Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 16
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GRUNNSKÓLA Hveragerðis var formlega slitið miðvikudaginn 5. júní í Hveragerðiskirkju, með útskrift nemenda 10. bekkjar. Guðjón Sig- urðsson skólastjóri sagði m.a. í ræðu sinni að í vetur hefðu 380 nemendur stundað nám við skólann. Það er mesti fjöldi frá upphafi og virðist sem nemendum muni enn fjölg- anæsta skólaár. Næsta skólaár mun einsetning skólans verða að veruleika, því í vet- ur hefur verið unnið að stækkun skólans. Breytingar verða því á skólaselinu, það mun eingöngu starfa eftir hádegi. Í haust verður komið af stað foreldrarölti í sam- vinnu við lögreglu og bæjaryfirvöld. Hlutverk þess er að vera sýnileg um helgar þegar unglingarnir okkar eru úti. Jóhann Ísleifsson fráfarandi for- maður skólanefndar þakkaði fyrir samstarfið og óskaði nemendum og skólanum velfarnaðar í framtíðinni. Hrönn Guðmundsdóttir, ávarpaði nemendur 10. bekkjar og færði þeim uglu að gjöf frá foreldrafélaginu. Formaður nemendaráðs, Sigríður Ólöf Ríkharðsdóttir, þakkaði fyrir hönd nemenda árin 10 sem þeir hafa stundað nám við skólann. Hún sagði að 10. bekkingar kveddu skólann sinn með söknuði og þökkuðu fyrir þolinmæðina sem þeim hefði verið sýnd í gegnum árin. Skólanum bár- ust nokkrar góðar gjafir. Skólabjöllunni hringt Að ávörpum loknum, söng ung- lingakórsins og hljóðfæraleik lúðra- sveitar tónlistarskólans fengu nem- endur afhent laun vetrarins, einkunnir sínar. Harpa Rún Garð- arsdóttir náði bestum árangri á sam- ræmdum prófum og fékk að launum margar góðar gjafir. Í áraraðir hafa fyrirtæki og stofn- anir í bænum gefið nemendum, sem hlotið hafa einkunninna 9 eða þar yf- ir, gjafir við skólaslit. Þetta eru alltaf sömu fyrirtækin og setja forráða- menn þeirra svip sinn á skólaslitin þegar þeir afhenda verðlaunin. Skemmtileg hefð sem vonandi á eftir að haldast lengi. Þegar gömlu skóla- bjöllunni hafði verið hringt og skóla- stjóri slitið skólanum formlega, var öllum gestum boðið til veislu í skól- anum. Þar höfðu nemendur 9. bekkj- ar og foreldrar þeirra framreitt dýr- indis krásir sem gestir gæddu sér á. Mesti nem- endafjöldi frá upphafi Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Harpa Rún Garðarsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur á samræmdum prófum. Aldís Hafsteinsdóttir afhenti verðlaunin f.h. Kjöríss. Grunnskólinn einsetinn næsta vetur Hveragerði NÝ STARFSSTÖÐ Olíuverslunar Ís- lands mun rísa á Arnbergi á Sel- fossi, vestan Ölfusár. Nýja stöðin, sem opnuð verður síðla hausts, verð- ur hin glæsilegasta með góðu rými fyrir veitingasölu. Stöðin rís við hlið núverandi þjónustustöðvar sem ver- ið hefur á Arnbergi frá 1969. Það var Ólafur Jónsson fyrrver- andi forstjóri Steypustöðvar Suður- lands sem tók fyrstu skóflustunguna en hann var um árabil umboðs- maður BP á Selfossi og benti Olís á Arnberg sem framtíðarstað. Bygging hinnar nýju stöðvar krefst þess að ganga verður á hól sem þar er fyrir og verður hann færður til. Álfasérfræðingurinn Erla Stefánsdóttir var fengin til liðs við Olís að kanna hvort álfarnir í hólnum væru sáttir við þessar breyt- ingar. Í fréttatilkynningu frá Olís kemur fram að Erla telur að í hóln- um búi ýmsar vættir og er nið- urstaða hennar sú að ábúendur muni færa sig um set í sátt. „Með byggingu þessarar nýju stöðvar er ætlunin að þjónusta gamla og nýja viðskiptavini enn bet- ur með opnun stöðvar sem hýsir bæði rekstrarvöruverslun og hefð- bundna þjónustustöð,“ sagði Ingvar Guðmundsson útibússtjóri Olís á Selfossi. Ný starfs- stöð Olís rís Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ólafur Jónsson, sem tók fyrstu skóflustunguna, og Hugborg Kjartansdóttir, kona hans, ásamt forsvarsmönnum Olíuverslunar Íslands hf. NÝKJÖRIN bæjarstjórn Árborg- ar kom saman til fyrsta fundar 12. júní. Á fundinum var Þorvaldur Guðmundsson kosinn forseti bæj- arstjórnar og Ásmundur Sverrir Pálsson formaður bæjarráðs. Í upphafi fundar las Þorvaldur upp eftirfarandi yfirlýsingu: „Bæj- arfulltrúar af B-lista Framsókn- arflokks og S-lista Samfylkingar- innar í bæjarstjórn Árborgar hafa stofnað til meirihlutasamstarfs. Samstarfið tekur til kosningar for- seta bæjarstjórnar, varaforseta, skrifara bæjarstjórnar, kosningar bæjarráðs og annarra nefnda á vegum bæjarstjórnar Árborgar fyrir kjörtímabilið 2002–2006. Einnig hafa fulltrúar þessara flokka gert með sér málefnasamn- ing sem tekur á helstu áherslu- atriðum varðandi rekstur og upp- byggingu í Árborg og byggir hann á stefnuskrám beggja flokkanna. Staða bæjarstjóra í Árborg hefur verið auglýst til umsóknar en þar til bæjarstjóri hefur verið ráðinn mun bæjarritari, Helgi Helgason, gegna stöðu bæjarstjóra. Nýr meirihluti bæjarstjórnar Árborgar horfir björtum augum til framtíð- arinnar og er reiðubúinn að takast á við fyrirliggjandi verkefni í sam- vinnu við starfsfólk og íbúa sveit- arfélagsins.“ Gegnir starfi bæjarstjóra fyrst um sinn Selfoss LANDSBANKI Íslands og JÁ-verk- takar á Selfossi hafa gert með sér samning um fjármögnun bygginga- framkvæmda fjölbýlishúss við Foss- veg 4 á Selfossi. Jafnframt mun Landsbankinn bjóða væntanlegum kaupendum íbúða í húsinu upp á mögulega lánsfjármögnun á eftir íbúðalánasjóði. Lánsfjárhæðin getur numið allt að 85% veðhlutfalli sam- kvæmt staðfestu kauptilboði. Hið nýja fjölbýlishús er með 20 íbúðum og eru kaupendur þegar farnir að festa sér íbúðir. Friðgeir Baldursson útibústjóri Landsbanka Íslands á Selfossi sagði grundvöll samningsins við JÁ-verk- taka vera jákvæða reynslu af sam- skiptum við þá og síðan það að mikil uppbygging væri á Selfossi og bank- inn tryði því að byggðin myndi styrkjast og eflast á næstu árum. Hann sagði og að það væri mat manna að á Selfossi væru góð skil- yrði til að þróa upp sprotastarfsemi í menntun og framleiðslu. Fjölbrauta- skóli Suðurlands þætti framsýnn skóli og hugmyndaríkur. Auðvelt væri að sjá tengsl skólans eflast við Háskóla Íslands. Það myndi svo aft- ur treysta byggðina og festa hana í sessi. Tiltrú á svæðinu Friðgeir sagði það ekki bara vera bankann sem hefði þessa tiltrú á svæðinu heldur einnig lífeyrissjóði. Það væru öll bankaleg rök sem segðu að þetta væri framtíðarsvæði. Gert er ráð fyrir að hið nýja fjöl- býlishús að Fossvegi 4 verði tibúið í september 2003. „Sem fyrr þá ætlum við okkur að skila íbúðunum á rétt- um tíma, á umsömdu verði, þannig að kaupendur geta verið vissir um að þeirra áætlanir standist,“ sagði Gísli Ágústsson, einn forsvarsmanna JÁ- verktaka. Samstarf um byggingu fjölbýlishúss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá undirritun fjármögnunarsamnings Landsbankans og JÁ Verktaka á Selfossi. Nína Guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðingur í fyrirtækjaviðskipt- um, Friðgeir Baldursson, útibússtjóri Landsbankans á Selfossi, Gísli Ágústsson, JÁ Verktökum, og Jón Árni Vignisson, JÁ Verktökum. Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.