Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Kristjáns-dóttir fæddist í Fremstafelli í Köldu- kinn 1. maí 1919. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 5. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Kristján Jónsson bóndi, f. 29.1. 1881, d. 15.4. 1964, og Rósa Guðlaugsdóttir hús- freyja, f. 25.3. 1885, d. 30.7. 1962. Systk- ini Helgu voru sjö: 1) Anna, f. 24.10. 1904, d. 21.9. 1983. 2) Rannveig, f. 1.8. 1908, d. 31.3. 1966. 3) Áslaug, f. 21.11. 1911. 4) Friðrika, f. 18.7. 1916. 5) Jón, f. 18.9. 1921. 6) Jónas, f. 10.4. 1924. 7) Ásdís, f. 31.3. 1929, d. 24.3. 1936. Hinn 30. ágúst 1941 giftist Helga Andrési Kristjánssyni rithöfundi, skóla og síðan í Húsmæðrakenn- araskóla Íslands og brautskráðist þaðan 1944. Síðan var hún skóla- stjóri Húsmæðraskóla Akureyrar 1945–51. Jóhann Lárus maður hennar var þá kennari við Mennta- skólann á Akureyri, og þar var heimili þeirra fyrstu árin. En 1951 gerðust þau bændur á Silfrastöð- um í Skagafirði og bjuggu þar síð- an langa ævi, síðustu árin með Jó- hannesi syni sínum. Helga tók mikinn þátt í félagslífi í Skagafirði. Hún var félagi í Kven- félagi Akrahrepps og formaður þess í tólf ár. Formaður Skag- firskra kvenna var hún í níu ár og starfaði í Sambandi norðlenskra kvenna. Hún sat í byggingarnefnd Varmahlíðarskóla, og var meðal stofnenda Krabbameinsfélags Skagafjarðar og gjaldkeri þess mörg fyrstu árin. Organisti Silfra- staðakirkju varð hún skömmu eftir að hún fluttist vestur og gegndi því starfi meðan henni entist heilsa. – Síðustu árin dvaldist Helga á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Útför Helgu fer fram frá Silfra- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. f. 10.9. 1915, d. 9.4. 1990. Þau skildu. Hinn 25. júní 1948 giftist hún Jóhanni Lárusi Jóhannessyni, f. 20.5. 1914, d. 31.5. 1989. Sonur þeirra er Jó- hannes, vélvirki og bóndi á Silfrastöðum, f. 16.1. 1949. Jóhannes átti fyrst Jónínu Bjart- marsdóttur, en þau slitu samvistum. Dæt- ur þeirra eru Helga Fanney myndlistar- maður, f. 21.1. 1970, og Hrefna skógfræð- ingur, f. 9.4. 1975. Maður Hrefnu er Johan Wilhelm Holst skógfræð- ingur. Önnur kona Jóhannesar var Lilja Hannesdóttir, en þau slitu einnig samvistum. Núverandi eig- inkona Jóhannesar er Þóra Jó- hannesdóttir. Helga stundaði nám í Lauga- Það var snemma árs 1996 að ég kom fyrst að Silfrastöðum og Jó- hannes maðurinn minn kynnti mig fyrir móður sinni Helgu Kristjáns- dóttur. Hún tók mér opnum örmum og við urðum bestu vinkonur. Þá var heilsu hennar farið að hraka en samt streymdi frá þessari konu einstakur kraftur og kjarkurinn var óbilandi. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig lífið hefur verið á árum áður þegar Helga var upp á sitt besta með Jóhann Lárus sér við hlið. Oft var þá margt fólk á Silfrastöðum sem dvaldi í lengri og skemmri tíma, bæði ætt- ingjar og aðrir. Hef ég hitt marga sem minnast þeirra tíma með hlýhug og halda tryggð við staðinn. Helga stundaði nám við Hús- mæðrakennaraskóla Íslands og var síðar skólastjóri við Húsmæðraskól- ann á Akureyri. Helga sagði mér að hún hefði miklu fremur viljað fara í menntaskóla og læra síðan sagn- fræði. Ég er sannfærð um að það hefði ekki vafist fyrir þessari gáfuðu konu en þá voru aðrir tímar og fáar konur gengu menntaveginn. Síðar meir, eftir að hún fluttist að Silfrastöðum, vann hún ötullega fyrir sveitarfélagið sitt, tók t.a.m. virkan þátt í stofnun Varmahlíðarskóla, var í stjórn Krabbameinsfélags Skaga- fjarðar og starfaði í Kvenfélagi Akra- hrepps. Ég ætla ekki að rekja ættir Helgu eða lýsa betur lífshlaupi hennar. Efst í huga er þakklæti fyrir að örlögin skyldu leiða okkur saman. Ég minnist þeirra stunda er við sátum við eldhúsborðið á Silfrastöð- um og Helga sagði mér frá liðinni tíð, talaði um Jóhann: „Hann var svo góð- ur maður hann Jóhann minn,“ hún hafði misst svo mikið, var ekki söm. Við vorum sannfærðar um að hún mundi hitta hann aftur á öðrum stað. „Það er bara svo erfitt að bíða,“ sagði blessuð gamla konan en nú þarf hún ekki að bíða lengur. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Mig langar, fyrir hönd fjölskyld- unnar, að þakka því góða starfsfólki á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar- innar á Sauðárkróki sem annaðist Helgu síðustu árin. Hún sagði oft við mig þegar ég kom til hennar: „Þær eru svo góðar við mig.“ Hvað er betra en hlýjar hendur síðasta spölinn? Þóra Jóhannesdóttir, Silfrastöðum. Ein fyrsta minning mín er frá því ég kom í heimsókn í Silfrastaði og á móti mér tók brosandi kona með op- inn faðminn. Ég var ekki stærri en svo þá að ég var borin manna milli og rétti ég því hendurnar fram og lét þessa brosandi konu taka við mér. Augljóst var að koma mín var gleði- efni og þótt ég myndi ekki beinlínis eftir að hafa hitt þessa konu fyrr þá þótti mér ég kannast við hana og gerði mér réttilega grein fyrir að þarna var einhver sem vildi allt fyrir mig gera. Ekki löngu seinna fluttum við pabbi og mamma frá Akureyri í Silfrastaði og ég varð ókrýnd prins- essa á heimilinu. Eða þeim augum leit ég málið enda hafði ég hóp fólks í kringum mig sem dekraði mig á allan hátt. Fór amma þar fremst í hópi jafningja og má gjörla sjá það á myndaalbúmum hennar frá þeim tíma. Undi ég hag mínum vel um ára- bil, lærði að lesa og skrifa hjá afa og ömmu og vissi ekki betur en að heim- urinn væri einn aldingarður þar sem ég væri miðdepillinn. Svo kom orm- urinn í Paradís í formi lítillar systur þegar ég var fimm ára. Ömmu hafði alltaf dreymt um stóra fjölskyldu og var ákaflega barngóð svo Hrefnu litlu systur var fagnað. Þá fór að halla undan fæti fyrir prinsessunni sem kunni mátulega vel við að hleypa öðrum að krónunni. Það var hins vegar ekki til að hafa áhyggjur af því vitaskuld var nóg pláss í hjartanu hennar ömmu fyrir bæði mig og litlu systur og stórfjöl- skylduna eins og hún lagði sig. Minn- ingarnar eru óendanlegar, en nægir að segja að hún hvatti okkur syst- urnar og styrkti með ráðum og dáð, sama hvað við tókum okkur fyrir hendur. Vitanlega verður maður hændur að annarri eins ömmu og ég bast henni sterkum böndum sem hafa haldið alla tíð. Unga dreymdi ömmu um að fara til náms en á þeim tíma þótti ekki ástæða til þess að stúlkur gengju menntaveginn. Þegar hún fékk að fara í Héraðsskólann á Laugum tók hún strax annan bekk þar sem hún þóttist vita að hún fengi bara að fara einn vetur. Ekki kom til greina að fara í menntaskóla, sem var synd, því amma var góðum gáfum gædd og hefði vafalítið náð langt í hverju sem hún hefði fyrir sig lagt. Frekar en ekkert tók amma Húsmæðraskólann með trompi og gerðist kennari og síð- ar skólastýra við Húsmæðraskólann á Akureyri. Seinna sagði hún þó að sér hefði aldrei þótt gaman að elda- mennsku og hefði helst kosið að læra eitthvað allt annað. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og það var einmitt á skólastýruárun- um á Akureyri sem hún kynntist afa. Hann var þá kennari við Menntaskól- ann á Akureyri og „alræmdur pip- arsveinn“, amma hins vegar fráskilin. Þau kynntust í samkvæmi og var það ást við fyrstu sýn. Amma sagði – og var ánægð með – að afi hefði ekkert verið að eltast við konur fyrr en hann hitti hana, þá hefði hann strax dregið hana bak við dyr og kysst. Það var ekkert hik á honum þegar hann hitti þá réttu! Þau giftust 25. júní 1948 og einkasonurinn fæddist síðan 16. jan- úar 1949. Amma fékk meðgöngueitr- un og gekk með mánuð fram yfir tím- ann og minnstu munaði að fæðingin kostaði bæði móður og barn lífið. Í framhaldi af því veiktist hún heift- arlega og börnin urðu ekki fleiri. Árið 1951 fluttu afi og amma með litla kútinn í Silfrastaði í Skagafirði. Afi keypti jörðina af þáverandi ábú- anda, Jóhannesi Steingrímssyni, sem var ekkill eftir Jóhönnu móðursystur afa. Á Silfrastöðum bjuggu þau síðan alla tíð. Amma var sköruleg kona, hún var á kafi í kvenfélags- og skóla- málum og einnig virkur félagi í Krabbameinsfélaginu. Pólitík lét hún sig miklu varða og hafði sterkar skoðanir á þeim málum. Hún var af- skaplega félagslynd, átti marga vini og gestkvæmt var á Silfrastöðum. Einnig tók amma börn í sveit á sumr- in og reyndist þeim ævinlega vel. Hún hafði sterkan persónuleika, var ákveðin og hafði sínar skoðanir sem hún var ekkert að læðupokast með. Hún var einnig snögg upp á lagið, bæði í orði og verki. Pempíuskap var hún blessunarlega laus við. Einhverju sinni komum við syst- urnar heim af næturgöltri og hittum ömmu ásamt Áslaugu systur sinni inni í eldhúsi þar sem þær vættu kverkarnar og rifjuðu upp liðna tíð. Amma var snögg að bjóða okkur í glas, sem við þáðum báðar. Systu þótti fullsterkt að fá sneisafullt glas með vodka blönduðum til helminga svo hún tók smásopa og blandaði meira gosi út í meðan amma fylgdist þegjandi með. Þegar Hrefna síðan greip gosflöskuna í þriðja sinn gat amma ekki orða bundist lengur og hálfhrópaði: „Elskan mín! Þetta er ekki bland … þetta er hland!“ Og síð- an drakk hún okkur allar þrjár undir borðið. Þessi saga er ekkert eins- dæmi en sýnir vel hversu skemmtileg og lifandi kona hún var. Það fór held- ur ekki framhjá vinum hennar og sveitungum og frægt er ljóðið „Undir bláhimni“, sem samið var til hennar. Afi minn og amma voru ákaflega nátengd og aldrei man ég eftir að hafa heyrt falla styggðaryrði þeirra á milli. Bættu þau hvort annað vel upp þar sem hún var útávið og opin en hann hæglyndur og rólegur. Styrkurinn sem afi veitti henni skipti ömmu miklu og þegar hann varð bráðkvaddur í sumarbyrjun 1989 tók að halla undan fæti hjá henni. Amma syrgði hann djúpt og innilega og lífið varð ekki það sama aftur. Fyrstu árin á eftir voru erfið vegna sorgar og saknaðar og þegar amma var komin yfir versta tímabilið fór heilsunni að hraka. Síðustu árin dvaldi hún á öldrunardeild á Sjúkra- húsinu á Sauðárkróki. Það féll henni þungt, hún hefði viljað dvelja heima síðustu árin, en eins og heilsan var orðin var það ekki hægt og ekki hefði hún getað fengið betri umönnun en hjá elskulegu starfsfólkinu þar. Síð- ustu árin hef ég ekki hitt hana eins oft og ég vildi þar sem ég bý erlendis. Það var mér því mikils virði að ég náði að koma og kveðja hana og þó svo væri dregið af ömmu að hún gat ekki talað við okkur veit ég að henni var mikils virði að hafa okkur öll hjá sér síðustu stundirnar. Amma trúði á líf að loknu þessu og hlakkaði til að hitta afa aftur. Ég trúi að sú ósk hafi ræst og í hvert sinn sem ég hugsa um ömmu sé ég hana og afa fyrir mér, hönd í hönd, ung og hamingjusöm í landinu hand- an móðunnar miklu. Helga Fanney Jóhannesdóttir. Það er yndislegt ágústkvöld, eins og þau gerast best í Skagafirði. Það er byrjað að rökkva, við sumarbörnin á Silfrastöðum erum í reiðtúr. Erind- ið er að fara á móti kirkjugestum sem í þetta skiptið eru óvenju margir. Það er hefð fyrir því að einu sinni á sumri komi svo til allir kirkjugestir ríðandi til messu í Silfrastaðakirkju. Messan er að kvöldi til, því bændurnir í sókn- inni þurftu að nota blíðviðrið í hey- skap. Kirkjugestir og sumarbörn ríða í hlað og ganga til kirkju. Helga á Silfrastöðum byrjar und- irspilið, kórinn syngur. Þetta er allra minnsti kór sem ég hef nokkurn tím- ann séð, en í minningunni er þetta ákaflega hljómmikill og fallegur söngur. Messan hefst, en sökum mannmergðar og hitasvækju líður yfir einn kirkjugesta. Organistinn hættir að spila og gesturinn er borinn út. Ákveðið er að hafa kirkjudyrnar opnar til að lofta út. Einn hundanna læðist inn og leggst hálfur undir fót- stigið á orgelinu. Helga brosir, ýtir aðeins við hundinum undir fótstiginu og byrjar að spila að nýju. Og það er eins og við manninn mælt, um leið og fyrstu tónarnir berast út í kvöld- kyrrðina taka allir hundarnir á hlaðinu undir söng og spil með háu spangóli, svo undirtekur í firðinum. Helga lætur eins og ekkert sé, kórn- um fipast hvergi, við orgelspil og spangól lýkur messunni. Það eru margar minningar frá Silfrastöðum en þessi er mér einna kærust, trúlega vegna þess að hún Helga ömmusystir mín og fóstra sá það fyndna í þessu atviki rétt eins og ég. Hún hafði líka góðan húmor fyrir sjálfri sér. „Æ, ég er alltaf með opinn munninn á öllum myndum, ég get aldrei þagað nógu lengi.“ En þær eru fleiri minningarnar frá Silfrastöðum eftir níu sumra dvöl og tveggja sumra vinnu á hótelinu í Varmahlíð, svo margar að þær væru efni í mun lengri dálk. Sem sumarbarni, frá fjögurra til þrettán ára aldurs, á Silfrastöðum finnst mér lífið þar hafa einkennst af annríki, það þurfti að sjá um almenn bústörf á stórri jörð, og það varð að sinna stóru heimili yfir sumartímann. Að auki var Helga símstöðvarstjóri og sá um að sveitungarnir væru í símasambandi utansveitar tvisvar á dag. Það þurfti að ganga frá bókhald- inu einu sinni í mánuði, og að sjálf- sögðu var allt slíkt handskrifað fyrir rúmum þrjátíu árum. Það voru marg- ir í heimili yfir sumartímann, sum- arbörn og vinnumenn og því ekki óal- gengt að við værum tólf til fimmtán til borðs og svo voru gestir og gang- andi, sem voru alltaf jafn velkomnir. Jóhann, maður Helgu, var hrepp- stjóri og sinnti því starfi af alúð rétt eins og bústörfum. Hann sá, auk ann- arra hreppstjóraverka, m.a. um skattskýrslur allra sem til hans leit- uðu og í minningunni voru þeir ófáir. Hann var stærðfræðingur og fyrr- verandi menntaskólakennari frá MA, talnaglöggur og rökfastur svo af bar, en fyrst og fremst var hann ákaflega hlýr maður, sem hafði skopskynið í góðu lagi. Þessum önnum, hvort sem um var að ræða heimilishald, hrepps- nefndarfundi hjá Jóhanni (en Helga gaf sér iðulega tíma til að klippa alla hreppsnefndarmenn, með sérstökum klippum, áður en þeir héldu heim að loknum fundi), símstöðvarstjórn eða félagsstörf, var öllum sinnt af alúð. Sumarbörnin urðu mýmörg, því að bæði voru börn ættingja og vina og börn, sem áttu erfitt af einhverjum ástæðum, send til þeirra hjóna. Við krakkarnir lærðum fljótt að taka til hendinni, bæði utan húss sem innan, því það voru mörg handtökin á stóru heimili, þar sem framundir 1970 þurfti að hita allt vatn í uppþvott, skola þvottinn í ánni og taka þátt í hversdagslífinu á stóru sauðfjárbúi. En þetta tókst, og sonur þeirra, Jó- hannes, sem nú er skógræktarbóndi á föðurleifð sinni, lagði svo sannar- lega sitt af mörkum. Helgu langaði alltaf til að læra, læra meira eins og hún kallaði það, en aðstæður þess tíma voru kannski ekki svo hliðhollar konum í þeim efn- um. En hún lauk húsmæðrakennara- prófi árið 1944 og var skólastjóri hús- mæðraskóla Akureyrar 1945–1951. Hún naut þess að kenna en sagði mér mörgum árum seinna að þó að henni hefði fundist kennslan ákaflega gef- andi og skemmtileg hefði henni aldr- ei fundist gaman að búa til mat. En hvað sem því líður þá er silungssúpan hennar enn höfð í hávegum á mínu heimili, og það eru mörg önnur dæmi þess að ekki skorti hana tilfinninguna fyrir góðri kokkamennsku. Þegar hún fékk tækifæri til þess að kenna um stundarsakir á húsmæðraskólan- um á Varmalandi um 1980 naut hún þess heilshugar. Hún hafði greinilega engu gleymt og á kvöldin spáði hún iðulega í bolla fyrir námsmeyjarnar sem kunnu vel að meta slíka hæfi- leikakonu. Menntamál voru Helgu ákaflega hugleikin og hún tók virkan þátt í að koma á fót unglingaskóla í Varma- hlíð. Þessi skóli var henni slíkt hjart- ansmál að hún beitti sér á öllum víg- stöðvum, hvort sem við var að eiga ráðuneyti menntamála eða skag- firska hreppsnefndarmenn. Og það tókst, Varmahlíðarskóli varð að raunveruleika, og ég held að af öllum þeim félagsmálum sem hún tók þátt í hafi hún verið stoltust af því að eiga dálítinn þátt í því að sá skóli var byggður. Helga var kona sem tókst á við þau verkefni sem að henni voru rétt, hvort sem það voru sumarbörn úr Reykjavík, organistastörf, félagsmál eða kvenfélagið, þar sem hún var for- maður til margra ára. En fyrst og fremst var hún hún sjálf, með ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Hún var kona sem hvorki lá á skoðunum sínum né liðsinni. Hún var líka kona sem átti Jóhann sem studdi við bakið á henni í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Eða eins og unglingsstúlka sem dvaldi hjá þeim hjónum í tvö ár sagði við mig: ,,Þegar ég giftist vil ég að hjónaband mitt verði eins og hjá Jóhanni og Helgu.“ Nú er hún Helga sofnuð svefninum langa og ef henni hefur orðið að ósk sinni, þá sitja þau hjónin „undir blá- himni“ í eilífðinni og taka síðarmeir á móti okkur efasemdarmönnunum með bros á vör, rétt eins og þau tóku á móti gestum hér áður fyrr. ,,Fjórðungi bregður til fósturs,“ sagði móðuramma mín gjarnan, ,,en þú ert svo heppin, Halla mín, að í þínu tilfelli eru fjórðungarnir þrír, tvær ömmur og Helga á Silfrastöðum, og ég skal segja þér að það er ekkert slor.“ Það var auðvitað alveg rétt hjá henni, það er ekki svo lítið að eiga að slíkar stólpakonur. Að leiðarlokum vil ég þakka Helgu fyrir hennar þátt og Jóhanns í að koma mér til manns, og fyrir elsku þeirra og hlýju í minn garð. Ég vona að ég hafi örlítið getað launað þeim uppeldið. Frænda mínum, Jóhannesi, og dætrum hans Helgu Fanneyju og Hrefnu sem og konu hans Þóru sendi ég og mínir okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Halla Thorlacius. Engri manneskju held ég að mig hafi langað jafnmikið til að þóknast og gera til geðs eins og Helgu móð- ursystur minni þegar ég var barn í Fremstafelli. Þetta tókst þó ekki oft. Frænka var kröfuhörð en ég bæði uppburð- arlaus og fremur óverklagin og fékk því sjaldan hrós. Sjálf var hún góður verkstjóri, fljótvirk og dugleg að hverju sem hún gekk. Ég man fyrst eftir Helgu ungri heimasætu í Fremstafelli. Hún var yngst fimm systra sem upp komust. Á eftir systrunum fimm voru tveir bræður, Jón og Jónas. Þegar ég man fyrst eftir voru eldri systurnar giftar og farnar að heiman, en Friðrika flutti aftur heim í Fremstafell og bjó þar síðan með fjölskyldu sinni. Það var okkur krökkunum úr Austurbæjarskólanum alltaf til- hlökkunarefni að komast í sveitina fyrir norðan á vorin. Stundum fórum HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.