Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 25
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 25
vikum. Engin varnarefni greindust
í 55% af erlendri framleiðslu. Í 40%
greindust varnarefni undir há-
marksgildum og í 3% greindust
varnarefni yfir hámarksgildum.
Tekin voru 136 sýni af 24 mis-
munandi tegundum af grænmeti ár-
ið 2001. Þar af voru íslensk sýni
43% og erlend 57%. Flest sýni voru
tekin af kartöflum, paprikum, tóm-
ötum og agúrku. Svo dæmi sé tekið
greindist efnið tíabendasól í 4 kart-
öflusýnum og klórótalonil í 2 sýnum
af stilkselju.
Alls greindust 9 mismunandi
varnarefni í þeim 136 grænmetis-
sýnum sem tekin voru. Í íslensku
grænmeti greindust engin varnar-
efni í 91% sýnanna. Engin varn-
arefni greindust í 85% af erlendu
grænmeti. Í 13% sýnum mældust
varnarefni undir hámarksgildum og
í 2% sýna greindust varnarefni yfir
hámarksgildum, þar af var 1% yfir
aðgerðarmörkum.
Flest efni í appelsínum
Alls voru tekin 163 sýni af ávöxt-
um og voru þau öll af erlendri fram-
leiðslu. Tekin voru sýni af 19 teg-
undum og voru flest sýni tekin af
appelsínum, eplum og perum.
Engin sýni voru tekin af íslensk-
um ávöxtum enda lítið sem ekkert
ræktað af ávöxtum hér á landi.
Engin varnarefni greindust í 42%
af þeim sýnum sem tekin voru af
ávöxtum, í 54% greindust varnar-
efni undir hámarksgildum og í 4%
sýna greindust varnarefni yfir há-
marksgildum, þar af voru 2% yfir
aðgerðarmörkum.
Flest efni greindust í appelsín-
um. Í sumum tilfellum eru fleiri en
eitt varnarefni notað við ræktun
eða eftir uppskeru og þess vegna
innihalda sumir ávextir og sumt
grænmeti mörg varnarefni í einu.
Engar reglur eru til fyrir leyfilegan
fjölda varnarefna sem nota má á
grænmeti og ávexti, segir Hollustu-
vernd.
Þegar litið er á matjurtir í heild
reyndust 178 sýni, eða um það bil
62% allra sýna sem tekin voru, ekki
innihalda nein varnarefni. Í 50 sýn-
um (17%) greindist aðeins eitt varn-
arefni, 29 sýni (10%) reyndust inni-
halda 2 varnarefni. Í 12 sýnum (4%)
greindust 3 varnarefni, 4 varnarefni
(1,3%) greindust í 13 sýnum, í 6
sýnum (2%) voru 5 varnarefni, 2
sýni (0,7%) innhéldu 6 varnarefni
og 1 sýni (0,3%) reyndist innihalda
7 varnarefni. Sýnið sem innihélt 7
varnarefni var af mandarínum.
Skimað fyrir 40 efnum
Áætlun um sýnatöku er gerð ár-
lega og er þess gætt við gerð henn-
ar að fjöldi sýna endurspegli
neyslumynstur almennings. Einnig
er tekið mið af því í hvaða mat-
vælum aðrar þjóðir finna helst
varnarefni og áherslur Evrópusam-
bandsins á greiningu varnarefna í
tilteknum vörum. „Auk þessa hefur
síðastliðin ár verið lögð áhersla á
sýnatöku af ákveðnum matvælum
með hliðsjón af íslenskum aðstæð-
um. Þannig var lögð áhersla á ís-
lenskt grænmeti árið 1994,“ segir
Hollustuvernd.
Fram kemur að fjöldi varnarefna
sem skimað er fyrir hafi aukist frá
því mælingar hófust og er um að
ræða 40 efni í dag. Valið er endur-
skoðað með reglulegu millibili og
stefnt er að því að fjölga þeim varn-
arefnum sem skimað er fyrir á
næstu árum.
Góð regla að skola vel
Sýnafjöldi hefur aukist nokkuð
síðan rannsóknir hófust og undan-
farin ár hefur sýnafjöldi verið í
kringum 300 á ári, segir Hollustu-
vernd.
„Mikilvægt er að hafa í huga að
leifar varnarefna sem finnast í
ávöxtum og grænmeti eru að mikl-
um hluta í ysta lagi, til dæmis hýði
eða berki. Því er það góð regla að
skola ávexti og grænmeti vel fyrir
neyslu og fjarlægja ysta lag þar
sem við á. Ástæða er til að benda á
að þau mörk sem sett eru fyrir
varnarefni eru alla jafna mjög lág
og magn þeirra sem finnast kann í
matvælum á að vera langt undir því
sem hugsanlega gæti verið vara-
samt heilsu manna,“ segir að síð-
ustu í greinargerð Hollustuverndar
ríkisins.
ÁSTAND ávaxta og grænmetis á
Íslandi er gott segir Hollustuvernd-
ar ríkisins í nýrri greinargerð um
varnarefni í ávöxtum og grænmeti
2001. Greindust engin varnarefni í
62% af þeim 300 sýnum sem tekin
voru. Í 35% sýna greindust varn-
arefni undir hámarksgildum. Í 3%
sýna greindust varnarefni yfir há-
marksgildum og þar af voru varn-
arefni yfir aðgerðarmörkum í 2,3 %
sýna. Í þeim tilvikum var dreifing
viðkomandi vöru stöðvuð.
Árið 2001 voru rannsökuð 300
sýni, 81% erlend og 19% íslensk.
Ávextir voru 54% allra sýna og
grænmeti 46%. Sýni voru tekin hjá
dreifingaraðilum sem allir voru
staðsettir á Reykjavíkursvæðinu og
var sýnafjöldanum nokkuð jafnt
dreift milli þessara aðila.
Aðeins greindust varnarefni í 9%
sýna sem tekin voru af íslenskri
framleiðslu og voru varnarefnin
undir hámarksgildum í öllum til-
!"# $
#$$%& ' #$! !!#
# #($ # %!) $ '$*!$+,,+-.//+
0
1
2
.
+
/
3
+,,.+,,+ +,,2 +,,1 +,,0 +,,4 +,,5 +,,6 ./// .//++,,,
7 #) !"# $
#! #' !"8
Engin varnarefni
mæld í 62% matjurta
Greinargerð
Hollustuverndar
um ávexti og
grænmeti 2001
komin út
AÐSKOTAEFNI eru efni sem
berast í matvæli eða myndast í
þeim (til dæmis af völdum ör-
vera) og breyta eiginleikum,
samsetningu, gæðum eða holl-
ustu matvælanna. Leifar varn-
arefna í matvælum teljast til að-
skotaefna. Aðskotaefni eru efni
sem ekki er æskilegt að séu í
matvælum.
Varnarefnum má skipta í
nokkra flokka, svo sem skor-
dýraeitur, illgresiseyða,
sveppalyf og stýriefni sem
stjórna vexti plantna. Hér á
landi eru um það bil 100 varn-
arefni skráð og leyfileg til notk-
unar, en þó er aðeins lítill hluti
þeirra notaður.
Heimild: Hollustuvernd
Um varnarefni
IS200
LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
19
27
6
1
1/
20
02
LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS
METROPOLIS
KVIKMYNDATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
K V I K M Y N D A T Ó N L E I K A R S I N F Ó N Í U H L J Ó M S V E I T A R Í S L A N D S . M E T R O P O L I S E F T I R F R I T Z L A N G . F I M M T U D A G 7 . N Ó V E M B E R K L . 1 9 . 3 0