Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 53
Mér varð kalt, þegar
ég vaknaði á hlýjum
fimmtudagsmorgnin-
um við þá skelfilegu
frétt að Gerða frænka
væri dáin. Ég áttaði
mig ekki strax á því
hvað fólst í þessum
orðum og efast um að
ég hafi gert það enn. Það á eftir að
taka mig langan tíma að skilja að
hún sé farin. Ég er búin að þekkja
Gerðu allt mitt líf og má segja að við
höfum verið óvenju nánar frænkur,
eiginlega miklu frekar vinkonur en
frænkur. Ég lít á það sem forréttindi
að hafa fengið kynnast henni og að
eiga hana fyrir vinkonu og kem ég til
með sakna mikið þeirra stunda sem
við áttum saman, sem voru ófáar og
endurminningarnar endalausar.
Það er erfitt að lýsa henni Gerðu
Björgu í fáum orðum því hún var
stórkostlegur persónuleiki, gáfuð,
húmoristi, skemmtileg og umfram
allt vinkona sem var algjör klettur
þegar á reyndi. Það var alltaf svo
gott að leita til hennar því hún var
svo frábær hlustandi og ótrúlega úr-
ræðagóð.
Eftir þessar hræðilegu fréttir
settist ég niður með gömul bréf sem
Gerða skrifaði mér þegar ég bjó í
Norgi en þá vorum við sextán ára.
Við lestur þessara bréfa er ég búin
að hlæja og gráta til skiptis því að
það er eins og hún sé bara komin
þegar maður les þau, sé hana ljóslif-
andi fyrir mér. Gerða var nú ekkert
sérstaklega þekkt fyrir að bera til-
finningar sínar á torg en í einu bréf-
inu skrifaði hún: „Ert þú ekkert að
hugsa um að láta sjá þig hér á Fróni
(það er kaldara hér eftir að þú fórst).
Og nú stend ég hér ein með þessa
einu þrá að geta sent henni þetta
bréf til baka því allt verður svo
skelfilega kalt án hennar. Hér verð-
ur mér ekki síst fyrir að minnast
allra sameiginlegu stunda fjöl-
skyldnanna um jól, áramót og önnur
tímamót, sem aldrei verða söm fyrir
mér án hennar.
Svo kom að því að Gerða kynntist
GERÐA BJÖRG
SANDHOLT
✝ Gerða BjörgSandholt fæddist
í Reykjavík 8. júlí
1975. Hún lést 6. júní
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni 14. júní.
honum Ægi sínum, ást-
inni í lífi hennar, og
eignaðist með honum
tvö yndisleg börn Nat-
alíu Maríu Helen og
Egil Aaron. Alltaf var
vinskapur okkar sterk-
ur en stundirnar færri
sem við áttum saman
eins og eðlilegt er, báð-
ar komnar með fjöl-
skyldu. En þá dundi
ógæfan mikla yfir, al-
varleg veikindi, fjöl-
skyldan flytur heim frá
Noregi þar sem hún
var búsett um nokk-
urra ára skeið og við tekur hetjuleg
barátta við illvígan sjúkdóm sem að
lokum hafði betur. Öllum hefur okk-
ur liðið illa einhvern tíma á ævinni
en ekkert okkar getur ímyndað sér
þá kvöl sem Gerða mátti líða, en
mikill var sá stuðningur sem hún
fékk hjá Ægi sem stóð eins og klett-
ur við hlið hennar öll þessi ár, hjá
foreldrum sínum sem lögðu allt í söl-
urnar til að láta stelpunni sinni líða
betur og hjá bestu systkinum í
heimi, Agli og Siggu.
Elsku Gerða Björg, vertu ávallt
Guði falin, ég veit að þér líður vel
núna.
Elsku Ægir, Egill Aaron, Natalía,
Maja, Stebbi, Egill og Sigga, Guð
umvefji ykkur í þessari miklu sorg.
Gerður Eva.
Það var vetur. Frost og kuldi, og
snjór lá yfir öllu. Líklegast veturinn
1978. Tvær litlar frænkur, báðar
skírðar í höfuð ömmu sinnar, að
brugga svolítil launráð. Ekki þau
fyrstu og vissulega ekki þau síðustu.
Fæddir grallarar, hláturmildar og
stríðnar. Frænkur, eins og systur.
Stungu af. Út í vetrarkuldann og
myrkrið. Hlupu hratt í áttina að eina
forboðna staðnum, ísilögðum lækn-
um, alsettum vökum, opnum og
leyndum. Allir út að leita. Hrópandi
og kallandi, reynt að rekja slóð fjög-
urra lítilla fóta. Að vökinni, frá vök-
inni, að næstu, og svo koll af kolli.
Angist hinna fullorðnu alger. Skaf-
renningur huldi smám saman slóðir.
Spariskór leitenda gleymdust, vaðið
í frostköldu vatni, vakir kannaðar.
Dofin kulda og skelfingu. Á bak við
næsta skúr stóðu þær í felum og
hlógu.Fylgdust með angistinni í
fjarska, tístu af spenningi, en þorðu
ekki að gefa sig fram.
Gerða Björg hét hún, strax óvenju
skýr, hnyttin í tilsvörum og til í allt,
alltaf. Lífið var svo heillandi, ekkert
sem hægt var að gera til að láta
draum rætast í dag var geymt til
morguns. Og þegar unglingsárin
tóku við var nóttinni gjarna bætt við,
í góðra vina hópi. Hraust, dugleg, sí-
kát og heillaði alla upp úr skónum,
sem kynntust henni. Leiddist troðn-
ar slóðir, vildi leggja sínar eigin. Ef
hún vildi tíu í námi, sótti hún tíuna.
Ef námið var leiðinlegt skipti það
hana heldu engu. Ætlaði að verða
sinnar eigin gæfu smiður, nema
hvað.
Hitti ástina sína. Ægi Örn Sig-
urgeirsson. Stofnaði með honum
heimili, fæddi þeim tvö yndisleg
börn. Natalíu Maríu Helen og Egil
Aron. Fluttust til Noregs, og bjuggu
þar um nokkurra ára skeið.
Veiktist. Veikinni, sem reynir að
stela persónuleikanum, draumun-
um, væntingunum. Veikinni, sem
reyndi að stela henni hægt og bít-
andi frá okkur öllum sem elskuðum
hana og unnum henni. Og við tók
baráttan. Barátta sem elskandi
maki, fórnfúsir foreldrar og systkini
hennar, einfaldlega lögðu allt í söl-
urnar, vitandi þó, að gæti tapast.
Stundarbati, sem gaf vonir og fyr-
irheit olli bitrari kvöl, bæði henni og
ástvinum hennar, þegar veikin skall
yfir á nýjan leik. Og enginn, sem
þessu kynnist af eigin raun, kemst
hjá því að finna til biturleikans út í
„kerfið“. Það kerfi, sem birtist
stundum eins og vatn á myllu sjúk-
dómsins.
Og hér stöndum við í máttvana
angist frammi fyrir tapaðri baráttu.
Hugsum til hetjunnar, sem barðist
líklega við meiri skelfingu og svart-
nætti en nokkurt okkar getur órað
fyrir. Hetju, sem reyndi allt til þess
að vinna sigur. Hetju, sem af hisp-
ursleysi ræddi við okkur um sjúk-
dóm sinn og því raunsæi sem greind
hennar skóp. Hetju, sem kvartaði þó
aldrei né kveinkaði sér undan örlög-
um sínum. Og við horfum til Guðs í
máttvana sorg og spyrjum hvort
hann hafi yfirgefið okkur. Hugsum
til allra fyrirbænanna og angistar-
ópa um hjálp hans, þegar öll sund
virtust að lokast. Og þá birtist okkur
það sem við ung lærðum um Drottin,
að hann lofaði okkur þeim forrétt-
indum einum, að standa með okkur
og leiða í hverri raun. Ein þyrftum
við aldrei að ganga. Og hér kom að
því einu sinni enn, að fagnandi tækj-
um við í þá leiðandi hönd. Þá sömu
hönd, og fullvissa okkar stendur til
að leiðir nú Gerðu Björgu til eilífs
lífs.
Fyrir því beygjum við okkur í
duftið og lofum þann Guð sem gaf
okkur Gerðu Björgu. Gaf okkur alla
þá hamingju og gleði, sem henni
fylgdi, og liðsinnið í mótlætinu. Hér
biðjum við þann sama Drottin að
leiða nú börnin hennar í þeirra lífi,
og Ægi Örn, Stebba og Maju for-
eldra hennar, og systkinin bestu,
Egil og Siggu.
Og rétt eins og minningin um
hana brosandi á bak við skúrinn eftir
ævintýraferðina um vakirnar köldu,
viljum við nú sjá hana, að loknu æv-
intýrinu mikla, lífinu sjálfu, bros-
andi, með stríðnisglampann sinn í
augunum, í öruggu skjóli Drottins.
Sú amma hennar sem Gerða
Björg var skírð í höfuðið á og farin
er til Drottins leitaði, þegar vanda
bar að, til orðanna úr Davíðssálm-
um, sem við gerum hér að okkar
lokaorðum:
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir hann mig að vötnum
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þórstína og Guðmundur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Hvíldu í friði, elsku frænka mín.
Rakel.
Elsku Gerða okkar, elsku ástin
okkar.
Að sitja hér og reyna að hefja
þessa minningargrein er eitt af því
erfiðasta sem við höfum gert.
Við upplifum í huganum allar
minningarnar, allt sem við gerðum
saman.
Okkar kynni hefjast í barnæsku.
Þú varst ærslabelgurinn, þessi með
mestu lætin og spennuna. Það vita
allir sem einhvern tíma hafa kynnst
þér, og þeir sem sáu þig einu sinni,
mundu alltaf eftir þér. Því þú varst
og ert sérstök, útvalin. Þú lifðir líf-
inu hratt, líkt og þú vissir að þú
myndir ekki dveljast lengi meðal
okkar.
Á okkar æskuárum gátum við
endalaust hlegið og fíflast saman.
Við vorum skytturnar þrjár, ein fyr-
ir allar og allar fyrir eina. Það var
ekki sjaldan sem við notuðum þessa
setningu og hlógum mikið. Allar
mjög ólíkar og bættum þannig hver
aðra upp.
Við höfum undanfarna daga verið
að skoða myndir og bréf sem þú
skrifaðir og hefur það kallað fram
margar skemmtilegar og fallegar
minningar. Við bjuggum allar hver í
sínu landinu um skeið og þá voru
símtölin og bréfin ófá. En þó svo að
aðskilnaðurinn væri stundum lang-
ur, var alltaf eins og við hefðum hist
í gær þegar við hittumst að nýju.
En þetta er það sem gerir vinskap
góðan, sterkan og óendanlegan.
Þegar maður er búinn að þekkja ein-
hvern allt sitt líf og hann er ekki
lengur til staðar, þá áttar maður sig
á því hversu mikilvægur þessi ein-
staklingur er fyrir manni því hann
hefur markað líf manns og gert
mann að þeirri persónu sem maður
er. Við viljum þakka þér fyrir það að
hafa verið til, elsku Gerða.
Þú kynntist Ægi, ástinni í lífi
þínu, þegar þú varst 18 ára og eign-
aðist Egil Aaron tveimur árum síðar
og síðan Natalíu 22 ára. Þau eru
yndisleg og falleg börn og eiga nú
ekki langt að sækja það.
Okkur er það sérlega minnisstætt
þegar þú eitt sinn sagðir að and-
artök eins og að horfa á börnin þín
að leik og faðma manninn þinn væru
toppurinn á hamingjunni í lífinu. Þú
vildir sigra heiminn, verða besta
móðir og eiginkona. Þú ætlaðir að
gera alla stolta af þér. Þetta var það
sem þú þráðir.
Elsku Gerða, nú ertu komin til afa
þíns og englanna sem munu varð-
veita þig og vernda. Við munum
ávallt minnast þinna sterku per-
sónutöfra og útgeislunar með því að
hugsa til þín og horfa á myndir af
þér og við trúum og vitum að þér líð-
ur betur þar sem þú ert að horfa til
okkar.
Elsku Maja, Stebbi, Egill, Sigga
Svava, Ægir og gimsteinarnir tveir,
Egill Aaron og Natalía. Megi Guð
styrkja ykkur í þessari djúpu sorg.
Við munum ávallt vera til staðar fyr-
ir ykkur.
Takk fyrir allt, elsku Gerða, fyrir
allar góðu stundirnar okkar, allt sem
við upplifðum saman. Þú ert einstök
og ógleymanleg. Það voru forrétt-
indi að fá að kynnast þér.
Mundu okkur, við munum þig allt-
af, ástin okkar.
Þínar að eilífu,
Hulda og Telma.
Ó, þá náð að eiga Jesúm
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu í Drottins skaut.
(Þýð. M. Joch.)
Elsku Gerða Björg svo lífsglöð og
iðandi af kátínu. Þannig er hún í
huga okkar núna þegar við höfum
hana ekki lengur nálæga. Þessi lífs-
gleði og kátína einkenndu hana svo
sterkt á uppvaxtarárum hennar. Á
árunum sem við ferðuðumst svo
mikið saman – tvær vinafjölskyldur,
börnin sex, Sigga, Bjarni – Egill,
Gulli – Gerða og Biddý. Þetta voru
svo skemmtilegir tímar, alltaf gam-
an, sama hvernig veðrið var, elding-
ar og úrhellisrigning, það náði ekk-
ert að eyðileggja ánægjuna og lífs-
gleðina hjá okkur. Við létum ekki
kvöldskuggana falla á tjaldbúðir
okkar, frekar stukku foreldrarnir af
stað með tjaldvagnana í heilu lagi
niður dalverpið og upp hæðina á
móti til að njóta kvöldsólar eins og
við nutum morgunsólar og krakk-
arnir hlupu skríkjandi á eftir vögn-
unum.
Í minningunni, Gerða: Tindrandi
augu – Dillandi hlátur – Sópaði af
henni – Með stríðnisglampa í augum
– Ekki lognmollan í kringum hana –
Á hlaupum – Falleg og hjartahlý
hnáta.
Gerða Björg óx upp í glæsilega
unga konu sem eignaðist sína eigin
fjölskyldu. Hún átti við erfiðan sjúk-
dóm að stríða hin síðari ár sem
markaði djúpt hennar nánustu fjöl-
skyldu. Við eigum þá von að hún
hvíli nú í náðarfaðmi Jesú Krists,
laus við alla þjáningu.
Guð gefi ástvinum hennar styrk
til að lifa áfram nú þegar kvöld-
skuggar hafa náð að falla á líf þeirra.
Við þökkum samfylgdina við hana
Gerðu Björgu, hún lifir áfram í
minningu okkar og við sjáum fram-
tíðina í litlu börnunum hennar.
Jenna Kristín og
Bryndís Mjöll.
(4-/
==</ -4,2) )--, #
1
#
'-
"
; !
$ ! !+
✝ HreggviðurGuðmundsson
fæddist á Löndum á
Hvalsnesi 28. maí
1914. Hann lést á
Landspítala við
Hringbraut hinn 9.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Ólafsson útvegs-
bóndi, f. 12.9. 1877
á Löndum á Hvals-
nesi, og Sigríður
Ingimundardóttir
húsmóðir, f. 9.10.
1883 í Atlagerði á
Vatnsleysuströnd.
Systkini Hreggviðs voru: Guð-
mundur; Sigurður Ingimundur;
maki Brynja Ingadóttir hjúkrun-
arfræðingur, deildarstjóri á
hjartaskurðdeild Landspítala.
Dætur þeirra eru Valborg, f.
21.10. 1987; og Hallbera, f. 27.2.
1992. Frá fyrri sambúð átti Elín
tvö börn. Þau eru: 1) Bergdís,
hjúkrunarfræðingur, f. 6.5. 1943,
forstöðumaður Sjúkrahótels
RKÍ, maki Guðmundur Bjarna-
son læknir, f. 6.10. 1930. Dóttir
hennar er Elín Þorgeirsdóttir, f.
13.5. 1967, félagsfræðingur og
nemi við HÍ. 2) Sævar Örn, f.
27.11. 1948, vélstjóri við Sogs-
virkjun, maki Kristín Þórðar-
dóttir, aðstoðarmaður á Land-
spítala, f. 29. maí 1948. Sonur
Sævars með Guðrúnu Ragnars-
dóttur er Ragnar, f. 30.7. 1974.
Synir Kristínar og Sævars eru:
Kristján Örn, f. 7.7. 1974; og
Viðar Örn, f. 15.9. 1977.
Útför Hreggviðs fer fram frá
Hvalsneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Ólafur; Sólveig; Sig-
urlilja; Karl; Guðrún;
og Óli Kristinn. Sól-
veig er ein eftirlif-
andi af systkina-
hópnum.
Hinn 4.10. 1952
giftist Hreggviður
eftirlifandi eigin-
konu sinni Elínu
Þórðardóttur sauma-
konu. Foreldrar
hennar voru Gróa
Erlendsdóttir, f. 4.6.
1899, og Þórður
Helgason, f. 17.6.
1870. Eignuðust þau
Elín og Hreggviður saman Guð-
mund Óla, f. 12.4. 1954, sam-
eindalíffræðing og lektor við HÍ,
Nýorðinn 88 ára er nú Hreggviður
allur – og þó ekki allur því að lengi
mun lifa minningin um þann góða
mann.
Fæddur á Löndum á Hvalsnesi og
þar uppfóstraður í foreldrahúsum
við venjuleg sveitastörf til lands og
sjávar eins og þá tíðkaðist á Suð-
urnesjum. Trúr arfleifð sinni lagði
hann ungur fyrir sig sjómennsku,
sem hann stundaði ýmist frá Sand-
gerði eða Keflavík um áratuga skeið,
oftast sem háseti á mótorbátum,
stundum á eigin útvegi.
Sneri sér síðan að landvinnu og
vann lengst af á Keflavíkurflugvelli
við smíðar, enda maðurinn hagur
svo sem títt var um búandmenn og
sjósóknara fyrri tíðar.
Kvæntist á fertugsaldri Elínu
Þórðardóttur, mætri konu, og gekk í
föðurstað tveim börnum hennar,
ungum, og gat við henni einn son.
Einkar samrýnd hjón, hæglát og há-
vaðalaus og hamingjusöm sem mest
verður. Þau voru lengstum búsett í
Keflavík, en fluttu til Reykjavíkur
þegar aldurinn fór að færast yfir.
Hvarvetna gat hann sér orð sem
einstakt ljúfmenni svo að vandfund-
in eru orð til að lýsa mannkostum
hans en frekast mætti hann heita öð-
lingur, sem öllum vildi gott gera.
Ég sé fyrir mér tengdaföður
minn, aldurhniginn, þar sem hann
situr brosleitur og dálítið álútur á
skutfjölinni með stýrissveifina í
vinstri handarkrikanum, gefandi út
stórseglsskautið með hægri hend-
inni á hraðri siglingu fyrir snörpum
landsynningi á vit þess ókannaða og
eigi sér einhver von mjúkrar lend-
ingar á strönd sólarlagsins – þá er
það hann.
Guðmundur Bjarnason.
HREGGVIÐUR
GUÐMUNDSSON