Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 14
SUÐURNES
14 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKIR aðalverktarar hf. af-
hentu í gær Keflavík, íþrótta- og
ungmennafélagi, gamla íþróttavall-
arhúsið við Hringbraut eftir end-
urbætur og breytingar. Keflavík
mun nota húsið sem félagsheimili
sitt.
Keflavík á gamla íþróttavall-
arhúsið. Eftir að fyrri notkun lauk
var í því myndbandaleiga en það
stóð síðan autt í um það bil ár. Ein-
ar Haraldsson, formaður Keflavík-
ur, segir að félagið hafi verið með
skrifstofur sínar í einbýlishúsi sem
það á við Skólaveg. Þar sé ekki
nógu góð fundaraðstaða og hafi
hugur forráðamanna félagsins
lengi staðið til þess að koma sér
upp betra félagsheimili. Þar sem
gamla vallarhúsið hafi staðið ónot-
að hafi verið ákveðið að nota það í
þessum tilgangi.
Skömmu eftir að sú ákvörðun var
tekin kom upp eldur í húsinu og
urðu á því nokkrar skemmdir. Fékk
félagið tryggingabætur og var
ákveðið að ráðast í alútboð á breyt-
ingum og endurnýjun húsnæðisins.
Fjögur fyrirtæki lögðu fram til-
boð og samdi Keflavík við Íslenska
aðalverktaka sem áttu lægsta til-
boðið, 7,3 milljónir kr., en það er
um 80% af kostnaðaráætlun. Segir
Einar ánægjulegt hvað margir
sýndu því áhuga að taka þetta verk-
efni að sér þótt lítið væri. Íslenskir
aðalverktakar skiluðu húsinu síðan
af sér í gær til Keflavíkurfélagsins,
tilbúnu til notkunar.
Einar segir að félagið flytji starf-
semi sína þangað á næstunni. Segir
að það sé mikill munur að fá nýja
aðstöðu, sérstaklega fundaraðstöð-
una. Í gamla vallarhúsinu eru nú
tvær skrifstofur og 83 fermetra
fundarsalur. Búið er að selja neðri
hæð húss Keflavíkur við Skólaveg
32 og til stendur að selja efri hæð-
ina eftir að skrifstofan verður flutt.
Innrétta nýtt félagsheimili
í gamla íþróttavallarhúsinu
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka og stjórnarmenn úr Keflavík biðu í góða veðrinu við nýtt félagsheimili eftir
að síðustu skrúfurnar væru komnar á sinn stað og hægt væri að afhenda lyklana við verklok.
Keflavík
NJARÐTAK ehf. hefur verið að
færa út starfsemi sína. Þjónustan er
fjölbreyttari og nú hefur fyrirtækið
tekið að sér sorphirðu og rekstur
gámasvæða í Borgarbyggð.
Njarðtak ehf. var stofnað fyrir
rúmum tuttugu árum af Ólafi Viggó
Thordersen og fjölskyldu hans. Það
er í Njarðvík eins og nafnið gefur til
kynna. Frá upphafi hefur Njarðtak
annast sorphirðu fyrir öll sveitar-
félögin á Suðurnesjum og megin-
hluta fyrirtækjanna. Það hefur í
nokkur ár einnig þjónað flugstöð-
inni á Keflavíkurflugvelli og íslensk-
um fyrirtækjum á vallarsvæðinu,
einnig annast sorpurðun fyrir varn-
arliðið á Stafnesi. Meðal annarra
verka má nefna að Njarðtak ann-
aðist alla sorphirðu á þjóðhátíðinni
á Þingvöllum 1994.
Sorphirða í Borgarbyggð
Auk hefðbundinnar sorpþjónustu
leigir Njarðtak út vinnuskúra, fær-
anleg salerni og girðingar. Nýjasti
þátturinn í starfseminni er hreinsun
gatna og opinna svæða í Reykja-
nesbæ og nágrannasveitarfélögum.
Hefur fyrirtækið keypt nýtt tæki til
að nota við þá starfsemi, að sögn
Ólafs Thordersen yngri, fram-
kvæmdastjóra Njarðtaks.
Í byrjun ársins tók Njarðtak þátt
í útboði á sorphirðu og rekstri
gámastöðvar í Borgarbyggð. Átti
fyrirtækið lægsta tilboðið og eftir
nokkur málaferli hefur nú náðst
samkomulag um að Njarðtak taki
þetta verkefni að sér frá næstu
mánaðamótum. Er verið að und-
irbúa verkið, kaupa tæki og ráða
heimamenn til starfa. Ólafur segir
að reynt verði að veita Borgnes-
ingum sem allra besta þjónustu og
vonast hann til að eiga gott sam-
starf við íbúana.
Njarðtak á fjölda tækja til að
sinna verkefnum sínum og starfs-
menn eru orðnir fimmtán. Ekki er
yfirbyggingin þó mikil. Ólafur Thor-
dersen, sonur Ólafs Viggós, hefur
starfað við fyrirtækið frá upphafi og
verið framkvæmdastjóri undanfarin
ár. Hann er með skrifstofu sína í
einu herbergi í íbúðarhúsi móður
sinnar. Og þótt hann sé nýlega
hættur að keyra bílana grípur hann
þó í stýrið í afleysingum.
„Þetta er eins og hver annar at-
vinnurekstur. Árangurinn byggist á
mikilli vinnu og menn uppskera eins
og þeir sá,“ segir hann. Hann segist
hafa góða starfsmenn og að fjöl-
skyldan standi vel saman í rekstr-
inum.
Ólafur hefur starfað mikið í fé-
lagsmálum og á sæti í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar fyrir Samfylk-
inguna. Hann segir að vissulega
fylgi því mikill erill að vinna að
stjórnmálunum með rekstri fyrir-
tækisins. „Þetta er eins og að fara
úr öskunni í eldinn,“ segir Ólafur
brosandi. Telur þó að tekist hafi
ágætlega að samrýma störfin, hann
sinni fyrirtækinu fyrri hluta dagsins
og fari svo meira í bæjarmálin síð-
degis. En oft sé vinnudagurinn
langur.
Fer úr öskunni í eldinn
Njarðvík
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ólafur grípur enn í stýrið á ruslabílnum þegar á þarf að halda.
LÉTTSVEIT Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar heldur tón-
leika í Kirkjulundi, safnaðar-
heimili Keflavíkurkirkju, á
morgun, sunnudag, klukkan
20.
Sveitin er á förum í tón-
leikaferð til Spánar, leikur í
Barcelona og Salou, og mót-
ast efnisskrá tónleikanna af
þeirri ferð. Aðgangseyrir er
kr. 500 sem rennur í ferða-
sjóð Léttsveitarinnar. Karen
Sturlaugsson stjórnar sveit-
inni og Jón Marinó Sigurðs-
son syngur.
Léttsveitin
með tón-
leika
Keflavík
AÐ meðaltali voru um 165 ein-
staklingar atvinnulausir á Suð-
urnesjum í maí. Samsvarar það
2% af vinnuafli sem er heldur
minna en í apríl en svipað og í
maí á síðasta ári, að því er fram
kemur í yfirliti Vinnumálastofn-
unar.
Eins og venjulega er meira
atvinnuleysi meðal kvenna en
karla. 90 konur voru án vinnu
sem samsvarar 2,6% og 75 karla
sem er 1,5%.
167 atvinnulausir
Í lok mánaðarins voru 167
einstaklingar á atvinnuleysis-
skrá, 32 færri en mánuði fyrr en
nokkru fleiri en á sama tíma fyr-
ir ári. Flestir hinna atvinnulausu
voru búsettir í Reykjanesbæ,
eða 122, en fæstir í Grindavík, 9
einstaklingar. Í hinum sveitar-
félögunum voru 10 til 14 skráðir
án atvinnu í lok maí.
Álíka
margir
án vinnu
Suðurnes
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar
hefur ákveðið að taka tilboði
Hjalta Guðmundssonar ehf. í
viðbyggingu og endurbætur á
leikskólanum Garðaseli í Kefla-
vík.
Tvö tilboð bárust. Tilboð
Hjalta hljóðaði upp á 27,6 millj-
ónir kr., sem er 86% af kostn-
aðaráætlun.
Lægsta
tilboð í
Garðasel
Keflavík
SIGMAR Valgeir Vilhelmsson,
myndlistarmaður í Keflavík,
opnar í dag sýningu í Galleríi
Hringlist á Hafnargötu 16.
Á sýningunni eru tuttugu
vatnslitamyndir og sækir lista-
maðurinn myndefnið mest í
náttúruna.
Sýningin verður opin á af-
greiðslutíma gallerísins til 29.
þessa mánaðar. Þá verður hún
opin á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní.
Opnar sýn-
ingu í
Hringlist
Keflavík
UNNIÐ er að hlutafjárútboði fyr-
ir Íslandsolíu ehf. sem hyggst
koma upp olíubirgðastöð í Helgu-
vík og hefja innflutning og sölu á
gasolíu til stórnotenda. Starfsemi
á að hefjast um áramót.
Íslandsolía fékk stóra lóð í suð-
urhluta Helguvíkur og hefur haft
áform um að byggja þar olíu-
tanka. Lóðinni var úthlutað með
venjulegum skilyrðum um að
framkvæmdir hæfust innan tiltek-
ins tíma. Frestur sem fyrirtækið
fékk er að renna út um þessar
mundir en að sögn Péturs Jó-
hannssonar, hafnarstjóra hjá
Hafnasamlagi Suðurnesja, er fyr-
irhugaður fundur með forsvar-
mönnum Íslandsolíu um stöðu
mála og framhaldið.
Magnús Magnússon vélaverk-
fræðingur, sem áður starfaði sem
ráðgjafi hjá Deloitte & Touche, er
framkvæmdastjóri undirbúnings-
félagsins. Hann segir að lokað
hlutafjárútboð hjá Búnaðarbank-
anum verðbréfum gangi eftir
áætlun. Verði hafist handa við
framkvæmdir á lóðinni að því
loknu og segir hann áformað að
hefja sölu á gasolíu til stórnotenda
um áramót.
Bjóða út nýtt
hlutafé í Íslandsolíu
Helguvík
VÍGLUNDUR Kristjánsson
hleðslumeistari og félagar hans
eru langt komnir við endurbætur
á Stekkjarkoti í Innri-Njarðvík.
Gamli bærinn er gerður upp og
byggt hefur verið nýtt torffjós á
hlaðinu. Í fjósinu verður bás fyrir
eina kú og kálf en í hlöðunni
verður salernisaðstaða fyrir
starfsfólk staðarins og gesti.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Endurbótum að ljúka
Innri-Njarðvík