Morgunblaðið - 06.04.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
McLOUIS HÚSBÍLAR
í fyrsta sinn á Íslandi
Stórkostleg opnunartilboð
Sölu- og kynningarsýning
Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ
Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is
Heimasíða: www.itn.is/netsalan
Opið á virkum dögum frá kl. 10–18, laugardaga 10-12.
Lagan 251
aðeins kr. 3.990.000 stgr.
Lagan 410
aðeins kr. 4.170.000 stgr.
Opið í dag, sunnudag, frá kl. 11-16
BEINN kostnaður ríkissjóðs vegna
þeirra breytinga í skattamálum á
næsta kjörtímabili, sem Samfylking-
in hefur lagt fram tillögur um í
kosningastefnu sinni, er áætlaður
um 13 milljarðar króna, skv. upplýs-
ingum Össurar Skarphéðinssonar,
formanns Samfylkingarinnar.
Meðal þess sem flokkurinn leggur
til er hækkun skattleysismarka, þar
sem fyrsti áfangi komi til fram-
kvæmda 1. janúar sk., hækkun
barnabóta og lækkun virðisauka-
skatts af matvælum o.fl.
„Við munum leggja höfuðáherslu
á að tímasetningum verði hagað
með þeim hætti að breytingarnar
hafi sem minnst áhrif á þenslu í
þjóðarbúinu,“ segir Össur.
Við ætlum ekki að hækka
skatta á fyrirtæki
Spurður hvort Samfylkingin væri
að leggja til í skattastefnu sinni að
skattahækkanir á lögaðila kæmu til
greina á næsta kjörtímabili svaraði
Össur því afdráttarlaust neitandi.
„Það hefur komið fram ítrekað í
máli mínu og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur að við ætlum ekki að
hækka skatta á fyrirtæki. Tekju-
skattar á fyrirtæki voru lækkaðir á
seinasta kjörtímabili niður í 18%.
Við vorum að vísu samþykk því að
lækka hann en ekki svona mikið, en
það liggur alveg ljóst fyrir að við
munum ekki hækka tekjuskatta fyr-
irtækja og það eru engar umræður í
okkar hópi um að hækka skatta á
lögaðila,“ segir hann.
Össur segir einnig að miklar um-
ræður hafi farið fram um skatta-
málin innan flokksins og hafi m.a.
verið tekin sú ákvörðun að flokk-
urinn ætlaði ekki að hækka fjár-
magnstekjuskatt. „Við höfum líka
viljað afnema stimpilgjöld, sem
gagnast fyrirtækjum ekki síður en
einstaklingum. Það er dýr aðgerð,
hún kostar 3,3 milljarða. Við ætlum
að stíga það skref núna að fella nið-
ur stimpilgjöld vegna húsnæðis-
kaupa, en það nær líka til húsnæðis-
kaupa lögaðila,“ segir Össur.
Kosningabaráttan
einkennist af yfirboðum
Umræður um breytingar í skatta-
málum eru áberandi á vorþinginu.
Össur segist telja skattatillögur
stjórnarflokkanna miklu dýrari fyrir
ríkissjóð en tillögur Samfylkingar-
innar og í ræðu sinni á þinginu sagði
hann kosningabaráttuna einkennast
af yfirboðum. Kosningaloforð
stjórnarflokkanna sköpuðu vænt-
ingar og yllu kapphlaupi milli ólíkra
hópa. „Svona tal getur ekki annað
en skapað nýjar væntingar hjá
þeim, sem eiga á næstu misserum
eftir að semja um kaup og kjör.
Svona tal ýtir því óhjákvæmilega
undir spennu og óstöðugleika,“
sagði hann.
Össur Skarphéðinsson um tillögur Samfylkingarinnar í skattamálum
Beinn kostnaður er
áætlaður 13 milljarðar
Morgunblaðið/Golli
Kosningastefna Samfylkingarinnar var til umræðu á vorþingi Samfylking-
arinnar í gær og gerðu málefnanefndir grein fyrir kosningaáherslum í ein-
stökum málaflokkum. Á myndinni má sjá Rannveigu Guðmundsdóttur, Sig-
rúnu Jónsdóttur og Katrínu Júlíusdóttiur ræða málin á vorþinginu.
MISSKILNINGS hefur gætt í umræðu sumra
stjórnmálamanna um tillögu í skýrslu OECD um
íslensk efnahagsmál, um lækkun tekjuskatta ein-
staklinga með lækkun jaðarskatta. Tillaga OECD
gengur ekki út á að dregið verði úr jaðaráhrifum
vegna samspils skattkerfisins og styrkja t.d. í formi
barnabóta, í þeim sérstaka íslenska skilningi sem
iðulega er lagður í jaðarskattahugtakið hér á landi,
heldur er í skýrslunni verið að leggja til lækkun
skatthlutfalla í tekjuskattskerfinu. Þetta segir
Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hag-
fræðideild HÍ.
Haft var eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,
talsmanni Samfylkingarinnar, í fréttum RÚV sl.
fimmtudag að í skýrslunni væri mælt með lækkun
jaðarskatta en ekki almennra skatta og undir það
tæki Samfylkingin. Með því móti mætti létta undir
með barnafólki og þeim sem t.d. eiga í erfiðleikum
vegna húsnæðiskaupa. ,,En rökin í skýrslunni eru
þau að það eigi að lækka jaðarskatta til þess að örva
atvinnuþátttöku. Við erum með hér á landi ein-
hverja mestu atvinnuþátttöku sem þekkist, bæði
hjá konum og körlum, og vinnutími er lengri en víð-
ast hvar annars staðar, þannig að mér finnast þetta
sérkennileg rök í skýrslunni,“ sagði hún í viðtalinu.
Ráðist gegn hátekjuskattinum
„Í umfjöllun skýrslunnar er ekki verið að tala um
jaðarskatta í þeim sérstaka skilningi sem iðulega er
lagður í það hugtak í umræðunni hér á landi, heldur
þau skatthlutföll, sem eru í tekjuskattinum og út-
svarinu,“ segir Ragnar spurður um tillögu OECD.
„Hugmyndin sem hér býr að baki er sú, að þegar
fólk þarf að borga ákveðið hlutfall af tekjum sínum,
38% eða jafnvel yfir 45% samkvæmt svokölluðum
hátekjuskatti, minnkar tilhneiging þess til að vinna,
vegna þess að það fær þá minna í aðra hönd. Þessi
neikvæðu áhrif eru hvað mest þegar kemur að því
að hugleiða yfirvinnu og annað sérstaklega tekju-
skapandi framtak sem fólk á kost á. En það eru ein-
mitt þessi hlutir sem oft skipta höfuðmáli á vaxt-
arbroddum hagkerfisins. Þetta virðist hafa farið
framhjá sumum stjórnmálamönnum sem ég hef
heyrt tjá sig um þetta mál. Þeir virðast halda, að í
skýrslunni sé verið að fjalla um þá jaðarskatta sem
venjulega er rætt um hér á landi, sem felast í því að
fólk, sérstaklega þeir sem eru í lægri tekjuhóp-
unum, tapi beinlínis á því að vinna meira vegna
samspils styrkjakerfisins og skattakerfisins.
Í skýrslu OECD er hins vegar verið að tala um
jaðarskatta í hefðbundnum skilningi, bæði innan
hagfræðinnar og í umræðu í öðrum löndum, þ.e.a.s.
um þau skatthlutföll sem í gildi eru í tekjuskatts-
kerfinu. Það má ráða af samhengi umfjöllunarinnar
í skýrslunni að það þurfi fyrst og fremst að ráðast
gegn hátekjuskattinum, vegna þessa að hann hefur
mest áhrif að þessu leyti. OECD leggur til að þessir
skattar verði lækkaðir vegna þess að þeir hafa farið
hækkandi hér á landi, en á sama tíma hafa þeir
lækkað víðast erlendis,“ segir hann.
Ekki verið að tala um
samspil skatta og styrkja
Hagfræðiprófessor við HÍ um skattalækkunartillögu OECD
ÍSLANDSMÓTIÐ í badminton
stendur nú yfir í húsakynnum TBR
í Reykjavík og ráðast úrslit í öllum
flokkum í dag. Að sögn mótshald-
ara var ráðgert að leika um 170
leiki um helgina en um 100 kepp-
endur taka þátt í mótinu.
Í gær áttu að leika til undan-
úrslita í meistaraflokki, Tómas Vi-
borg, Víkingi, á móti Helga Jóhann-
essyni, TBR, og Sveinn Sölvason,
TBR, á móti Nirði Lúðvíkssyni,
TBR.
Í kvennaflokki átti Ragna Ing-
ólfsdóttir að leika við Katrínu Atla-
dóttur og Tinna Helgadóttir að
leika við Íslandsmeistarann, Söru
Jónsdóttur, en þær eru allar í TBR. Morgunblaðið/Golli
Leikið
til úrslita
í dag
SEÐLABANKINN hefur ekkert á
móti skattalækkunum út af fyrir sig
en bankanum er aftur á móti mjög
umhugað um aðhald fjármálastefnu
hins opinbera á hugsanlegum
þenslutímum. Már Guðmundsson,
aðalhagfræðingur Seðlabankans,
segir að sér virðist sem ákveðins
misskilnings gæti varðandi ráðlegg-
ingar OECD um hagstjórn á næst-
unni.
„Mér sýnist skilningur þeirra
vera mjög svipaður mínum í þessu
efni. Þeir telja að svigrúmið til frek-
ari slökunar í ríkisfjármálum sé nú
uppurið og því þurfi skattalækkanir
á næstunni að vera studdar a.m.k.
jafnmiklum útgjaldaniðurskurði.
Enn fremur telja þeir að fljótlega
verði þörf á auknu aðhaldi í rík-
isfjármálum til að styðja við pen-
ingastefnuna en það þýðir á manna-
máli annaðhvort niðurskurð
útgjalda að hækkun skatta.“
Skattar á einstaklinga háir
Már segir að í skýrslu OECD sé
bent á að skattar á einstaklinga séu
nokkuð háir hér á landi, t.d. miðað
við skatta á fyrirtæki og að það sé
heppilegt að stefna að því að lækka
skatta á einstaklinga í framhaldinu,
m.a. vegna þess að það myndi örva
vinnuframboð og hugsanlega halda
aftur af mikilli útgjaldaþenslu sem
hefur verið hjá hinu opinbera.
„En ég tek skýrt fram,“ segir
Már, „að OECD er ekki að mælast
til þess að gripið verði til einhliða
skattalækkana sem hafa bein áhrif á
afkomu ríkissjóðs, þ.e. sem valda
myndi halla á rekstri hans og fela í
sér slökun á aðhaldi ríkisfjármála að
innlendri eftirspurn.“
Tímasetja eftir hátopp
stóriðjuframkvæmda
Már segir að miðað við þá upp-
sveiflu sem menn sjái fram á í hag-
kerfinu á næstu árum telji OECD
að ríkið þurfi að sýna verulegt að-
hald í útgjöldum og framkvæmdum
og það sé í samræmi við þá grein-
ingu sem Seðlabankinn hefur lagt
fram.
„En það er ekki þar með sagt að
það útiloki skattalækkanir í framtíð-
inni. Þær verður þá annaðhvort að
tímasetja eftir að hátoppur stóriðju-
framkvæmda er genginn yfir eða þá
að það þarf einfaldlega að skera nið-
ur ríkisútgjöldin jafnmikið eða
meira til þess að vega þar upp á
móti. Um það snýst málið,“ segir
Már Guðmundsson.
Ekki ágreiningur milli
Seðlabanka og OECD
um skattalækkanir
Niður-
skurður og
aðhald er
forsendan