Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hermann Guð-mundsson fædd- ist í Fremri-Hjarðar- dal í Dýrafirði 20. janúar 1922. Hann lést á heimili sínu Seljalandsvegi 44 Ísafirði laugardag- inn 8. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Hermannsson bóndi og kennari, f. 25.3. 1881, d. 19.11. 1974, og Guðrún Gísladótt- ir húsfreyja, f. 2.10. 1886, d. 4.7. 1972. Hermann var fimmti í röð átta systkina, Jóhanna, f. 16.8. 1911, Guðbjörg, f. 6.9. 1912, Gísli, f. 4.11. 1919, Vilborg, f. 21.11. 1920, d. 4.4. 2000, Rósa, f. 18.4. 1923, d. 4.2. 1998, Sigurður, f. 10.2. 1926, d. 22.1. 1996, og Þorsteinn, f. 10.2. 1926, d. 22.2. 1996. Þær Jóhanna og Guðbjörg eru dætur fyrri konu Guðmundar, Vilborgar Eirnýjar Davíðsdóttur, f. 5.5. 1887, d. 5.8. 1913. Hermann kvænt- ist á jólum 1960 eft- irlifandi konu sinni, Áslaugu Kristjáns- dóttur frá Höfn í Dýrafirði, f. 4.1. 1926. Börn þeirra eru Guðmundur, f. 15.8. 1960, kvæntur Guðrúnu Hrefnu Reynisdóttur og eiga þau tvö börn, Kristrún, f. 14.5. 1962, sambýlismað- ur Falur Þorkelsson og eiga þau þrjá syni en einn þeirra er látinn, Guðrún, f. 9.6. 1964, gift Aðalsteini Óskarssyni og eiga þau tvær dætur, og Jakob, f. 5.10. 1966, kvæntur Kristbjörgu Þóreyju Austfjörð og eiga þau eina dóttur. Útför Hermanns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Þá er nú þín- um tíma lokið hér á þessari jörð. Margar eru minningarnar hjá okk- ur sem vorum svo heppin að fá að verða þér samferða. Hugurinn leit- ar til baka til æskuáranna heima á Þingeyri. Eins og aðrir heimilisfeð- ur á þeim tíma þurftir þú að vinna langan og strangan vinnudag til að sjá þér og þínum farborða. En alltaf virtist þú samt hafa tíma aflögu til að eiga skemmtilegar stundir með fjölskyldunni. Allar mínar bestu og dýrmætustu bernskuminningar tengjast þessum samverustundum, sem oftar en ekki áttu sér stað ein- hvers staðar undir berum himni, í fallegri dýrfirskri náttúru. Mér er minnisstæður léttleiki þinn og glettni á þessum stundum og hvað við nutum þess öll að vera saman. Þessar minningar eru ómetanlegur fjársjóður sem eiga eftir að fylgja mér alla ævi. Þegar ég komst á fullorðinsár og eignaðist mína eigin fjölskyldu fylgdi áfram sami stuðningurinn og við systkinin höfum alltaf fengið frá ykkur foreldrunum. Ekkert var of gott fyrir mig og mína og þær voru ófáar ferðirnar sem voru farnar milli Þingeyrar og Bolungarvíkur til að færa okkur eitthvað eða að- stoða á annan hátt. Mér hlýnar um hjartaræturnar við hugsunina um stoltan afa á göngu með nafna sín- um, þar sem litla höndin hvílir svo örugg í stórum, traustum lófa þín- um. Seinna, þegar erfiðleikar bönk- uðu upp á hjá mér og fjölskyldu minni í tengslum við fötlun og veik- indi annars drengsins okkar, komst ég enn betur að því hvað ég átti góða að. Á meðan ég þurfti að dvelja með litla drenginn minn á sjúkrahúsi í Reykjavík, þá yfirgáf- uð þið mamma heimili ykkar og vinnu á Þingeyri, til að koma og vera hjá eldri drengnum mínum inni á hans heimili, til að hans líf raskaðist sem minnst. Og þetta gerðuð þið aftur og aftur á þeim sjö árum sem við fengum að hafa hann Andra okkar hjá okkur. Þetta lýsir best þeirri óeigingjörnu forgangs- röðun sem alltaf var í þínu lífi, þ.e.a.s. þarfir annarra gengu alltaf fyrir. Sá stuðningur sem þú og mamma veittuð fjölskyldu minni á þessum árum verður seint eða aldr- ei fullþakkaður. En ég trúi því að með þessu, eins og svo mörgu öðru, hafir þú áunnið þér ótal stjörnur í himnaríki. Síðustu fjögur árin naut yngsti drengurinn minn þess að eiga afa á Ísafirði sem alltaf hafði tíma og þol- inmæði til að vera með honum úti í garði, ýmist til að sprauta á snjóinn eða vökva blómin. Það kom stund- um fyrir að það blotnaði fleira en tilefni stóð til, en þá hló afi bara og hafði gaman af. Og nú ert þú kominn til himna, pabbi minn, þar sem án vafa eru miklir fagnaðarfundir með þér og þeim systkinum þínum sem voru farin á undan þér. Sú mynd sem ég mun ávallt geyma í huga mér er af hlýjum og traustum pabba sem var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Ég, Falli og strákarnir okkar verðum ævinlega þakklát fyrir allt sem þú varst okkur. Guð blessi þig um alla eilífð. Kristrún Hermannsdóttir. Elsku pabbi, þegar okkur bárust fréttir af skyndilegu fráfalli þínu vorum við stödd í Þrastaskógi. Sólin hafði brotist gegnum skýin og á þessari stundu fannst mér svo ósköp stutt síðan þið mamma voruð að fara með okkur krakkana inn í Botn. Í minningunni var ávallt sól í þeim ferðum. Þeir voru líka bjartir vormorgnarnir heima þegar ég fékk að fara með þér út í vélasal þar sem ég fylgdist með þegar þú settir vél- arnar í gang. Svo var tími fyrir smá- spjall áður en ég labbaði heim aftur. Eftir að ég fullorðnaðist hefi ég stundum leitt hugann að þeirri óendanlegu starfsorku sem þú bjóst yfir. Vinnudagurinn var oft langur en þegar heim kom var iðulega tek- ið til við að brýna skæri, lagfæra saumavél, klukku eða önnur heim- ilistæki sem komið var með til þín til lagfæringar. Ekki er mér kunn- ugt um að tekin hafi verið greiðsla fyrir þessi viðvik. Ef nafngiftin „þúsundþjalasmiður“ á við nokkurn mann barst þú hana með sóma. Á stundum sem þessum er margs að minnast en erfitt er að festa hug- ann við nokkuð sérstakt. Þín er sárt saknað, ekki síður af afabörnum en okkur sem eldri erum. Samheldni ykkar mömmu í að búa okkur krökkunum þau bestu skilyrði sem hugsast gat hefur á seinni árum einnig komið fram í einstakri alúð við barnabörnin. Elsku pabbi, þótt sárt sé að missa þig svo skyndilega huggum við okk- ur við að þótt þú hefðir sjálfur mátt velja hefðir þú líklega kosið að fara á þann hátt sem þú gerðir. Ég kveð hlýjan og ástríkan föður og bið jafn- framt góðan guð að gefa mömmu og okkur hinum styrk í sorginni. Guðmundur Hermannsson og fjölskylda. Hermann Guðmundsson eða Mannsi, eins og við krakkarnir í Hjarðardal kölluðum hann, er dá- inn. Hann var hetjan okkar þegar við vorum krakkar að alast upp, og hann gat allt, það var sko engin spurning. Hann var svakalega góður á skíðum og svo átti hann um tíma rosalega stórt og flott mótorhjól sem við fengum að sitja á. Hann vann á stórri jarðýtu og fengum við stund- um að vera með honum í ýtunni og fylgdumst við þá með hvernig hann hreyfði andlitið í takt við átök ýt- unnar. Mannsi var líka sterkasti maður heims að okkar mati og þó víðar væri leitað. Hann bjó stund- um hjá okkur um tíma og vorum við mjög stolt af að eiga slíkan frænda. Nú þegar Mannsi er farinn rifjast upp ótal margar góðar minningar tengdar honum frá liðinni tíð. Um leið og við þökkum honum sam- fylgdina sendum við þér, Ása, og ykkur, Gummi, Didda, Gunna, Jobbi og fjölskyldur innilegustu samúðarkveðjur okkar. Dagrún og bræðurnir frá Hjarðardal. HERMANN GUÐMUNDSSON Um hádegisbil föstudaginn 5. apr- íl sl. lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, Elísabet Guðrún Helga- dóttir, síðust systkinanna frá Kálf- borgará í Bárðardal að kveðja þetta jarðlíf. Mig langar að minnast Betu, eins og við kölluðum hana alltaf, nokkrum orðum. Við hana eru bundnar mínar fyrstu æviminnning- ar. Ég var sett upp á hnakknefið hjá Betu og hún reiddi mig upp í Brenni- ás, en þar bjuggu þá þrjú föður- systkini hennar. Fósturmóðir mín sem var móðursystir hennar og fleiri, voru með í för en það eina sem ég man var að hjá Betu var ég örugg, hjá henni skynjaði ég hlýhug og ástúð sem ég fann fyrir alla tíð. Á hverju sumri fram undir ferm- ingaraldur dvaldi ég á Kálfborgará lengri eða skemmri tíma, fyrstu árin í gamla torfbænum. Minningabrotin hrannast upp. Ég horfi á Betu sópa gólfið í gömlu baðstofunni, hún gerði það á sinn sérstaka hátt til að þyrla ekki upp rykinu. Hún upp í heiði að huga að lambám og ég töltandi á eft- ELÍSABET GUÐRÚN HELGADÓTTIR ✝ Elísabet GuðrúnHelgadóttir fæddist á Kálfborg- ará í Bárðardal 8. sept.1909. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Helgi Guðnason, f. 29. október 1875, d. 20. júlí 1947, og Þuríður Sigurgeirsdóttir, f. 28. apríl 1877, d. 6. nóvember 1952. Systkini hennar voru: Herborg Sig- ríður, f. 21. ágúst 1903, d. 27. júní 2001, Guðni, f. 7. júní 1906, d. 12. júlí 1992, Sigurgeir Kristbjörn, f. 6. desember 1907, d. 8. mars 1926, Jón Sigurður, f. 3. apríl 1911, d. 22. júlí 1995, Hannes Hólm, f. 24. október 1912, d. 7. september 1914, og óskírður, f. 22. ágúst 1914, d. í september 1914. Útför Elísabetar Guðrúnar var gerð frá Akureyrarkirkju 15. apr- íl. ir. Í stofunni í fram- bænum var rúm sem hægt var að draga sundur, þar sváfu þær systur Sigga og Beta saman og ekkert mál að bæta mér við. Ég minnist þess ekki að kvartað væri yfir þrengslum en oft hafa þær lagst þreyttar til svefns og varla á bæt- andi að hafa krakka í rúminu. Það var alltaf margt um manninn á Kálf- borgará. Í baðstofunni tók vefstóllinn sitt pláss og milli nauðsynlegustu verka var kannski gripið í að vefa, sem aðallega var þó gert yfir veturinn, því aldrei man ég eftir að fólkinu félli verk úr hendi. Beta vann meira úti við en Sigga, þá var ekki vélvæðingin komin til sög- unnar, það var bara til hestasláttu- vél og allt rakað með hrífu. Svo var farið að byggja nýtt hús og að þeirri byggingu vann Beta með piltunum og dró ekki af sér, þrekmikil og slit- viljug til allra verka. Þegar flutt var í nýja bæinn voru þær systur búnar að vefa gardínur fyrir alla glugga í húsinu, ábreiður á rúmin og dúka á borð. Í kjallaranum var mjög rúm- gott mjólkurbúr og þar sat ég oft hjá Betu þegar hún var að skilja mjólk- ina og þar sungum við hástöfum saman, Beta hafði svo gaman af söng. Þarna í búrinu var líka strokk- ur sem hér Díabóla og ég mátti snúa honum en ósköp fannst mér rjóminn seinn að verða að smjöri. Þegar fór að þyngjast, sagði Beta, „nú skal ég taka við, elskan“ og ég sé hana fyrir mér taka smjörið af strokknum, kreista það upp úr ísköldu vatni og búa til fallega dömlu. Beta var ekki langskólagengin, lærði þetta venjulega að lesa, skrifa og reikna í farskóla eins og siður var í sveitum hér áður fyrr. Rúmlega tvítug fór hún þó einn vetur á Hús- mæðraskólann á Laugum. Þeirra daga minntist hún alltaf með gleði og vitnaði oft til. Og árin liðu. Tæknin var smám saman farin að létta fólkinu störfin. Það urðu mikil viðbrigði þegar Aga- eldavélin kom í eldhúsið og hitaði og geymdi heitt vatn allan sólarhring- inn. Þegar heyönnum lauk, sláturtíð var gengin um garð og börn sem voru í sumardvöl farin til síns heima, þá fór Beta stundum til Akureyrar í vinnu. Hélt hún þá oftast til heima á Bjarmastíg 13. Hún vann ýmis störf og ég held hún hafi alls staðar komið sér vel, gat gengið í hvað sem var. Beta var fremur dul, bar ekki til- finningar sínar á torg. Ég veit hún átti sína drauma og þrár en lét þó þarfir heimilisins ganga fyrir sínum. Það mætti segja að heimilið hafi staðið og fallið með hennar dugnaði, en draumarnir hennar Betu verða ekki raktir hér. Eftir að foreldrar hennar féllu frá héldu þau systkinin, Sigga, Guðni og hún, saman heimili og sem fyrr var góðvild og gestrisni í heiðri höfð. Þar var ekki farið í manngreininarálit. Þegar aldurinn færðist yfir og þreytan fór að segja til sín, seldu systkinin jörðina sína í hendur dug- andi bónda, því þeim var það metn- aðarmál að hún væri vel setin og fluttu til Akureyrar. Þar bjuggu þau fyrst á Hlíðargötu 4 en síðan í Víði- lundi. Eftir fráfall Guðna 1992 áttu Sigga og Beta eftir að vera saman enn um sinn. Elli kerling var farin að setja mark sitt á þær og er heilsunni fór að hraka, fluttu þær að Dval- arheimilinu Hlíð. Þar voru þær sam- an í herbergi eins og lengst af hafði verið í þeirra lífstíð, sem varaði hátt í eina öld eða 92 ár. Þær voru þakk- látar fyrir þá ummönnun sem þær fengu í Hlíð og þegar ég kom til Betu stuttu áður en hún lést, sagði hún: „Hér eru allir svo góðir við mig.“ Ég kveð Betu frænku með sökn- uði. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Svava Friðjónsdóttir. )  $                    43, ? ! @A  1 ' #     )#         '2    '-.. 4 '2 !  ( !'#  0!   "!($ ?#  0$ #  '2 !   "!)   $ (1,!  *$*+ )          "     " #                     4, /B4.    C  0  + 1 *   ,(*!  *  !* *$*+             2<)./= )--,(,4   3  3       4   (      5         '2    '-.. #  ) ( " # '#  '( " 2 ' $ * ( "' !  *$*+ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.