Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir
fæddist 22. júlí 1918
að Sandfelli í Öræf-
um. Hún andaðist á
dvalarheimilinu Hjal-
latúni í Vík hinn 4.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Emilía Pálsdóttir og
Guðmundur Bjarna-
son. Jóhanna var
fjórða af ellefu systk-
inum.
Eiginmaður Jó-
hönnu var Sæmund-
ur Björnsson,Múla, f.
21. febrúar 1907, d. 2. apríl 1999.
Þau eignuðust fimm syni. Þeir eru
andvana drengur f. og d. 8. maí
1941, Þórhallur, f.
27. ágúst 1943, Björn
Vignir, f. 18. mars
1945, Oddsteinn, f. 8.
nóvember 1947, og
Guðmundur Emil, f.
30. apríl 1952.
Barnabörnin eru 15
og barnabarnabörn-
in 17.
Þau Sæmundur og
Jóhanna bjuggu
lengst af í Múla, en
síðustu árin bjuggu
þau í íbúð á dvalar-
heimilinu Hjallatúni
í Vík.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Grafarkirkju í Skaftártungu í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Ekkert er eilíft. Það veit ég núna
mér fannst samt alltaf að hún
amma mín myndi alltaf verða hjá
okkur og gleðjast með okkur þegar
vel gengi og stappa í okkur stálinu
þegar eitthvað bjátaði á eins og
hún var vön að gera. Hún hefur
verið hjá okkur frá því að ég man
fyrst eftir mér og mér fannst að
hún yrði það alltaf. En núna er hún
farin frá okkur, farin til hans afa
sem ég veit að hefur tekið vel á
móti henni með þeirri rósemi og ró-
legheitum, sem hann var þekktur
fyrir.
Þegar ég var að segja fjögurra
ára dóttur minni að hún langamma
væri dáin og við myndum aldrei sjá
hana aftur, þá spurði hún eftir smá
umhugsun: „Er þá langamma kom-
in til hans langafa uppí himninum?“
„Já,“ svaraði ég. Þá spurði hún aft-
ur: „En mamma, kemur þá flutn-
ingabíll og tekur dótið hennar?“
„Já,“ svaraði ég aftur.“ „En hvert
fer hann með dótið?“ spurði hún
þá. Því gat ég nú ekki svarað og þá
rann það upp fyrir mér og mér leið
eins og köld vatnsgusa myndi hell-
ast yfir mig að ég væri búin að
missa bæði ömmu mína og afa
minn, því þegar afi dó þá hugsaði
ég að amma væri nú ennþá í íbúð-
inni þeirra og ekkert myndi breyt-
ast nema afi væri farinn, en nú er
allt farið.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá hug þinn og þú munt sjá að
þú grætur vegna þess sem var
gleði þín.“ (Kahil Gilbran.)
Minningarnar fljúga í gegnum
hugann svo ótal margar og við
munum varðveita þær í hjörtum
okkar um ókomin ár. Í huganum sé
ég afa fyrir mér á gamla Gipsy-
bílnum sínum og seinna á Toyot-
unni sem hann keypti sér þá kom-
inn á níræðisaldur og hann keyrði
nánast til þess síðasta. Ég sé afa
fyrir mér á „gamla gálganum“ að
raka saman hey. Stundirnar sem
ég átti með honum við að laga girð-
ingarnar, sitja yfir ánum yfir sauð-
burðinn, hirða með honum bagga
og koma þeim inn í hlöðu, renna í
gegnum hugann og allt sem hann
kenndi manni mun nýtast um
ókomna tíð.
Ég sé ömmu fyrir mér með
prjónana sína, sem hún var svo oft
með og síðasta sokkaparið prjónaði
hún í mars í vetur. Mörg eru
sokka- og vettlingapörin sem við
eigum prjónuð af henni, þau eiga
eftir að ylja okkur um tær og fing-
ur á köldum dögum. Minningarnar
um ömmu að steikja kleinur, baka
kökur, pönnukökur, gera slátur,
allt þetta gerði hún fram á síðustu
mánuði.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að ferðast svolítið með þeim
og það eru stundir sem aldrei
gleymast. Minnisstæðust er ferðin
sem við fórum vestur í Dali til að
heimsækja langafa- og langömmu-
barnið sem þau eiga þar. Þá ferð
fórum við sumarið 1996 og dvöldum
þar um eina helgi við mikla gest-
risni fólksins á Leikskálum og það
voru þreytt en sæl hjón sem fóru
austur með rútunni síðdegis á
mánudeginum og oft vitnuðu þau í
þessa ferð.
Ég bjó í Reykjavík í nokkur ár
og ég reyndi alltaf að koma við hjá
ömmu og afa þegar ég kom í heim-
sókn austur að Múla og alltaf tóku
þau á móti manni með bros á vör
og alltaf var jafn gaman að koma til
þeirra. Alltaf fylgdust þau með því
hvað maður var að gera og hvernig
mér gekk í sjúkraliðanáminu og oft
hringdu þau í mig, bara til að vita
hvernig gengi með lífið og tilveruna
og mikið yljaði það mér um hjarta-
rætur að heyra í ykkur, takk fyrir
það. Svo kynntist ég Gísla og við
fórum að búa saman og eignuðust
hana Þuríði Ingu og það var svo
gaman að koma til ykkar, það var
alveg sama hvort maður stoppaði í
fimm mínútur eða klukkutíma, þið
voruð alltaf jafn glöð að sjá okkur.
Svo fluttumst við fjölskyldan til
Víkur árið 2000 og ég fór að vinna
á Hjallatúni og það eru mér ómet-
anlegar stundir sem ég átti með
ömmu þá, bæði á Hjallatúni og
þegar við fórum í smá bíltúra eða
þegar amma kom í heimsókn til
okkar, fyrst í litla húsinu sem við
bjuggum í og svo síðar í húsinu
sem við keyptum og búum í og
mikið fylgdist amma með því
hvernig gengi að gera upp húsið og
hvort við myndum ná að flytja áður
en fjölgaði hjá okkur og mikið var
hún fegin að það hafðist allt saman.
Góðar eru minningarnar frá því
þegar hún kom í kaffi til okkar á
annan í jólum og í skírnarveisluna
þegar Sigurður Ásgrímur var
skírður.
Svona væri hægt að halda enda-
laust áfram, því minningarnar eru
margar og góðar og þær lifa innra
með okkur um ókomin ár. En allar
ferðir hafa endi og nú er komið að
leiðarlokum.
Elsku amma, nú kveðjum við þig
með söknuði og virðingu í huga,
þökkum þér fyrir allt það sem þú
hefur verið okkur, skilaðu kveðju
til afa frá okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Takk fyrir allt og allt.
Þín
Lára Oddsteinsdóttir og
fjölskylda.
JÓHANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Aðalheiður Þor-leifsdóttir fæddist
á Hóli á Upsaströnd
12. september 1918.
Hún lést á Dalbæ,
dvalarheimili aldr-
aðra á Dalvík, 4. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Svan-
hildur Björnsdóttir
frá Selaklöpp í Hrísey
og Þorleifur Kristinn
Þorleifsson frá Hóli.
Hún var þriðja í röð
átta systkina. Elst var
Guðrún Margrét, lát-
in; þá Þórgunnur
Amalía, látin; Dagmann, látinn;
Björn, smiður á Dalvík; Kristinn
Hartmann, netagerðarmaður á
Dalvík; Karl Vernharð, látinn og
Kristín, húsmóðir á Dalvík.
Aðalheiður giftist 2. apríl 1940
Gunnari Kristni Guðlaugssyni,
múrara og verkstjóra á Dalvík, f.
19. maí 1917. Sonur þeirra er Atli
Rafn Kristinsson, f. 7. febrúar
1947. Börn hans og fyrrverandi
eiginkonu hans, Guðrúnar Ernu
Hreiðarsdóttur, f.
19. október 1946,
eru Þórdís Björk, f.
19. nóvember 1971;
Aðalheiður, f. 12.
september 1975, og
Kristinn Gunnar, f.
27. júní 1982.
Aðalheiður ólst
upp á Hóli, mann-
mörgu heimili, þar
sem foreldrar henn-
ar voru með um-
fangsmikinn bú-
rekstur á árunum
1917 til 1958 og
einnig um árabil
töluverða útgerð. Mestan hluta
starfsævi sinnar starfaði hún,
ásamt húsmóðurstörfum, við fisk-
verkun, lengst af hjá frystihúsi
Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík.
Kristinn og Aðalheiður reistu sér
hús á Karlsbraut 6 á Dalvík árið
1950, þar sem þau áttu síðan heim-
ili.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Aðalheiður Þorleifsdóttir var
tengdamóðir mín í rúma tvo ára-
tugi. Hún skilur eftir sig margar og
góðar minningar. Því er við hæfi að
ég minnist hennar með nokkrum
orðum.
Alla bjó alla sína búskapartíð á
Dalvík og lengst af í myndarlegu
húsi sem hún og eiginmaður henn-
ar, Kristinn Guðlaugsson, reistu í
hjarta bæjarins. Umhverfis húsið
er fallegur garður. Þessi garður var
stolt þeirra hjóna. Ákveðin verka-
skipting ríkti varðandi umhirðu
hans. Kristinn sá um tré og mat-
jurtir af miklum myndarskap. Alla
annaðist blómin. Í garðinum er
mikill fjöldi tegunda og hún kunni
nöfnin á þeim öllum. Þær voru
valdar eftir litadýrð. Um hásum-
arstíð logaði garðurinn í öllum
regnbogans litum. Þá var hún Alla
ánægð.
Hún var mikil hannyrðakona og
þar naut litagleði hennar sín einnig
til fulls. Hún Aðalheiður var svo
sannarlega ekki fyrir sauðalitina!
Enn á ég listilega gerðar smáar
barnapeysur sem hún prjónaði
handa börnunum mínum þegar þau
voru ung og ég hef ekki tímt að
láta. Þessar litlu flíkur bera sköp-
unargleði hennar og litagleði fagurt
vitni. Þær eru listaverk. Oftast fór
það svo þegar ég heimsótti Öllu
norður að ég smitaðist af áhuga
hennar á hannyrðum og var komin
með eitthvað fallegt á prjónana áð-
ur en ég vissi af.
Alla var forkur til allra hluta. Var
sama hvað hún tók sér fyrir hend-
ur. Enn er mér minnisstætt þegar
ég fór með henni til berja, sem hún
gerði á hverju hausti. Hún hljóp
létt á fæti upp um fjöll og firnindi
og fyllti alla dalla og kirnur og átti
ekki orð yfir letina í tengdadótt-
urinni sem var ekki eins dugleg að
tína ber.
Aðalheiði var afskaplega annt um
barnabörnin sín. Þau dvöldu hjá
henni langdvölum og ekki síst hún
Aðalheiður, sonardóttir hennar og
nafna. Þegar barnabörnin voru ann-
ars vegar var ekkert of gott.
Hugur minn er nú hjá Kristni,
sem á á bak að sjá elskulegri eig-
inkonu og tryggum lífsförunaut.
Missir hans er mestur.
Þegar Aðalheiður nú kveður
þetta líf skilur hún eftir sig fjölda
minninga. Þær tengjast dug og
seiglu, lífi og fjöri, litum og lífs-
krafti. Við sem eftir stöndum eigum
þessar minningar. Þær auðga líf
okkar. Þær gefa okkur styrk þegar
við kveðjum Aðalheiði Þorleifsdótt-
ur hinstu kveðju hér í heimi.
Guðrún Erna Hreiðarsdóttir.
Snemma morguns þriðjudaginn
4. júní kvaddi Alla Kidda á 84. ald-
ursári en þau hjónin Aðalheiður
Þorleifsdóttir eins og hún hét fullu
nafni og Kiddi föðurbróðir minn
bjuggu í Karlsbrautinni á Dalvík
eins og foreldrar mínir og fleiri föð-
ursystkin mín. Það var gott að hafa
Öllu í götunni. Þegar ég var krakki
var það keppikefli að sendast fyrir
Öllu, hún kunni vel að meta hlaupin
og borgaði alltaf vel, annaðhvort
með peningum eða sælgæti. Ég
man eftir því að þegar ég labbaði
framhjá húsinu þeirra Öllu og
Kidda leit ég gjarnan upp í stofu-
gluggann til að athuga hvort Alla
þyrfti nú ekki á neinu að halda úr
Kaupfélaginu í dag.
Við hittumst seinna í frystihús-
inu, hún taldi sér málið skylt og sá
sig knúna til að kenna mér réttu
handtökin. Þarna leiddi hún mig í
allan sannleikann um það hvernig
átti að vinna fiskinn, hratt, snyrti-
lega og nýting í hámarki. Slugs var
ekki inni í myndinni enda Alla ein
af þeim konum sem héldu frystihúsi
KEA á Dalvík uppi áratugum sam-
an. Hún vann lengi við flökun áður
en þar til gerðar vélar tóku við af
mannshendinni en það voru kraft-
miklar konur sem unnu við það
enda talið karlmannsverk. Þessi
fremur netta kona vann það bæði
fljótt og vel eins og allt annað sem
hún tók sér fyrir hendur.
Eins og margur af þessari kyn-
slóð átti hún langa starfsævi. Hún
vann alltaf utan heimilis, sem var
e.t.v. ekki svo algengt hjá konum í
þá daga, síðan var „gripið í“ handa-
vinnu og heimilisverkin á kvöldin.
Hún var nefnilega ekki bara fljót
og vandvirk við fiskvinnuna heldur
lék allt handverk í höndunum á
henni, prjón, hekl og saumar. Það
er ótölulegur fjöldi listmuna sem
liggur eftir Öllu.
Fyrir hönd systkinanna í Lundi
kveð ég Öllu með virðingu og þökk
fyrir samfylgdina. Hún var ein af
þeim sem settu svip sinn á Karls-
braut æskunnar og vissulega ein af
því samferðafólki sem hafði áhrif á
okkur og lagði í uppeldis- og
reynslusjóðinn.
Kidda frænda, Atla Rafni og
börnum hans Þórdísi, Aðalheiði og
Kristni sendum við samúðarkveðj-
ur.
Arna A. Antonsdóttir.
AÐALHEIÐUR
ÞORLEIFSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
✝ Guðrún ÁstaSveinbjörnsdótt-
ir fæddist á Vestdals-
eyri í Seyðisfirði 31.
október 1911. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Seyðisfjarðar 9. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Odd-
fríður Ottadóttir, f.
27.7. 1882, d. 30.9.
1961, og Sveinbjörn
Árni Ingimundarson,
f. 26.12. 1878, d. 4.5.
1956. Þau bjuggu
lengst af á Seyðis-
firði. Ásta var næst-
elst af átta systkinum og eru tvö
þeirra á lífi.
Eiginmaður Ástu var Svein-
björn Jón Hjálmarsson, f. 28.12.
1905, d. 5.12. 1974. Börn þeirra
eru: Baldur Guðbjartur, f. 30.1.
1929, kona hans er Helga Her-
móðsdóttir. Inga Hrefna, f. 2.1.
1932, hennar maður var Jóhann
Jóhannsson sem lést 24.4. 2001.
Jóhann Björn, f. 18.2. 1934, kona
hans er Svava Sófusdóttir. Fjóla,
f. 11.6. 1935, hennar
maður er Guðmund-
ur Hannes Sigur-
jónsson. Ástrún
Lilja, f. 14.9. 1951,
sambýlismaður
hennar er Kjartan
Pálsson. Árdís Björg
Ísleifsdóttir, f. 24.8.
1951, hennar maður
er Stefán Þór Her-
bertsson. Árdís er
dóttir Ingu Hrefnu
og fósturdóttir Ástu
og Sveinbjarnar.
Ömmubörn Ástu eru
15 og langömmu-
börnin 29.
Ásta gekk í barnaskólann á
Vestdalseyri og lauk þaðan fulln-
aðarprófi.
Ásta og Sveinbjörn bjuggu all-
an sinn búskap á Seyðisfirði þar
sem hún stundaði verkamanna-
störf alla tíð ásamt heimilisstörf-
um.
Útför Ástu fer fram frá Seyð-
isfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Elsku mamma, með nokkrum lín-
um ætlum við systurnar að kveðja
þig og þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur.
Þú varst stór kona, þó svo að þú
hafir ekki verið hávaxin varstu með
stórt hjarta sem sýndi sig í því
hvernig þú varst við þá sem minna
máttu sín. Dugleg varstu með ein-
dæmum, bæði sem verkakona og
húsmóðir, um það bar saumaskapur
þinn og matargerð vitni, svo og allt
annað sem þú gerðir.
Elsku mamma, ég þakka þér góð-
vild við börnin mín, Guðrúnu Rögnu
og Sveinbjörn Baldur, sem kveðja
þig líka með þessum línum, ásamt
kveðju frá mökum okkar, Kjartani
og Stefáni.
Viltu skila kveðju til pabba og Jó-
hanns þegar þú hittir þá.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
Svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Blessuð sé minnig þín.
Þínar dætur
Ástrún Lilja og Árdís Björg.
GUÐRÚN ÁSTA
SVEINBJÖRNS-
DÓTTIR