Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VINNUSÁLFRÆÐI er tiltölulega unggrein innan sálfræðinnar en hennihefur ört vaxið fiskur um hrygg síð-ustu áratugi. Dr. Andreas Liefooghe, kennari við Birkbeck College, University of London, sem er þekktur sérfræðingur á sviði vinnusálfræði, var staddur hér á landi nýlega, en hann er leiðbeinandi Solveigar Jónsdóttur í meistaraverkefni hennar sem er viðamikil rann- sókn á starfsskilyrðum á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi. Rannsóknin er liður í alþjóðlegri rannsókn sem tólf íslensk fyrirtæki taka þátt í. Liefooghe segir að vinnusálfræði hafi fyrst litið dagsins ljós í kringum 1930. Var það í kjöl- far iðnbyltingarinnar þar sem allt snérist um framleiðslu og frammistöðu starfsmanna. Liefooghe segir að stjórnendur fyrirtækja hafi síðan gert sér grein fyrir því að ekki mætti fara með fólk eins og vélar og eftir því sem leið á síð- ustu öld hafi áhersla á velferð starfsmanna auk- ist. Má segja að þá hafi leitin að hamingjusama og iðna starfsmanninum hafist. Solveig segir að í rannsókninni verði meðal annars rannsakað hvort þeir starfsmenn sem eru ánægðir í starfi séu einnig þeir sem afkasti mestu. Liefooghe segir að í dag megi t.d. sjá aukna áherslu á vinnusálfræði og velferð starfsmanna í því að það er orðið sífellt algengara að starfs- mannastjórar sitji í stjórn fyrirtækja. Þá hafi áhersla á mannauðsstjórnun (Human Resource Management) aukist. Stjórnendur fyrirtækja hafi enn sem áður mestan áhuga á framleiðni og frammistöðu en reynt sé að brúa bilið með því að leggja áherslu á velferð starfsmannsins því á henni hefur starfsmaðurinn mestan áhuga. „Rökin eru þau að hamingjusamur starfsmaður framleiði meira. Þetta er að sjálfsögðu kenning að vissu leyti og við sem rannsakendur viljum finna sönnunargögn fyrir því að svo sé í raun og veru,“ segir Liefooghe. Hann segir að vinnusálfræði gangi bæði út á að rannsaka starfsmann og starfsveitanda. „Við skoðum hvernig við getum skýrt og skilið betur ákveðna vinnuhegðun. Við skoðum t.d. þá starfsmenn sem eru mjög áhugasamir og dug- legir, spyrjum okkur hverjir það séu og hvers vegna þeir séu atorkusamari en aðrir. Að fólk sé ánægt í starfi sínu er vísbending um að það af- kasti meiru,“ segir Liefooghe. Solveig bætir við að einnig skoði vinnusálfræðingar hvernig fyr- irtæki geti haft áhrif á starfsmenn og hvatt þá áfram til góðra verka. „Þannig að starfsmað- urinn mæti í vinnuna og hugsi með sér að hann langi til að gera eitthvað gott í dag frekar en að hann mæti og velti því fyrir sér hvort hann kom- ist heim í hádeginu,“ segir Solveig. Spurður segir Liefooghe að ekki sé til nein uppskrift að því hvernig fyrirtæki geti hvatt starfsmenn sína áfram og gert þá að hamingju- sömum og afkastamiklum starfskröftum. „Eitt af því sem við vitum er að fyrirtæki geta gert allt sem í þeirra valdi stendur, gefið starfs- manninum bestu mögulegu þjálfun, borgað honum há laun, tryggt að vinnuaðstaða hans sé góð en starfskrafturinn er samt sem áður ekki ánægður. Við viljum skoða af hverju þetta getur gerst,“ segir hann. Solveig segir að nokkuð sem sálfræðingar kalli „sálfræðilegan samning“ skipti þarna miklu máli. Á Solveig þarna við hvort starfs- manni finnist fyrirtækið hafa staðið við loforð sem honum finnst fyrirtækið hafa gefið sér við ráðningu. „Þessi loforð eru í raun hvergi skrifuð niður, heldur er þarna átt við hluti sem starfs- maður fær á tilfinninguna. Starfsmaður gæti til dæmis hafa talið sér trú um að hann fengi ævi- ráðningu hjá fyrirtækinu, eða gott vinnuum- hverfi. Þetta eru óskrifaðir samningar sem byggjast í raun á trú starfsmannsins að fyr- irtækið veiti honum ákveðna hluti í staðinn fyrir starf starfskraftsins,“ segir Solveig. Liefooghe segir mjög mikilvægt, vegna þess- ara sálfræðilegu samninga, að fyrirtæki gefi raunsæja mynd af starfinu sem um ræðir þegar nýtt fólk er ráðið til starfa. „Á tímum þegar skortur er á starfskröftum og erfitt að ná í gott fólk hafa starfsveitendur tilhneigingu til að gefa starfinu rósrauðan blæ og leggja áherslu á allt Í leit hins hamingjusama og afkastamikla starfsmanns Morgunblaðið/Jim Smart Andrew Liefooghe er prófessor í vinnusálfræði og leiðbeinandi Solveigar Jónsdóttur. Aðstandendur könnunar um starfsánægju sögðu Nínu Björk Jónsdóttur að laun væru ekki allt, en sanngirni fyrirtækja í garð starfsmanna skipti miklu máli hvað starfsánægju varðar. Hvað sem öllu líður væri þó hollara fyrir mannfólkið að vinna en ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.