Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegt þing um heilbrigðistækni Tækni sem alla varðar ALÞJÓÐLEGT þingum heilbrigðis-tækni og vísindi, 12NBC, verður haldið í Smáralind dagana 18.–22. júní næstkomandi. Dr. Þórður Helgason, formað- ur Heilbrigðistæknifélags Íslands, segir hér nánar frá þinginu. Hver er forsaga NBC- þingsins? „Fyrsta þingið var hald- ið í janúar árið 1970 í Hels- inki í Finnlandi. Frá árinu 1987 hafa þessi þing verið haldin reglulega á þriggja ára fresti, og árið 1993 var fulltrúum frá Eystrasalts- löndunum boðið að vera með, og þegar þingið var haldið aftur í Tampere í Finnlandi árið 1996 var samþykkt að kalla þingið Nor- ræna baltneska þingið. Nú er það haldið í tólfta sinn og í fyrsta skipti á Íslandi.“ Hvað er heilbrigðistækni? „Það er tækni notuð til sjúk- dómsgreiningar eða meðferðar sjúklinga. Í daglegu lífi birtist hún okkur í formi aðferða eða tækja sem við njótum góðs af á heil- brigðisstofnunum og læknastof- um. Nefna má tæki eins og hlust- unartól lækna, röntgentæki, ómskoðunartæki fyrir þungaðar konur og fleiri.“ Hvaða nýjungar munu koma fram á þinginu? „Von er á nokkrum mjög at- hyglisverðum fyrirlestrum. Einn gestafyrirlesaranna mun fjalla um gerð líkana af hjartanu. Slík líkön er hægt að nota til að gera með- ferð við hjartsláttaróreglu mark- vissari, bæði brennslumeðferð og gangráðsmeðferð. Einnig eru lík- önin notuð til að ráða í virkni ein- stakra hluta hjartans út frá raf- merkjum sem tekin eru upp af yfirborði líkamans með miklum fjölda rafskauta, þ.e. brjósti, maga og baki. Annar gestafyrirlesari mun fjalla um nýjungar í geislameð- ferð krabbameinssjúklinga. Þar eru spennandi hlutir að gerast. Farið er að laga geislareiti að krabbameininu meðan á geisla- meðferð stendur og jafnvel að sneiðmyndatæknin verði notuð í öfuga átt, þ.e. að í stað þess að fá fram mynd af mismunandi þéttni muni menn búa til mismunandi geislaþéttni innan líkamans með því að geisla úr mismunandi átt- um með styrk sem breytist meðan geislagjafinn snýst í kringum sjúkling. Sá þriðji mun tala um tækni til að taka upp upplýsingar beint af taugum líkamans með ígræddum rafskautum. Þetta er alveg ný tækni sem færir menn nær því marki að geta stjórnað lömuðum útlimum manna með raförvun og þar með endurhæft þverlamaða. Á þinginu verða kynntar yfir 120 greinar, mikil gæðavinna sem vert er að sjá.“ Skiptir þessi tækni máli fyrir hinn al- menna borgara? „Heilbrigðistæknin skiptir hinn almenna borgara miklu máli. Hvar væru nýrnasteinssjúklingar í dag ef steinbrjótsins nyti ekki við? Það er ekki langt síðan hann var keyptur hingað til lands. Eða hvar værum við án röntgentækn- innar, hjarta-lungnavélarinnar, hjartagangráðsins og fleiri tækja? Flestir hafa einhvern tíma notið góðs af heilbrigðistækninni og margir eiga henni mikið að þakka. Hún bætir mikið sjúkdómsgrein- ingarmöguleika og meðferðar- möguleika okkar. Heilbrigðis- tækninni fleygir mjög hratt fram og við eigum eftir að sjá enn hrað- ari framfarir á komandi áratugum en á þeim síðustu. Í þessu felast mikil tækifæri fyrir þjóð eins og Íslendinga bæði á tækni- og lækn- ingasviði.“ Segðu okkur frá Heilbrigðis- tæknifélagi Íslands. „Heilbrigðistæknifélag Íslands (HTFÍ) var stofnað hinn 25. mars 1994. Starfsárið 2001 er því það áttunda í röðinni. Tilgangur fé- lagsins er að efla og kynna heil- brigðistækni á Íslandi. Að þessu markmiði er unnið með því að miðla upplýsingum um heilbrigð- istækni, standa fyrir fræðslufund- um, ráðstefnum, stofnun vinnu- hópa um ákveðin málefni, samvinnu við sambærileg félög í öðrum löndum og kynningum fyr- ir almenning eins og segir í lögum félagsins. Félagar í Heilbrigðistækni- félagi Íslands geta allir orðið sem áhuga hafa á heilbrigðistækni. Það er ekki bundið við neina starfsgrein og er þar með þver- faglegt í þeim skilningi. Bæði ein- staklingar og fyrirtæki eru fé- lagar í HTFÍ. Fræðslufundir og vinnuhópar um ákveðin mál hafa verið rúm- frekust í dagskrá fé- lagsins í gegnum tíðina. Það hefur fengið til landsins þekkta menn á sviði heilbrigðistækni, starfað að staðlamálum í samvinnu við heilbrigðisráðu- neytið, unnið að stefnumótun í heilbrigðistækni í samstarfi við Samtök iðnaðarins og fleiri aðila, unnið að könnun á fýsileika þess að bjóða nám í heilbrigðistækni á Íslandi, sett á stofn heilbrigðis- tæknivettvang í samstarfi við aðra, en nú erum við hins vegar í fyrsta sinn að standa fyrir alþjóð- legu þingi um heilbrigðistækni.“ Dr. Þórður Helgason  Dr. Þórður Helgason heil- brigðisverkfræðingur fæddist 16. júní 1958. Lauk BS-prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1982, Dipl.-Ing.-prófi frá Háskólanum í Karlsruhe 1985 og Dr.-Ing. gráðu frá sama skóla 1990, á sama tíma aðstoðarmaður pró- fessors við háskólann. Hann sér- hæfði sig í heilbrigðistækni. For- stöðumaður eðlisfræði- og tæknideildar Landspítalans 1990–00, forstöðumaður rann- sóknar- og þróunardeildar LSH frá 2000 og formaður Heilbrigð- istæknifélags Íslands. Kona hans er Halldóra D. Kristjánsdóttir bankastarfsmaður og eiga þau tvo syni, Helga Guðjón og Pétur Daníel. Athyglisverðir fyrirlestrar á þinginu Yður er óhætt að stíga á land, hr. Jiang Zemin, það verða allir með hendurnar á kafi í vösunum samkvæmt samningum. ENGINN lax veiddist í Elliðaánum í gærmorgun er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fleiri úr fylgdarliði hennar renndu þar fyrstir veiði- manna fyrir lax á þessu sumri. Opn- unin var færð fram um einn dag vegna anna borgarstjórans í dag, laugardag. Að sögn Þorleifs Magnússonar formanns árnefndar Elliðaánna sáu menn laxa í ánni, bæði í Fossinum og á Neðri Breiðu, auk þess sem fjórir höfðu farið um teljarann. Hins vegar vildi laxinn ekki taka og hollið var í staðinn upptekið við að grisja smáurriða úr ánni. T.d. hreinsaði Ingibjörg Sólrún þrjá slíka titti úr ánni. Þorleifur gat þess einnig, að veðrið hefði ekki verið hjálparhella, en sól og hiti væri ekki kjörveðrið til laxveiða. Molar héðan og þaðan… Það er að reytast nýr lax inn í Blöndu. Í gærmorgun voru þar t.d. ensk hjón sem settu í alls sex laxa. Náðu tveimur, en misstu hina fjóra, flesta eftir langar og harðar rimmur. Þetta voru allt 10 til 12 punda fiskar. Óstaðfestar fréttir eru um nýjan stórurriða úr Þingvallavatni, 10 punda fiskur veiddur í Þjóðgarðinum í fyrrakvöld. Bleikjuveiðimenn segja meira bera á smærri bleikju nú en fyrr í vor. Þó eru enn góðir fiskar í bland og ekki er langt síðan að frétt- ist af akfeitri 4 punda kuðunga- bleikju í Lambhaga sem veiddist á svarta kúlupúpu númer 16, sem er nokkru smærri fluga en flestir nota í vatninu. Stærstur straumur Í laxleysinu það sem af er hafa menn einblínt nokkuð á þann straum sem er stærstur um þessar mundir. Hafa menn talað um að maístraum- arnir hafi verið óvenjusnemma og það kunni að valda því að laxinn sé seinn. Ásgeir Heiðar, sá þrautreyndi veiðimaður, leggur ekki trúnað á það, hann segir að lax hafi gengið snemma, a.m.k. í Laxá í Kjós og ef- laust víðar, en vegna hlýinda hafi þeir dreift sér og séu vítt og breitt og meira og minna týndir á stóru svæði í stað þess að vera á afmörkuðum svæðum og sýnilegir eins og venja er til í byrjun vertíðar. Hann bætir við að það sárvanti nú úrkomu, skilyrði séu afar erfið. Enginn lax veiddist við opnun Elliðaáa Morgunblaðið/Arnaldur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri reynir fyrir sér í Fossinum í gærmorgun. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.