Morgunblaðið - 15.06.2002, Page 13

Morgunblaðið - 15.06.2002, Page 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 13 www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ Hofsbót 4 1. hæð hússins nr. 4 við Hofsbót á Akureyri er til sölu eða leigu í einu eða tvennu lagi. Stærð 293,8 fm. Laus um mánaðamótin júní/júlí. Húsið er reist árið 1988 og er í fyrsta flokks ástandi. Sími 461 1500, fax 461 2844, netfang petur@fast.is Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum. GILDRAN heitir ný kvikmynd eftir Örn Inga Gíslason sem frumsýnd verður í Borgarbíói þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 13.30. Ung stúlka á Akureyri, Sólveig Sigurðardóttir samdi tón- listina og leikur jafnframt eitt af aðalhlutverkunum. Örn Ingi sagði að hann hefði í fyrstu ætlað sér að gera 30 mín- útna stuttmynd, en þegar upp var staðið verið með tæplega tveggja tíma kvikmynd í höndunum. Myndin fjallar um ungt fólk og ævintýri þess í Færeyjum og á Ís- landi. Örn Ingi var fámáll um söguþráðinn, en í aðalhlutverkum eru fimm ungar stúlkur, 14–15 ára gamlar og fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra eitt sumar. Þær hreppa ferðavinning til Fær- eyja á veitingahúsi sem þær sækja og stóra spurningin snýst um hvort þær fái fararleyfi og þá á hvaða forsendum. Þær koma svo í ljós í lok myndarinnar. „Það var með ólíkindum hvað gaman var og gefandi að vinna að þess- ari mynd með öllu þessu góða fólki,“ sagði Örn Ingi. Alls koma um 60 manns fram í myndinni sem leikarar, en fyrir bregður fjölda fólks því m.a. var tekið upp um verslunarmannahelgina á Ak- ureyri og Fiskideginum mikla á Dalvík. Styrkur fékkst frá Barnamenn- ingarsjóði, m.a. á þeim for- sendum að um er að ræða mynd þar sem ofbeldi og fíkniefni koma ekki við sögu. Akureyrarbær veitti einnig styrk. Í aðalhlutverkum eru auk Sól- veigar sem áður er nefnd, Freyja Pálína Jónatansdóttir, Adda Soffía Ingvarsdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason, Úlla Árdal, Petra Björk Pálsdóttir og Jón Ingi Ein- arsson. Handrit, leikstjórn, myndataka, hljóð- og mynd- vinnsla var í höndum Arnar Inga. Myndin verður sýnd alla næstu viku kl. 18. Gildran, ný akureyrsk kvikmynd verður frumsýnd í Borgarbíói 17. júní Sumarævintýri ungra stúlkna Morgunblaðið/Kristján Örn Ingi Gíslason hjá Arnarauga og Adda Soffía Ingvarsdóttir, einn af aðalleikurum myndarinnar, með kynningarspjald fyrir myndina. MENNTASKÓLANUM á Akureyri verður slitið í 122. sinn 17. júní næst- komandi og verða 99 stúdentar brautskráðir að þessu sinni. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og fyrrverandi aðstoðarskólameistari og frönskukennari við skólann verð- ur heiðursgestur við skólaslit. Opið hús verður í skólanum frá kl. 14 til 17. Verkefni nemenda og loka- verkefni nýstúdenta verða til sýnis, þá gefst kostur á að skoða listaverk í eigu skólans, höggmyndir á lóð og málverk og önnur verk innandyra, en skólinn hefur á rúmum 120 árum eignast fjölda listaverka. Hátíðarsamkvæmi verður í Íþróttahöllinni að kvöldi 17. júní, en að vanda munu nýstúdentar halda í miðbæinn um miðnæturskeið og taka nokkur dansspor á Ráðhús- torgi. Skólahátíð Menntaskólinn á Akureyri HÁSKÓLINN á Akureyri braut- skráir í dag, laugardag, 134 kandí- data á háskólahátíð sem hefst í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 10.30. Þá verða níu kandídatar braut- skráðir á háskólahátíð í Ísafjarðar- kirkju kl. 11 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Samtals verða því brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri 143 kandídatar. Háskólahátíð HIÐ árlega kaffihlaðborð Kven- félagsins Baldursbrár verður 17. júní í safnaðarsal Glerárkirkju og stendur það yfir frá kl 14. til 17. Á sama tíma er listmunasýning Önnu Gunnars- dóttur en hún vinnur mikið með ull, skinn, og roð. Þá verður málverka- sýning Ólafar Árnadóttur sem sýnir myndir frá Akureyri, Húsavík og víð- ar. Einnig munu þrjár ungar stúlkur leika á fiðlur kl 15. Kvenfélagskonur eru enn að safna fyrir steinda glugg- anum í Glerárkirkju, en ákveðið er að vígja hann í desember n.k. Allir eru hjartanlega velkomnir til að njóta í mat og list. Kaffihlaðborð Baldursbrár SKÁKÞING Norðlendinga fer fram í Grímsey helgina 22. og 23. júní nk. og er þetta í fyrsta sinn sem skák- þingið er haldið í eynni. Mótið er jafnframt helgarmót á vegum Skák- sambands Íslands, sem mun halda nokkur slík mót um landið í ár. Einnig fer fram Hraðskákmót Norðlendinga á sunnudeginum. Teflt verður í félagsheimilinu Múla. Skáningu lýkur miðvikudag- inn 19. júní en hún fer fram hjá Gylfa Þórhallssyni, sími 862-3820, netfang ghka@simnet.is og á skrifstofu Skáksambands Íslands, sími 568- 9141, netafang siks@itn.is. Skákþing Norðlendinga í Grímsey „FERÐAFUÐA“ er heiti á sýningu sem opnuð verður í Ketilhúsinu í Kaupvangsstræti á laugardag, 15. júní, kl. 17. Um er að ræða sýningu á smá- myndum, en heitið þýðir hringja eða sylgja eða það sem lokar hringnum og var það valið sem yfirskrift sýn- ingarinnar sem er á ferðalagi hring- inn í kringum landið. Lagt var af stað frá Reykjavík, haldið til Ísa- fjarðar og nú verður sýnt á Akur- eyri, áður en farið verður til Seyð- isfjarðar og Vestmannaeyja svo dæmi séu tekin. Á hverjum stað er listamönnum úr byggðarlaginu boðið að taka þátt í sýningunni þannig að um 70 lista- menn alls eiga verk á sýningunni í Ketilhúsinu. Hugmyndin er að mynda tengsl milli landshluta og skapa samræður og samskipti þeirra á milli. „Ferðafuða“ í Ketilhúsi MEÐ ÞVÍ að lesa hjúkrunaráætlun sína á almennu máli geta sjúklingar öðlast þekkingu sem hefur eflandi áhrif á þá. Þetta er niðurstaða í rann- sókn Kristínar Þórarinsdóttur sem í dag verður brautskráð úr meistara- námi í hjúkrunarfræði við Háskól- ann á Akureyri. Námið er samvinnu- verkefni háskólans og Manchesterháskóla í Bretlandi. Rannsókn Kristínar nefnist: Merkingarbært lesmál: reynsla sjúklinga sem farið hafa í gerviliða- aðgerð á mjöðm af hjúkrunaráætlun á almennu máli. Leiðbeinandi henn- ar var dr. Kristján Kristjánsson. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða merkingu sjúklingar, sem farið hafa í gerviliðaaðgerð á mjöðm leggja í reynsluna af því að hafa fengið hjúkrunaráætlun sína skráða á almennum máli fyrir inn- lögn og haft hana hjá sér í sjúkra- húsdvöl sinni. Betri andleg líðan og jákvæðar líkamlegar framfarir Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur öðluðust þekkingu af því að lesa hjúkrunaráætlun sína á almennu skiljanlegu máli sem hafði eflandi áhrif á þá. Þau komu að mati þátttakenda fram í bættri andlegri líðan, jákvæðum áhrifum á líkamleg- ar framfarir, frjálsari samskiptum og virkari þátttöku í meðferð. Þá taldi meirihluti þátttakenda það efl- andi að geta stöðugt fylgst með með- ferð sinni með því að lesa hjúkrunar- áætlunina. Fram kom að flestum fannst skorta upplýsingar um mögu- leg viðbrögð sín þegar heim kom. Einnig fannst mörgum að bæta mætti myndum inn í hjúkrunaráætl- unina og sameina hana öðru fræðslu- efni. Auk þess að lýsa reynslu sinni af hjúkrunaráætluninni lýstu þátt- takendur reynslu sinni af heilbrigð- isþjónustunni í heild og var ánægjan almenn. Í því samhengi var sérstök ánægja með starfsfólk og eins lýsti fólk að vonum ánægju með að verkir minnkuðu eftir aðgerðina. Liður í þróun til að bæta þjónustuna Sjúklingar sem fara í gerviliðaað- gerðir á mjöðm eða hnjám á FSA fá nú hjúkrunaráætlanir sínar sendar heim fyrir aðgerðir. Þá stendur nú yfir þátttökurannsókn á bæklunar- deild FSA sem hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraþjálfarar taka þátt í. Tilgangur hennar er að inn- leiða hjúkrunaráætlanir af þessu tagi og er sérstök áhersla lögð á að þessir fagaðilar ræði áætlanirnar við sjúklingana. „Liður í þessari þróun á FSA er að bæta þjónustu við sjúk- linga hvað varðar fræðslu og stöðuga upplýsingagjöf um meðferð, sam- skipti, samráð og möguleika á virkri þátttöku í meðferð,“ sagði Kristín. Eflandi að lesa hjúkrunaráætlun á almennu máli Morgunblaðið/Kristján Kristín Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hólmfríður Hólmgeirs- dóttir skoða hjúkrunaráætlun Hólmfríðar. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KÓR Glerárkirkju syngur á Gler- ártorgi í dag, laugardaginn 15. júní, kl. 14. Kórinn efldist mjög á liðnum vetri og kom þar ýmislegt til. Nýj- ar raddir hafa styrkt hópinn, sem og bjartsýni og eljusemi organista og kórstjóra, Hjartar Steinbergs- sonar, ásamt tiltrú hans á sitt fólk. Þetta, að viðbættri óbilandi hvöt kórfélaga til að syngja saman og skemmta bæði sér og öðrum, hefur skilað kórnum vel undan vetri, seg- ir í frétt frá kórnum. Á leið til Ungverjalands Framundan eru spennandi dagar hjá kórnum sem heldur í ferðalag til Ungverjalands í næstu viku. Ætlunin er að halda þar tónleika, kynnast ungverskum kórsöng og menningu og dvelja þar við söng og leik fram í byrjun næsta mánaðar. Kórfélagar munu flytja sálumessu, „Requiem“ op. 48, eftir Gabriel Fauré, og njóta liðsstyrks þar- lendra einsöngvara og orgelleikara við þann flutning. Þá syngur kór- inn íslensk þjóð- og dægurlög, kirkjulega tónlist, negrasálma, bítlalög og fleira sem unnið hefur verið að í vetur. Sungið verður upp úr þeim hluta efnisskrárinnar á Glerártorgi. „Þetta er okkur kær- komið tækifæri til að stíga á stokk, og í leiðinni fjáröflun, þar sem Glerártorg mun veita okkur fjár- stuðning fyrir sönginn. Kunnum við verslunarmiðstöðinni bestu þakkir fyrir,“ segir Hjörtur Stein- bergsson stjórnandi. Kór Glerár- kirkju syngur á Glerártorgi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.