Morgunblaðið - 15.06.2002, Side 21

Morgunblaðið - 15.06.2002, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 21 Á FUNDI stofnfjáreigenda í SPRON 28. júní nk. verður lögð fram tillaga um breytingu á SPRON í SPRON hf. Spron hf. hefur þegar verið formlega stofnað og ef fundur stofnfjáreigenda sam- þykkir tillöguna er stefnt að skráningu bréfa félagsins á Verð- bréfaþing Íslands 1. júlí. Sam- kvæmt mati Deloitte & Touche er markaðsvirði SPRON 4,2 milljarð- ar króna. Spron-sjóðurinn með 88,5% hlutafjár í SPRON hf. Spron-sjóðurinn sjálfseignar- stofnun hefur einnig verið stofnuð en hún mun eiga 88,5% hlutafjár í SPRON hf. í upphafi. Stofnfjáreig- endur munu eiga 11,5%. Undir- búningur fyrir hlutafélagavæð- inguna hefur staðið yfir hjá SPRON allt frá síðasta hausti. Sjálfseignarstofnunin stefnir að því að minnka hlutfallslega eign sína í SPRON hf. svo skilyrðum skráningar á VÞÍ sé fullnægt. Samkvæmt breytingum á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði frá í fyrra skal hlutafé sem stofn- fjáreigendur fá í sparisjóðnum nema sama hlutfalli af heildar- hlutafé hans eftir breytinguna og endurmetið stofnfé af áætluðu markaðsvirði sjóðsins. Sá hluti hlutafjár sparisjóðsins hf. sem ekki gengur til stofnfjáreigenda skal verða eign sjálfseignarstofn- unar sem sett er á stofn. Hlutur 1.117 stofnfjáreigenda SPRON verður 484,9 milljónir króna en hlutur sjálfseignarstofnunarinnar (SPRON-sjóðurinn ses) 3.715,1 milljón króna. Einstakir aðilar mega ekki fara með meira en 5% atkvæða Verðmat D&T er byggt á upp- gjöri frá 31. desember 2001. Þar kemur m.a. fram að atriði sem lúta að lagalegri sérstöðu sparisjóð- anna lækkuðu reiknað verðmæti SPRON hf. um allt að 20%. Atriðið sem vísað er til eru ákvæði í lögum sem banna að ein- stakir aðilar eða tengdir aðilar fari með meira en 5% af atkvæðamagni þó þeir megi eiga meira en 5% hlutafjár í félaginu. Sjálfseignar- stofnunin er undanskilin þessu ákvæði. Stofnfjáreigendur í SPRON fá afhent hlutabréf í hinu nýja fyr- irtæki í stað stofnfjárbréfa sinna og verður gefinn kostur á að auka við eign sína á sérstökum kjörum. Einnig verður þeim gefinn kostur á að innleysa stofnfjáreign sína. Verðgildi stofnfjárbréfa við inn- lausn væri 35.091 króna hvert og nafnverð hlutabréfa á móti hverju stofnfjárbréfi er 8.355 krónur. Gengið er því 4,2 og hlutafé er rétt rúmlega einn milljarður króna. Markaðsvirði SPRON hf. 4,2 milljarðar kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.