Morgunblaðið - 15.06.2002, Side 25

Morgunblaðið - 15.06.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 25 borðbúnaður fyrir 4 Verð áður: 2.199 kr. Verð áður: 1.990 kr. Íslenski fáninn frá 459 kr. Útilegumatarstell 1.790 kr. Hengirúm 1.490 kr. Tilboð í verslun Skútuvogi 16, í dag laugardag. Opið 10-16 í Skútuvogi þrjár stærðir Sumartilboð Útileiktæki H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár iG un na rs so n / 06 .2 00 1 Frábæ rt verð! Rólur -margar gerðir Rennibrautir Buslulaugar FIDEL Castro, for- seti Kúbu, hyggst skipuleggja undir- skriftasöfnun meðal þjóðarinnar til að fá heimild fyrir því að breyta stjórnar- skránni og setja þar inn ákvæði um að sósíalismi eyríkisins sé „ósnertanlegur“. Forsetinn skýrði frá þessu í sjónvarpi landsins á fimmtu- dag en daginn áður var efnt til fjölda- funda í landinu til stuðnings hug- myndinni. Andstæðingar kommúnistastjórn- ar Castros segja að framtakið sé aug- ljóslega svar við svonefndri Varela- áskorun sem rúm- lega 10.000 manns undirrituðu og var þar hvatt til þjóðar- atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórn- arfarinu. Yrði fólk þá spurt hvort það vildi að tjáningar- frelsi og réttur til að efna til funda yrðu tryggð, einkaaðilum yrði heimilað að eiga fyrirtæki, gerðar yrðu umbætur á kosningakerfinu og pólitískum föngum gefnar upp sakir. Áskorunin var lengi fáum kunnug á Kúbu enda fór söfnunin af eðlilegum ástæðum hljótt. En Jimmy Carter, fyrrver- andi Bandaríkjaforseti, notaði tæki- færið er hann fékk leyfi Castros til að ávarpa Kúbverja í beinni sjón- varpsendingu og sagði þá frá áskor- uninni en Carter er spænskumæl- andi. Castro lagði áherslu á að undir- skriftasöfnunin yrði ekki á vegum ríkisvaldsins heldur myndu samtök kvenna, stúdenta, verkamanna og annarra standa fyrir henni. „Enginn þjóðbræðra okkar mun missa af tækifærinu“ til að styðja hvatn- inguna, að sögn forsetans sem haldið hefur landinu í járngreipum í rúma fjóra áratugi. Hann hefur aldrei tjáð sig opin- berlega um Varela-áskorunina. Embættismenn hans hafa á hinn bóginn sakað þá sem standa að henni um að vera launaðir útsendarar Bandaríkjamanna. Einnig hafa þeir sagt að lagaleg og tæknileg atriði geri erfitt að verða við áskoruninni. Sósíalismi festur í stjórn- arskrá Kúbu Castro forseti hrindir af stað und- irskriftasöfnun um breytinguna Havana. AP. Fidel Castro Kúbuforseti flytur ræðu á fjöldafundi í Havana í vikunni. Hann er nú 76 ára gamall. Reuters ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.