Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VEITINGAHÚSIÐ Fjörukráin í
Hafnarfirði blés af krafti til Vík-
ingahátíðar í nágrenni staðarins
við Strandgötuna á fimmtudag.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði
fyrir alla fjölskylduna um helgina
en hátíðin stendur fram á mánu-
dag. Eins og nafnið bendir til munu
víkingar og allt þeirra hafurtask
setja mikinn svip á hátíðina og
verður meira að segja boðið upp á
bardaga þar sem víkingar í fullum
skrúða munu stunda sverðaglamur,
þar sem allt verður í góðu þó.
Auk þess mun koma fram sænski
fjölleikahópurinn Telge Glíma,
landar þeirra í hljómsveitinni Od-
insdöttar (Óðinsdætur) og söng-
sveitin Kráka. Markaður verður op-
inn á svæðinu alla helgina og hvert
kvöld endar með heljarinnar vík-
ingakvöldverði og dansleik fram á
rauðanótt.
Síðast en ekki síst er vel við hæfi
að á hátíðinni ganga fram fyrir
skjöldu fílefldir víkingar og reyna
með sér í aflraunum þar til einn
þeirra stendur uppi sem sterkasti
maður Íslands.
Keppnin fer fram í dag, laug-
ardag, klukkan 15 í nágrenni
Fjörukrárinnar.
Sterk-
asti vík-
ingurinn
valinn
Víkingahátíð um helgina við Fjörukrána í Hafnarfirði
Arna Benónísdóttir og Steinunn
Guðmundsdóttir seldu sverð,
skildi og völur að víkingasið. Gestir Víkingahátíðarinnar bregða á leik með öxi og drykkjarhorn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Víkingar af öllum stærðum og gerðum mæta til hátíðarinnar.
TENGLAR
.....................................................
www.vikingvillage.is
UNNUR Guðjónsdóttir hefur und-
anfarin 10 ár skipulagt ferðir til
Kína og hefur fjöldi fólks slegist í
för með henni en alls hafa 16 hópar
lagt upp í för
með Kína-
klúbbnum.
Auk þess að
ferðast um
Kína hefur
klúbburinn
farið til Víet-
nams,
Indónesíu,
Singapúr,
Ástralíu, Sýr-
lands, Jórd-
aníu, Brasilíu
og Perú.
Í tilefni af
10 ára af-
mæli klúbbs-
ins stendur Unnur fyrir tvískiptri
ljósmyndasýningu með myndum frá
ferðalögum sínum um Kína.
Fyrri sýningin verður opnuð í dag
í Húsi málarans, Bankastræti 7,
klukkan 16. Sýningin er öllum opin
og stendur fram til 21. júní.
Sú seinni er sýning á litskyggnum
í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík
og verður hún opnuð 25. júní klukk-
an 18. Af því tilefni mun Unnur
dansa kínverskan dans íklædd
drekabúningi frá Forboðnu borg-
inni í Peking.
Ljósmyndasýning
Ferðalög í
áratug
Ein af myndunum
sem munu prýða
sýningarnar.
Kínaklúbbs Unnar
RÝMI er kornung sveit úr Kefla-
víkinni og þetta er fyrsti hljóm-
diskur hennar. Ef litið er almennt
til fyrstu skrefa
rokksveita þá er
þessi frumburður
hinn burðugasti
verður að segjast.
Það fyrsta sem
maður tekur eftir
eru lagasmíðarnar, greinilegt að
vandað hefur verið til þeirra. Þetta
er langt í frá eitthvað „kýlum á
það, þriggja gripa hamagangur“,
heldur eru einatt margir kaflar
(sem koma ekki niður á lögunum,
eins og raunin er stundum), mikið
um úthugsað gítarsamspil og þá er
röddunum og aukahljóðfærum
komið smekklega fyrir þar sem við
á.
Það er nostrað við útsetningar
og viðvaningsbragur er fjarri. Það
má og heyra að Guðm. Kristinn,
upptökustjóri, nær oft að breiða yf-
ir það sem á vantar í lagasmíðum
með styrkri upptökustjórn og
glúrnum útsetningum.
Það er nefnilega líka auðheyrt á
sumum lagasmíðanna að Rými er
enn í miðju kafi við það að slíta
barnsskónum. Uppbygging sumra
laganna og samsetning hinna sí-
gildu rokkhljóma er á stundum full
bílskúrsleg.
Tökum dæmi um þetta tvennt.
„Bear with me“ er gott dæmi um
hversu langt Rými er komið á leið
sinni. Fallegt lag með góðri mel-
ódíu. Sömu sögu er hægt að segja
um „Blonde“.
Lokalagið er þá nokkuð vel
heppnað, „byggjum hægt upp og
gerum að lokum allt vitlaust“-lag í
anda Mogwai og skyldra sveita.
En lög eins og „Einn á ferð“ og
hið ósungna „Ómstríð“ eru góð
dæmi um hina hliðina á Rýmispen-
ingnum, sem er fremur óslípuð.
Það telst Rými til tekna að
draugur Kalla Kúbeins og félaga í
Nirvana er fjarri, en hann gerir
allt of oft vart við sig hjá ungum
bílskúrssveitum hér á landi. Það er
sannarlega athyglisvert hversu rík
áhrif þessi ofmetna sveit hefur enn
á rokkþyrsta unglinga.
Söngurinn er fremur óviss og
hikandi og ekki nægilega þrosk-
aður. Það sem bjargar honum þó,
og ýmsu öðru hér, er aðdáunar-
verður metnaður Rýmis-liða sem
fleytir þeim yfir marga hjalla.
Unity, for the first time er á
heildina litið metnaðarfullt og ein-
lægt verk, sér í lagi ef haft er í
huga að um fyrstu plötu er að
ræða. Eins og ég hef sagt þá er
hún í raun tvískipt, sum lögin
hreinasta fyrirtak en önnur hálf-
gerðar skissur sem eiga lengra í
land. En grunnurinn er kominn og
Rými á allan kost á að ná lengra í
list sinni, sé rétt haldið á spöð-
unum.
Tónlist
Rýni um
Rými
Rými
Unity, for the first time
Geimsteinn
Unity, for the first time er fyrsta plata
keflvísku sveitarinnar Rýmis. Hana skipa
Oddur Ingi Þórsson (gítar og söngur),
Sveinn Helgi Halldórsson (bassi og söng-
ur), Tómas Viktor Young (trommur og
Hammondorgel) og Ævar Pétursson (gít-
ar, söngur og flygill). Lög og textar eftir
hljómsveitina fyrir utan texta Þórs Stef-
ánssonar við „Einn á ferð“. Þeim til að-
stoðar eru Guðm. Kristinn Jónsson
(Hammondorgel, „slide“-gítar og Gyð-
ingaharpa), Ingi Garðar Erlendsson
(básúna), Rósa María Óskarsdóttir
(söngur), Sturlaugur Jón Björnsson
(kontrabassi, franskt horn, kontrabassa-
klarinett og altsaxófónn). Upptökur,
hljóðblöndun og samsetning var í hönd-
um Guðm. Kristins Jónssonar. Um hljóm-
jöfnun sá Ari Daníelsson.
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Golli
Rými á útgáfutónleikum á Gauki á Stöng.
RAPPARINN Eminem virðist hafa
einstakt lag á að koma við kaunin á
fólki og nú eru það engin önnur en
al-Qaeda samtökin, þau er Banda-
ríkjamenn telja ábyrg fyrir hryðju-
verkunum 11. september 2001, sem
hafa horn í síðu kappans.
Eminem klæddist nefnilega upp
sem Osama bin Laden í nýjasta
myndbandi sínu, „Without Me“, og
gerir þar óspart grín að þessum
mesta huldumanni í heimi. Þetta
háttalag fór víst mikið fyrir brjóstið
á liðsmönnum samtakanna og fékk
Eminem ábendingar frá lögreglu-
yfirvöldum um að hafa varann á.
Rapparinn hefur því aukið ör-
yggisgæslu sína til muna og tekur
hótanirnar mjög alvarlega. „Em-
inem hefur fulla ástæðu til að taka
hótanirnar alvarlega og gerir nú
allt til að tryggja öryggi sitt,“ sagði
talsmaður hans um málið.
Það borgar sig víst ekki að gera
grín að Osama bin Laden.
Eminem
Með
al-Qaeda
á hælunum
COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart
Óperustúdíó Austurlands
Stjórnandi Keith Reed
Í kvöld kl 20 - Frumsýning í Rvík
Su 16. júní kl 17 - Síðasta sýning
Stóra svið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
!"#
#
$
% &
'(
)*
('(+(
! ,(
(-
(
!
".(
' '
(
'
! ,
/(
00
Sixties
í kvöld
(
+123%45657 (