Morgunblaðið - 15.06.2002, Side 12

Morgunblaðið - 15.06.2002, Side 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRASKIPTI urðu á Seltjarnarnesi í gær þegar Jónmundur Guðmars- son, nýkjörinn bæjarstjóri, tók við lyklunum að bæjar- stjóraskrifstofunni úr höndum Sigurgeirs Sigurðssonar sem hefur verið bæjar- og sveitar- stjóri frá árinu 1965. Hann hefur setið í bæjarstjórn í 40 ár. Sigurgeir segist vera afar þakklátur Seltirningum eftir allan þennan tíma. „Efst í huga mér er þakklæti til allra sem ég hef starfað með og hafa stutt mig í starfi og leyft mér að vinna að uppbyggingu hér í sveitarfélaginu.“ Hann bendir á að pólitíkin hafi bæði verið starf sitt og áhugamál. „Fólkið og fé- lagsskapurinn er hið skemmti- legasta við pólitíkina. Maður lærir fljótt að hlusta, fólk hef- ur svo margt að segja.“ Vill leyfa öðrum að komast að Sigurgeir ætlar að draga sig alveg út úr pólitíkinni nú þeg- ar hann hefur látið af embætti, segist vilja leyfa öðrum að komast að. „Ég tel sanngjarnt að nýtt fólk fái að vera í friði, þegar maður er búinn að vera svona lengi í þessu hefur mað- ur líka mjög ákveðnar skoðan- ir á því hvernig allt á að vera. Ég mun samt sem borgari að sjálfsögðu fylgjast vel með.“ En hvað hyggst hann taka sér fyrir hendur núna eftir að hafa látið af störfum? „Ég veit í rauninni ekki alveg hvað ég mun gera, ég mun alla vega róa mig niður aðeins, ætli ég muni ekki reyna að fara í sum- arbústað sem við hjónin eigum en við höfum aldrei verið nægilega lengi í. Við eigum líka stórt hús hérna í bænum sem þarf að fara að dytta að.“ Sigurgeir segist muni sakna pólitíkurinnar að einhverju leyti. „Ég mun sakna þess að halda um púlsinn á öllu sem er að gerast í kringum mig en ég á mér líka önnur skemmtileg áhugamál eins og garðrækt og veiði. Hann segir bæjarfélagið hafa gjörbreyst síðan hann tók við. „Við hjónin fluttum hingað 1957 og á þeim tíma voru ódýrustu eignirnar á höfuð- borgarsvæðinu hér. Við erum stolt af því að núna eru dýr- ustu eignirnar hér.“ Hann bendir á að það segi töluvert um þetta tímabil. „Ég man einmitt að fasteignasal- inn taldi mjög ólíklegt að við hefðum áhuga á að búa hér, en úr því varð og hér erum við enn. Ég tel að okkur hafi tekist að búa til skemmtilegan bæj- arbrag. Þótt við séum örstutt frá miðbænum finnst fólki oft eins og hann sé í meiri fjar- lægð. Náttúran er auðvitað mjög nálæg, við höfum sjóinn á þrjár hliðar og svo er hér mikið félagslíf.“ Hættir sem bæjar- stjóri eftir 37 ára starf Morgunblaðið/Sverrir Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Sigurgeir Sigurðsson fráfarandi bæjarstjóri. Seltjarnarnes HAFNARFJARÐARBÆR ætlar að niðurgreiða fé- lagsgjöld hjá íþrótta- og æskulýsfélögum bæjarins fyr- ir börn sem eru tíu ára og yngri, að sögn Lúðvíks Geirs- sonar bæjarstjóra. Málið var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í vikunni og segir Lúðvík ástæðurnar vera tvíþættar. „Við teljum að starf í íþrótta- og æskulýðsfélagi hafi mikið forvarnargildi og viljum gefa öllum börnum kost á að geta tekið þátt í því burtséð frá aðstæðum og efnahag.“ Hann segir stefnt á að niðurgreiðslan hefjist í haust. „Samkvæmt mati sem við höfum látið gera er áætlað að kostnaðurinn verði á bilinu 15–20 milljónir.“ Telur líklegt að önnur sveitarfélög fylgi eftir Lúðvík segir líklegt að ákvörðunin verði fordæmis- gefandi. „Ég veit til þess að sveitarstjórnarmenn í ná- grannasveitarfélögunum hafa verið að horfa til okkar og við- brögðin sem ég hef fengið við hugmyndinni eru mjög góð. Ég hef trú á því að þetta sé það sem koma skal annars staðar líka.“ Íþróttir barna niðurgreiddar Hafnarfjörður YFIR 900 heilbrigðisstarfs- menn frá öllum Norðurlönd- unum eru komnir hingað til lands til að taka þátt í Nor- rænu sjúkrahúsleikunum sem haldnir eru hér á landi um helgina. Keppendur eru frá 34 sjúkrastofnunum og verður keppt í tíu íþróttagreinum meðal annars handbolta, blaki, skotfimi, borðtennis, badminton keilu og golfi, að sögn Líneyjar Rutar Hall- dórsdóttur, verkefnisstjóra leikanna. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og mikill keppnisandi meðal manna. Hér er fólk á öllum aldri og frá öllum stéttum heilbrigðisgeirans.“ Íslenski hesturinn vakti ánægju gesta Opnunarhátíð leikanna var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrradag og setti Jón Krist- jánson heilbrigðisráðherra leikana. Þá vakti heið- ursvörður íslenska hestsins mikla athygli og ánægju er- lendu gestanna, að sögn Lín- eyjar. Árni Þór Sigurðsson, ný- kjörinn forseti borg- arstjórnar flutti ávarp og var þetta fyrsta embættisverk hans. Íslenskir þáttakendur eru um 114, þar af eru 112 frá Landspítala-háskólasjúkra- húsi og 2 frá Heilbrigð- isstofnuninni Akranesi. Höfuðstöðvar leikanna eru í Laugardalnum en þar verð- ur keppt í flestum íþrótta- greinunum, en auk þess verð- ur meðal annars, keppt í keilu í Keiluhöllinni Öskju- hlíð og golfi við Korpúlfsstaði og á Grafarholtsvelli. Reykja- víkurborg og Íþrótta- og tóm- stundaráð eru styrktaraðilar leikanna en keppninni sjálfri lýkur síðdegis á laugardag. Norrænu sjúkrahúsleikarnir í Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra dáist hér að hestinum Núma frá Kirkjubæ við Ráðhús Reykjavíkur þar sem opnunarhátíð Norrænu sjúkrahúsleikanna fór fram í fyrradag. Keppendur úr öllum stétt- um heilbrigðiskerfisins Laugardalur SÓLIN skein á krakkana sem skemmtu sér í árlegri þjóðhátíðarskrúðgöngu um Seljahverfið í gær. Börn og starfsfólk úr fjórum leikskólum hverf- isins fylktu liði og báru mörg hver íslenska fánann til að ná fram réttu þjóðhá- tíðarstemmningunni í góða veðrinu. Á leiðinni var meðal ann- ars komið við á elliheim- ilinu og tóku börnin þar lagið með öldruðum. Morgunblaðið/Einar Falur Margir veifuðu íslenska fánanum í skrúðgöngu leikskólanna fjögurra í Seljahverfi. Þjóðhátíð- arstemmn- ing í Selja- hverfinu Breiðholt Morgunblaðið/Sverrir Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Garðabæ. LAUFEY Jóhannsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og Erling Ás- geirsson formaður bæjarráðs á fyrsta fundi nýrrar bæjar- stjórnar í vikunni. Samþykkt var að ráða Ásdísi Höllu Bragadóttur sem bæjar- stjóra. Þá var stofnuð nefnd um málefni eldri borgara en mál- efni þeirra hafa til þessa heyrt undir ólíkar nefndir. Þá var ákveðið að fækka nefndum um fjórar. Á fundinum voru einnig kosnir formenn fasta- nefnda m.a. Laufey Jóhanns- dóttir fyrir skipulagsnefnd, Páll Hilmarsson fyrir skóla- nefnd grunnskóla og Stefán Konráðsson fyrir íþrótta- og tómstundaráð. Fundur nýrrar bæjarstjórnar Stofna nefnd um hag eldri borgara Garðabær BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar hefur samþykkt að ráða Ingu Þórunni Halldórsdóttur í stöðu skólastjóra Flataskóla til eins árs, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bænum. Sjö umsækjendur voru um stöðuna og mælti skólanefnd einróma með því að Inga Þór- unn yrði ráðin. Hún mun gegna starfinu í fjarveru Sig- rúnar Stefánsdóttur skóla- stjóra sem verður í leyfi næsta skólaár. Inga Þórunn hefur starfað við kennslu frá því hún lauk kennaraprófi 1967. Hún hefur meðal annars verið að- stoðarskólastjóri, árgangs- stjóri, fagstjóri í sérkennslu og deildarstjóri í sérkennslu. Nýr skólastjóri ráðinn í Flataskóla Garðabær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.