Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 45 því að þið væruð sko alvöru amma okkar og afi. Þið kennduð okkur að spila svartapétur, veiðimann og manna. Við sátum við rauða eldhús- borðið og spiluðum, borðuðum kremkex og bestu kleinur í heimi úr Mackintosh-dollu og drukkum mjólk. Svo fórum við í gönguferðir austurmeð, út að Hundakofalæk, nánast á hverjum degi. Èg var líka mikið ein hjá ykkur í nokkrar vikur á sumrin. Þegar ég vaknaði á morgnana varst þú alltaf komin á fætur löngu á undan öllum öðrum og byrjuð að stússa eitthvað. Ef ég vaknaði snemma gat ég náð þér þar sem þú stóðst við eldavélina í vínrauðum slopp að elda þér hafra- graut. Èg man þegar konur komu í heimsókn og þú spáðir fyrir þeim í spil. Stundum fór ég með þér yfir til Böggu, þið spáðuð hvor fyrir ann- arri á meðan ég sat og horfði á. Èg leit alltaf svo upp til þín, eitt sinn átti ég þá ósk heitasta að eign- ast krumpugalla eins og þú áttir, mamma leitaði og leitaði að slíkum galla en ekkert gekk. Svo loksins fékk ég bleikan og bláan krumpu- galla frá Guðrúnu sem hún hafði fengið frá Maríu, og Vala hefur ef- laust átt hann á undan henni. Við mamma settum nýtt stroff á hann og mér fannst ég vera eins fín og þú. Við sátum oft tvær úti í garði í góðu veðri í hvítu sólstólunum með plastborðið litla á milli okkar og spiluðum tveggja manna vist. Það var eiginlega spilið okkar. Èg fór líka oft með þér á kóræfingar og þegar þið voruð að syngja í messum sat ég með ykkur í kórnum. Þú hafðir svo gaman af tónlist og dansi. Þegar við Sigrún komum í heim- sókn til ykkar afa á Hrafnistu sung- um við og tókum sporið með þér. Sigrún spilaði undir á fiðluna og afi rifjaði upp gömul lög. Elsku amma mín, ég er svo stolt af því að heita í höfuðið á þér og vona að ég hafi erft eitthvað af sjarmanum þínum, þótt ekki væri nema smábrot. Takk fyrir allt. Þín nafna Valgerður Pálmadóttir. Hinn 6. júní barst mér andláts- fregn Valgerðar systur minnar. Minningarnar vöknuðu ein af ann- arri. Flestar góðar en þó ein og ein örlítið ljúfsár. Ég er næstyngstur 15 barna for- eldra okkar. Móðir okkar lést af barnsförum þegar yngsta dóttirin fæddist og tók ljósmóðirin Kristín Ingileifsdóttir hana að sér og gekk henni í móðurstað. Þá voru systk- inin á heimilinu 14 eftir og Vala eins og hún var ávallt kölluð, ásamt systrum okkar, tók þá við heimilinu. Sýnir það vel þann kjark, dugnað og fórnfýsi sem hún hafði alla tíð til að bera. Ekki var úrvalið af fötum mikið í þá daga og þegar barnaskarinn var kominn í háttinn tók Vala til við að þvo og þurrka plöggin svo hægt væri að klæða okkur daginn eftir. Einnig var þá gott að nota næðið til að setja í ofninn nokkrar formkökur og brauð sem hvarf eins og dögg fyrir sólu næsta morgun. Þegar yngri börnin stækkuðu og urðu meira sjálfbjarga fór Vala að vinna utan heimilis á sumrum og eitt sum- arið tók hún mig með sér í kaupa- vinnuna og fóru þá flestar hennar frístundir í að annast mig. Vala var mér einstaklega góð systir og raunar sem besta móðir. Ekki var ég víst alltaf dæll, en að- eins man ég eftir einu ágreinings- máli milli okkar systkinanna og var það síddin á hári mínu, sem mun hafa verið ljóst, liðað og nokkuð sítt. Fannst mér það talsvert stelpulegt og greip til þess ráðs að láta krúnu- raka mig. Kunni Vala mér litlar þakkir fyrir uppátækið en fyrirgaf mér strákapörin eins og allt annað. Þótti sumum á heimilinu ég oft of- dekraður og kann svo að hafa verið, en alltaf tók Vala minn málstað og hafði haldgóðar afsakanir á taktein- um. Ekki sleppti Vala hendinni af mér þótt hún festi ráð sitt og stofn- aði eigið heimili, því eftir að hún giftist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Magnúsi Þórðarsyni, dvaldi ég hjá þeim fyrstu búskaparárin. Sumarið sem við dvöldumst sam- an í sveit á Giljum hafði Vala tæki- færi til að læra að spila á gítar og stundaði hún námið af miklu kappi þegar tími gafst til. Síðan þá hefur gítarinn og söngurinn fylgt henni gegnum lífið, enda tónlistin hennar líf og yndi. Var það jafnan fastur lið- ur þegar við systkinin hittumst að Vala tók í gítarinn af sinni alkunnu snilld. Þannig eru þær ófáar stund- irnar sem hún hefur glatt samferða- menn sína með söng og gítarslætti. Svo skein sól í austri, sveitin fylltist angan. Í sænginni þinni svafstu með sigurbros um vangann. Hvíld er hverjum heitin hvað sem yfir dynur. Guð og góðir englar gæti þín elsku vinur. (Davíð Stefánsson.) Mig skortir orð til að lýsa þakk- læti mínu fyrir allt sem Vala gerði fyrir mig í gegnum árin og ljóst að hlutskipti okkar systkinanna hefði orðið annað og erfiðara ef hennar hefði ekki notið við. Þar sem við Steinunn erum stödd erlendis og getum ekki verið við- stödd útförina sendum við Magnúsi, börnum, barnabörnum og öllum að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Við hugsum hlýtt til ykkar allra á sorgarstund. Svavar. Kæra mágkona. Nú á kveðju- stundu skrifa ég þessar línur til að þakka þér alla tryggðina og allt hið góða er þú veittir mér og mínum um dagana. Svona er lífið. Einn hverfur í dag og annar á morgun og aðrir koma í staðinn. Mér hefur alltaf fundist þið Maggi vera fastir liðir í tilverunni. Þú hafðir margt til brunns að bera. Þú varst glaðsinna og gam- ansöm, söngelsk og músíkölsk, og ég gleymi ekki árlegu þorrablótun- um sem við Jóhann sóttum til ykkar austur í Vík. Þetta voru góðar skemmtanir, ekki síst fyrir það að öll skemmtiatriði voru heimatilbúin. Þegar skemmtun lauk, fórum við heim til ykkar og sungum og spil- uðum fram á morgun. Þú spilaðir á gítar og Maggi á mandólín. Næsta dag var svo haldið heim. Mér þótti gaman að fylgjast með samvinnu ykkar Magga. Ég ætla að nefna tvö atriði, annað er að þegar börnin ykkar voru ung, man ég að Maggi stóð á sundskýlu í sturtunni og baðaði börnin hvert af öðru og þú tóks svo við og þurrkaðir og klædd- ir þau í náttfötin, og í eldhúsinu var verkaskiptingin þannig að þú eld- aðir matinn og Maggi þvoði upp og gekk frá. Það er margs að minnast í sam- bandi við okkar kynni, allt gott og skemmtilegt. Ég og mín fjölskylda vottum Magga bróður mínum og hans fjöl- skyldu samúð okkar. Valla mín, ég óska þér svo alls góðs í framandi heimkynnum. Borghildur. Í örfáum orðum vil ég minnast elskulegrar frænku minnar Val- gerðar Guðlaugsdóttur. Frá unga aldri ólst hún upp hjá afa sínum og ömmu í Kerlingadal í Mýrdal, þeim Jóni Árnasyni og Val- gerði Bárðardóttur. Árið 1925 flytja þau að Háeyri í Vík ásamt föður- bróður Völu, Bárði, og konu hans Þóreyju; foreldrum mínum. Jón Árnason, afi okkar Völu, lést 1926 á Háeyri í Vík þá 64 ára að aldri. For- eldrar mínir fluttu í Hjörleifshöfða árið 1931 ásamt mæðrum sínum Valgerði og Oddnýju. Valgerður yngri flutti með þeim og bræður hennar Jakob og Jón voru mikið í Höfðanum. Foreldrar mínir höfðu oft orð á því hvað þessi systkini hefðu verið duglegir og góðir unglingar og núna síðast fyrir nokkrum dögum talaði mamma mín Þórey um hvað Vala hefði verið góð stúlka og hjálpað sér mikið. Höfðinn hafði verið í eyði í að minnsta kosti eitt ár og erfitt hefur það verið að flytja með ung börn á þennan stað, eyðisand og straum- þung vatnsföll yfir að fara. Vala frænka var á þrettánda ári þegar flutt var í Höfðann. Mamma hefur sagt mér að það hafi verið ómet- anlegt að hafa svona góðan ungling á heimilinu. Vala mín leiddi okkur öll þrjú systkinin fyrstu sporin. Íbúðarhúsið í Hjörleifshöfða var örstutt frá bjargbrúninni og hefur það vafalaust tekið á taugar fólksins sú hætta sem því er samfara, ekki síst Völu minnar sem var ábyrgð- arfullur og samviskusamur ungling- ur, en hún hafði fengið í vöggugjöf einstaklega ljúfa lund, sem hjálpaði henni trúlega mikið. Ég man þegar hún fór með okkur krakkana í berjamó út á Ritaberg. Fyrst var farið að athuga hvort ber- in væru að verða þroskuð og síðan biðum við eftirvæntingafull eftir Smalasunnudegi, því þá mátti byrja að tína. Mér finnst ég muna eftir þegar Vala fór á sandinn að veiða fýl og kom með klyfjaðan hest heim, það fannst mér mikið afrek. Foreldrar mínir flytja aftur til Víkur 1936. Vala fór um það leyti til foreldra sinna, sem bjuggu í Vík. Árið 1938 deyr móðir Valgerðar frá mörgum ungum börnum. Systurnar Vala og Gunna tóku að sér að sjá um heimilið hjá föður sínum. Með dugn- aði og myndarskap leystu þær verk- efnið farsællega. Árin liðu og hvar sem Vala frænka fór bar hún með sér ljúft og elskulegt viðmót, vildi öllum gera gott, var glaðsinna og skemmtileg. Hún hafði fallega söngrödd og var meðlimur í kirkjukórnum í Vík í fjöldamörg ár. Það var oft glatt á hjalla í Guðlaugshúsi þegar hún spilaði á gítarinn og hreif gestina með sér í söng og gleði. Ég minnist þess hvað Vala og hennar elskulegi eiginmaður, Magnús Þórðarson, tóku ákaflega vel á móti okkur þegar við vorum á ferðinni í Vík. Þau umvöfðu okkur með kærleika sínum og góðvild sem við þökkum fyrir og vottum Magga mínum og fjölskyldunni innilega samúð. Vala mín var gæfusöm, átti góðan eiginmann, myndarleg og góð börn. Minningin um Völu frænku er tengd kærleika, hlýju og góðvild sem aldrei gleymist. Sigrún S. Bárðardóttir. Komdu og skoðaðu’ í kistuna mína í kössum og handröðum á ég þar nóg, sem mér hafa gefið í minningu sína meyjarnar allar, sem brugðust mér þó. Í handröðum þessum ég hitt og þetta’ á, Sem heldur en ekki er fróðlegt að sjá. Tra-la-la-la-la-la-o.s.frv. (Þýð. Páll Ólafsson.) Í hvert sinn, sem ég syng eða heyri þetta lag sungið, dettur mér í hug Vala frænka. Engin furða, hún kenndi mér eins og mörgum ung- lingnum í Vík að spila á gítar, „vinnukonugripin“. Þetta var fyrsta lagið sem ég og sjálfsagt fleiri lærð- um að spila „eftir eyranu“, eins og sagt var, hjá Völu frænku. Í mínum huga er hún og verður ein margra kvenna, sem hafa mótað líf mitt á jákvæðan hátt. Fyrir það er ég ákaflega þakklát. Hún var yndisleg kona, hafði þá kvenkosti sem allar konur vilja bera. Gott skap, söng í kirkjukórum í Vík, spilaði á gítar, saumaði falleg föt, bakaði góðar kökur, eldaði góðan mat og spáði í spil og bolla. Ég hef aðeins þekkt tvær konur, sem urðu undarlegar til augnanna, þegar þær spáðu. Það voru mamma og Vala frænka. Ég fæ enn gæsahúð af tilhugsuninni um það, þegar þær spáðu, hvílíkir dá- semdartímar. Þessir liðnu tímar lifa í hjörtum okkar og eru gimsteinar minninganna. Vala frænka og Maggi tóku mig, sveitastelpuna, inn á heimili sitt, þegar ég hóf skólagöngu í Vík. Þótt þröngt væri þá á heimilinu, töldu þau það sjálfsagt. Ég varð ein af „krökkunum“ og af þolinmæði og þrautseigju tókst Magga að aðstoða mig við lærdóminn og troða í minn þykka haus málfræði og öðrum námsefnum, sem ég bý að enn í dag. Vala frænka og krakkarnir sáu um annað. Síðar þegar fjölskylda mín flutti í Víkina urðu nokkur skref á milli húsa okkar. Með þessum fátæklegu minning- arbrotum langar mig til þess að þakka ykkur fjölskyldunni af öllu hjarta. Elsku Maggi, Guðlaug, Sol- veig, Þórður, Unnur, Gerður og Pálmi, það er yndislegt fyrir ykkur og fjölskyldur ykkar að hafa átt slíka konu sem Völu frænku. Guð blessi minningu hennar. Ykkar Sigrún Ósk Ingadóttir og fjölskylda, Vogagerði, Vogum. Þá er Vala mín farin og ég sakna hennar mikið. Hún var góð vinkona mín frá því að ég hitti hana fyrst níu ára gömul. Það var einmitt aðals- merki hennar hvernig hún kom fram við börn, alltaf sem jafningja. Vala og Maggi voru vinafólk pabba og mömmu og mikill samgangur þar á milli, þau tóku okkur öllum opnum örmum þegar við fluttum til Víkur árið 1955. Sú vinátta hefur alltaf haldist og aldrei borið skugga á. Mér þótti mjög vænt um Völu og Magga og heimsótti þau oft. Alltaf var gott að koma til þeirra, sitja í hlýlegu eldhúsinu og drekka með þeim kaffi og oftar en ekki gæða sér á gómsætum pönnukökum og klein- urnar hennar Völu voru þær bestu í heimi. Vala spáði oft fyrir okkur stelpunum þegar við vorum ung- lingar, svona í gríni og sagði bara það sem maður vildi heyra, fram- tíðin alltaf björt og spennandi. Árið 1985 eignaðist ég yngstu dóttur mína, Hjördísi, og Vala og Maggi tóku þátt í gleði okkar. Hjördís varð eins og ein af barnabörnum þeirra. Þau pössuðu hana frá því að hún var eins og hálfs árs og eftir að hún elt- ist og byrjaði í skóla átti hún alltaf athvarf hjá þeim þegar hún vildi. Mér þótti stundum nóg um þegar ég kom að sækja hana, en þá voru vin- konurnar oft með henni, einu sinni taldi ég sex stelpur þar inni. Vala var mjög músíkölsk, spilaði á gítar og hafði fallega söngrödd. Hún söng lengi í kirkjukórnum og ég veit að allir þeir sem unnu með henni þar eru mér sammála um að ekki var hægt að hugsa sér betri kórfélaga. Þegar kórinn kom saman til að skemmta sér var Vala hrókur alls fagnaðar. Og nú er Vala allt í einu horfin. Við eigum yndislegar minn- ingar um hana, glaðværð hennar, ástúð og vináttu. Ég sendi Magga, börnum, barnabörnum, systkinum og öllum hennar fjölmörgu vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Valgerðar Guðlaugs- dóttur. Anna Björnsdóttir. „Má ég fara út til Völu?“ Mér er í barnsminni að þetta var sífellt við- kvæði mitt. Ég var smástelpa og einbirni en Vala nágrannakona og margra barna móðir. Hún og fjöl- skylda hennar öll voru í miklu uppá- haldi hjá mér. Við áttum heima í Vík í Mýrdal, við hvanngræna hlíð undir hömrunum vestast í þorpinu með tignarlega Reynisdranga skammt undan, sjávargný við sandströnd og fýlinn sem söng mann í svefn á sum- arkvöldum. Á miðju ári 1948 flutti ég til Víkur með foreldrum mínum Helgu Ein- arsdóttur og Oddi Sigurbergssyni. Við bjuggum í því húsi sem nú er kallað Brydebúð. Þar var verslun og skrifstofur Kaupfélags Skaftfell- inga og jafnframt bústaður kaup- félagsstjórans og fjölskyldu hans. Skömmu síðar fluttu í næsta hús hjónin Valgerður Guðlaugsdóttir og Magnús Þórðarson loftskeytamað- ur ásamt dætrum sínum Guðlaugu og Solveigu sem voru lítið eitt yngri en ég. Fljótlega bættust tvö börn við, þau Þórður og Unnur. Seinna tvö önnur, Pálmi og Gerður. Þetta var lítið hús fyrir stóra fjölskyldu, en hvort heldur var þá eða eftir að byggt var við það voru þar alltaf all- ir velkomnir og nóg pláss eins og gjarnan er á heimilum þar sem býr gott fólk og hjartahlýtt. Magnús og faðir minn þekktust frá árum áður. Þeir voru báðir Austfirðingar, jafnaldrar og fjar- skyldir. Milli fjölskyldna okkar mynduðust strax náin tengsl og hófst þar vinátta sem hefur haldist fram á þennan dag og aldrei borið skugga á. Vorum við nágrannar í hartnær tvo áratugi. Móðir mín og Vala áttu skap saman og voru mikl- ar vinkonur. Í amstri hversdagsins voru þær hvor annarri stoð. Dag- legur kaffisopi eftir hádegismatinn var fastur liður og oft slegið á létta strengi. Sjálf var ég skokkandi milli húsa og mætti alltaf blíðu viðmóti Völu. Vala var yfirveguð og greind kona, alveg laus við tilgerð og yf- irborðsmennsku. Hún var glað- sinna, einstaklega umvefjandi „og svo var hún svo skemmtileg,“ sagði móðir mín þegar við fyrir nokkrum dögum vorum að rifja upp gamlar minningar. Heimili þeirra hjóna var alveg laust við prjál og tildur en á því ríkti sérstakur menningarbrag- ur. Þar var skeggrætt og spekúler- að, lesið og leikið sér. Það var sung- ið og leikið á hljóðfæri, Vala á gítarinn en Maggi á mandólín. Þá var oft mikið fjör. Vala kunni feikn- in öll af vísum og naut þess að syngja og Maggi var vel að sér um marga hluti og víðlesinn. Börnin voru alin upp í þeim anda. Á sunnu- dögum áttu þau hjón það til að bregða sér í betri fötin og fara í göngutúr með allan hópinn. Alltaf þegar eitthvað var um að vera var ég að sniglast í kring og aldrei við mér amast. Kornungri treysti Vala mér til að gæta barna sinna þó að móður minni þætti ég ískyggilega ung til þeirra starfa. Og ef foreldrar mínir brugðu sér af bæ vildi ég helst hvergi vera nema hjá Völu. Þetta voru góð ár. Það var jafnræði með þeim hjón- um og þau voru samhent í flestu. Maggi vann vaktavinnu á Lóran- stöðinni á Reynisfjalli og átti því stundum lausar stundir. Segja má að hann hafi verið á undan sinni samtíð að því leyti að hann tók mik- inn þátt í heimilisstörfum. Allt fór það honum vel úr hendi þó að einu sinni brygðist honum bogalistin – fyrir minn tilverknað – er hann setti í misgripum lyftiduft í stað kartöflu- mjöls í rabarbaragrautinn sem við það varð helst til sprengifimur! Á þessum tíma var mikið líf í kringum verslunina í Vík vestast í þorpinu og þar var einskonar sam- komustaður þorpsbúa og þeirra sem erindi áttu þangað úr sveitinni. Afþreying var fábrotin miðað við það sem nú er. Leikfélag var þó starfandi og einnig kvenfélag. Leik- rit voru sett á svið og ógleymanleg eru jólaböllin þar sem kvenfélagið sá um veitingar og ekki síður þrett- ándagleðin sem allir þorpsbúar tóku þátt í. Vala tók þátt í þessu starfi af lífi og sál. Hún tróð stund- um upp með gítarinn á samkomum og söng lengi í kirkjukórnum. En Vala hafði átt sína erfiðu daga. Hún missti ung móður sína og þá kom í hennar hlut að annast heimili fyrir föður sinn og systkini. Og hún gekk ekki alltaf heil til skóg- ar en tók mótlæti af sama æðruleysi og öðru í lífinu. Þegar um hægðist, börnin flutt að heiman og síðar til náms erlendis gáfust tækifæri til ferðalaga. Þess naut Vala mjög. Það gladdi mig mikið þegar ég bjó um tíma í Lundi í Svíþjóð og hún dvaldi hjá Pálma syni sínum í Gautaborg að hún skyldi sjá sér fært að koma ásamt tengdadóttur sinni í heim- sókn til okkar fjölskyldunnar. Þær voru miklir aufúsugestir. Frá árinu 1994 hafa þau hjón búið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau ákváðu að flytja frá Vík til að vera nær sínu fólki, en sérstaklega náið og kært samband var við börnin öll, tengdabörnin og barnabörnin. Ást- ríki þeirra hjóna var ríkulega end- urgoldið. En þau áttu áfram húsið sitt í Vík og gátu dvalið þar þegar þeim svo sýndist. Þangað lágu sterkar rætur. Og nú er Valgerður Guðlaugs- dóttir öll. Hún lést á 84. aldursári 6. júní sl. Fyrir hönd móður minnar og fjölskyldu votta ég Magnúsi, börn- um hans og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Það var mitt lán að eiga þau Valgerði og Magnús að öll mín bernskuár. Eftir lifir minning um einstaka sómakonu og einbirnið úr næsta húsi þakkar fyrir sig. Margrét Oddsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.