Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 35
Hún man vart eftir sér öðru
vísi en á hestbaki. „Bæði
mamma og pabbi eru hesta-
menn og ég var bara tveggja, þriggja ára þegar þau
létu mig sitja fyrir framan sig. Þegar ég fór sjálf á
hest teymdi pabbi undir mér fyrsta veturinn og svo
fór ég að ríða ein.“ Nú er hún Ragnhildur Haralds-
dóttir orðin 16 ára og á þegar nokkurn keppnisferil
að baki: m.a. Íslandsmeistaratitil í fjórgangi ung-
linga. Framundan er svo Landsmót hestamanna á
Vindheimamelum í Skagafirði.
Fyrsti hesturinn sem hún eignaðist er jarpur og
heitir Loki. „Pabbi gaf mér hestinn sinn.“ Loki er
nú 23 vetra og enn í eigu Ragnhildar. „Hann er vak-
ur. Ég æfi mig í að leggja hann.“
Með fermingunni stækkaði stóðið! „Fyrsti
keppnishesturinn, sem ég eignaðist, er Glíma. Ég
fékk hana í fermingargjöf. Þá var ég reyndar búin
að keppa eitthvað á henni. Hún er átta vetra núna
og um daginn kepptum við á gæðingamóti og urð-
um í fjórða sæti, sem dugði okkur til að komast á
landsmót.“
Glíma er rauð frá Árbakka; undan
Vökli frá Árbakka og Hemju frá
Stokkhólma.
„Glímu kynntist ég fyrst, þegar
stjúpfaðir minn var með hana í tamn-
ingu. Hann skrapp svo til útlanda og
ég átti að ríða henni á meðan. Mér
fannst hún svo skemmtileg, að þegar
hann kom til baka vildi ég ekki skila
honum merinni aftur! Ég vildi fá að
halda áfram með hana.
Þegar farið var að tala um, að nú
ætti merin að fara aftur til eiganda
síns, varð ég voða leið;
nógu leið til þess að stjúpi minn og
mamma keyptu Glímu og ég fékk hana
í fermingargöf.“
Aðra meri fékk Ragnhildur í ferm-
ingargjöf frá frændfólki sínu; Von frá
Vakurstöðum, sem er fimm vetra, und-
an Óði frá Brún. „Ég tamdi hana í
fyrra og hélt svo áfram í vetur. Hún er
þokkalega gangsett og fær frí í sum-
ar.“
Er þar nýtt keppnishross á ferðinni?
„Ég get ekkert sagt um það núna.
Hún er svo stutt á veg komin.
En hún verður allavega rosalega
vökur.“
Þriðji fermingarhesturinn er svo
tryppi í Danmörku, sem Ragnhildur
fékk frá föður sínum. „Ætli ég selji það
ekki og fái þannig pening.“
Ragnhildur hefur háð marga keppn-
ina og oftast komist í úrslit. Skyndi
hún vera grimm keppnismanneskja?
„Ég viðurkenni alveg, að ég verð
rosa fúl, ef ég kemst ekki í úrslit. Ég
sýni það kannski ekki. En ég hef mitt
keppnisskap!“
Hápunktinn til þessa segir hún vera Íslands-
meistarartitil í fjórgangi unglinga í fyrra. Þá keppti
Ragnhildur á Sörla frá Dalbæ í boði eigandans;
Ragnheiðar Þorvaldsdóttur. Það leikur mjúkt bros
um andlit hennar, þegar hún rifjar þá sigurstund
upp. En svo glettist svipurinn: „Einu sinni reið ég
bráðabana í gæðingakeppni við annan knapa og
vann! Það var ógeðslega spennandi!“
Hvernig leggst landsmótið í hana?
„Ég hlakka mikið til, ég hef aldrei keppt á lands-
móti fyrr.“
Og takmarkið?
„Ég ætla að gera mitt bezta.“
Þótt þetta sé í fyrsta sinn sem Ragnhildur keppir
á landsmóti hefur hún fundið lyktina af því fyrr.
„Ég var varahestur í hittiðfyrra og það var ekk-
ert gaman. Það er ömurlegt að hafa keppnisviljann
en vilja þó ekki vinna það til, að einhver heltist úr
lestinni fyrir mann. Það átti ekki við mig!“
Þegar hún er spurð, hvað það sé við hestinn, sem
heillar hana, verður hún alvarleg, horfir út um
gluggann yfir gerðið, þar sem Glíma bíður þess að
knapinn komi og þjálfunin fyrir landsmótið haldi
áfram.
„Mér þykir bara vænt um hesta,“ segir hún svo
lágt og lítur afsakandi til mín, eins og hún haldi að
svona stutt svar dugi ekki við stórri spurningu. En
svo segja augun öll þau orð sem með þarf.
En varla er nú allt jafn skemmtilegt, eða hvað?
Hún hugsar sig vandlega um, en ákveður svo að
hún vilji ekki gera upp á milli verkanna.
„Mér finnst allt svo ofsalega gaman; að hugsa um
þá, kemba, moka, þjálfa og ríða út; þá finnst mér
stundum gaman að ríða hratt og leyfa hestunum
bara að hlaupa Svo er alltaf gaman í ferðalögum.
Það er ofsalega gaman að fara með stóran rekst-
ur.“
Skyldi hún aldrei verða leið og langa mest til þess
að henda öllu frá sér?
Andlitið dettur af henni við þessa spurningu.
„Henda hestunum!?“
„Já.“
„Ég veit ekki hvað ég ætti að gera án hestanna.
Það yrði örugglega ógeðslega leiðinlegt!“
Og það fer ekkert á milli mála, að Ragnhildur
Haraldsdóttir hefur engan áhuga á að kynnast
þeim ógeðslegu leiðindum.
En er hún aldrei hrædd í hestamennskunni?
„Ég fann stundum fyrir einhverju, þegar ég fór á
ókunna hesta, sem ég var eitthvað smeyk við. En
nú orðið finn ég aldrei fyrir neinu slíku.“
Þegar ég spyr Ragnhildi að hverju maður eigi
fyrst að huga í sambandi við hesta verður hún
hugsi. „Meinarðu svona ef þú kæmir með hest með
hnakki og öllu saman?“
„Já.“
„Ég myndi ganga að honum og sjá hvernig hann
bregzt við manninum.
Síðan myndi ég stíga á bak á stéttinni og ef allt er
enn í lagi, þá myndi ég prufa hann. Kannski myndi
ég fara fyrst á hann í gerði til að vera alveg viss.“
Talið berst aftur að Glímu.
„Hún er ósköp ljúf og blíð. Hún getur stundum
verið frek. En hún er ofsalega góð vinkona mín.“
Og hvernig á maður svo að umgangast hross?
„Ég veit ekki. Ég er bara góð við hana. Ég læt
hana þó ekkert vaða yfir mig. En ég dúlla heilmikið
við hana.“
Talarðu við hana?
„Stundum tala ég við hana. En ég er ekki að
segja henni einhverjar sögur eða frá einhverjum
hlutum. Ég tala bara svona við hana.“
Veikleikar Glímu eru fet og hægt tölt, en hún er
sterk á yfirferð og stökki.
En eftir landsmót kann leiðir að skilja. „Ég er að
spekúlera í að selja hana.
Þetta er seinasta árið mitt í unglingaflokknum og
mig vantar betri hest til þess að halda áfram.“
Skyldi Ragnhildur eiga sinn draumahest?
„Já. Mig dreymir um hest sem gerir allt fyrir mig
og gerir það flott,“ segir hún og hlær. Svo verður
hún alvarleg aftur.
„Ég hef alltaf hugsað mér svartan hest með
stjörnu, fjórgangara, sem gerir allt vel.“
Það er þá að vonum að hún nefni Markús frá
Langholtsparti, þegar talið berst að graðhestunum.
„Markús er ofsalega flottur. Annars hefði ég vilj-
að halda undir Randver. Mér fannst hann svo fal-
legur. En það er búið að selja hann úr landi.“
Glíman við landsmótið er ekki það eina, sem er á
dagskrá Ragnhildar í sumar.
„Ég vinn við reiðskólann hér í Mosfellsbæ. Hann
er fyrir krakka og fatlað fólk. Þar vinn ég frá klukk-
an hálfníu til fimm og þá fer ég að sinna mínum eig-
in hrossum. Ég ætla líka að keppa eitthvað í sumar
á mömmu hesti. Hann heitir Spölur frá Vogum.“
En þótt framtíðin nú sé ekki lengri en að vera tal-
in í dögum fram að landsmóti, hefur Ragnhildur
hugsað um lífið eftir landsmót.
„Ég er búin að sækja um MH, náttúrufræði-
braut. Mig langar að verða dýralæknir, en ég er
líka að velta fyrir mér Hólum.
Hvað sem verður, þá vil ég vinna við dýr.“
Mér þykir bara
vænt um hesta
Eftir Freystein
Jóhannsson
Knapinn og klárinn. Ragnhildur Haraldsdóttir og Glíma æfa nú
fyrir landsmót.
Morgunblaðið/Jim Smart
freysteinn@mbl.is
ákvæm-
k fer til
ram með
ve mikið
amálum
Kínversk
réttinda-
ndirritað
um þau
er ekki
Kína er
- og fé-
munum
bætur í
á Íslandi
eins og
ndaríkj-
d mann-
í þeirra
réttur á
lutahóp-
a mynd-
aunveru-
legt ástand er og þyrftir ekki að
láta duga að lesa greinar með
röngum upplýsingum í sumum er-
lendum fjölmiðlum. Þú getur talað
við kínverska starfsbræður þína
sem hér eru og spurt þá um frétta-
flutninginn [af mótmælunum].
Sjálfur tel ég að þeir muni ekki
gefa í skyn að íslenska þjóðin líti
Kína þessum augum.“
Spurt var hvort iðkendur Falun
Gong sem kæmu hingað til lands
ógnuðu Jiang forseta.
„Ég tel að Jiang forseti komi
hingað í heimsókn sem vinur og við
teljum ekki að honum sé ógnað hér
með nokkrum hætti. Við höfum
þvert á móti fundið fyrir vinarþeli
hér á Íslandi og fundið fyrir ósk um
að samstarf þjóðanna verði aukið.“
Málefni Tíbet og sagnfræðin
Kínverskir leiðtogar segja oft að
málefni Tíbet, sem kommúnistar
lögðu undir Kína árið 1950, séu
kínversk innanríkismál. Hann var
minntur á að kínversk stjórnvöld
hefðu á sínum tíma ekki hikað við
að fordæma apartheid-stefnu
stjórnar hvítra í Suður-Afríku. Af
hverju mega vestrænar þjóðir þá
ekki gagnrýna stefnu Kínverja í
Tíbet?
Kong sagði að hundruð þúsunda
ferðalanga heimsæktu árlega Tíb-
et og kynntust þannig betur raun-
verulegum aðstæðum þar. „Ef til
vill veist þú ekki að Tíbet hefur
verið kínverskt land síðan á 12. öld,
Evrópukortið var allt öðru vísi þá
en nú, mörg þjóðríki Evrópu voru
þá ekki komin fram á sjónarsviðið.
Hins vegar hefur yfirráðasvæði
Kínverja ekki stækkað síðan þá
heldur öllu fremur minnkað, ýmis
heimsveldi hafa hrifsað til sín
svæði og lagt þau undir sig.“
Þegar Kublai Khan var keisari
Kína á 13. öld réð hann einnig yfir
Rússlandi en þegar blaðamaður
spurði hvort Rússar væru nú í
hættu svaraði Kong því einu til að
blaðamaður hefði lesið hlutdræg
sagnfræðirit. Ef til vill ætti hann
að lesa rit sem Kínverjar hefðu
skrifað og kynnast sjónarmiðum
þeirra, fá þannig meira jafnvægi í
söguskoðun sína.
Kína og Taívan eiga nú bæði að-
ild að Heimsviðskiptastofnuninni,
WTO. Bent var á að Pekingstjórn-
in hefði oft hótað Taívönum innrás
ef eyjarskeggjar lýstu yfir sjálf-
stæði og spurt hvernig aðildin að
WTO myndi breyta stefnunni
gagnvart Taívan.
„Þú notaðir orðin „hótun“ og
„innrás“ og hvorugt orðið hefur
verið notað af kínverskum stjórn-
völdum,“ svaraði Kong. „Við von-
um að aðildin að WTO muni verða
til þess að aðilar beggja vegna Ta-
ívansunds muni geta komið sér
upp beinum tengslum á sviði sam-
gangna og verslunar. Við viljum að
Kína verði eitt ríki og munum
vinna að því. Stefna okkar gagn-
vart Taívan hefur alltaf verið
sjálfri sér samkvæm, við viljum
friðsamlega sameiningu og að tvö
kerfi fái að vera við lýði í sama rík-
inu,“ sagði Kong Quan, talsmaður
kínverska utanríkisráðuneytisins.
ytisins um mannréttindi í Kína
éttaflutn-
kvæmur
ginu og öllu mannkyni
Morgunblaðið/Þorkell
fundinum í gær, til hægri er túlkur hans.
MUR kanadískum konum var vísað út
l Loftleiðum í gærmorgun eftir að
fðu komið í móttökuna íklæddar bol-
ð merki Falun Gong. Þær Maureen
cki og Diane Daily komu til landsins
orgun frá Kanada og fóru þegar á
þar sem þær höfðu bókað herbergi.
mtali við Morgunblaðið sagði Mau-
þær hefðu farið upp á hótelher-
til að skipta um föt áður en þær
Arnarhól til að taka þátt í æfingum.
þær komu niður í móttökuna íklædd-
m með merki Falun Gong hafi orðið
tur og fit. Íslenskur lögreglumaður
sagt þeim að þær yrðu að yfirgefa
„Þegar við spurðum hann um
fyrir þessu sagðist hann vinna eftir
um frá ráðuneytinu,“ sagði hún.
Vildu ekki myndatökur
margir kínverskir herramenn hefðu
hótelinu og virtist þeim mjög
ð þegar þeir sáu þær í bolunum. Þeir
þær þegar þær náðu í farangur sinn
herberginu og síðan fylgt þeim út og
nokkrir hefðu tekið myndir af þeim. Þegar
Maureen hugðist mynda þá hafi einn þeirra
sagt við hana að taka ekki myndir.
Maureen og Diane segjast ekki hafa haft
hugmynd um að forseti Kína og hluti af
kínversku sendinefndinni myndi gista á
Hótel Loftleiðum og þeim finnst það óeðli-
legt að íslensk stjórnvöld láti með þessum
hætti undan þrýstingi frá utanaðkomandi
aðila. Þær taka þó fram að starfsfólk hót-
elsins hafi verið hjálplegt.
Bjarni Ásgeirsson, hótelstjóri á Hótel
Loftleiðum, vildi ekki tjá sig um málið og
vísaði á ríkislögreglustjóra varðandi upp-
lýsingar um þetta atvik. Stefán Eiríksson,
skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins,
staðfesti að tveimur Falun Gong iðkendum
hefði verið vísað út af hótelinu af öryggis-
ástæðum. Skv. upplýsingum frá erlendum
lögregluliðum stunduðu Falun Gong-liðar
að bóka sig á sama hótel og kínverskar
sendinefndir og dæmi væru um að þeir réð-
ust inn á hótelherbergi kínverskra sendi-
manna. Það hefði t.a.m. gerst á Hawaii fyr-
ir skemmstu.
ísað af hóteli þegar
ær klæddust
alun Gong-bolum