án þess að það vekti allt of mikla at-
hygli. Ég þurfti á þessum árum allt-
af að fikta svolítið í þeim hlutum
sem ég skildi ekki alveg hvernig
virkuðu. Einhvern tímann var ég nú
víst staðinn að verki en var samt
ekkert skammaður. Það hefði nú
líklega verið gert ef einhver önnur
en þú hefðir átt í hlut. Þú sagðir
mér seinna frá vasanum sem brotn-
aði þegar ég var pínulítill. Þú varðst
í fyrstu bálreið en þegar ég í gleði
minni klappaði saman höndum af
kæti af því það var svo gaman að
vera hjá ömmu bráðnaðir þú alveg
svo ekkert varð úr skömmunum.
Ég fékk einu sinni að labba aleinn
niður í Vöku til Hauks. Þú varst í
símasambandi við hann á meðan.
Það var spennandi fyrir sjö ára
strák í heimsókn hjá ömmu sinni að
ferðast alla þessa leið á eigin vegum
í bæ sem hann var að mestu ókunn-
ugur í.
Svona voru samverustundirnar
okkar á Króknum í þá daga, en hin-
ar ljúfu minningar um þær munu
lifa með mér alla tíð. Þökk sé þér.
Ingvar Már Leósson.
Þegar kemur að kveðjustund sem
þessari með svona skjótum hætti og
án nokkurs aðdraganda, eða jafnvel
án nokkurrar sýnilegrar ástæðu,
rennur það upp fyrir mér að ég var
alls ekki undir þau tíðindi búinn
sem mér bárust. Þegar ég hugsa til
þín fara minningabrot þar sem þú
komst við sögu að leita á huga minn.
Frá því að ég var lítill strákur á
Siglufirði, sem kom í heimsókn á
Víðigrundina. Frá því að ég var á
unglingsárum í fjölbraut á Krókn-
um, og frá því að ég átti erindi á
Krókinn vegna áhuga míns á knatt-
spyrnu sem mig langar nú á þessari
stundu að rifja ofurlítið upp. Þegar
ég var sjö ára gamall kom ég til að
spila á Króksmótinu með KS, og var
þá markvörður í 7. flokki. Ég kom í
þetta sinn ekki til að heimsækja þig,
en þú tókst samt eins vel á móti mér
og nokkur amma getur mögulega
gert. Þú mættir ávallt hress og kát á
hvern einasta leik og hrópaðir allra
manna hæst: ÁFRAM KS! Þó svo
að þú værir búin að búa á Sauð-
árkróki öll þessi ár. Það fannst mér
svolítið skrýtið þá. Svo stóðstu alltaf
við markið mitt og stappaðir í mig
stálinu og ég held að það hafi verið
aðalástæða þess að ég fékk aðeins
eitt mark á mig á öllu mótinu.
Kannski hefurðu litið ofurlítið í aðra
átt þegar þetta eina mark var skor-
að. Þarna var ég að keppa í allra
fyrsta skipti og þarna fékk ég minn
óskabyr. Þökk sé þér amma. Ég á
ljósmynd sem var tekin við markið
okkar þar sem það augnablik var
fangað sem aldrei mun gleymast.
Hana mun ég varðveita og hugsa til
þín um ókomin ár í hvert og eitt ein-
asta sinn sem ég lít hana augum.
Einhvern veginn þannig hefurðu
alltaf verið í mínum huga og um alla
framtíð mun ég minnast þín með
söknuði.
Haukur Þór Leósson.
Þegar ég hugsa til þín á þessari
stundu kemur svo margt fram í
hugann. Það á það sameiginlegt að
vera jákvætt, gott og skemmtilegt
eins og þær stundir voru allar sem
við áttum saman.
Einu sinni þegar ég kom á Krók-
inn í heimsókn hef ég verið fimm
eða sex ára gömul.
Þá fékk ég að fara í prinsessuleik
fyrir framan kvikmyndastjörnu-
spegilinn. Þú lánaðir mér varalitinn
þinn og ilmvatnið og sýndir mér
hvernig best væri að bera sig að við
að nota þetta allt. Ég fékk að gera
allt sjálf og mér fannst ég vera orðin
fín dama eins og ég leit út eftir alla
snyrtinguna. Á eftir bauðstu mér í
kaffi í eldhúsinu þar sem þú spjall-
aðir við mig eins og ég væri full-
orðin vinkona þín og lagðir á borð
eins og þú værir að fá virðulega frú í
heimsókn. Þetta var upplifun sem
aldrei gleymist og þarna ákvað ég
að þegar ég yrði stór ætlaði ég að
verða svona flott og elegant eins og
þú.
Næst þegar við hittumst verð ég
nú sennilega með minn eigin varalit.
Ég kveð þig með sárum söknuði.
Maríanna Kr. Leósdóttir.
Í dag kveðjum við frænku okkar
Minný Gunnlaugu Leósdóttur.
Það er bjartasti tími ársins og
fegurð lífsins er alls staðar í kring-
um okkur þegar þú kveður þetta líf.
Lífssiglingu þinni er lokið, skip
þitt er komið að landi.
Það lét úr höfn á Siglufirði, þar
sem þú ólst upp hjá foreldrum þín-
um þeim Sóleyju Gunnlaugsdóttur
og Leó Jónssyni á Hverfisgötu 11,
umvafin ást og foreldrakærleika.
Minný vildi sjá meira, vita meira en
hún hafði tækifæri til á Siglufirði og
sigldi skipi sínu til Reykjavíkur.
Hóf nám í Hjúkrunarskóla Íslands
og lauk námi þaðan 1962. Hjúkrun
hefur alltaf verið hennar aðals-
merki, mannúð og umhyggja fyrir
öðrum var hennar lífsstíll. Á þess-
um árum eignaðist Minný tvö börn
með sambýlismanni sínum Ólafi
Hjálmarssyni lækni, þau Sæunni og
Leó Reyni.
Minný var skipstjóri á sínu skipi
og sigldi því nú til Sauðárkróks og
hóf hjúkrunarstörf á sjúkrahúsinu
þar. Sjúkrahúsið varð hennar annað
heimili og þar eignaðist hún marga
góða vini, jafnt starfsfélaga sem
sjúklinga.
Þegar Minný talaði um vini sína
þar kom sérstakur tónn hjá henni
sem innihélt bæði hlýju og kímni.
Á Sauðárkróki hitti Minný eigin-
mann sinn Hauk Stefánsson mál-
arameistara. Reistu þau sér yndis-
legt hús á Víðigrund 13, þar sem
þau bjuggu alla tíð eða þar til Hauk-
ur lést árið 1992. Minný eignaðist
trausta vini og venslafólk á Sauð-
árkróki og átti margar góðar minn-
ingar þaðan.
Enn hélt skipið úr höfn og nú
stefndi það aftur til Reykjavíkur,
þar sem Minný kom sér upp afar
fallegu heimili á Skúlagötu 44. Þar
var hún í nálægð við börnin sín,
barnabörn, frænkur og vini, sem
hún bar sérstaka umhyggju fyrir.
Minný var glæsileg kona og það
geislaði af henni góðvild og hlýja.
Snyrtimennska var henni í blóð bor-
in svo af bar.
Það var sérstök hátíð í bæ þegar
Minný kom til Akureyrar að heim-
sækja skyldfólkið sitt, það var mikið
hlegið og spjallað. Við sögðum
stundum að hún væri fædd inn í
þessa grautarfjölskyldu, því mjólk-
urgautur og ís var hennar uppáhald.
Við frændsystkinin höfum gert það
að vana að hittast einu sinni á ári til
skiptis hjá fjölskyldunum. Minný
lét sig ekki vanta þar og var hrókur
alls fagnaðar og sagði oft að við
værum öll eins og systkini sín.
Það er komið að leiðarlokum um
sinn.
Vængjuð er sú farþrá, sem vorið hefur
kallað
á vit sín töfraglæst.
Í fjarlægð geta lokist upp hlið að óska-
höllum,
sem heima voru læst.
Það er draumamannsins fley, sem í festar
hefur togað,
og farmurinn er þrá.
Hvort flytjast allir burtu, sem fegri
drauma eiga,
en fólkið kringum þá?
Og þú, sem hefur kjark til að brjóta af þér
böndin,
eins og býður draumur þinn.
Ef örlög skyldu draga sín dyratjöld til
hliðar,
og draumalandið opnast, – gakk þá inn.
Í kvöldroðann hann siglir. Við kveðjum
hann í fjöru.
Í kvöld fá draumar ræst.
Þann væng fær enginn stöðvað, sem vorið
hefur kallað
á vit sín töfraglæst.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Skip þitt er komið að landi og ferð
þinni lokið um sinn.
Við kveðjum þig elsku frænka
með virðingu og þökk.
Fjölskyldunni allri vottum við
okkar dýpstu samúð.
Steinunn, Gunnlaugur,
Margrét og Guðrún.
Í fáeinum orðum langar okkur að
minnast Minnýjar Leósdóttur sam-
starfskonu okkar til fjölda ára, en
hér á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki vann hún í tæp 40 ár.
Líf hennar snerist að mestu leyti
um hjúkrun og sinnti hún því starfi
alla tíð af alúð og samviskusemi.
Hún var jákvæð og glaðvær og að-
alsmerki hennar var snyrtimennska
á öllum sviðum. Svo stutt er síðan
við héldum henni kveðjuhóf, eða við
starfslok hér, og samglöddumst
henni er hún fluttist til Reykjavík-
ur, þar sem hún vildi dvelja nálægt
börnunum sínum og fjölskyldum
þeirra.
Um leið og við kveðjum Minný
með miklum söknuði sendum við
börnunum hennar, Leó og Sæunni,
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur ásamt öllum þeim
er þótti vænt um hana.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Samstarfskonur Dvalar-
heimilinu á Sauðárkróki.
Minningarnar hrannast upp þeg-
ar við fréttum að Minný Leósdóttir
væri látin. Við kynntumst í Hjúkr-
unarskóla Íslands þegar við vorum
að hefja nám í hjúkrun. Með okkur
tókst vinátta sem staðist hefur tím-
ans tönn. Örlögin höguðu því þannig
til að Minný varð að hverfa frá námi
um tíma en hún hóf nám aftur ári
síðar þannig að við urðum ekki sam-
ferða í námi. Síðar varð starfsvett-
vangur hennar á Sjúkrahúsi Sauð-
árkróks. Þótt fjarlægðin væri þessi
slitnuðu tengslin aldrei og þegar
hún fluttist til Reykjavíkur fyrir
tveimur árum tókum við upp þráð-
inn að nýju. Við hittumst alltaf í há-
deginu fyrsta laugardaginn í hverj-
um mánuði yfir vetrartímann og
borðuðum saman. Þræddum mat-
sölustaðina og skemmtum okkur við
að bera saman staðina. Við nutum
þess að fá Minný í hópinn og hún
naut þess ekki síður. Minný sá alltaf
jákvæðu og skoplegu hliðarnar á
hverju máli og geislaði af lífsgleði.
Við munum sakna hennar úr hópn-
um en þökkum jafnframt fyrir þau
ár sem við nutum samvista við hana.
Við sendum fjölskyldu hennar sam-
úðarkveðjur.
Hádegishópurinn
Alda, Hólmfríður, Lára,
Lyndís, Margrét, Ragn-
heiður og Ríkey.
MINNÝ GUNNLAUG
LEÓSDÓTTIR