Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 11 UM tylft Falun Gong-iðkenda var við Höfða í gærmorgun þegar forsetafrú Kína, frú Wang Yeping, kom þangað í skoðunarferð. Fólkið hélt sig á grasflöt, alllangt frá húsinu, og gerði æfingar og stundaði hug- leiðslu. Maður í fylgdarliði kín- verska forsetans gekk frá Höfða og tók nokkrar myndir af hópnum. Eins og kunnugt er gerðu talsmenn Falun Gong sam- komulag við lögreglu um að stunda æfingarnar á þremur afmörkuðum svæðum, á Aust- urvelli, Arnarhóli og í Hallar- garðinum. Joel Chipkar, einn talsmanna Falun Gong-iðk- enda hér á landi, sagði við Morgunblaðið að þau hefðu komið með flugvél seint í gær- kvöldi og ekki verið í sambandi við aðra iðkendur. Þau hefðu því ekki vitað af samkomulag- inu við lögregluna. Um leið og hann frétti af fólkinu við Höfða hafi hann rætt við fólkið og fengið það til að færa sig. Tók myndir af mótmæl- unum ÞRÍR Falun Gong-iðkendur voru við gatnamót Álftanesveg- ar og Bessastaðaafleggjara þegar Jiang Zemin fór af fundi með forseta Íslands í gærmorg- un. Lögregla gerði engar at- hugasemdir við veru þeirra þar en þau voru nokkuð frá gatna- mótunum. Stuttu eftir að þau komu á staðinn settist íslenskur karl- maður við gatnamótin með mótmælaspjald sem á stóð á enskri tungu: „Kommúnismi drepur.“ Var stórum lögreglu- bíl lagt þannig að maðurinn sæ- ist ekki frá Bessastöðum en þegar bílalest forsetans nálgað- ist stóð maðurinn upp og reyndi að láta meira á sér bera. Mótmælt á Álftanesi EFNT var til mótmælafundar á Austurvelli í gær í tilefni af op- inberri heimsókn Jiang Zemin, for- seta Kína. Samkvæmt mati lög- reglu tóku nálægt 2.000 manns þátt í mótmælafundinum og í mótmæla- göngu sem farin var að kínverska sendiráðinu við Víðimel. Fóru mót- mælin friðsamlega fram. Ungliðahreyfingar stjórn- málaflokkanna og námsmanna- hreyfingarnar stóðu fyrir mótmæl- unum á Austurvelli sem hófust kl. 15.30. Margir fylgismenn Falun Gong, sem komnir eru til landsins, voru meðal þeirra sem söfnuðust saman og fylgdust þeir með mótmælunum. Fulltrúar fjögurra fylkinga ung- liðahreyfinga lásu upp lýsingu úr skýrslum Amnesty International á mannréttindabrotum sem framin eru í Kína. Áberandi voru á fundinum gul mótmælaspjöld og borðar með boð- skap Falun Gong og margir voru með svarta klúta fyrir munni til marks um að tjáningarfrelsi eru skorður settar í Kína. Gert hafði verið ráð fyrir að í lok fundarins eða um kl. 16 yrði farin mótmælaganga að Þjóðmenning- arhúsinu. Í gær var hins vegar fundi Jiang Zemin með forsætis- og utanríkisráðherra í Þjóðmenning- arhúsinu, sem halda átti síðdegis, flýtt um nokkrar klukkustundir og ákváðu aðstandendur mótmælanna þá að mótmælagangan yrði farin að kínverska sendiráðinu á Víði- mel. Gekk mannfjöldinn sem leið lá að sendiráðinu þar sem lögregla var með mikinn viðbúnað og hafði girt af öryggissvæði. Talsmenn ungliðahreyfinganna lásu þar upp mótmælayfirlýsingu þar sem mannréttindabrot í Kína voru fordæmd. Gerð var tilraun til þess að afhenda starfsmönnum sendiráðsins yfirlýsinguna en eng- inn svaraði í sendiráðinu og var bréfið þá sett inn um bréfalúgu sendiráðsins. Lauk þar með hinum skipulögðu mótmælaaðgerðum sem ungliða- hreyfingarnar stóðu að. Fjölmargir fundarmenn lýstu einnig yfir andúð sinni á fram- göngu stjórnvalda í málefnum fylg- ismanna Falun Gong. Þrír Falun Gong-liðar sem þátt tóku mótmæla- göngunni þökkuðu þann stuðning sem hreyfingunni væri sýndur og að beiðni fundarmanna sýndu þeir nokkrar Falun Gong-æfingar við tröppur sendiráðsins. Einn þeirra, Xiaoxu Shean Lin, var spurður hvort þeir hefðu með þessu brotið það samkomulag, sem fulltrúar Falun Gong gerðu við lög- reglu, um að stunda æfingar á sín- um afmörkuðum svæðum. Sagði hann svo ekki vera og sagði þá ekki hafa verið að iðka Falun Gong- æfingar, heldur einungis sýnt þær að beiðni fundarmanna. Lögreglan gerði engar athugasemdir við sýn- ingu Falun Gong-iðkendanna við Víðimel. Að þessu loknu hélt hluti hópsins eða 300 til 500 manns að stjórn- arráðshúsinu við Lækjargötu og mótmæltu framgöngu íslenskra stjórnvalda í máli Falun Gong-liða og annarra erlendra gesta af as- ísku bergi brotnu. Fjöldi manna tók þátt í mótmælum á Austurvelli og við kínverska sendiráðið Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmælendur ganga fylktu liði niður Suðurgötu eftir að hafa heimsótt kínverska sendiráðið. Gul mótmælaspjöld og svartir klútar SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra lýsti því yfir í gær á fundi dóms- og innanríkisráðherra sem taka þátt í Schengen-samstarfinu, sem eru Evrópusambandsríkin auk Íslands og Noregs, að ef að því kæmi að komið yrði á fót sameiginlegri landmæralögreglu myndi Ísland ekki taka þátt í því verkefni. Ísland gæti ekki fallist á að yfirþjóðleg stofnun tæki að sér mikilvæga þætti eins og landmæravörslu hér á landi. Á fundinum, sem er á vettvangi samsettu nefndarinnar innan Schengen-samstarfsins, var einnig ákveðið að ganga til samninga við Sviss um þátttöku þess í Schengen- samstarfinu með sömu skilmálum og Ísland og Noregur, auk þess sem teknar voru ákvarðanir um nýjar að- ferðir til þess að beita Schengen- tölvukerfinu í baráttunni gegn hryðjuverkum og fleira. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að í kjölfar hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum 11. september síðastliðinn hefðu af hálfu Schengen-ríkjanna verið tekin til skoðunar ýmis atriði sem miðuðu að því að efla og styrkja landamæraeft- irlit á ytri landamærum Schengen. Evrópusambandið hefði haft for- göngu í málinu og hefði ýmsum hug- myndum verið varpað fram af hálfu ráðherraráðsins og framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Ýmis atriði varðandi Schengen-samstarfið hefðu verið til umræðu á fundinum, þ.á m. tillögur um eflingu landa- mæragæslu á ytri landamærum Schengen. Margar áhugaverðar hugmyndir „Margar af þeim hugmyndum, sem liggja á borðinu á þessu sviði, eru áhugaverðar og eðlilegt að styðja þær. Þar á meðal eru hug- myndir um frekari samræmingu reglna um landamæraeftirlit, gerð handbóka, sameiginlega þjálfun landamæravarða og fleira. Það er auðvitað jákvætt að efla samstarf milli ríkja á þessu sviði. Mér þótti hins vegar ástæða til að gera athuga- semdir við hugmyndir, sem varpað hefur verið fram af framkvæmda- stjórn ESB, um sameiginlega landa- mæralögreglu,“ sagði Sólveig. Hún sagði að það lægi hins vegar ekki skýrt fyrir hvaða ákvarðanir ráðherraráðið myndi taka um að- komu Íslands og Noregs að þessum hluta tillögunnar, en hún væri ennþá í mótun. „Fyrir liggur að mörg ríki gjalda varhug við þessum hluta tillögunnar. Spánverjar, sem fara með for- mennsku í ráðherraráði ESB og samsettu ráðherranefndinni á vett- vangi Schengen, leggja hins vegar áherslu á að einhvers konar botn fá- ist í þetta mál á þeirra formennsku- tímabili. Það liggja hins vegar ekki fyrir ákveðnar tillögur um að setja á fót sameiginlega landamæralög- reglu, heldur einungis tillaga um að skoða þá hugmynd nánar. Það þótti því rétt og í samræmi við samþykkt á ríkisstjórnarfundi þar sem þetta mál var rætt síðastliðinn miðvikudag að ég gerði strax þann skýra fyrirvara að Ísland geti ekki fallist á að erlend- ir aðilar taki að sér mikilvæga þætti eins og landamæragæslu á Íslandi bæði af pólitískum og stjórnskipun- arlegum ástæðum. Því komi ekki til greina að samevrópsk landamæra- lögregla taki að sér landamæra- gæslu á Íslandi og þess má geta að norski dómsmálaráðherrann gerði líka ákveðnar athugasemdir við mál- ið og lagði meðal annars áherslu á vilja hvers ríkis,“ sagði Sólveig enn- fremur. Dómsmálaráðherra á fundi ráðherra vegna Schengen-samstarfsins Tökum ekki þátt í sameig- inlegri landamæralögreglu FULLTRÚAR Samfylkingar- innar í allsherjarnefnd Alþing- is hafa farið þess á leit að nefndin komi saman til fundar vegna aðgerða stjórnvalda í tengslum við heimsókn forseta Kína til Íslands. Skv. frétt frá Samfylking- unni verður fundurinn haldinn næstkomandi þriðjudag og hefur verið óskað eftir að m.a. muni dómsmálaráðherra, utan- ríkisráðherra og ríkislögreglu- stjóri sitja fundinn. Í tilkynningunni segir að óskað verði skýringa á ,,hverju sæti þær sérstæðu aðgerðir sem stjórnvöld hafa staðið fyr- ir vegna komu (Falun Gong) fólks til Íslands sem vildi mót- mæla framferði stjórnvalda í Kína,“ eins og segir í frétta- tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að óskað verði m.a. skýringa á ákvörðun um að neita meðlim- um Falun Gong landvistar- leyfi, á yfirlýsingum utanrík- isráðherra um getu lögreglu til að taka á móti þjóðhöfðingjum og á listum sem kínversk yf- irvöld hafi neitað að hafa látið í té. Samfylk- ingin biður um fund í allsherjar- nefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.