Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-16.00 TUNGUÁS 6 - GARÐABÆ 160 fm einbýlishús á einni hæð ásamt tvöföldum 49 fm bílskúr, eða samtals 209 fm, á þessum vinsæla stað í Ása- hverfi. Íbúðin er tvær stofur, rúmgott eldhús, 3 svefnherb., tvö baðherb. o.fl. Lóðin er grófjöfnuð. Húsið er ekki alveg full- búið. Áhv. 12,0 m. húsbréf og lífsj. Verð 23,9 m. Sigþór tekur vel á móti ykkur milli kl. 14.00 og 16.00. EYJABAKKI 10 - Reykjavík 95 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð. Íbúðin skiptist þannig: Forstofa, eldhús,búr/geymsla, þvottaherbergi, rúmgóð stofa með suðursvölum út af. Her- bergjagangur, þrjú svefnher- bergi og baðherbergi. Á jarð- hæð er sérgeymsla. Verið er að klára að klæða húsið að utan og verður þeirri framkvæmd lokið á kostnað seljanda. Áhv. 6,6 m. Verð 10,9 m. Sigríður tekur vel á móti ykkur milli kl. 14.00 og 16.00. OPIÐ í dag frá kl. 14-16 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Sími 575 8500 • Fax 575 8505 EFTIR fimmtán ára athuganir og útreikninga hafa stjörnufræðing- ar á plánetuveiðum með nýjustu tækni að vopni loksins fundið sól- kerfi sem að minnsta kosti svipar til sólkerfisins sem jörðin tilheyr- ir. Þetta er í fyrsta sinn sem stað- festing fæst á því, að til séu önnur sólkerfi sem hafa þróast með svip- uðum hætti og okkar kerfi, með stóra gasrisa eins og Júpíter sem snúast í kringum sólina í tiltölu- lega mikilli fjarlægð á nokkurn- veginn hringlaga braut. Hingað til hafa þær stjörnur, sem vitað er að tilheyra stjörnu- hópi, verið hver annarri ólík; stór- ir „heitir Júpíterar“ verið á braut mjög nærri sólum sínum, og brautin í mörgum tilvikum ójöfn og mjög sporöskjulöguð. Stjörnu- fræðingar hafa lengi talið, að þetta mætti rekja til aðferðarinn- ar, sem notuð er við að leita að plánetum á braut um sólir, en ekki til einhvers náttúrulögmáls eða reglu sem stjórni plánetumyndun. Það sé einfaldlega auðveldara að finna stórar plánetur sem eru stutt frá sól en að finna plánetur sem eru á braut lengra frá sól. Uppgötvunina gerðu Geoffrey Marcy, prófessor við Háskólann í Kaliforníu í Berkeley, og Paul Butler, við Carnegie-stofnunina í Washington. Rennir hún stoðum undir fyrrgreinda ályktun stjörnufræðinga, og veitir fyrstu, beinu vísbendingarnar um að sól- kerfið okkar sé ekki einstakt. Sól- in í miðju þessa nýuppgötvaða sól- kerfis er í um 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni, í stjörnumerkinu Krabbanum. Hefur hún fengið heitið 55 Cancri. Marcy og Butler uppgötvuðu 1996 að pláneta ögn minni en Júpíter er á braut um 55 Cancri mjög nálægt sólinni og aðeins um 14 daga að fara hring um hana. Nú hafa þeir uppgötvað að pláneta sem er 3,5 til fimm sinnum efn- ismeiri en Júpíter er á braut um 55 Cancri í litlu meiri fjarlægð en Júpíter er í frá sólu. Svona upp- götvun hefur ekki verið gerð áður. Ný uppgötvun stjarnfræðinga Sólkerfi svipað okkar fundið Canaveralhöfða. Washington Post. STRIGASKÓRNIR hennar Eneidu Torres eru orðnir hálfgerðir ræflar en nýir skór myndu kosta hana öll eftirlaunin í heilan mánuð. Ef eitt- hvað er, þá á ástandið eftir að versna enda hefur Kúbustjórn hækkað verðlagið í „dollarabúð- unum“ þar sem hægt er að kaupa neysluvarning á borð við strigaskó fyrir beinharðan gjaldeyri. Stjórnin þarf nauðsynlega að hressa dálítið upp á fjárhaginn áður en sum- arsvækjan neyðir fólk til að kveikja á loftkælingunni með tilheyrandi bresti í öllu orkukerfinu. „Þetta er ekki gott,“ segir Torr- es, tæpleg sextug ekkja, þar sem hún situr í ruggustólnum á heimili sínu. Það eru líka orð að sönnu. Bensín er oft ófáanlegt og hvers konar sápa kemur ekki í verslanir nema á tveggja eða þriggja mánaða fresti og þá stranglega skömmtuð. Sumarið er versti tíminn í efna- hagslífinu en að þessu sinni eru erf- iðleikarnir meiri en venjulega. Á fyrsta fjórðungi ársins var sam- dráttur í ferðamennskunni, helstu gjaldeyrislindinni, 14%, olíuverð hefur hækkað en verðið á sykr- inum, helstu útflutningsafurðinni, hefur lækkað. Til jafnaðar hefur Kúba selt sykur fyrir um 45 millj- arða íslenskra króna á ári en nú stefnir í, að það verði aðeins fyrir rúma 32 milljarða kr. „Sykurreyrinn er okkar mesti fjársjóður“ stendur á Chile- sykurverksmiðjunni í San Luis á Austur-Kúbu en nú er þar engin starfsemi. Kúbverska fréttastofan sagði frá því þegar uppskerutíminn í sykrinum hófst í fyrra, að þá væru aðeins 100 af 154 sykurverk- smiðjum í gangi. Ríkisstjórnin seg- ist vera að vinna að endur- skipulagningu en áætlaður kostnaður við nýjan búnað og tækni í hverri verksmiðju er á bilinu 360 til 450 millj. ísl. kr. Frammi fyrir þessu hefur Kúbustjórn ákveðið að skera orkunotkun niður um 10%. 270 kr. á mánuði Torres býr með syni sínum, dótt- ur, tengdasyni og tveimur barna- börnum. Hún á enga ættingja er- lendis, sem geta sent henni dollara, og því verður hún að draga fram lífið á eftirlaununum, 80 pesóum, 270 ísl. kr. á mánuði. Að auki fær hún nokkra pesóa fyrir að elda fyr- ir aðra fjölskyldu. Torres segir, að ekki sé allt slæmt á Kúbu. Þar standi öllum til boða menntun og læknishjálp fyrir ekki neitt. Útlitið með nýja skó er hins vegar slæmt. Dollarabúðirnar hafa ekki birt nýju verðlistana en talað er um, að hækkunin verði allt að 30%. Raunar hefur stjórnin til- kynnt, að verð á mjólk verði lækkað en aðrar hækkanir benda til, að verulega sé farið að þrengja að. Kúbverjar komast ekki hjá því að flytja inn olíu og matvæli. Julio Triana hjá rannsóknastofnun efna- hagslífsins áætlar, að olían hafi kostað um 900 milljarða kr. árlega og matvælin 720 milljarða. Í janúar á þessu ári var olíufatið í 20 doll- urum en var komið í 27 dollara í apríl. „Allir vita hvað það þýðir,“ sagði í Granma, málgagni kúb- verska kommúnistaflokksins. Bandamaður sem brást Verstu tíðindin komu þó kannski frá Venesúela, helsta vinaríki Kúbu. Samkvæmt samningum frá því í október 2000 hafa Kúbverjar fengið þaðan allt að 53.000 olíuföt daglega á mjög góðum kjörum. Þessir flutningar lögðust af þegar reynt var að steypa Hugo Chavez, forseta Venesúela, af stóli um miðj- an apríl sl. og hafa legið niðri síðan. Chavez og Venesúelastjórn láta ekkert eftir sér hafa um þetta mál en Kúbustjórn segir það hafa valdið henni stórtjóni og neytt hana til að kaupa dýrari olíu annars staðar. Áfallið, sem Kúbustjórn varð fyr- ir er Sovétríkin hrundu, olli því, að hún sá sig tilneydda til þess 1993 að slaka nokkuð á klónni í efnahags- málunum. Þá var fólki leyft að nota dollarann, opnað fyrir takmörk- uðum fjölda smáfyrirtækja, erlend fjárfesting heimiluð og komm- únistastjórnin sjálf fór að reka doll- arabúðir. Síðan hefur ekkert gerst. Enginn endir sjáanlegur á þrengingunum á Kúbu AP Dollarabúð í Santiago de Cuba. Vegna fjárskorts á að hækka verð í þessum verslunum, líklega um 10 til 30%. ’ Sumarið er versti tíminn í efnahagslífinu ‘ Vöruskortur, orkuskortur og hækkandi verð í dollarabúðum Flórída. AP. STJÓRNVÖLD í Perú hafa farið þess á leit við Japani að þeir fram- selji Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, sem hefur verið ákærður fyrir mannréttindabrot og aðild að morðum og mannránum á tíu ára valdatíma sínum. Diego Garcia Sayan, utanríkisráð- herra Perú, sagði að hægt yrði að sækja Fujimori til saka í Japan en kvaðst vona að Japanir yrðu við beiðninni til að hægt yrði að draga hann fyrir rétt í heimalandinu. Ólíklegt er að Japanir verði við beiðninni því Fujimori hefur fengið ríkisborgararétt í Japan. Stjórn landsins hefur sagt að hún framselji ekki japanska ríkisborgara. Foreldrar Fujimoris voru jap- anskir og fluttust til Perú. Hann flúði til Japans 2000 og sendi símbréf þar sem hann tilkynnti afsögn sína, en þingið neitaði að viðurkenna hana og vék honum úr embætti. Montesinos ákærður Dómari í Perú hefur fyrirskipað réttarhöld yfir Vladimiro Montes- inos, sem var hægri hönd Fujimoris og yfirmaður leyniþjónustu landsins, og átján herforingjum fyrir dráp á þremur uppreisnarmönnum árið 1997. Mennirnir voru vegnir eftir að þeir gáfust upp þegar 140 sérþjálf- aðir hermenn réðust inn í japanska sendiráðið í Lima til að bjarga 72 mönnum sem uppreisnarmenn héldu í gíslingu. Björgunaraðgerðin vakti heimsathygli og hermennirnir voru álitnir þjóðhetjur í Perú. Morðákær- an er mjög umdeild í landinu og fólk- ið sem bjargað var hefur mótmælt því að nokkrir hermannanna verði saksóttir fyrir að gera skyldu sína. Óskað eftir framsali Fujimoris Lima. AFP, AP. HÓPUR sænskra vísindamanna rannsakar nú stöðuvatn í Noregi í leit að óþekktu skrímsli sem sést hef- ur til nokkrum sinnum undanfarnar þrjár aldir, að því er netfréttamiðill- inn Nettavisen greindi frá. „Við höf- um þegar fengið nokkrar vísbend- ingar,“ segir Espen Samuelsen, foringi hópsins. Vísindamennirnir hafa notað óm- tæki til þess að fínkemba Rømsjøen í Suðaustur-Noregi á hverju kvöldi síðan í byrjun vikunnar. Fyrsta kvöldið greindist hljóð sem vísinda- mennirnir töldu fyrst vera frá ára- báti, en engan slíkan var að sjá og hætti hljóðið eftir hálfa mínútu, að sögn Samuelsens. Hefði hljóðið sam- svarað því sem heyrast myndi frá stórri skepnu á ferð í vatni. „Rømsjøskrímslið“ sást fyrst í byrjun átjándu aldar og síðast frétt- ist af því í fyrra. Þá kvaðst kona nokkur hafa sé stórt svart dýr liggja í fjöruborðinu, en það hefði horfið á kaf þegar hún henti steini í átt að því. Samkvæmt sjónarvottum er skrímslið fimm til fimmtán metra langt, sverast í miðjunni og með ann- aðhvort ugga eða fætur. Leitað að skrímsli Ósló. AFP. ♦ ♦ ♦ ATVINNULEYSI var aðeins 3,1% í Bretlandi í maí og hefur ekki verið minna í aldarfjórðung. Bretar hafa sínar aðferðir við að reikna út atvinnuleysið en ef miðað er við þær reglur, sem farið er eftir hjá ILO, Alþjóðavinnumálastofnun- inni, var atvinnuleysið í Bretlandi 5,2%. Sem dæmi um muninn má nefna, að bresk stjórnvöld segja, að fólki í fullu starfi hafi fjölgað um 88.000 á fyrsta ársfjórðungi en ILO aftur, að atvinnulausum hafi fjölgað um 19.000 á sama tíma. Lítið atvinnuleysi London. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.