Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 18

Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÉTTLÆTIS- og þróunarflokkur- inn, sem á rætur sínar í íslam, vann afgerandi sigur í þingkosn- ingunum í Tyrklandi á sunnudag og fékk hreinan meirihluta á þingi. Óttast margir, að úrslitin séu ógn- un við hið veraldlega stjórnkerfi landsins en leiðtogi flokksins reyndi í gær að sefa þann ótta og sagði, að það yrði forgangsmál hjá nýrri stjórn að flýta fyrir aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem einn flokkur fær meirihluta á þingi og í fyrsta sinn í 79 ár sem flokkur af trúarlegum rótum runninn ber sigur af hólmi. Eru úrslitin fyrst og fremst rakin til mikillar óánægju landsmanna með ástandið í efnahagsmálunum. Er 99,9% at- kvæða höfðu verið talinn hafði Réttlætis- og þróunarflokkurinn, AK, fengið 34% og 363 sæti af 550 á þingi. Um 90% þeirra, sem náðu kjöri, hafa ekki setið á þingi áður. Niðurlægjandi ósigur Flokkarnir þrír, sem staðið hafa að fráfarandi samsteypustjórn undir forystu Bulent Ecevits, þurrkuðust út og fengu engan mann kjörinn. Náði enginn þeirra 10%-markinu, sem þarf til að koma manni að. Fékk flokkur Ecevits, Lýðræðislegi vinstriflokkurinn, aðeins 1,2% atkvæða og er það auðmýkjandi endir á 40 ára ferli Ecevits í tyrkneskum stjórnmál- um. Af alls 18 stjórnmálaflokkum náðu aðeins tveir 10% atkvæða eða meira, AK og Lýðveldisflokkurinn, CHP, sem fékk 19,5% og 179 þing- sæti. Er hann elstur tyrknesku flokkanna, stofnaður af Mustafa Kemal Ataturk, föður hins verald- lega, tyrkneska ríkis. Að auki náðu kjöri níu óháðir menn, sem buðu sig fram utan flokka. Aðildarríki NATO og Evrópu- sambandsins, ESB, fylgjast grannt með þróuninni í Tyrklandi og margir óttast, að sigur íslamista geti valdið nýrri ókyrrð í landinu. Ekki eru nema fimm ár síðan her- inn neyddi fyrstu stjórnina undir forystu íslamista frá völdum. Ný ólga gæti gert hugsanlega aðild Tyrklands að ESB enn ólíklegri en áður, aukið á upplausnina í efna- hagsmálunum og sett verulegt strik í reikninginn fyrir Banda- ríkjastjórn, sem reiðir sig á stuðn- ing Tyrkja í hugsanlegum hernaði gegn Írak. Tyrkland er eina músl- ímaríkið í NATO. Forysta AK eða Réttlætis- og þróunarflokksins tók raunar strax fram, að hún væri andvíg árás á Írak en leiðtogi flokksins, Recep Tayyip Erdogan, sagði flokkinn ekki mundu hvika frá hefðbundn- um stuðningi við vestræn ríki. „Fyrsta verkefni stjórnarinnar verður að hraða undirbúningi vegna aðildar Tyrklands að ESB,“ sagði hann. Leiðtoginn í banni Erdogan var raunar bannað að vera sjálfur í kjöri og hann fær ekki að gegna embætti forsætis- ráðherra vegna þess, að hann var dæmdur 1998 fyrir trúarlegan áróður. Stuðningsmenn AK fögnuðu úr- slitunum ákaft og Erdogan lýsti yfir, að eitt meginverkefni næstu stjórnar yrði baráttan gegn spill- ingu og fátækt. Í Ankara, höf- uðborginni, fjarri höfuðstöðvum AK, var minna um dýrðir og ljóst er, að herforingjarnir munu fylgj- ast með hverju fótmáli væntan- legrar stjórnar. Á kjörskrá í Tyrklandi voru 41,4 milljónir manna og var kjörsóknin 85%. Gömlu valdaflokkarnir í Tyrklandi þurrkuðust flestir út í kosningunum á sunnudag Íslamistar með meirihluta á þingi Ankara. AP, AFP. AP Stuðningsmenn Réttlætis- og þróunarflokksins brostu breitt er fyrstu tölur voru birtar á stórum sjónvarpsskjá í höfuðstöðvum flokksins í Istanbul. Efnahagsþrengingar hafa grafið undan trausti á gömlu flokkunum. Herinn, ESB og NATO fylgjast grannt með þróun mála FYRIR aðeins þremur árum fylgdu tugþúsundir manna Recep Tayyip Erdogan í fangelsi en þar sat hann í fjóra mánuði fyrir að fara með trúarljóð á kosninga- fundi. Í því sagði meðal annars, að moskurnar væru vígi hinna trúuðu, mínaretturnar byssu- stingirnir og hvelfingarnar hjálmarnir. Er hann kvaddi fólkið við fangelsisdyrnar vitnaði hann í tyrkneskan málshátt og sagði, að kvæðinu væri ekki lokið. Erdogan reyndist sannspár. Flokkur hans, Réttlætis- og þró- unarflokkurinn, fékk hreinan meirihluta í þingkosningunum á sunnudag. Vegna fangelsisdóms- ins fékk Erdogan ekki að bjóða sig fram en búist er við, að hann muni samt ráða mestu um stefn- una. Erdogan, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Istanbul, reyndi í gær að fullvissa landa sína um, að flokkurinn myndi ekki halda fram róttækri, íslamskri stefnu, heldur standa vörð um veraldlegt stjórnkerfi og samstöðu með Vesturlöndum. Sagði hann, að meginverkefnið yrði að berjast gegn spillingu en flestir Tyrkir kenna henni um ófarnaðinn í efnahagsmálunum. Baráttan fyrir íslam Erdogan, sem er tæplega fimmtugur að aldri, er kominn af fátæku fólki í Istanbul þar sem hann stundaði nám í trúarskólum með áherslu á Kóraninn. Sem drengur seldi hann vatn og sæl- gæti á knattspyrnuleikjum til að drýgja tekjur fjölskyldunnar og tók síðar þátt í ungliðastarfi Þjóðlega endurfæðingarflokksins, íslamsks flokks, sem var andvíg- ur aðild að Evrópusambandinu og barðist fyrir því, að konur bæru blæju fyrir andlitinu. Var hann kjörinn leiðtogi ungliða- hreyfingar flokksins og borgar- stjóri í Istanbul 1994. Tyrkneski herinn neyddi flokk- inn, sem þá hét Velferðarflokk- urinn, úr ríkisstjórn 1997 og síð- ar var hann bannaður fyrir að setja sig upp á móti veraldlegu stjórnkerfi í landinu. Meðan hann var í stjórn reyndi hann að auka samskiptin við Íran og Líbýu og vildi laga almennan vinnutíma að bænastundum múslíma. Vinsæll borgarstjóri Jafnvel andstæðingar Erdog- ans viðurkenna, að hann hafi staðið sig vel sem borgarstjóri í Istanbul enda naut hann mikilla vinsælda fyrir að vinna að hags- munum fátæklinganna, sem aðrir stjórnmálamenn hafa lengi leitt hjá sér. Erdogan segir nú, að stefna hans sé önnur en áður, að hann leggi ekki lengur þá áherslu á trúna, sem kom honum á sínum tíma upp á kant við kerfið. Tekur hann raunar svo djúpt í árinni að segja, að ekkert í stefnu flokksins miðist við kennisetningar trúar- innar. Stefnan sé nú að komast inn í Evrópusambandið. Þrátt fyrir þetta eru herinn og veraldlega valdakerfið í Tyrk- landi á varðbergi og staðráðin í að trúa engu að óreyndu. Það er raunar ekki aðeins, að Erdogan megi ekki taka þátt í stjórnmál- unum vegna dómsins, heldur vilja dómstólarnir banna flokkinn líka vegna þess, að Erdogan neitar að láta formennsku í honum af hendi. Ekki er vitað á þessari stundu hver verður forsætisráð- herra í nýrri stjórn Réttlætis- og þróunarflokksins en hugsanlegt er, að þingmenn hans reyni í krafti meirihlutans að leysa Erd- ogan úr banni. Börnin við nám í Bandaríkjunum Erdogan er kvæntur og á fjög- ur börn. Er annar sona hans, Bil- al, við nám í Harvard í Banda- ríkjunum og dætur hans tvær, Summeye og Esra, stunda nám við Indiana-háskólann vestra. Segir Erdogan ástæðuna vera þá, að í tyrkneskum háskólum er konum bannað að bera íslamska blæju. Á kosningafundi í Ankara lagði Erdogan áherslu á nauðsyn þess að hafa rennandi vatn í hverju húsi og hét bændum lægra eldsneytisverði en minnt- ist aldrei á trúna. Var hann af- slappaður og eðlilegur, ólíkur flestum tyrkneskum stjórnmála- mönnum að því leyti, og minnti mest á vestrænan stjórnmála- mann. Í Tyrklandi er mikið lagt upp úr hvers konar titlatogi en Erdogan er yfirleitt aldrei kall- aður annað en Tayyip. Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi Réttlætis- og þróunarflokksins Hefur barist fyrir hagsmunum fátæklinga AP Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi Réttlætis- og þróunarflokksins. Ankara. AP. ’ Tekur hann raunar svo djúpt í árinni að segja, að ekkert í stefnu flokksins miðist við kennisetningar trúarinnar. ‘ ÞAÐ gerir bara illt verra að vorkenna bakveikum maka sín- um og reyna að gera honum allt til hæfis. Besta ráðið við krank- leikanum er að leyfa honum að þjást í einrúmi. Hafa þýskir sál- fræðingar komist að þessari nið- urstöðu með ýtarlegum rann- sóknum. Það sýndi sig við rannsókn- irnar, að heilastarfsemi eða raf- flæði í heila þeirra, sem voru eitthvað slæmir í baki, þrefald- aðist með tilheyrandi sársauka þegar makinn kom á vettvang og lækkaði að sama skapi þegar hann fór. „Það er engu líkara en mak- inn eða návist hans ýti undir sársaukann,“ sagði Hert Flor, einn sálfræðinganna við háskól- ann í Heidelberg. Varasamt dekur Rannsóknin fór þannig fram, að fólki með stöðuga bakverki var skipt í tvo hópa. Í öðrum átti fólkið eiginkonu eða eiginmann, sem reyndi ávallt að lina þján- ingar maka síns, til dæmis með nuddi, lyfjum eða annarri um- hyggjusemi, en í hinum var því öfugt farið og makarnir reyndu yfirleitt að draga athygli hins bakveika að einhverju öðru. Í ljós kom, að bakveika fólkinu í síð- arnefnda hópnum leið almennt betur og fann minna til. Dr. Eugene Melvin, bandarísk- ur sérfræðingur í sársauka, segir, að niðurstaðan komi ekki á óvart. Of mikil meðaumkun og hjálp ýti undir sársauka og geti jafnvel fengið hinn sjúka til að finnast sem hann sé alveg ófær um að hjálpa sér sjálfur. Vorkunn- semi gerir illt verra Orlando. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.