Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 43
✝ Þuríður Briemfæddist í Eyjum í
Breiðdal 28. septem-
ber 1919. Hún andað-
ist á dvalarheimili
aldraðra á Sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði
7. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ólafur
Haraldsson Briem (f.
17. september 1872,
d. 30. maí 1953) og
Kristín Hannesdóttir
(f. 25. ágúst 1880, d.
23. febrúar 1943).
Systkini Þuríðar
voru: Haraldur Briem (f. 23. júlí
1905, d. 4. september 1997), Þrúð-
ur Briem (f. 27. febrúar 1908, d. 20.
janúar 1974) og Hannes Briem (f.
29. október 1910, d. 9. maí 1967).
Á afmælisdaginn sinn árið 1944
gekk Þuríður að eiga Gísla Marinó
Þórólfsson (f. 4. febrúar 1917, d.
21. júní 1986) frá Sjólyst á Reyð-
arfirði. Þeim varð fjögurra barna
auðið, sem eru þessi: 1) Kristinn
Ólafur Briem (f. 1. júní 1943) skrif-
stofustjóri. Sambýliskona hans er
Guðlaug Guðmundsdóttir (f. 4. maí
1949). Með fyrri konu sinni, Guð-
nýju Kjartansdóttur (f. 23. okt.
1940), á Kristinn þrjú börn, sem
eru: Gísli Þór Briem (f. 29. desem-
ber 1964), Kjartan Heiðar Krist-
insson Briem (f. 26. maí 1966) og
Sigrún Elva Briem ( f. 2. mars
1968). 2) Katrín Kristín Briem
Gísladóttir (f. 5. desember 1945)
nuddfræðingur, gift Auðbergi
Jónssyni (f. 16. mars 1943) lækni.
Þeirra börn eru: Gísli Marinó Auð-
bergsson (f. 14. október 1966), Jón
Kristinn Auðbergs-
son (f. 26. september
1968), Davíð Örn
Auðbergsson (f. 29.
janúar 1973), Har-
aldur Trausti Auð-
bergsson (f. 14. ágúst
1974) og Bjarki Örv-
ar Auðbergsson (f.
21. desember 1982).
3) Þórólfur Gíslason
(f. 19. mars 1952)
kaupfélagsstjóri,
giftur Andreu Dögg
Björnsdóttur (f. 27.
júní 1956) grunn-
skólakennara. 4)
Dagbjört Briem Gísladóttir (f. 13.
maí 1957), gift Sigurði Baldurssyni
(f. 25. ágúst 1949) bónda á Sléttu í
Reyðarfirði. Þeirra börn eru Ró-
bert Marinó Sigurðsson (f. 18.
október 1976) og Þuríður Lillý
Sigurðardóttir (f. 17. ágúst 1995).
Þuríður var í foreldrahúsum í
Eyjum til 16 ára aldurs. Eftir það
vann hún hin ýmsu störf víða um
land, var m.a. í kvöldskóla í
Reykjavík 1937 og 1938. Þau Gísli
bjuggu lengst af á Reyðarfirði, þar
sem Gísli var með útgerð, síldar-
söltun og annan atvinnurekstur.
Hún gaf út skáldsöguna Gleym-
mérei árið 1971 og ljóðabókina
Hagalagða árið 1983, auk þess sem
birst hefur eftir hana kveðskapur
opinberlega, m.a. í bókunum Aldr-
ei gleymist Austurland og Breið-
dælu. Síðustu misserin dvaldist
Þuríður á dvalarheimili aldraðra á
Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði.
Þuríður verður jarðsungin frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Sumu er einfaldlega þannig háttað
að maður veit að það er sannleikur.
Sannleikur sem verður ekki undir
neinar mælistikur lagður og fæst
aldrei haggað. Þannig veit ég og hef
vitað svo lengi sem man eftir mér, að
Breiðdalur sé fegursta sveit á land-
inu, og að sú jörð sem þar ber af öðr-
um heitir Eyjar. Þetta hefur hún
amma mín kennt mér. Og, hvort sem
það er tilviljun eður ei, þá var það ein-
mitt þar sem hún var fædd og upp al-
in. Mannlíf þar og þá var betra og göf-
ugra en í annan tíma hefur þekkst á
Íslandi.
Hin staðlaða amma minnar kyn-
slóðar er kona sem heldur til í eld-
húsi, sinnir vel öllum líkamlegum
þörfum barnabarnanna og kryddar
umhyggjuna af og til með siðferðileg-
um umvöndunum. Þuríður amma var
ekki amma af því taginu, þó vissulega
gæti hún látið til sín taka á þessu sviði
þegar hún vildi það hafa, bakað
lummur eða steikt kótelettur. Nei,
hún hafði einhvern veginn dottið nið-
ur á allt aðra og betri uppskrift af því
hvernig ömmur eiga að vera. Ekki
veit ég hvort eiginleikar hennar hafi
komið eins vel fram í öðrum rullum
hennar í lífinu, en alla vega passaði
hún óaðfinnanlega í ömmuhlutverkið.
Þar var stöðugt eitthvað í gangi. Börn
voru ekki látin leika sér sjálf heldur
var leikið við þau. Alltaf var verið úti
þegar því varð við komið, farið í
gönguferð, berjamó o.fl. Amma gat
verið háðsk, og var ekkert að sussa á
það þó verið væri að gera góðlátlegt
grín að einhverju eða einhverjum,
heldur hafði hún lúmskt gaman af.
Eitt af því sem ég held að henni
hafi þótt almest gaman, var að salta
síld. 12 ára gamall var ég gerður að
aðstoðarmanni hennar við þetta, lát-
inn setja í tunnurnar. Við vorum
örugglega fljótust á planinu. Seinna,
þegar ég var 18–19 ára, var mér falið
að kenna henni á bíl. Það gekk nú
ágætlega þó bílprófið væri aldrei tek-
ið. Þannig var ýmislegt brallað.
Ekki var ég þó alltaf alveg ánægð-
ur með ömmu. Þannig var mér ekki
skemmt þegar afi hafði keypt fyrsta
myndbandstækið sem ég kynntist,
leigt kúrekamynd og boðið okkur að
koma í heimsókn og horfa. Amma
stoppaði þetta alveg, því þetta væri
ljót mynd þar sem drepnir væru indí-
ánar. Ekki varð af því að maður
kynntist myndbandstækninni í það
skiptið. Flest annað hef ég þó með
aldrinum fallist á að hafi verið rétt hjá
ömmu. Þannig skildi ég lengi vel ekki
hvernig hún gat alltaf verið að segja
söguna af Búkollu. Þetta er líklega
leiðinlegasta saga sem til er. Seinna
áttaði ég mig á að hér bjó að baki
hrein snilld, engin saga svæfir eins
vel.
Eitt af því sem sérstaklega ein-
kenndi ömmu var hvernig allir tóku
eftir henni, hún varð alls staðar mið-
depill allrar athygli, án þess maður
tæki eftir því að hún gerði nokkuð til
þess. Það var eitthvað, virkaði fremur
eins og þar væri þjóðhöfðingi á ferð
en venjuleg manneskja. Sem dæmi
má nefna, að þegar amma dvaldi
ásamt mörgum tugum annarra á
heilsuhælinu í Hveragerði, búin að
vera kannski í einn til tvo daga, og
komið var í heimsókn, þá þurfti ekki
annað en að spyrja einhverja ræst-
ingakonuna til vegar. Allir þekktu
Þuríði Briem og vissu á hvaða her-
bergi hún var.
Yfir andlátinu var sama reisnin.
Ekkert fall eða brambolt. Ekki óaf-
vitandi í svefni. Heldur settist amma í
stól eftir kaffið, sat í smástund, lygndi
svo aftur augunum og var dáin.
Átakalaust, hljóðlega og virðulega.
Nánast hátíðlega.
Tímasetning var líka fullkomin,
hún var ekki lengur í fullu fjöri, en af-
greiddi þetta áður en svo yrði komið
að mannleg reisn væri ekki yfir
henni.
Amma var viss um að það væri líf
eftir dauðann. Kannski er best að sjá
það fyrir sér á sama hátt og Þórberg-
ur lýsti fyrir Lillu Heggu – að þá fari
innra hylki þess fólks sem lifði vel hér
á jörðinni yfir í góðu og fallegu sveit-
irnar í öðrum heimi. Þá er hún amma
mín þar núna.
Gísli M. Auðbergsson.
Það var seinnipart dags hinn 7 júní
sem ég fékk þær fréttir að þú, amma
mín, værir dáin, að þú hefðir hrein-
lega sofnað. Það virðist ekki hægt að
hugsa sér það betra þegar dauðann
ber að garði.
Ég varð bæði hryggur og glaður,
og þá glaður fyrir þína hönd, búin að
berjast hetjulegri baráttu við þennan
hræðilega sjúkdóm sem er svo dul-
arfullur, í mörg ár.
Þú varst jafnlyndasta manneskja
sem ég hef þekkt, alltaf svo brosmild
og hýr.
Ég minnist þess í gamla daga er þú
fórst með okkur krakkana eitthvað í
göngutúr út í náttúruna, þar sem þú
ortir ljóð og naust útiverunnar á með-
an við lékum okkur, þú hafðir svo
gaman af því að vera úti í náttúrunni,
og gekkst mikið, stundum nokkra
kílómetra á dag og varst alveg fíl-
hraust þar til þessi sjúkdómur náði
tökum á þér.
Í minningunni standa alltaf upp úr
þessar ferðir svo og allar sögurnar
sem þú kunnir og loks góða skapið
sem þú varst svo rík af.
Í sveitinni fannst þér gott og gam-
an að vera og ófá skiptin setið yfir án-
um á sauðburði, og ekki hændust
kindurnar síður að þér en mannfólk-
ið, og varst þú ekki fyrr komin í fjár-
húsin að kindurnar fóru að jarma og
heimta eitthvert góðgæti.
Það var alltaf gaman þegar þú
komst í heimsókn, það var svo mikil
ró yfir þér hvort sem þú varst þreytt
eður ei, eins og t.d. í síldinni, þegar
vaktirnar voru orðnar langar og allir
þreyttir. Samt brostir þú og sýndir
aldrei merki um þreytu eða eitthvað
annað.
Ég bið algóðan guð að geyma þig í
hásæti sínu sem ég efast ekki um að
séu til fyrir svona yndislega persónu
sem þú varst.
Elsku amma mín, ég mun ætíð
geyma þig í hjarta mínu og mun
hugsa um þitt fallega bros er mér líð-
ur illa og þá veit ég að gleðin heldur
innreið sína á ný.
Ég vil þakka allar okkar stundir,
þeim mun ég aldrei gleyma.
Þinn
Gísli Þór.
Með hlýju og virðingu vil ég í fáum
orðum minnast Þuríðar Briem.
Þuríður var gift móðurbróður mín-
um Gísla Þórólfssyni. Lengst af
bjuggu þau hjónin í Sjólyst á Reyð-
arfirði sem var æskuheimili móður
minnar og þaðan á ég margar ljúfar
minningar frá æskuárum mínum þeg-
ar Þuríður var húsfreyja þar.
Margar ferðir voru farnar til
frændfólksins á Reyðarfirði með rútu
yfir Hólmaháls, alla tíð mikið og gott
samband þar á milli.
Þuríður var einstök og vel gerð
kona, bókhneigð og greind, og á
mörgum sviðum langt á undan sinni
samtíð. Hún var ekkert að velta sér
upp úr smámunum og lét veraldleg
gæði lönd og leið.
Í ævintýraheim hennar og visku-
brunn sóttum við börnin. Það var allt-
af svo skemmtilegt að hlusta á sög-
urnar hennar, sem oft voru samdar
jöfnum höndum og auðguðu þannig
ævintýraheim barnsins.
Ef sól var á lofti eða himinninn fag-
ur mátti uppvaskið alltaf bíða. Þur-
íður sá alla þessa fegurð – naut henn-
ar og kenndi öðrum að njóta. Og víst
var skemmtilegra að telja stjörnur
himinsins eða fara í fjöruferð og bara
njóta augnabliksins en að vaska upp
bolla og diska.
Í Sjólyst var vel tekið á móti gest-
um og þangað var alltaf gaman að
koma.
Síðustu árin átti Þuríður við heilsu-
brest að stríða og dvaldi á Sjúkrahúsi
Seyðisfjarðar. Þar var vel um hana
hugsað og þar leið henni vel.
Þrátt fyrir heilsubrest brást henni
aldrei góða skapið og hlýja viðmótið.
Með hlýjum og góðum minningum
kveð ég einstaka konu.
Katrín Þórlindsdóttir.
Gulli roðinn glitrar sær,
glóð um fjallatinda.
Sólu vafinn sindrar skær
sægur draumamynda.
Þannig orti hún Þuríður Briem, þá
kornung kona, kona sem við kveðjum
nú í dag, kona margra fagurra
draumamynda sem hún fléttaði svo
oft og fallega í rímsins svásu sveiga.
Vorið er minn tími, sagði hún eitt
sinn við mig er hún var að fara inn í
sveit til dóttur sinnar og tengdasonar
að sinna lambfénu þar af þeirri alúð
og elju sem henni var svo lagin. Hún
átti eðlislæga þrá eftir vorinu, verm-
andi og hlýju með vaknandi lífi um
völl og mó, nú hvarf hún þessari ver-
öld inn í þetta ylríka vor yfir á sólstig-
ans braut. Þuríður var vel gjörð kona,
andlegt atgervi átti hún ríkulegt, hög
var hönd sem hugur, hún var afar
hugguleg kona og bar sig vel, bar með
sér bros á braut okkar með sínu geisl-
andi glaða viðmóti, skemmtileg og
hress í orðræðu allri og var víða
heima, en ljóst að ljóð tóku hug henn-
ar fanginn framar öðru, þar var hún á
heimavelli.
Hún átti marga strengi og blæ-
brigðaríka á ljóðahörpu sinni, þar
sem sinn skerf áttu bæði gaman og al-
vara. Hugljúf og stílhrein voru æsku-
ljóð hennar sem birtust í bókinni
Aldrei gleymist Austurland, bráð-
skemmtileg voru gamankvæði henn-
ar og þorraheilsan á ég eftir hana sem
hvert skáld mætti vera fullsæmt af.
Hún Þuríður var líka löngum drjúg á
sinni tíð að semja fyrir þorrablótin
okkar heima á Reyðarfirði og ein-
kennin voru þau hversu ljóð féllu vel
að lögum og eins hitt hversu græsku-
laus með öllu þessi gamanmál hennar
voru og aldrei að neinum öðru vísi
vikið en í léttum gleðitón.
Það var enda í samræmi við skap-
höfn hennar og ljúft lundarfar en
skoðanir átti hún skýrar á mönnum
og málefnum, sanngjörn en einörð
um leið.
Mikil og einlæg var sú hlýja er
mætti manni við alla samfundi alla
tíð, hjartahlýja hennar kom einnig
ljóslega fram í ljóðum hennar, en svo
kvað hún ung í minningu móður sinn-
ar:
Úr hverju vildir böli bæta,
brosið var sem skin af sól.
Vildir hugga, verma, kæta,
veita hrjáðum líkn og skjól.
Göfugt allt og gott þú kenndir,
góða elsku mamma mín,
bættir allt og blíðu sendir.
björtust allra er minning þín.
Þuríður var lánsmanneskja í sínu
einkalífi, hún átti mikinn ágætisdreng
sem eiginmann, sem hún missti þó of
fljótt frá sér, athafna – og eljumann-
inn Gísla Þórólfsson, saman eignuð-
ust þau mikil efnisbörn sem erfðu
góða eiginleika foreldranna og hafa
komið sér mætavel.
Það var gaman að hitta þau hjón
Þuríði og Gísla á góðri stund og
einkar gott að sækja þau heim, um
margt voru þau ólík en einnig lík í
umhyggjusemi sinni og hlýju viðmóti
sem í svo mörgu öðru.
Þuríðar minnist ég með þakklátum
huga nú á kveðjustund, henni var gott
að mega kynnast, enda ein mesta
gæfa manns í lífinu að hafa kynni af
gefandi góðu fólki. Hún var kona
hinnar ágætustu gerðar, lífsstarfið
langt og farsælt, lífsskyldan vel rækt
í hvívetna.
Við Hanna þökkum kynnin kæru á
lífsins leið og ljúfar samverustundir
um leið og við sendum börnum henn-
ar og þeirra fólki hugheilar samúðar-
kveðjur.
Þuríðar er gott að minnast sem
hinnar glaðbeittu og leiftrandi ljóða-
konu sem unni af hjarta því góða og
fagra í tilverunni og vildi allra veg
greiða.
Þegar hún leitar nú á nýjar leiðir á
ljóssins vegum skal hún kært kvödd
með tilvitnun í hennar eigið ljóð frá
æskudögum sem hún nefndi: Heima
og tileinkaði æskustöðvunum í Breið-
dal. Góður vitnisburður um ást henn-
ar á heimahögum sem færð er í svo
fallegan búning.
Hugurinn þráir ætíð æskuslóð,
yndisdrauma bjartra vonaglóð.
Í háum gljúfrum hlusta á fossins söng,
hægan nið er styttir dægrin löng.
Heima fannst mér blómin ilma bezt,
blárra fjalla tignin vera mest.
Lækir smáir ljúflings kváðu mál,
ljúft sá niður hljómar enn í sál.
Blessuð sé hin mæta minning
Þuríðar Briem.
Helgi Seljan.
Þuríði Briem kynntist ég þegar ég
bjó á Reyðarfirði á árunum 1980 til
1991. Við áttum saman margar
ánægjustundir í Hvammi og samræð-
ur okkar voru oftar en ekki í gáska og
gríni. Við Þuríður áttum það sameig-
inlegt að geta notið lífsins án þess að
hafa of miklar áhyggjur af mannlífinu
í kringum okkur. Þótt allmörg ár
væru á milli okkar skipti það ekki
máli, við urðum nánar vinkonur og
gátum rætt um allt milli himins og
jarðar.
Þuríðar minnist ég sem næmrar
konu sem unni náttúru landsins ótak-
markað, og var oft með hugann í
heimahögunum í Breiðdalnum þar
sem hún ólst upp.
Hún lifði lífi sínu í sátt við sjálfa sig
og aðra, var rómantísk persóna og
skáld í hjarta sínu sem skildi eftir sig
ljóð og sögur.
Ég hugsa til Þuríðar Briem með
söknuði og þykir leitt að hafa ekki
verið þess megnug að hitta hana síð-
ustu æviár hennar. En einu sinni vinir
– ávallt vinir og frá Döggu fékk ég
annað slagið fréttir af heilsufari
hennar.
Þuríður lifir í minningu minni sem
ein af mörgum kraftmiklum konum
þessa lands, sem lifðu lífinu á þann
hátt sem þeim einum er lagið sem
ekki eru um of uppteknir af hvers-
dagslegu amstri.
Þökk sé Þuríði fyrir svo margar
ánægjustundir og samfylgd.
Innilegar samúðarkveðjur, Dagga
mín og fjölskylda, Kristinn og fjöl-
skylda, Kata og fjölskylda svo og aðr-
ir aðstandendur.
Guð blessi minningu Þuríðar
Briem.
„Og láttu daginn í dag geyma
minningu hins liðna og draum hins
ókunna.“ (Kahlil Gibran.)
Margrét Traustadóttir.
ÞURÍÐUR ÓLAFS-
DÓTTIR BRIEM
!
"!#$ "!$ %&%
'!
( #$ "!$
!')
!
*$*+
!
"
#
#
$
#, -.//#, -& )-- 0 +
(1 ! 2%$
$
*""*$*
1
!+