Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 49 þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Elsku Kata mín, missir þinn er mikill og fjölskyldunnar allrar, en höfum í huga það sem hann sagði svo oft: Við hjálpumst öll að. Elsku Hinni minn, takk fyrir allt og guð geymi þig. Þinn tengdasonur Sigurður Hólmar Karlsson. Í dag, laugardaginn 15. júní, er til moldar borinn frá Stykkishólms- kirkju bróðir minn, Hinrik Finnsson verslunarmaður. Mig langar hér í fáum orðum að minnast hans og kveðja hinstu kveðju. Tengsl okkar hafa ætíð verið náin og innileg enda erum við einu börn foreldra okkar sálugu. Nágrannar höfum við ávallt verið hér í Stykk- ishólmi og fjölskyldubönd okkar sterk, samskipti okkar tíð og góð. Margs er því að minnast úr sam- vistum okkar. Flest eru það ánægju- leg minningarbrot enda ekki að furða því glaðværð hans og umhyggja fyrir öðrum voru helstu persónueinkenni bróður míns. Eitt áttum við t.d. sem sameigin- legt áhugamál. Það var bílaeign okk- ar bræðra og vangaveltur okkar um ágæti þeirra og oft á tíðum spaugi- legur metingur og samanburður, jafnan í því skyni að auðga tilveruna glaðværð og hlátri. Gerðum við óspart gys að þessu tali okkar og spekúlasjónum. Oftast höfum við báðir átt amer- ískar fólksbifreiðar; sannkallaðar drossíur, börn síns tíma. Það varð til- efni eilífs gamansams samanburðar um ágæti hvorrar tegundar og hvor- um um sig þótti sinn fugl fagur, auð- vitað. Skemmtilegust eru þó minningar- brotin um Trabantbílaeign okkar bræðranna og föður okkar, Finns heitins Sigurðssonar, en við áttum allir sinn Trabantinn hver um tíma. Urðum við með þeim fyrstu hér í Hólminum til að festa kaup á þessu tækniundri þeirra tíma. Vöktum við því óskipta athygli fyrir bragðið enda vart annað hægt en að taka eftir Trabant á ferð. Hvort tveggja gang- hljóð þeirra og blár reykjarmökkur- inn sáu til þess. Hinni bróðir skilur eftir sig ynd- islega fjölskyldu er sárt saknar góðs heimilisföður. Ætíð var hann vina- margur og þótti gaman að samvist- um við fólk við ýmis tilefni. Undi hann þar glaður við mesta áhugamál sitt, tónlistina, en hann lék jöfnum höndum á píanó, harmoniku og hin ýmsu blásturshljóðfæri. Samdi hann m.a. mörg skemmtileg sönglög. Þá hafði hann mikið yndi af veiðiskap og útivist honum tengdri, sérstaklega hin síðari ár. Á undanförnum misserum hefur bróðir minn barist hetjulegri baráttu við illskæðan sjúkdóm. Æðruleysi hans á þessum erfiðu tímum var aðdáunarvert. Þá kom á daginn hans góða lundarfar, sem oftar en ekki létti samferðafólki hans tilveruna við erfiðar kringumstæður. Þannig minnist ég nákomins og kærs bróður míns. Ég bið algóðan Guð að styrkja og varðveita Kötu, mágkonu mína, börn þeirra og fjölskyldur í sorg þeirra. Blessuð veri minning Hinriks, bróður míns. Kristinn Finnsson. Við systkinin vorum svo heppin að eiga afa með stærra hjarta en al- mennt þekkist. Hann átti stóra fjöl- skyldu en í raun skipti það ekki máli hve mörg við urðum, hjartað var svo stórt að allir áttu alltaf sinn sérstaka sess hjá honum. Afi var einstaklega fallegur og góður maður og að okkur fannst þekkti hann a.m.k. hálfa þjóð- ina. Enn í dag er nóg að tilgreina bara að við séum barnabörn „Hinna Finns“ og þá vita allir hverra manna við erum. Hvert okkar á svo margar góðar minningar um afa. Bryndís minnist sérstaklega píanóleiksins sem hljóm- aði svo fallega á kvöldin þegar hún og Gunna áttu að fara að sofa. Rakel rifjar upp alla stúkufundina þar sem afi spilaði og söng með okkur krökk- unum og Óðinn rifjar upp veiðiferð- irnar með afa og Kötu. Þá fór hann á morgnana með Kötu og á meðan var afi í búðinni. Seinni partinn skiptu þau svo um hlutverk, þá fór Kata í búðina, Óðinn með afa í veiðina og þar sátu þeir síðan og borðuðu nesti! Afi og Óðinn voru alveg sérstak- lega tengdir og við vorum því ekkert hissa þegar Óðinn fékk hugboð til Portúgals daginn sem afi veiktist í síðustu viku. Það sem á milli þeirra ríkti einkenndist af væntumþykju og kærleik sem þeir ræktuðu svo sér- staklega frá fyrstu tíð. T.d. var það fastur liður hjá Óðni að koma við hjá afa þegar hann bar út blöðin í bæn- um. Þá sátu þeir saman strákarnir og ræddu málin af einlægni. Oft höfðum við systurnar það þó á tilfinningunni að þeir þyrftu ekki að tala saman til að tjá sig, svo sterk voru þeirra bönd. Maímánuður í vor er okkur systk- inunum einstaklega kær. Afi náði í þeim mánuði að heimsækja Bryndísi í nýja húsið á Hellu og það var skemmtilegur dagur. Afi náði líka að sjá Rakel upplifa ástina og það voru góðar stundirnar sem hann átti með henni og Gylfa í vor, bæði í Stykk- ishólmi og í Reykjavík. Vænst þykir okkur þó um brúðkaupið á kosninga- dag þar sem afi sat stoltur og klökk- ur á fyrsta bekk þar sem hann horfði á Óðin innsigla hamingjuna með Birnu. Þetta var einstaklega fallegur dagur og falleg athöfn eins og afi kenndi okkur alltaf svo vel að meta. Þennan dag átti hann með okkur allt fram á kvöld og okkur þykir það óendanlega ómetanlegt að eiga þessa minningu með honum. Það er svo sárt að kveðja og erfitt að ímynda sér Stykkishólm án afa. En við trúum því og treystum að hann muni vaka yfir okkur áfram, vitandi það að breiði og góði faðm- urinn hans mun alltaf umlykja stóru fjölskylduna okkar. Takk fyrir allt, elsku fallegi og góði afi okkar. Rakel Sveins Másdóttir, Óðinn Másson, Bryndís Björk Másdóttir. Ævi fallegrar sálar er öll. Hinni afi hefur kvatt okkur í bili. Þetta er óneitanlega skrýtin hugs- un, sérstaklega þar sem við héldum að hann yrði hér með okkur alltaf, alltaf. Þetta er afleidd og barnaleg hugsun, en vel meint. Afi var stór og stæðilegur með vel greitt hárið. Hann tók alltaf vel á móti okkur litlu fjölskyldunni með hlýlegum faðmi og brosi sem náði ekki aðeins til munnsins heldur líka til augnanna. Afi hafði mikla kímnigáfu og oft hnyttin tilsvör á reiðum hödum. Hann var vel lesinn og gat verið skemmtilega utan við sig. Það gerð- ist nú oftar en ekki einu sinni, þegar fjölskyldan var saman komin, að hlegið var dátt að gerðum afa, og stundum fannst honum nú hlutirnir ekki jafn spaugilegir og okkur hin- um. Ameríkanskir bílar voru í miklu uppáhaldi hjá honum, og ég held því stærri því betri. Það var nú ekki amalegt að fara á rúntinn með afa, oft fengum við kók og Prins Póló okkur til mikillar ánægju. Hann skemmti bæði sér og öðrum og lék á als oddi þegar það kom að tónlist. Það þurfti ekki að biðja hann tvisvar að taka í nikkuna eða píanóið enda músíkalskur mikið. Hann var svolítið fyrir það að semja eigin tón- list og þessi tónlist mun lifa vel og lengi með okkur hinum um ókomin ár. Hinni afi var alltaf glaður og reifur og lék á als oddi. En svo fyrir rúmu ári síðan greindist hann með krabba- mein, og fór þá að draga úr þreki hans. Það var erfitt að sjá orkuna flæða úr þessum stóra, stolta manni. Hann bar þó höfuðið hátt og barðist vel við þennan erfiða sjúkdóm með vilja, von og þrjósku. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Tímarnir okkar með afa hefðu gjarnan mátt vera fleiri. En oft var það erfitt þar sem við bjuggum allt að fleiri þúsund kílómetra í burtu. En við höfum alltaf verið mjög stolt yfir afa og mikið gortaðaf hon- um og hyggjumst gera það enn. Elsku afi. Þú hefur markað þér djúp, falleg og vel mótuð spor í minn- ingu okkar um ævi alla. Guð geymi þig, elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, við hittum þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hinrik Elvar Finnsson, Lóa Dís Finnsdóttir. Elsku afi. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, en við reynum að hugsa ekki um sorgina heldur alla þá fegurð sem enn er eftir, allar góðu minningarnar um þig munu lifa í hjörtum okkar. Þrátt fyrir öll veikindin varstu svo fallegur með stríðnisglottið þitt á vörunum, alltaf tilbúinn að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu. En nú ertu floginn burt á hvítu vængjunum þínum yfir í heim fag- urra sólargeisla, stórra fljóta, fossa og fjalla, þar sem sólin skín og engl- arnir dansa. Minningin um besta afa í heimi lif- ir í hjörtum okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Takk fyrir að vera afi okkar. Með söknuði. Þínar afastelpur Sara og Katrín Eva. Með þessum línum langar okkur systkinin til að minnast föðurbróður okkar, Hinna frænda, sem er látinn. Pabbi og Hinni voru bara tveir bræðurnir, Hinni aðeins yngri, þeir voru mjög samrýndir bræður og bjuggu ávallt nálægt hvor öðrum. Við minnumst því nálægðar við Hinna frænda öll uppvaxtarárin okk- ar. Það var alltaf glatt á hjalla þegar Hinni kom í heimsókn enda var hann sannkallaður gleðigjafi hvar sem hann kom, hann var léttur í lund (ekki í kílóum), skemmtilegur og kunni fjöldann allan af skemmtileg- um sögum og hann hafði einstaka frásagnarhæfileika sem hreif hlust- andann með. Það var alltaf stutt í glens og grín hjá Hinna og oftar en ekki lét hann pabba hlaupa 1. apríl. Það hefur alla tíð ríkt mikil vinátta milli okkar systkinanna og Hinna og fjölskyldu hans. Við systurnar flutt- umst burt úr Hólminum fyrir mörg- um árum en bróðirinn hefur alla tíð búið í Stykkishólmi og milli hans og Hinna var mikill samgangur og vin- átta. Alltaf var jafnyndislegt og skemmtilegt að koma í heimsókn til Hinna og Kötu, þar var vel tekið á móti gestum enda þau hjón afar gest- risin. Oft hafa gamlir „Hólmarar“ og margir aðrir spurt okkur systkinin hverra manna við værum. Þegar við svöruðum því samviskusamlega hef- ur oftar en ekki komið fram að við- komandi man eftir föður okkar en ekki síður eftir Hinna frænda enda kom hann víða við bæði félagslega og atvinnulega og var því mörgum kunnur. Hinni var vinamargur og einstak- ur maður, hann var afar músíkalskur og spilaði á ýmis hljóðfæri þó alveg sérstaklega á nikkuna og píanó. Hann var ávallt tilbúinn að spila hvar og hvenær sem var svo framarlega sem eitthvert hljóðfæri var til staðar. Á „dönsku dögunum“ fyrir tveim árum fylltist veitingahús í Stykkis- hólmi út að dyrum. Ástæðan var ein- föld, Hinni og Kata höfðu dottið inn til að fá sér kakó en ekki leið á löngu þar til Hinni var sestur við píanóið og fólkið hópaðist í kringum hann og söng og skemmti sér konunglega. Þá var Hinni frændi í essinu sínu. Hinni frændi kvaddi Stykkis- hólmsbúa á sjómannadaginn með glæsibrag. Hann hafði haft af því spurnir að engin lúðrasveit yrði með skrúðgöngunni þetta árið og óskaði hann því eftir því að skrúðgangan myndi stoppa fyrir utan heimili hans. Þar sat hann fársjúkur og spilaði sjó- mannalög á nikkuna fyrir Hólmara. Hann andaðist fimm dögum síðar. Móðir okkar Sigurbjörg Sigurðar- dóttir andaðist 25. apríl síðastliðinn á afmælisdegi Hinna. Pabbi okkar hef- ur því misst mikið á skömmum tíma. Við biðjum Guð að styrkja pabba í sorginni. Elsku Kata, við systkinin og fjöl- skyldur okkar sendum þér og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Það er með söknuði og trega sem við kveðjum Hinna frænda. Sigurður Kristinsson, Magdalena Kristinsdóttir, Inga J. Kristinsdóttir. Hinrik Finnsson, fyrrum kaup- maður og hljómlistarmaður, er látinn aðeins 71 árs. Þessi fregn kom að vissu leyti ekki á óvart en hann hafði undanfarið barist við erfiðan sjúk- dóm og unnið á honum þannig að við vinir hans vonuðum að þrautin væri unnin. Það var svo margt sem lofaði þar góðu, en sú von okkar rættist því miður ekki. Kallið kom skyndilega og nú er það minningin sem lifir og við hana orna vinir hans sér nú. Mér þótti vænt um Hinrik, enda unnum við mikið saman bæði í Sjálf- stæðisfélaginu og eins í Lúðrasveit- inni og Tónlistarfélaginu. Og ekki má ég gleyma öllu því sem hann innti af hendi með mér bæði í barnastúkunni Björk og stúkunni Helgafell. Þar var hann alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og aldrei spurt um hvað hann fengi fyrir sína hjálp. Við kynntumst fljótt eftir að ég kom í Hólminn. Þá var hann 11 ára og for- eldrar hans voru mér svo kærir strax við fyrstu kynningu og kom ég oft á heimili þeirra. Hann átti því ekki langt að sækja góðvild sína, hjálp- semi og allt það sem getur auðgað fagurt mannlíf. Hann varð strax áhugasamur um tónlist og þegar við stofnuðum Lúðrasveitina hér 1944 var hann einn þeirra fyrstu í æfingum með okkur og lengst af félagi þar. Sama má segja um Tónlistarfélag Stykk- ishólms. Þar var hann einn af stofn- endum og áhugasamur. Snemma eignaðist hann harmonikku og hún var óspart notuð. Ég hafði strax og ég kom í bæinn fengist nokkuð við að semja gamankvæði um atburði dags- ins og fólkið í bænum, og oft lék Hinni undir fyrir mig á harmonikk- una. Það tryggði betur okkar vináttu. Hann kom oft með efni í bragina og faðir hans Finnur Sigurðsson, múr- arameistari, mjög skemmtilegur og athugandi ýmisleg málefni í bænum, var oft í að bjóða mér heim með rit- vélina og þá var samið og rætt saman mörg kvöld. Þetta var mér ómetan- legt og því rifja ég það upp nú. Þær stundir verða ekki taldar sem við vorum saman á skemmtunum hér í Hólminum en gleymast ekki. Hinrik var einnig í viðskiptalífinu hér um langan tíma og þar eins og annars staðar var hann áhugasamur og vann gott starf fyrir borgara þessa bæjar, enda alltaf Hólmari og þótt hann færi suður um tíma, voru tengslin svo sterk að hann kom aftur og þess nutum við bæjarbúar í ríkum mæli. Ég heimsótti hann nokkru fyr- ir andlátið, og þá var margt rifjað upp og tekið í píanóið og sú stund var fljót að líða. Þá má ég ekki gleyma því að Hinni var lagasmiður. Þau voru hugljúf lögin hans. Það seinasta sem við áttum stundir saman var á Dvalarheimilinu hér þar sem hann vakti yfir okkur þar af sinni nær- gætni og með vinarbrosi. Þetta þakka ég af alhug. Margt fleira mætti nefna, en þessi orð eiga að vera þakklæti fyrir samfylgdina og allt það góða sem við áttum saman. Guð blessi góðan dreng og fólkinu hans öllu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið því allrar blessunar. Árni Helgason, Stykkishólmi. Í dag kveð ég mjög góðan vin, hann Hinna minn, eins og ég kallaði hann oft. Ég var mjög stolt stelpa í Hólminum. Þegar ég var að passa krakkana hans og Kötu og við tengd- umst góðum böndum, enda átti ég alltaf smá í krökkunum þeirra. Og allar þær yndislegu minningar sem komu upp í huga mér þegar mér var tilkynnt um andlát þitt. Þessi dagur var mér mjög erfiður, eins fyrir fjöl- skyldu þína, enda svo stutt frá því að þú komst í Nettó til að sjá stelpuna. Þá voruð þið Kata mín að fara í sum- arbústað með Má og Jóhönnu, þú geislaðir af gleði, fannst mér, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm. En ekki hvarflaði að mér að þetta væri í síð- asta skiptið sem ég sæi þig. Elsku Hinni minn, eitt áttum við sameiginlegt og höfðum gaman af. Það var 25. apríl, afmælisdagurinn okkar. Takk fyrir allt, elsku Hinni minn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Kata mín börn, tengdabörn og barnabörn. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hinna Finns. Ykkar vinkona Linda Braga.  Fleiri minningargreinar um Hinrik Finnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.