Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ %           34,( &+5// 0. 6#$77            ''    (   #        3 +5 #  %+5 2$   !  ( 8$ ( 3+5 . !*9 !  "0 3+5 ' 4 !  ' 4+5  3   $  "!4+5 !   !  %4+5     $*+             &     ,(&:&)/-/ )--, ! ; " "" %'        ) *      +   #   ',   (      ) #    ,'    '-..  ( ! ($ 3 ( ! $ !'/ *  !  ( ! !   1( &$;    #  '( ! !  0 + 0$  $*+ ✝ Kristinn MagnúsBaldursson fæddist 8. febrúar 1924 í Reykjavík. Hann lést á sjó- mannadaginn 2. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Baldur Sveinsson, ritstjóri, f. 30. júlí 1883, d. 11. janúar 1932, og Mar- en Ragnheiður Frið- rika Pétursdóttir, kennari og umboðs- maður Happdrættis Háskóla Íslands, f. 2. júlí 1884, d. 9. janúar 1974. Systk- ini Kristins eru: Ragnheiður, f. 5. júlí 1915, d. 17. nóvember 1918, Kristjana, f. 10. október 1916, d. 14. apríl 1917, Ragnheiður Krist- jana, f. 20. október 1919, og Sig- urður, f. 3. janúar 1923. Kristinn kvæntist 31. maí 1952 Sigríði Þorvaldsdóttur, hjúkrun- geirsdóttur, f. 20. apríl 1953. Þau eiga tvo syni, Andrés Pétur Rún- arsson, f. 18. febrúar 1971, og Ás- geir, f. 6. nóvember 1975. 2) Elín Sigríður, f. 30. mars 1954. 3) Kristjana, f. 11. desember 1955, vinur hennar er Örn Ólafsson, f. 18. júlí 1956. 4) Pétur, f. 14. júní 1964, kvæntur Katrínu Gísladótt- ur, f. 28. maí 1962. Þau eiga tvo syni, Birgi, f. 19. júlí 1991, og Kristin Magnús, f. 9. febrúar 1996. Kristinn lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1942 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands vorið 1948. Hann var starfsmaður hjá Sveini Benediktssyni, framkvæmda- stjóra, frá vorinu 1948 til ársloka 1975. Jafnframt fulltrúi á skrif- stofu Síldarverksmiðja ríkisins í Reykjavík frá haustinu 1948 til ársloka 1976, síðan aðstoðarfram- kvæmdastjóri þar til loka júlí 1984. Starfaði síðan við endur- skoðun og bókhald í hlutastarfi, lengst af fyrir útgerðarfyrirtækið Ingimund hf. Í gegnum tíðina sat Kristinn í stjórnum ýmissa félaga og fyrirtækja. Útför Kristins fór fram í kyrr- þey. arfræðingi, fv. hjúkr- unarforstjóra Heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ, f. 22. desember 1929 á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvald- ur Þorvaldsson, verka- og ökumaður á Sauðárkróki, f. 4. febrúar 1884, d. 27. desember 1930, og Helga Jóhannesdótt- ir, húsfreyja, f. 26. júlí 1898, d. 13. nóv- ember 1979. Fóstur- foreldrar Sigríðar voru Þórður Magnússon Blöndal, búfræðingur og verslunarmaður, f. 21. desember 1885, d. 30. októ- ber 1949, og hálfsystir hans, Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal, húsfreyja, f. 29. mars 1894, d. 3. janúar 1975. Börn Kristins og Sig- ríðar eru: 1) Þórður, f. 22. sept- ember 1952, kvæntur Sigríði Ás- Kristinn frændi minn var nánasti samstarfsmaður föður míns, Sveins Benediktssonar framkvæmda- stjóra, um áratuga skeið. Þeir voru náfrændur, synir bræðranna Bald- urs ritstjóra og Benedikts Sveins- sonar alþingismanns frá Húsavík og systranna Guðrúnar og Marenar Pétursdætra frá Engey. Kristinn lauk námi við lagadeild Háskóla Íslands í maímánuði 1948 og hóf störf hjá föður mínum þegar að námi loknu og starfaði hjá hon- um allt til ársins 1975, en þá hafði faðir minn að mestu sest í helgan stein. Kristinn annaðist allt skrifstofu- hald og bókhald í tengslum við fjöl- breytta starfsemi föður míns á sviði útgerðar og síldarsöltunar. Aðalað- setrið var í Hafnarstræti 5 í Reykjavík. Á sumrin var haldið til Siglufjarðar og síðan Raufarhafnar meðan síldarævintýrið stóð sem hæst. Kristinn stýrði skrifstofu söltunarstöðvarinnar Hafsilfurs á Raufarhöfn á annan áratug, frá því um 1950 og fram til 1962. Þá sinnti Kristinn fjölbreyttum störfum til aðstoðar síldarbátunum, sem þurftu á margvíslegri fyrirgreiðslu að halda. Þá voru aðrir tímar í sam- göngu- og samskiptamálum. Erfitt gat reynst að ná símasambandi við útgerðarmenn og taka þurfti marg- víslegar ákvarðanir er vörðuðu síld- arbátana. Kristinn leysti úr öllum vanda og eignaðist fjölda tryggra vina á þessum árum bæði úr hópi útvegsmannanna og ekki síður sjó- mannanna sem fljótt fundu hvern mann Kristinn hafði að geyma. Auk starfanna fyrir fyrirtæki föð- ur míns sá Kristinn einnig um skrif- stofuhald fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins í Reykjavík og var aðstoð- arframkvæmdastjóri frá 1976 til 1984. Mjög náið samband var á milli Kristins og föður míns og var Krist- inn í miklum metum hjá honum, enda gríðarlegur styrkur fyrir hann að hafa svo einstakan samstarfs- mann sér við hlið áratugum saman. Þegar ég var unglingur var ég oft við snúninga á skrifstofunni hjá Kristni, og síðar á Raufarhöfn á söltunarstöðinni. Ég kynntist því vel frænda mínum, og þau kynni mótuðu mig á ýmsan máta. Það fór ekki hjá því að ég tæki eftir rithönd Kristins, en hann handfærði allt bókhald skrifstofunnar af mikilli snyrtimennsku og nánast glæsi- brag, og svo fór að rithönd hins unga frænda hans fór að líkjast hans eigin grunsamlega mikið, og við það situr enn í dag. Kristinn var gamansamur og vel- viljaður en lítt gefinn fyrir að láta á sér bera. Hann var tryggðatröll og hinir fjölmörgu vinir hans harma ótímabært fráfall hans. Hann varð 78 ára gamall en var lengstum við mjög góða heilsu og því komu fregnir af veikindum hans og svo láti hans á óvart. Á síðari árum lágu leiðir okkar saman hjá Sjóvátryggingafélagi Ís- lands, síðar Sjóvá almennum trygg- ingum þar sem hann sat í stjórn fé- lagsins í tíu ár þar til í marsmánuði sl. Þar sem endranær lagði hann ávallt gott til mála. Kristinn var gæfumaður í einka- lífi, og áttu þau gullbrúðkaup 31. maí sl. hann og hans góða kona Sig- ríður Þorvaldsdóttir. Að leiðarlokum vil ég þakka frænda mínum samfylgdina og jafn- framt færa honum þakkir fyrir frá fjölskyldu minni fyrir órofa vináttu og tryggð um áratuga skeið. Fjölskyldu Kristins færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Það er bjart yfir minningu Krist- ins Baldurssonar. Benedikt Sveinsson. Ég var staddur í Kanada og átti fyrir höndum að heimsækja hús Stephans G. Stephanssonar í Mar- kerville þegar Þórður Kristinsson hringdi í mig og sagði mér lát föður síns. Mér þótti gott að vera í því umhverfi, þegar ég rifjaði upp Kristin frænda minn. Þeir höfðu verið góðir vinir og skrifast á Bald- ur Sveinsson og Stephan og mér finnst ég hafa vitað það síðan ég var lítill drengur, að Stephan G. væri gott skáld, sem ég myndi síðar kunna að meta vegna þessarar vin- áttu og vegna þess hvernig Maren talaði um hana. Það kom líka á dag- inn, að vináttan hafði gengið að erfðum. Edwin, sonarsonur Steph- ans, hafði búið heima hjá Baldri Hafstað, þegar hann kom til Ís- lands, en Baldur flutti til Ragnheið- ar móður sinnar á meðan. Þessa minntist hann nú með þakklæti 89 ára og reykti Camel, en sagðist of gamall til Íslandsferðar. Ég er að hugsa um þetta og Laugaveg 66, þegar ég skrifa þess- ar línur. Þar er ég fæddur á heimili stórfjölskyldunnar næst fyrir ofan eldsmiðinn Birgi, sem járnaði hesta. Við bjuggum í framhúsinu og Guð- rún og Halldóra á loftinu, en ömmu- systur mínar í bakhúsinu, þar sem fjósið hafði verið. Ólafía og stjúp- faðir þeirra systra, Bjarni Magn- ússon, sem ég kallaði „afa minn afa“, uppi. Þar var oft þröng á þingi kringum kaffibollana hennar Ólafíu. Á neðri hæðinni var Maren með börnunum sínum þremur, Ragn- heiði, Sigurði og Kristni. Hún hafði misst Baldur mann sinn frá þeim árið 1932. Þegar hér var komið sögu rak hún litla verslun á Laugaveg- inum og gerðist umboðsmaður Happdrættis Háskólans og kallaði búð sína Happó. Móðir mín var list- ræn og hafði gaman af að búa til ýmislegt smálegt, sem Maren seldi. Maren var greind kona og marg- fróð og hafði lært í Askov í Dan- mörku. Ég man hvað ég varð hissa, þegar hún tók fram gítarinn og söng Heim er ég kominn eftir Pál Ólafsson. Þá lék hún á als oddi, en þannig var hún létt og skemmtileg, þegar sá gállinn var á henni. En al- vörugefin og ströng, þegar við átti. Þær voru samrýndar systurnar Maren og Ólafía og töluðu saman í síma margsinnis á degi hverjum eft- ir að þær fluttu af Laugaveginum. Og voru aldrei sammála. Þó væri! Laugavegur 66 var pínulítil ver- öld út af fyrir sig. Við bræðurnir lékum okkur í portinu og máttum líka leika okkur í garðinum hennar Ólafíu, ef við gættum þess að stíga ekki út í blómabeðin. Þetta var fal- legur garður með rifs- og sólberj- arunnum og beinvöxnum reyni- trjám. Ólafía vafði vírnetshólk utan um stofnana til þess að óhræsiskett- irnir kæmust ekki í hreiðrin. Ég man, að þar undir suðurveggnum lásu þeir Sigurður og Kristinn und- ir lögfræðipróf í vorblíðunni og báru brúnleit skyggni til þess að hlífa augunum við sólinni. Ég var mjög hændur að þeim, enda voru þeir góðir við mig, þótt þeir stríddu mér ofurlítið. Sögðu að ég væri smámæltur og gæti ekki sagt Sig- urður Þorn. Það gerði ekki svo mik- ið til. En verst þótti mér, þegar þeir sögðu að ég væri lítill. – „Lítill og ljótur og lúsugur og leiðinlegur labbakútur Lárusson“ sögðu þeir. Ég reyndi að bera mig borginmann- lega, en hét því með sjálfum mér að verða stærri en Kristinn. Og tókst það hérumbil. Við urðum jafnháir upp á sentímetra. Ég held að öllum hafi þótt vænt um Kristin, sem honum kynntust. Margt kom til þess. Hann tranaði sér ekki fram, en lá þó ekki á skoð- unum sínum og var eftir því tekið, sem hann sagði. Líka vegna þess hvernig hann flutti mál sitt, hlýr og með gamanyrði á vörum, en um- fram allt rökfastur og sanngjarn og gat verið íronískur. Það fóru allir glaðari frá honum en þeir komu. Hann var umhyggjusamur og tók eftir smáu hlutunum. Ef það þurfti að huga að einhverju, gerði hann það og þá með jákvæðum hætti. Hann var nákvæmur í því, sem hann tók sér fyrir hendur, og mátti ekki vamm sitt vita. Og hann var líkur sjálfum sér hvenær sem mað- ur hitti hann með sitt stóra nef, sem Baldur á Ófeigsstöðum sagði að væri úr Illugastaðaættinni og sýndi mér nefið á sér. Auðvitað sérvitur og með ákveðna takta eða fas, sem ég man eftir síðan á Laugaveginum og var orðið samgróið honum og hluti af persónuleikanum. Þegar ég fór til Kanada vissi ég að Kristinn barðist fyrir lífi sínu, en ég vildi samt ekki trúa því, að ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur. Hann hafði alltaf verið á sínum stað. Fjölskyldan saknar hans mikið að hann skuli ekki vera þar eins og hann var vanur. Kristinn var gæfumaður í sínu einkalífi og þau Sigríður bæði, sam- hent og áttu barnaláni að fagna. Þessi orð mín bera þeim öllum sam- úðarkveðjur okkar Kristrúnar, því að missirinn er djúpur og sár og sorgin djúp. Guð blessi minningu Kristins Baldurssonar. Halldór Blöndal. Þeir voru mjög jafnaldra bræð- urnir, Kristinn Magnús og faðir minn, Sigurður. Ragnheiður, systir þeirra bræðra, var nokkrum árum eldri og hafði oft vit fyrir litlu bræðrum sínum eins og stóru syst- ur er einni lagið. Bæði lifa þau bróð- ur sinn. Kristinn var ári yngri en Sigurður, en var látinn byrja með honum í skóla. Þeir fermdust saman og fylgdust að gegnum stúdents- próf í MR og upp í lagadeild Há- skóla Íslands, þar sem báðir tóku lögfræðipróf. Eftir það skildi leiðir, Sigurður hóf störf á skrifstofu Ragnars Ólafssonar og varð síðar hæstarétt- arlögmaður, en Kristinn réðst til Síldarverksmiðja ríkisins. En þeir bræður voru að sumu leyti enn sam- stiga í lífinu, þeir kvæntust með stuttu millibili og báðir eignuðust fyrsta barn sitt haustið 1952. Við Þórður Kristinsson uxum upp hvor í sínum bæjarhluta, hann í Hlíðunum en ég í Vogunum. Krist- inn og fjölskylda hans komu reglu- lega að heimsækja Marenu ömmu, sem bjó á loftinu hjá okkur, og litu þá jafnan inn á neðri hæðinni, og ég fékk tækifæri til að leika við Þórð frænda og fljúgast á við hann. En einu sinni á ári, á sólbjörtum sunnu- dagsmorgni að vorlagi, kom Krist- inn með fríðu föruneyti í alveg sér- staka heimsókn, sem var jafn árviss og jól og páskar. Dyrabjallan hringir þegar fjöl- skyldan er varla meira en svo kom- in á fætur, og á tröppunum stendur Kristinn, baðaður í sólskininu, glað- ur í bragði eins og jafnan, með gam- anmál á vörum og stutt í stríðnina. Erindið er aðeins eitt, að taka ár- lega ljósmynd af okkur Þórði ásamt þriðja frumburðinum og jafnaldra okkar, Heimi Haukssyni, syni Hauks Jónssonar, skólabróður þeirra bræðra og góðs vinar úr MR og lagadeildinni. Haukur á forláta ljósmyndavél og festir okkur fé- lagana á filmu, og síðar fá yngri systkini okkar að vera með. Óðara er hringt eða skroppið „út í hús“ til Ragnheiðar og Páls, og fjölskyldurnar sameinast á öðru hvoru heimilinu. Við þessa fjöl- mennu og glaðværu heimsókn dríf- ur að krakka úr götunni, sem vilja fá að vera með á mynd, en í þá daga eru ljósmyndavélar sjaldséðar ger- semar. Allir fá að setjast í tröppurnar sem vilja, og myndir teknar, en þó er þess alltaf gætt að taka mynd af frumburðunum þremur, Þórði, Heimi og mér, sitjandi í tröppunum fyrir miðju. Og þarna sitjum við enn í dag, sum árin dúðaðir í úlpu og með húfu, önnur ár berhöfðaðir í stutterma skyrtum. Þessar ljósmyndir eru núna ómetanlegar vörður í ljósmynda- safni fjölskyldunnar, og bera vott um hvað Kristni var umhugað að rækta tengslin við ættingja sína og vini, og ekki síður að rækta vináttu afkomendanna, eins og sönnum ættarhöfðingja sæmir. Síðar á lífsleiðinni kynntist ég fólki sem þekkti Kristin, sumir höfðu kynnst honum á Siglufirði eða Raufarhöfn. Þetta fólk nefndi Krist- in við mig að fyrra bragði til þess eins að koma því að hvað hann væri mikill ágætismaður. Sumir minnt- ust Kristins sem góðs félaga fyrir norðan, aðrir að hann hefði greitt götu þeirra hér fyrir sunnan. Og í hvert sinn fannst mér ég njóta frændseminnar. Þegar bræðurnir voru komnir á eftirlaunaaldur tók heilsan að bila. Sigurður lærbrotnaði og hefur verið lítt ferðafær um nokkurra ára skeið. Kristinn lét hins vegar veikt hjarta ekki á sig fá, bar aldurinn vel og fór allra sinna ferða sem áður. Hann studdi bróður sinn með ráð- um og dáð og keyrði hann m.a. reglulega til Kára klippara. Þar var Sigurður spurður að því í fyrra hvort hann hefði son sinn til fylgd- ar. Þá kviknaði stríðnispúkinn í Kristni og hann hafði gaman af að segja frá þessu atviki af rakarastof- unni. Nú er þessi glaðværi föðurbróðir minn genginn. Við Eva vottum Sig- ríði og börnunum innilega samúð okkar. Baldur Sigurðsson. Annan júní sl. urðu vandamenn og vinir að sjá á bak drengskap- armanninum Kristni Baldurssyni. Hann var þá á 79. aldursári, fæddur 8. febrúar 1924. Kristinn var af traustum ættum, sonur Baldurs Sveinssonar ritstjóra og konu hans Marenar Pétursdótt- ur frá Engey, umboðsmanns Happ- drættis Háskóla Íslands. Kristinn missti föður sinn á unga aldri, en hann lést árið 1932, er Kristinn var á áttunda ári. Stóð móðir hans þá KRISTINN BALDURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.