Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 21 Á FUNDI stofnfjáreigenda í SPRON 28. júní nk. verður lögð fram tillaga um breytingu á SPRON í SPRON hf. Spron hf. hefur þegar verið formlega stofnað og ef fundur stofnfjáreigenda sam- þykkir tillöguna er stefnt að skráningu bréfa félagsins á Verð- bréfaþing Íslands 1. júlí. Sam- kvæmt mati Deloitte & Touche er markaðsvirði SPRON 4,2 milljarð- ar króna. Spron-sjóðurinn með 88,5% hlutafjár í SPRON hf. Spron-sjóðurinn sjálfseignar- stofnun hefur einnig verið stofnuð en hún mun eiga 88,5% hlutafjár í SPRON hf. í upphafi. Stofnfjáreig- endur munu eiga 11,5%. Undir- búningur fyrir hlutafélagavæð- inguna hefur staðið yfir hjá SPRON allt frá síðasta hausti. Sjálfseignarstofnunin stefnir að því að minnka hlutfallslega eign sína í SPRON hf. svo skilyrðum skráningar á VÞÍ sé fullnægt. Samkvæmt breytingum á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði frá í fyrra skal hlutafé sem stofn- fjáreigendur fá í sparisjóðnum nema sama hlutfalli af heildar- hlutafé hans eftir breytinguna og endurmetið stofnfé af áætluðu markaðsvirði sjóðsins. Sá hluti hlutafjár sparisjóðsins hf. sem ekki gengur til stofnfjáreigenda skal verða eign sjálfseignarstofn- unar sem sett er á stofn. Hlutur 1.117 stofnfjáreigenda SPRON verður 484,9 milljónir króna en hlutur sjálfseignarstofnunarinnar (SPRON-sjóðurinn ses) 3.715,1 milljón króna. Einstakir aðilar mega ekki fara með meira en 5% atkvæða Verðmat D&T er byggt á upp- gjöri frá 31. desember 2001. Þar kemur m.a. fram að atriði sem lúta að lagalegri sérstöðu sparisjóð- anna lækkuðu reiknað verðmæti SPRON hf. um allt að 20%. Atriðið sem vísað er til eru ákvæði í lögum sem banna að ein- stakir aðilar eða tengdir aðilar fari með meira en 5% af atkvæðamagni þó þeir megi eiga meira en 5% hlutafjár í félaginu. Sjálfseignar- stofnunin er undanskilin þessu ákvæði. Stofnfjáreigendur í SPRON fá afhent hlutabréf í hinu nýja fyr- irtæki í stað stofnfjárbréfa sinna og verður gefinn kostur á að auka við eign sína á sérstökum kjörum. Einnig verður þeim gefinn kostur á að innleysa stofnfjáreign sína. Verðgildi stofnfjárbréfa við inn- lausn væri 35.091 króna hvert og nafnverð hlutabréfa á móti hverju stofnfjárbréfi er 8.355 krónur. Gengið er því 4,2 og hlutafé er rétt rúmlega einn milljarður króna. Markaðsvirði SPRON hf. 4,2 milljarðar kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.