Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EF ÞÚ býður vini að koma íheimsókn geri ég ráð fyr-ir að þú bjóðir ekki sam-tímis heim til þín öðrum
manni sem gæti valdið vandræðum
og skapraunað gestinum,“ sagði
talsmaður kínverska utanríkisráðu-
neytisins, Kong Quan, sem er í föru-
neyti Jiangs Zemins forseta, á
blaðamannafundi á Hótel Loftleið-
um í gær. Hann sagði að Jiang hefði
lýst mikilli ánægju sinni með heim-
sóknina og viðræður sínar við Ólaf
Ragnar Grímsson, forseta Íslands
og fleiri ráðamenn. „Jiang forseti lét
í ljós þá von að með heimsókninni
yrði hægt að auka gagnkvæman
skilning og leggja drög að meira
samstarfi milli þjóðanna og betri
skilningi á málum sem skipta þær
báðar máli,“ sagði Kong.
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði talsmanninn hvort það væri
rétt að kínverskir embættismenn
hefðu gert mjög ákveðnar kröfur til
íslenskra stjórnvalda um að þau
tryggðu að Jiang myndu ekki verða
var við mótmælaaðgerðir af nokkru
tagi og hvort þeir hefðu beðið þau
um að meina félögum í Falun Gong
að koma til landsins.
Falun Gong hættuleg samtök
„Þegar um er að ræða opinberar
heimsóknir notar hver þjóð sínar
eigin aðferðir og þegar okkar forseti
kemur hingað til lands í opinbera
heimsókn vona báðir aðilar að hún
gangi snurðulaust fyrir sig,“ svaraði
hann. „Það er í grundvallaratriðum
best fyrir vináttu beggja þjóðanna.
Þú nefnir Falun Gong. Ég veit ekki
hvort þú hefur komið til Kína en
leyfðu mér að segja frá Falun Gong.
Þetta er sértrúarhreyfing og sumar
sértrúarhreyfingar hafa verið bann-
aðar í mörgum löndum, ekki ein-
vörðungu í Bandaríkjunum og Evr-
ópu heldur víðar.
Hreyfing eins og Falun Gong er á
móti samfélaginu og því hættuleg,
hún er á móti öllu mannkyninu. Hér
er ekki nægilegur tími til að fara út í
kenningar hreyfingarinnar í smáat-
riðum en við viljum ekki að Falun
Gong geti valdið vandræðum í heim-
sókn forsetans. Þetta er opinber
heimsókn og hún er söguleg.“
Talsmaðurinn sagði Falun Gong
hafa með kenningum sínum og
andstöðu við lækna og sjúkrahús
beinlínis valdið dauða um 1.700
manna. Fréttaritari The Times á
Íslandi spurði hvort það væri rétt
að íslensk stjórnvöld hefðu fengið
svonefndan svartan lista yfir Falun
Gong-félaga frá kínverskum
stjórnvöldum.
„Sem talsmanni kínverska utan-
ríkisráðuneytisins er mér ekki
kunnugt um það,“ svaraði Kong.
Morgunblaðið benti á að vegna
mótmæla Falun Gong vissu venju-
legir Íslendingar nú meira en
nokkru sinni fyrr um ásakanir þess
efnis að Kínverjar brytu mannrétt-
indi. Spurt var hvort Kong héldi að
kínversku fréttamennirnir í fylgd-
arliði forsetans myndu í frétta-
sendingum sínum til Kína segja frá
mótmælum Falun Gong og ann-
arra í tengslum við heimsóknina.
„Mikið af erlendum fréttaflutn-
ingi um Kína er ekki nógu n
ur,“ sagði Kong. „Ef fólk
Kína án þess að vera fyrirfr
eða á móti getur það séð hv
hefur áunnist í mannréttind
í landinu síðustu árin. K
stjórnvöld hafa eflt mannr
ákvæði í lögunum og un
margar alþjóðasamþykktir
efni.
Ástand mannréttinda e
fullkomið í nokkru landi. K
enn að þróast í efnahags-
lagsmálum og smám saman
við gera enn frekari umb
þeim efnum. Mannréttindi á
eru heldur ekki fullkomin,
þú veist vafalaust. Fólk í Ban
unum gagnrýnir oft ástand
réttinda í öðrum löndum en
eigin ranni er oft brotinn r
svörtum og öðrum minnihl
um.
Ef þú færir sjálfur til Kína
ir þú sjá sjálfur hvernig ra
Talsmaður kínverska utanríkisráðuney
Erlendur fr
ingur ónák
Segir Falun Gong ógna samféla
Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Kong Quan, á
STEFÁN Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms-
málaráðuneytinu, segir ljóst af aðgerðum Fal-
un Gong-iðkenda í gær að ekkert sé að marka
orð talsmanna þeirra um að ekki yrði reynt að
trufla heimsókn forseta Kína og farið yrði í
einu og öllu eftir tilmælum lögreglu.
Í yfirlýsingu sem fjórir talsmenn Falun
Gong skrifuðu undir á þriðjudag segir m.a. að
þeir muni halda sig innan þriggja sérstakra
svæða til að gera æfingar sínar, þeir muni í
einu og öllu fara eftir tilmælum lögreglu og
„muni á engan hátt trufla dagskrá heimsókn-
arinnar“. Einn þeirra sem skrifaði undir var
Joel Chipkar sem í gærmorgun hrópaði slag-
orð að kínverska forsetanum við Þjóðmenn-
ingarhúsið. Þá voru þrír Falun Gong-iðkend-
ur við Bessastaði þegar kínverski forsetinn
var þar og um tylft þeirra var við Höfða þegar
kínverska forsetafrúin skoðaði húsið. „Þó að
þetta séu auðvitað ekki alvarleg mál þá stað-
festa þessi atvik, að það sem forsvarsmenn
þessarar hreyfingar fullyrtu og skrifuðu und-
ir, er greinilega ekki marktækt,“ segir Stefán.
Augljóslega hafi verið brotið gegn yfirlýsing-
unni. Jafnvel talsmaður þeirra sem skrifaði
undir hana og sagðist geta ábyrgst að ekki
yrði brotið gegn fyrirmælum lögreglu, hafi
sjálfur brotið gegn yfirlýsingunni. Þá minnir
hann á að allir Falun Gong-liðar hafi lýst því
yfir við komuna til landsins að þeir myndu
fara eftir tilmælum lögreglu.
Lítið um skýringar
Stefán segir að lögreglan í Reykjavík hafi
fundað með forsvarsmönnum þeirra í gær og
óskað eftir skýringum á því hvers vegna yf-
irlýsingin var brotin. Lítið hafi verið um skýr-
ingar af þeirra hálfu.
Stefán segir að hegðun Falun Gong-með-
lima í gær staðfesti jafnframt það sem lög-
reglan í Þýskalandi og Bandaríkjunum hafi
sagt um hegðun þeirra við mótmælaaðgerðir.
„Þeir ganga mjög langt og það er ekki að
marka orð af því sem þeir segja.“
Hafa augljóslega
brotið gegn
yfirlýsingu
Stefán Eiríksson skrifstofustjóri
TVEIM
af Hótel
þær höf
um með
Gamrec
í gærmo
hótelið þ
Í sam
reen að
bergið t
færu á A
Þegar þ
ar bolum
uppi fót
hafi þá
hótelið.
ástæðu
skipunu
Fjölm
verið á h
brugðið
hafi elt
á hótelh
Ví
þæ
Fa
SAMFYLKINGIN OG ESB
NORÐURLÖND ÁN
LANDAMÆRA
Bæði stjórnvöld og almenningurá Norðurlöndum standa lík-lega í þeirri trú að það sé auð-
veldara að flytja frá einu norrænu ríki
til annars en að flytjast til ríkis utan
Norðurlanda. Í gildi eru ótal norrænir
samningar, sem eiga að tryggja að
norrænir borgarar njóti flestallra
sömu réttinda og heimamenn ef þeir
setjast að í öðru norrænu ríki.
Veruleikinn er hins vegar ekki alveg
svona fallegur, eins og kom skýrt fram
í skýrslu, sem unnin var undir forystu
Ola Norrback, sendiherra Finnlands í
Noregi, og lögð var fyrir Norður-
landaráð í vor. Yfirvöld á Norðurlönd-
unum litu reyndar almennt svo á að
norrænir borgarar gætu hindrunarlít-
ið flutzt á milli landanna. Norrback
fékk hins vegar fjölda bréfa og símtala
frá almennum borgurum meðan á at-
hugun hans stóð, sem bentu til hins
gagnstæða; fólk rekst oft á vegg skrif-
finnsku og skilningsleysis embættis-
manna þegar það reynir að koma sér
fyrir í nýju landi, þrátt fyrir áferðar-
fallega samningana. Norrback komst
að þeirri niðurstöðu að vanþekking
embættismanna á samningunum, mis-
munandi löggjöf og ólík túlkun á
reglum ylli Norðurlandabúum, sem
flytjast milli landanna eða búa í einu
og vinna í öðru, miklum erfiðleikum.
Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráð-
herra Norðurlanda, segir í Morgun-
blaðinu í gær að Norræna ráðherra-
nefndin hyggist grípa til aðgerða til að
bæta úr þessum vanda. Stórefla eigi
upplýsingastreymi til Norðurlanda-
búa, bæði með því að upplýsa embætt-
ismenn betur um hvað hinir norrænu
samningar fela í sér og með því að
gera upplýsingar aðgengilegar á Net-
inu. Siv nefnir símaþjónustuna Halló
Norðurlönd, sem rekin er á vegum
ráðherranefndarinnar, en fram-
kvæmdin er í höndum norrænu félag-
anna. Þar eru veittar upplýsingar um
réttindi og aðstoð milli landa á Norð-
urlöndum og leitazt við að greiða götu
fólks.
Í Morgunblaðinu í gær er önnur
frétt, sem sýnir einmitt vel bæði við
hvaða vanda er að etja og að framtak á
borð við Halló Norðurlönd getur
stuðlað að því að leysa úr honum. Lítil
stúlka, sem er dóttir sænskrar konu
og íslenzks manns, er nýlega flutt til
Svíþjóðar og hefur ekki fengið sam-
þykki fyrir að bera eftirnöfn beggja
foreldra sinna, þótt hún sé skráð
þannig hér á landi. Foreldrar hennar
hafa farið fram á að þessu verði breytt,
en kerfið hefur staðið fast á sínu. Með
aðstoð Halló Norðurlanda hefur fjöl-
skyldan fengið upplýsingar um rétt
sinn í málinu og kemur í ljós að sér-
ákvæði er í sænsku mannanafnalögun-
um um nöfn Íslendinga, en það virðist
sænska kerfið ekki hafa þekkt.
Hin miklu og vinsamlegu samskipti
Norðurlandanna og hið einstaka sam-
félag ríkjanna, sem m.a. grundvallast
á sameiginlegri sögu, menningu og
málsamfélagi, eru mikils virði fyrir öll
ríkin, ekki sízt það minnsta. Við eigum
að gera allt, sem í okkar valdi stendur,
til að gjörðir fylgi orðum í Norður-
landasamstarfinu. Framtak til að
draga úr hindrunum á landamærum
milli Norðurlandanna er þáttur í
þeirri viðleitni.
Össur Skarphéðinsson, formaðurSamfylkingarinnar, flutti ræðu á
flokksstjórnarfundi flokksins í fyrra-
dag og sagði þar m.a.: „Næsta áfanga í
Evrópuferlinu lýkur á því, að við brjót-
um blað í sögu flokkslýðræðis á Íslandi
með því að taka afstöðu til þess í inn-
anflokkskosningum, hvort Samfylk-
ingin eigi að setja umsókn um aðild að
Evrópusambandinu á stefnuskrá
sína.“
Jafnframt lýsti formaður Samfylk-
ingarinnar þeirri skoðun sinni að láta
eigi reyna á aðildarumsókn eftir næstu
kosningar. Það er ljóst að ef niðurstað-
an af því að blað verður brotið í sögu
flokkslýðræðis á Íslandi verður sú, að
flokksmenn komast að þeirri niður-
stöðu að ekki eigi að sækja um aðild að
ESB, verður formaður flokksins kom-
inn í þá sérstöku aðstöðu að þurfa að
íhuga stöðu sína miðað við yfirlýsingu
sína á flokksstjórnarfundinum.
Í ræðu Össurar Skarphéðinssonar
kom fram, að hann telur að fleiri kostir
en gallar fylgi hugsanlegri aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu. Frá upp-
hafi umræðna um hugsanlega aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu hefur það
legið ljóst fyrir, að einn helzti galli að-
ildar væri sá, að allar formlegar
ákvarðanir um fiskveiðistjórn í ís-
lenzkri fiskveiðilögsögu yrðu fluttar til
Brussel. Það er alveg sama á hvern
veg menn teygja og toga þær reglur,
sem um þetta efni gilda innan Evrópu-
sambandsins, niðurstaðan verður allt-
af sú, að allar formlegar ákvarðanir
yrðu teknar í Brussel.
Um er að ræða grundvallaratvinnu-
veg íslenzku þjóðarinnar. Frá lýðveld-
isstofnun hefur verið barizt hart fyrir
fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsög-
unni til þess að ná fullri stjórn á mál-
efnum hennar í íslenzkar hendur en sú
stjórn var að hluta til í höndum útgerð-
armanna í Grimsby og Hull. Aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu mundi að
vísu ekki þýða, að hún yrði flutt þang-
að aftur heldur til Brussel en þar taka
Spánverjar þátt í öllum ákvörðunum,
sem eitt af aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins. Spánverjar eru sem kunn-
ugt er þekktir um allan heim fyrir
sóðalega umgengni um fiskimið ann-
arra þjóða og að hlíta engum reglum í
þeim efnum þrátt fyrir hátíðleg loforð
um annað.
Úr því að Össur Skarphéðinsson tel-
ur að fleiri kostir en gallar fylgi aðild
Íslands að Evrópusambandinu er
nauðsynlegt að hann upplýsi íslenzku
þjóðina um það hvaða kostir vega
þyngra en sá stóri galli, sem hér hefur
verið minnzt á. Væntanlega stendur
ekki á formanni Samfylkingarinnar að
útskýra það. Fólkið í sjávarplássunum
í kringum landið, sjómennirnir, trillu-
karlarnir, útgerðarmennirnir, fisk-
vinnslufólkið, bíður áreiðanlega
spennt eftir því að heyra þær skýring-
ar.