Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 21
Baðlaugin er allstór og djúp. Heiti lækurinn frá hvernum fellur í hana, en einnig kalt vatn, sem temprar mjög hitann í lauginni. Samt er læk- urinn, sem úr henni fellur fram hjá túninu í Laugarnesi og svo til sjávar, volgur. Fyrir neðan baðlaugina eru tveir eða þrír aðrir staðir, sem hent- ugir eru til að baða sig í, og eru þeir notaðir til þess, þegar vatnið í aðal- lauginni er of heitt á sumrin eða hún offyllist af fólki, því að margir koma að Laugarnesi frá nágrannabæjun- um til þess að taka sér bað í lauginni. En einkum er laugin þó sótt af far- mönnum úr Hólminum og starfsfólki Innréttinganna í Reykjavík á laug- ardags- og sunnudagskvöldum. Eflaust voru böðin holl og heilbrigð tilbreyting en gátu líka verið hættu- leg ef menn uggðu ekki að sér. Nokkrir höfðu dáið í laugunum, „sennilega af ofþenslu blóðsins, þegar menn sitja of lengi í hitanum“. Sögur fóru líka af lauslæti og svalli þar um slóðir, þ.á m. í ferðasögum útlend- inga, en Sveinn Pálsson sagði bað- ferðirnar þó öðru fremur saklausa skemmtun: ekki veit ég til þess …að þar eigi sér lauslæti stað í sambandi við baðferð- ir. Að vísu fara menn þar í bað sér til skemmtunar og ferðast jafnvel langt að til þess, bæði karlar og konur, og auðvitað eru slíkar ferðir skemmti- legri, ef maður ferðast ásamt stúlku sinni, en mjög sjaldan fara karlar og konur í bað saman nema um hjón sé að ræða. Menn skoða þessar baðferð- ir ekki öðru vísi en menn í Kaup- mannahöfn líta á skemmtiferðir út í Dyrehaven eða að Emilíukeldu, þ.e. sem saklausa smáskemmtun. Gera má ráð fyrir að tilkoma Hóla- vallarskóla hafi töluvert lífgað upp á bæjarbraginn, að minnsta kosti fyrir efri stéttirnar í Reykjavík og ná- grenni. Um það leyti sem skólinn tók til starfa voru íbúarnir í Kvosinni og kotunum í kringum 330 talsins. Ekki er ólíklegt að mikið hafi borið á skóla- piltum í ekki stærra plássi. Þeir skáru sig úr og stuðlaði margt að því. Allt í einu var þangað kominn nýr hópur, heil hersing menntamanna. Hér við bættist að piltarnir voru eins klæddir, nokkurs konar einkennisklæddur andans her. Þeir klæddust sortaðri mussu og buxum úr íslensku vaðmáli sem náðu aðeins niður fyrir hné. Voru í mórauðum sokkum sýknt en ljós- bláum heilagt og með skotthúfu á höfði. Þvílíkir furðufuglar hafa eflaust komið sauðsvörtum almúganum spánskt fyrir sjónir fyrst um sinn. Einnig má gera ráð fyrir því að óbreyttum bæjarbúum hafi þótt skólasiðirnir nýstárlegir, svo sem að- reið á haustin með „signum“ og hróp- um hjá Elliðaám, á Öskjuhlíð og við Skólavörðu og skírn nýsveina í laug- inni í Laugarnesi. Herranóttin hefur einnig vakið mikla athygli. Hin fyrsta sem sögur fara af í Reykjavík var að mestu haldin innan veggja skólans og aðeins fyrir boðsgesti. Meðal nýjunga voru sjónleikasýningar; fyrst árið 1791 og hefur hún raunar löngum verið talin sú hin fyrsta hérlendis. Óljóst er hvaða atriði úr gleðileik var þá sýnt en jafnvel talið að Geir Vídal- ín, þá nýorðinn prestur í Reykjavík, hafi hjálpað upp á sakirnar með frum- sömdu leikritskorni sínu „Bjarglaun- unum“. [ …] Þetta var hluti af þeirri nýbreytni og þeim svip sem skólinn og skólapilt- arnir settu á Reykjavíkurlífið. Í Hóla- vallarskóla var einnig mikið tilstand um jól og áramót. Á aðfangadags- kvöld skreyttu piltarnir skólann ljós- um með ærnum kostnaði. Alls voru sett upp um 300 kerti í tvöfalda röð meðfram gluggum og í ljósahjálma í loftinu. Á gamlárskvöld héldu þeir svo brennu skammt frá skólanum á hæð einni sem þeir kölluðu Vulcan. Brennan var það stór að hún sást úr margra mílna fjarlægð. Til hennar söfnuðu piltar gömlum tunnum og alls konar timburbraki og helltu tjöru yfir. Og í náttmyrkrinu var bálköst- urinn fagur tilsýndar, sérstaklega þegar hvorki úrkoma né þoka skyggðu á dýrðina. Bærinn Reykjavík er enn í frumbernsku en gefur fyrirheit um að geta orðið mjög fallegur. Leiðangursmenn Stanleys voru lausir við fordóma og litu höf- uðstað landsins og íbúana jákvæðum augum. Hér eru leiðangursmenn við tjöld sín í grennd Heklu. Saga Reykjavíkur – í þúsund ár, 870– 1870, I og II bindi eru eftir Þorleif Ósk- arsson. Bækurnar, sem eru prýddar fjölda mynda, eru gefnar út hjá bókaút- gáfunni Iðunni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 21 fást í flestum apótekum t.d. í Lyfju, Lyf og heilsu, og í Iljaskinn Háaleitis- braut. Fyrir ferðalagið Gilofa 2000 Upplagðir fyrir flugið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.