Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 1
Stríð í Írak: Leitað að „Efnavopna-Ali“  „Hann hefur alltaf getað bjargað sér“10/11 STOFNAÐ 1913 94. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is VATNSFÖLL hafa víða valdið gífurleg- um skaða á gróðurlendi í A-Skaftafells- sýslu í kjölfar mikilla rigninga og bráðn- unar jökla og markast undirlendi sveita í Öræfum af framburði og landbroti jök- uláa og öðrum náttúruhamförum. Í álykt- un sem samþykkt var á aðalfundi Land- græðslufélags Öræfinga í vikunni segir að verði ekkert að gert muni víðáttumikil og verðmæt landsvæði verða fyrir skemmd- um af völdum vatnavaxta. Örn Bergsson, formaður Landgræðslu- félags Öræfinga, segir þessa þróun hafa átt sér stað undanfarna áratugi, árnar beri fram aur fyrir framan brýrnar og myndi miklar aurkeilur sem séu sífellt að stækka. Þær séu að leggja gífurlegt land- flæmi í auðn. Við bætist miklar rigningar undanfarin haust og eyðing jökla. Alvarlegast ástand við Jökulsá í Lóni Að sögn Arnar er ástandið alvarlegast við Jökulsá í Lóni. Renni Jökulsáin áfram til vesturs í Laxá og út um Papós geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir búskap á svæðinu. Landsvæðið sem tapist sé svipað að stærð og landsvæðið sem fer undir Hálslón við Kárahnjúka. Afleiðing mikillar úrkomu s.l. haust voru mikil flóð í nær öllum vatnsföllum í sýslunni með umfangsmiklum skemmd- um á fyrirhleðslugörðum og mannvirkj- um til varnar landbroti ásamt gróður- skemmdum. Í skýrslu Landgræðslunnar í síðasta mánuði um skaðann í A-Skafta- fellssýslu á sl. ári er kostnaður við varn- araðgerðir og lagfæringar á varnargörð- um vegna flóðanna áætlaður 53,9 millj. við 21 vatnsfall í sýslunni. „Þetta er ekki mjög mikill kostnaður miðað við þann ávinning sem við fengjum í staðinn,“ segir Örn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stórtjón af völdum vatnsfalla Austur-Skaftafellssýsla NÁINN samstarfsmaður Hamids Karzais, forseta Afganistans, var skotinn til bana í vikunni, ásamt frænda sínum, í suðurhluta lands- ins og er talið að liðsmenn leifa ta- líbanaliðsins hafi verið að verki. Óttast er að talíbanar hyggist hefja nýja herferð gegn stjórn Karzais. Mennirnir tveir voru myrtir í bænum Deh Rawood í Uruzgan- héraði á fimmtudagskvöld er þeir voru fótgangandi á leið heim til sín. Annar þeirra, Haji Gilani, varð fyrstur til þess að leyna Karzai er hann laumaðist inn í landið ásamt fáeinum stuðningsmönnum haustið 2001 til að berjast gegn talíbönum. Fyrir tveim vikum hótaði múll- ann Mohammed Omar í dreifibréfi Afgönum sem ynnu með stjórn- völdum öllu illu. Einnig hét hann heilögu stríði, jihad, gegn útlend- ingum í landinu og nýlega var einn af liðsmönnum Rauða krossins myrtur af óþekktum mönnum. Þúsundir erlendra friðargæslu- manna eru í Afganistan. Liðsmaður Karzais myrtur Kandahar. AP. Óttast að leifar talíbanaliðs hefji nýja sókn UM 30 bandarískir skriðdrekar og allmargir hermenn voru sendir inn í miðborg Bagdad í dagrenningu í gærmorgun og var í fyrstu talið að þeir hefðu eingöngu verið að kanna ástandið og varnir Íraka. En síðar sagði talsmaður Bandaríkjamanna í aðalstöðvunum í Katar að líklegt væri að herliðið myndi ekki hverfa aftur úr miðborginni. „Við sáum að tækifæri gafst, við gripum það og héldum áfram inn í miðborgina,“ sagði talsmaðurinn, Frank Torp, kafteinn í flotanum. En erlendir fréttamenn gátu ekki staðfest að Bandaríkjahermenn væru komnir inn í sjálfa miðborgina og sáu engin merki um að þeir væru þar. Írakar veittu sums staðar harða mótspyrnu í borginni, beittu rifflum og handsprengjuflaugum sem skot- ið var af húsaþökum, einnig var skotið af brúm og úr verslunum. Sögðu Bandaríkjamenn að einn hermanna þeirra hefði fallið og tveir særst en um 1.000 Írakar hefðu fallið. Lægju lík þeirra á víð og dreif um á göturnar sem skrið- drekarnir fóru um. Sjónarvottar sögðu að háður hefði verið þriggja stunda harður bardagi í úthverfunum Dora og Yarmuk í um 10 kílómetra fjarlægð frá miðborginni. Sáust brunnin flök íraskra brynvagna, vörubíla og jeppa á aðalgötunum í gær en engir af skriðdrekum bandamanna voru á götum í þessum hverfum. Einnig voru enn gerðar árásir öðru hverju á alþjóðaflugvöllinn skammt utan við borgina en hann virtist þó vera tryggilega í höndum Bandaríkja- manna sem sögðu að á milli 100 og 200 hermenn Íraka hefðu fallið á föstudagskvöld við völlinn. Allt með kyrrum kjörum? Mohammed Saeed al-Sahhaf upplýsingamálaráðherra hélt blaðamannafund í gær og sagði að allt væri með kyrrum kjörum í Bag- dad. Írakar hefðu umkringt flug- völlinn og væru að hreinsa þar til, flugskeytum þeirra rigndi yfir bandamenn á vellinum. Farið yrði með fréttamenn þangað síðar en það væri ekki hægt ennþá. Al-Sahhaf sagði á föstudag að beitt yrði „óhefðbundnum“ árásum óbreyttra borgara gegn Banda- ríkjamönnum og giskuðu sérfræð- ingar BBC á að hann ætti við her- skara óbreyttra borgara sem sendir yrðu óvopnaðir á vettvang þar sem barist væri til að tefja þannig sóknina. Erlendir fréttamenn heyrðu strjála skothríð úr vélbyssum og loftvarnabyssum í Bagdad í gær- morgun og herþotur flugu yfir borgina. Langar raðir bíla voru á helstu leiðum út úr borginni, einnig beið fjöldi manna við bensínstöðvar enda óttast margir Bagdad-búar að til blóðugra götubardaga muni koma. Liðsmenn fótgönguliðs Banda- ríkjamanna tóku í gær aðalstöðvar Medina-herdeildar Lýðveldisvarð- arins um 50 km sunnan við Bagdad mótspyrnulaust og virtust varnir Íraka þar hafa hrunið. Engir her- menn voru sjáanlegir og höfðu Írakar skilið eftir mikið af vopnum. Fulltrúar Bandaríkjamanna við- urkenndu í gær að landgönguliðar hefðu á föstudagskvöld skotið á vörubíl skammt suður af Bagdad vegna þess að bílstjórinn hefði ekki sinnt stöðvunarmerki. Sjónvarps- stöðin ABC sagði að sjö óbreyttir borgarar í bílnum hefðu látið lífið. Bandaríkjamenn halda inn í Bagdad Um 1.000 íraskir hermenn sagðir hafa fallið í bardögum í gærmorgun Bagdad, As Saliyah, Suwayrah. AP, AFP. CONDOLEEZZA Rice, þjóðaröryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, segir að bandarískir og breskir herforingjar verði að hafa forystu í stjórn- inni sem taki við í Írak fyrst eftir að átökunum lýk- ur. „Hlutverk Sameinuðu þjóðanna [í yfirstjórninni] er ekki það sem nú er til umræðu,“ sagði Rice. Hún sagðist vilja vara menn við því að líkja Írak í þessu tilliti við Austur-Tímor, Kosovo eða Afganist- an; yfirstjórn Íraks væri verkefni sem líktist engu öðru. Bandaríkjamenn, Bretar og aðrar þjóðir sem tekið hefðu þátt í baráttunni gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta og fært fórnir ættu að hafa forgang þegar kæmi að verkefninu. Frakkar, Þjóðverjar, Rússar og aðrar þjóðir sem lýstu andstöðu við stríðið hafa hvatt ákaft til þess að SÞ taki við stjórn í Írak eftir átökin og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig lagt áherslu á að SÞ komi þar við sögu. Blair og Bush munu eiga fund á N-Írlandi eftir helgina og ræða þar Íraksstríðið og fleiri mál. Bandamenn taki við stjórn Washington. AFP. Íraki í borginni Muwaffaqiya hyllir bandaríska landgönguliða sem verja bílalest innrásarliðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.