Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sumarið1789 bjuggu um 300manns í Reykjavík, en leið-angursmenn í Íslandsleið-angri Johns Th. Stanley litu engu að síður svo á að Víkin væri höf- uðstaður Íslands. Hér er gripið niður í lýsingu Johns Baines, eins leiðang- ursmanna, og drepið á frásögnum af dægradvöl bæjarbúa. Ekki er til sá bær, sem að nokkru sé getið í allri Evrópu, að ekki sé til kort af honum, og mörg þeirra eru gefin út af viðkomandi stjórnvöldum svo sem hin fögru kort af París, Róm og Pétursborg o.fl. Reykjavíkurbær liggur mjög fagurlega á litlu undir- lendi við sjóinn, á tvær hliðar rísa ávalar hæðir, en til suðurs gegnt sjónum er dálítið stöðuvatn, sem unnt væri að ræsa fram með litlum tilkostnaði …Nýja kirkjan, sem gerð er úr gráhvítum höggnum steini er syðst …Sumir tala um að fegra völl- inn, sem kirkjan stendur á. Núna eru tjöld okkar reist þar, og ég held að Stanley hafi fengið allan austurhlut- ann á leigu fyrir beit handa hestun- um. Þannig hljóðar kafli úr dagbók Bretans Johns Baines en hann var einn leiðangursmanna í Íslandsleið- angri Johns Th. Stanleys sem dvald- ist í Reykjavík í nokkra daga um sum- arið 1789. Þetta var í júlí og Baine staddur á „hæðinni“ austan við kaup- staðinn. Honum hafði verið falið að gera uppdrátt að „hinni nýju höfuð- borg“ landsins. Hann rissaði uppkast en hugðist láta það bíða betri tíma að finna lengd aðallínanna. Taldi hann raunar best að standa í slíkum tilfær- ingum þegar „fávísir“ bæjarbúar væru í fastasvefni. Tvö merkileg hús Tvö hús vöktu sérstaka athygli leiðangursmanna. Annað var tukt- húsið, hitt nýjasta bæjarprýðin, Hóla- vallarskóli, timburhús sem reist hafði verið á hábrekkunni milli Hólakots og Melshúsa. Skólahúsið töldu þeir tal- andi dæmi um það hvernig einvald- arnir gætu reynst „raunverulegir landsfeður“. Þvílíkur skóli „mundi ekki vera til minnkunar höfuðborg í blómlegra landi en Íslandi“. Skóla- meistarinn, Gísli Thorlacius, virtist þeim hinn alúðlegasti, talaði latínu létt og hratt en var fullmikið fyrir drykkinn eins og svo margir starfs- bræður hans. Og litlu austan við bæ- inn var „myndarlegt stórhýsi“, tukt- húsið, sem meistarinn þar á bæ, Henrich Scheel, hafði raunar sagt þeim að meira væri „notað sem hæli fyrir sjúka fátæklinga“ heldur en fangelsi undir raunverulega afbrota- menn. Framan við þetta mikla og vel smíðaða hús voru gróskumiklir mat- jurtagarðar tuktmeistarans þar sem margvíslegar plöntur döfnuðu vel. Þar að auki var svo í smíðum dóm- kirkja, byggð af steini og „verður hún til mikillar prýði fyrir staðinn“. París, Róm og Reykjavík Það verður að teljast fremur ein- kennilegt, svo ekki sé meira sagt, að John Baine skyldi nefna Víkina í sömu andránni og stórborgir heims- ins. Íbúar Parísar voru um þetta leyti í kringum 500 þúsund og Rómar um 150 þúsund. Þegar Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi árið 1786 var hið eiginlega þéttbýli hins vegar ekki nema ein gata en að auki óhrjáleg kot á víð og dreif í kring. Við blasti agn- arsmátt þorpskríli sem öðru fremur var til orðið fyrir opinbert framtak og harðfylgi forystumanna Innrétting- anna, einkum Skúla Magnússonar. Auk tukthússins og Hólavallarskóla voru þar hús Innréttinganna, rétt um tuttugu talsins og röskur helmingur þeirra byggður af torfi og grjóti. Loks stóðu svo verslunarhúsin nyrst í Að- alstræti. Íbúarnir voru rétt um 300 þegar Íslandsleiðangur Stanleys kom hingað, miðað við umdæmi Reykja- víkur árið 1835, en mun færri bjuggu á hinni eiginlegu kaupstaðarlóð. En leiðangursmennirnir litu svo á að Vík- in væri höfuðstaður Íslands og vænt- anleg höfuðborg í framtíðinni. Ef til vill hvarflaði hugur Baines þess vegna rétt sem snöggvast að stór- borgum heimsins þegar hann rissaði uppdráttinn að þessu litla þorpi. Um 1786 voru í Víkinni til orðin frumdrög þéttbýlis en ansi fátt var þar sem minnti á raunverulegan bæ. Yfirgnæfandi meirihluti íbúanna var lágstéttarfólk. Bæjarstjórn var óþekkt fyrirbæri og þeir aðilar sem fóru með sýsluvöld í Gullbringusýslu og réðu þar með málefnum Reykja- víkur – landfógetinn með löggæslu og fjármál á sinni könnu, og sýslumað- urinn í Kjósarsýslu með dómsvaldið – voru ekki einu sinni búsettir innan bæjarmarkanna. Lögregla var engin til að halda uppi röð og reglu og eina eftirlitið var í höndum vaktara sem lengi vel voru starfsmenn Innrétting- anna. [ …] Fáar heimildir eru um bæjarbrag- inn, skemmtanir og dægradvöl fólks á þessum tímum, en þó mætti stundum ætla að ekki hafi veitt af fílefldum næturvörðum með leiftrandi morgun- stjörnur á lofti. Ýmislegt hefur verið talið benda til þess að töluverður los- arabragur hafi verið í Reykjavík á fyrstu áratugum þéttbýlisins og hafi raunar eimt eftir af því langt fram eft- ir allri 19. öld. Drykkjuskapur, slark, þjófnaður og lauslæti hafi verið fyr- irferðarmiklir þættir bæjarbragsins. Slíkar niðurstöður eru ekki úr lausu lofti gripnar en byggjast einkum á dómabókum sem fátt segja af venju- legu lífi fólks og eru sjaldnast til vitnis um fagurt mannlíf. Hvort ástandið hafi verið miklu verra í Reykjavík en annars staðar á landinu er aftur á móti alls óvíst þótt vitanlega hafi mest borið á ósómanum þar sem fjölbyggð- ast var. [ …] Lesið, spilað og teflt Líf lágstéttarfólksins snerist þó einkum um það að sjá sér og sínum farborða. Efri stéttir voru hins vegar afar fámennar og því enginn grund- völlur blómlegs menningarlífs. Að- staða til skemmtanahalds var lengi vel engin önnur en í heimahúsum. Um gistihúsa- og veitingarekstur var ekki að ræða á þessum árum en þau mál voru í deiglunni þegar árið 1785. Þá lagði Levetzow stiftamtmaður til að gistihús yrði stofnað í Reykjavík þar sem skólapiltar gætu keypt mat og drykk fyrir hæfilegt verð. Af drykkjarföngum var þó eingöngu gert ráð fyrir öli og sýru. Brennivín skyldi bannað til þess að koma í veg fyrir að piltar vendust á slíkt. Þar átti einnig að vera gisting fyrir ferða- menn. Miklar bollaleggingar voru um þetta og komst meira að segja svo langt að Birni nokkrum Jónssyni stúdent var boðin forstaða hússins en hann afþakkaði svo ekki varð af veit- ingasölu að sinni. En í heimahúsum gerðu menn sér ýmislegt til dundurs. Bækur voru lesnar og sögur sagðar. Í ferðabók Eggerts og Bjarna greinir frá því að á sunnanverðu landinu hafi menn stundað ýmiss konar dægradvöl, þar á meðal spil og töfl. Sjómenn iðkuðu glímur í landlegum. Eitthvað munu skólapiltar á Hólavelli einnig hafa myndast við slíkt og kom þó ekki til af góðu. Þeir hreinlega neyddust til þess, að því er Sveinn Pálsson sagði, „svo að þeir drepist ekki úr kulda“. Gleðir voru haldnar í stærstu ver- stöðvunum á vetrum, einkum þó í Reykjavík. En reglubundnasta til- breytingin hjá flestum hefur eflaust verið sú að sækja kirkju á helgidög- um. Bókaeign lágstéttarfólks var fá- breytt, aðallega guðsorðabækur, og ekki allir læsir þótt komnir væru á fullorðinsaldur. Varla var þó nokkurt kot svo aumt að ekki væri til ein eða tvær skræður og einhver heimilis- manna stautfær á þær, sér og öðru heimilisfólki til skemmtunar og and- legrar uppbyggingar. Á heimili þeirra Jóns Jónssonar húsmanns og Guðrúnar Ólafsdóttur á Arnarhóli var bókakosturinn fjórar eða fimm guðsorðabækur samkvæmt sálna- registri árið 1784. Húsbóndinn taldist læs en eiginkonan, 49 ára gömul, var sögð allsendis ólæs. Þeir sem efnaðri voru áttu hins vegar oft og tíðum mik- inn fjölda bóka. Hjá Sunckenberg kaupmanni voru „bækur nógar“ og eflaust svo margar að sóknarprestur- inn gaf sér engan tíma að skrá alla titlana. Fáir hafa hins vegar komist með tærnar þar sem Skúli Magnús- son hafði hælana. Bókasafn hans var mikið að vöxtum og hefur jafnvel slagað hátt í heildarbókaeign allra Reykvíkinga um þessar mundir. Titl- arnir voru hátt í 1.300, bækur um margvísleg efni og á ýmsum tungu- málum. Annars varð veruleg breyting á læsi fólks á Íslandi á seinni helmingi 18. aldar enda var þá uppi mikil hreyfing til að auka menntun almenn- ings, fyrst fyrir tilstilli píetismans á fimmta áratugnum og síðan upplýs- ingarstefnunnar. Skömmu eftir 1800 var svo komið að nánast allir Reyk- víkingar, fimmtán ára og eldri, töld- ust læsir á þeirrar tíðar mælikvarða. Árið 1769 var ólæsi hins vegar veru- legt í þessum aldurshópi, um 37%, en þegar árið 1784 var það komið niður í 14%. Framan af var ólæsið útbreidd- ast meðal þeirra sem komnir voru af léttasta skeiði enda höfðu þeir ekki notið þess fræðsluátaks sem prestum landsins var nú gert að framfylgja meðal ungdómsins. Af 39 ólæsum í aldurshópnum fimmtán ára og eldri árið 1784 voru 26 fimmtíu ára og eldri. Ólæsi var einnig mun útbreidd- ara meðal kvenna en karla. Árið 1769 var næstum helmingur kvenna í ald- urshópnum fimmtán ára og eldri ólæs en hlutfallið var komið niður í 19% þegar árið 1784. Upp úr aldamótun- um 1800 var þessi munur milli kynjanna horfinn með öllu. Fræðsla barna fór fram í heima- húsum undir eftirliti presta. Fyrsta hugmynd um barnaskóla í Reykjavík skaut upp kollinum árið 1785 og var komin frá Sunckenberg, verslunar- stjóra konungsverslunarinnar. Sá skóli var raunar ekki hugsaður sér- staklega fyrir Reykvíkinga heldur fá- tæk börn hvaðanæva af landinu. En ekkert varð úr og áratugir liðu þar til reglulegum skóla var loks komið á fót. Baðferðir og fjör á Hólavelli Ein var sú skemmtun sem margir úr Reykjavík og nágrenni stunduðu, baðferðir í laugarnar í Laugarnesi. Böðin voru einkum stunduð um helg- ar enda um langan veg að fara, a.m.k. fyrir þá sem þurftu að ferðast fót- gangandi. Frá baðferðum þessum er sagt í ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna: Fyrirheit um fallegan bæ Séð til Reykjavíkur árið 1789. Úr Íslandsleiðangri Stanleys. Mynd eftir Nicholas Pocock. Bókarkafli Í lok 18. aldar voru komin frumdrög þéttbýlis í Reykjavík, þó að fátt minnti á raunverulegan bæ. Líf lágstéttarfólksins snerist einkum um að sjá sér og sínum farborða, en í heimahúsum gerðu menn sér þó ýmislegt til dundurs. Bækur voru lesnar, sögur sagðar, auk þess sem það var teflt og spilað. Gleðir voru þá stundum haldnar, en reglubundnasta tilbreytingin var kirkjusókn á helgidögum. Hér er gripið niður í frásögn Þorleifs Óskarssonar af sögu bæjarins. Fjöldi kaupskipa í Hólmsins höfn vitnar um vaxandi verslun — vaknandi líf og bæ sumarið 1789 — þegar leiðangursskip Stanleys, John, siglir frá Reykjavík. Elsta sýningarskrá sem varðveist hefur eftir leiksýningu á Íslandi. Hún er frá uppfærslu skólapilta í Reykja- vík í desember árið 1796. Þá var sett á svið leikritið Staður og trúgirni eftir Sigurð Pétursson sýslumann. Meðal leikenda voru Árni Helgason, síðar dómkirkjuprestur í Reykjavík og stiftsprófastur í Görðum, og Bjarni Thorsteinsson, síðar amtmaður. Englendingurinn John Thomas Stanley kom til Reykjavíkur sumarið 1789. Þar staldraði hann við í nokkra daga ásamt leiðangursmönnum sín- um. Bæjarstæðið fannst þeim fallegt og einkar vel valið. Vatnslitamynd frá 1795.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.