Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Níels var aðeins tvítugur að aldri þegar hann kom til Akureyr- ar frá heimalandi sínu, Danmörku. Í Fredricia sem er nálægt heimabæ hans, Middelfart, kynnt- ist hann hjónunum Ingibjörgu Jónsdóttur og Óskari Jónssyni sem veittu starfi Hjálpræðishers- ins þar í bæ forstöðu. Hann fór að sækja samkomur Hersins, tók trú á Jesú Krist og vígðist sem her- maður. En tengslin við Ísland áttu eftir að verða enn sterkari, því stóri bróðir Níelsar, Matthías, kynntist systur Ingibjargar, Pál- ínu Margréti, sem var komin til Danmerkur til að dvelja hjá systur sinni og mági. Pálína og Matthías felldu hugi saman og giftust. Þegar Ingibjörg og Óskar fengu skipun frá yfirboðurum Hjálpræð- ishersins um að halda aftur til Ís- lands til að starfa þar, ákvað Níels að slást í för með þeim. Ef til vill var það ævintýraþrá ungs manns sem réð því að Níels ákvað að halda til hins ókunna lands í norðri. Fyrst eftir að hann kom til Akureyrar fór hann að vinna á Gefjun en hóf síðan að læra hús- gagnasmíði hjá Ólafi Ágústssyni. Í frístundum sínum sótti hann sam- komur á Hjálpræðishernum, en þar kynntist hann ungri stúlku, Jakobínu Jónsdóttur, systur Pál- ínu og Ingibjargar. Mér er minnisstætt að hafa heyrt Níels segja frá skemmtun sem haldin var á Hjálpræðishern- um fyrstu jólin sem hann var á Akureyri. Þá var farið í samkvæm- isleik sem heitir „Segðu sannleik- ann“. Í þeim leik er einn tekinn til yfirheyrslu og beðinn um að segja hvað honum þyki vænst um. Síðan er hann reglulega áminntur um að segja sannleikann. Leikurinn gengur út á það að fá viðkomandi til að segja einfaldlega orðið „sannleikann“. Ef til vill var það takmörkuð ís- lenskukunnátta Níelsar sem gerði það að verkum að hann áttaði sig ekki á því út á hvað leikurinn gekk. Hann nefndi bæði foreldra sína, Guð og Jesú þegar hann var beðinn um að segja hvað honum ✝ Níels Hanssonfæddist í Dan- mörku hinn 24. febr- úar 1929. Hann lést á sjúkrahúsi í Póllandi 11. mars síðastliðinn. Níels giftist Jakob- ínu Jónsdóttur á Ak- ureyri 2. september 1950. Hún lést 3. júlí 1978. Níels giftist Ruth Strand í Noregi árið 1979. Saman eiga þau börnin Inger Marie og Nils Rune. Útför Níelsar fór fram í Noregi hinn 28. mars. þætti vænst um. En svör hans voru ekki tekin gild og hann ítrekað beðinn um að segja „sannleikann“. Að lokum gafst hann upp og sagði af mik- illi einlægni við mikla kátínu þeirra sem viðstaddir voru: „Bína mín, Bína mín.“ Þessi skemmtilega ástarjátning er upp- hafið að innilegu sam- bandi manns og konu. Níels og Bína gengu í heilagt hjónaband hinn 2. september 1950. Samband þeirra var traust og náið og heim- ilið sem þau stofnuðu var hlýlegt og gott. Enda voru þau óspör að segja frá því að líf þeirra, hjóna- band og heimili væri byggt á þeim grunni sem bifast ekki, sem er Jesús Kristur. Við sem trúum á handleiðslu Guðs og að hann hafi áætlun með líf manna, sjáum að það var ekki tilviljun eða ævintýraþrá sem réð því að Níels kom til Akureyrar þar sem hann kynntist Bínu sinni. Líf þeirra hjóna og þjónusta fyrir Guð ber þess vitni að það var áætlun Guðs að þau kynntust og yrðu hjón. Bína og Níels eignuðust engin börn. Samt vantaði sjaldan börnin kringum þau. Þau voru ákaflega elskuð og dáð af mörgum börnum og unglingum, ekki síst systra- börnum Bínu, sem fundu fyrir öruggu og góðu athvarfi á heimili þeirra hjóna. Alltaf var tekið vel á móti okkur krökkunum og okkur veitt athygli og tími þrátt fyrir að þau hefðu í nógu að snúast. Ekki fannst okkur það spilla fyrir að um tíma var Níels umboðsmaður súkkulaðiverksmiðjunnar Mónu. Það var mikil tilhlökkun sem ríkti þegar samkomu á Hjálpræðishern- um snemma á páskadagsmorgni lauk, því þá var Níels vanur að draga fram páskaegg eða súkku- laðihænur og færa „krökkunum sínum“. Níels tók þátt í starfi Hjálpræð- ishersins af miklum áhuga og fórn- fýsi. Hann var hermannaleiðtogi til margra ára og gegndi einnig öðrum trúnaðarstörfum. Þá var hann einnig einn af stofnendum Gideonfélagsins á Akureyri og tók virkan þátt í starfi þess að út- breiða Guðs heilaga orð. Níels vann lengst af við iðn sína, húsgagnasmíði, og framleiddi með- al annars um tíma rúm og skrif- borð sem hann hannaði sjálfur og báru vörumerkið NH-húsgögn. Hann hafði mikinn áhuga á ljós- myndun og tók um tíma myndir fyrir dagblöð. Níelsar verður ekki síst minnst fyrir glaðværð sína og smitandi hlátur. Hann hafði skemmtilega kímnigáfu og einstakt lag á að sjá skoplegar hliðar á mannlífinu. Hann sagði skemmtilega frá og ekki spillti fyrir hinn sjarmerandi danski hreimur sem Níels hafði. En það bar óvæntan skugga á lífsgleði Níelsar þegar Bína hans greindist með krabbamein í byrjun árs 1978. Sjúkdómsbaráttan var erfið en frekar stutt og Níels stóð við hlið konu sinnar og barðist með henni. Hinn 3. júlí 1978 kvaddi Bína þennan heim. Þeirra samlíf hafði staðið í tæp 28 ár, mun skemur en þau hefðu kosið. Árið 1979 tekur Níels þá ákvörð- un að flytja til Noregs. Þar hafði hann hug á að starfa fyrir Hjálp- ræðisherinn, ekki aðeins í frí- stundum sínum, heldur vildi hann gerast foringi í Hernum í fullu starfi. Sama ár átti Níels því láni að fagna að ganga að eiga Ruth Strand sem einnig var foringi í Hjálpræðishernum og saman veittu þau forstöðu nokkrum söfn- uðum Hersins, meðal annars í Þórshöfn í Færeyjum. Níels og Ruth eignuðust saman dótturina Inger Marie og soninn Nils Rune. Níels var ákaflega stoltur af börn- unum sínum og reyndist þeim mjög góður faðir. Það eru nokkur ár síðan Níels fór á eftirlaun. Hann var samt ekki á þeim buxunum að ætla að setjast í helgan stein og tók virkan þátt í starfi Hjálpræðishersins. Hin síðari ár fór heilsu Níelsar að hraka. Í byrjun marsmánaðar fóru þau hjónin í skemmtiferð til Póllands, en Níels hafði alla tíð mikla ánægju af ferðalögum. Í ferðinni veiktist Níels skyndilega og var lagður inn á sjúkrahús þar sem hann lést. Trúin á Jesú Krist felur í sér framtíðarvon, einnig þegar kemur að þeim óumflýjanlega þætti lífs- ins að kveðja þennan heim. Tengdafaðir Níelsar, Jón Sigurðs- son, orti á þessa leið um þá von: Ég sé þar vini sem ég unni hér. Ég fæ að dvelja með englanna her. Auga mitt frelsarann sjálfan þar sér sælunnar heimkynnum í. Á himni hjá Jesú mitt heimili er, þar hjartkærir vinir ei skiljast frá mér, þar þekkjast ei tár eða svíðandi sár. Sælunnar heimkynnum í. Það er þakklæti sem kemur upp í hugann þegar Níelsar er minnst. Þakklæti til Guðs fyrir að hafa fengið að kynnast honum, fyrir að hafa fengið að hafa hann í fjöl- skyldunni og eiga hann sem vin. Mágkonur Níelsar, Ingibjörg, Sigríður, Pálína og Hermína og svilar hans, Guðmundur og Níels Jakob og aðrir ættingjar senda Ruth, Inger Marie og Niels Rune sínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Ak- ureyri Erlingur Níelsson. NÍELS HANSSON ✝ Kristinn Björns-son sjómaður fæddist í Miðhúsum á Búðum við Fáskrúðs- fjörð 25. febrúar 1923. Hann lést í Reykjavík 23. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sesselja Helgadóttir húsmóð- ir (1890–1959) og Björn Jónsson sjó- maður og harmon- ikuleikari (1876– 1924). Fóstri Kristins og frændi var Björn Guðmundsson í Þjóð- braut á Fáskrúðsfirði. Systkini Kristins voru Njáll Guðnason verkstjóri í Reykjavík (1907– 2002), Kristín Björnsdóttir hús- móðir í Reykjavík (1913–1960), Guðjón Björnsson vinnumaður í Tungu, Fáskrúðs- firði (1917–1984) og Kristbjörg Hjartar- dóttir Hafberg hús- móðir á Flateyri (1928–1979). Kristinn kvæntist 1966 eftirlifandi konu sinni Sigur- björgu Benedikts- dóttur (f. 1924). Þeim varð ekki barna auðið en fyrir hjónaband átti Krist- inn eina dóttur í Færeyjum, Gullbjörgu Joansen. Hún er þar gift kona og á afkom- endur. Útför Kristins fór fram í kyrr- þey 1. apríl. Kiddi frændi er dáinn. Fyrir mér er slitinn sá þráður sem ég átti við aust- firskan uppruna minn. Austfirskar rætur sem rekja má til ungrar alda- mótastúlku úr Hafnarfirði sem ólst þar upp á sveit. Hún hét Sesselja Helgadóttir og var af kyni Veldinga. Fríð kona, greind og óbuguð þrátt fyrir harðrétti og fátækt. Rétt 17 ára, árið 1907, fékk hún í gustukaskyni að liggja sína fyrstu sængurlegu í húsum Mathiesena í Hafnarfirði. Drengbarnið Njáll Guðnason ólst upp hjá vandalausum á Álftanesi en stúlkan fór alfarin úr Hafnarfirði austur á firði þar sem hún ílentist á Fáskrúðsfirði. Tæpum tveimur áratugum síðar var hún þar bláfátæk sjómannsekkja með þrjú börn, það elsta dóttir um fermingu, það yngsta var Kiddi, fæddur 1923. Enn varð hún að senda börn til vandalausra og leita sér sjálf atvinnu. Dóttirin Kristín var send í vist í Reykjavík undir handarjaðri frænku sinnar. Miðsonurinn, Nonni, fór alfarinn að Tungu í Fáskrúðsfirði, gustukabarn stórbænda þar og varð þar vinnumaður til æviloka, 1984. Móðirin sem nú var komin vel á fer- tugsaldur réð sig í vist inn í fjörð með yngsta barnið með sér og hafði innan fárra ára bætt einu enn við, Krist- björgu, sem hún átti með ungum vinnupilti í sveitinni. Frá 1928 var Sesselja ráðskona hjá föðurfrænda Kidda inni á Búðum á Fáskrúðsfirði þar sem hét Þjóðbraut. Hún hélt þessum tveimur yngstu börnum en þrjú hafði hún sent í vist til vandalausra. Húsið var lítill og skáldaður bárujárnskumbaldi þar sem sex til tíu manns deildu saman vistarverum í bróðerni og fátækt millistríðsáranna. Æskuheimili Kidda frænda. Kiddi lauk barnaskólanámi og við 14 ára aldur tók sjómennskan við og entist honum í hálfa öld. Hann var á bátum, togurum, frökturum og smá- koppum. Oft úti meira en 11 mánuði af 12. Sigldi um öll heimsins höf og ævin leið meira á sjó en landi. Kiddi var oftast fáorður um eigin ævi. Tók að erfðum sérviskur föðurkynsins þar sem flestir voru þungir fyrir, fámálir og jafnvel durtslegir. Áttu í ættum fram til alræmdra galdramanna og sauðaþjófa á Austurlandi að telja. En undir þessu fámála yfirborði leyndist hlýja og umhyggja fyrir samferða- mönnum. Ef rétt var spurt gat ég fengið Kidda til að segja frá sjó- mannslífi þar sem var vakað meðan menn stóðu í fæturna, amfetamín úr þýskum höfnum étið eins og brjóst- sykur löngu áður en nokkrum datt í hug að tala um eiturlyfjavanda og dottað í fiskkösinni lengst úti í græn- golandi ballarhafi. Í landlegum var drukkið þannig að engum dytti í hug núna að halda að það væri í lagi. Það er samt ofsagt að aldrei hafi annað komist að en sjómennskan hjá Kidda. Á unga aldri hafði Kiddi á prjónunum að komast í nám í bifvéla- virkjun en þær fyrirætlanir strönd- uðu á efnaleysi. Eina menntunin eftir barnaskólapróf var pungapróf á litla báta. Á sjöunda áratugnum kynntist Kristinn eftirlifandi konu sinni, Sig- urbjörgu Benediktsdóttur, og þau giftu sig 1966. Silla bjó manni sínum hlýlegt heimili í Bólstaðarhlíð í Reykjavík þar sem hann átti heima til dauðadags. Þegar Kiddi komst á sjö- tugsaldurinn fór hann í land og hóf störf á bensínstöð Skeljungs við Laugaveg. Þar vann hann til eftir- launaaldurs. Síðustu árin voru Kidda góð. Lengstum sat hann heima í stofu í Bólstaðarhlíðinni og nægði nú kaffi til hressingar. Þau Silla áttu hjólhýsi sem seinni árin var í túninu hjá frændfólki Sillu í Landbroti. Þar tók þessi gamli sjóari til hendinni í hey- skap og öðrum sveitaverkum og undi vel hag sínum. Hann hélt hestaheilsu alveg þar til fyrir tveimur árum að hann veiktist af krabbameini sem dró hann dauða, nýlega áttræðan. Blessuð sé minning Kristins Björnssonar frá Búðum við Fá- skrúðsfjörð. Bjarni Harðarson. KRISTINN BJÖRNSSON Mér brá alveg rosa- lega þegar Lilja vin- kona mín hringdi í mig og tjáði mér að pabbi hennar, hann Fiddi eins og hann var oft kallaður, væri dáinn. Ég fékk gæsahúð um mig alla og trúði þessu varla og bara leið ekki vel að heyra þetta. Ég og Lilja erum æskuvinkonur og ég var því mikið á heimilinu hjá Fidda og Svövu. FRIÐRIK ÓLAFUR ÓLAFSSON ✝ Friðrik ÓlafurÓlafsson fæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1956. Hann lést á heimili sínu í Laos 12. febrúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kópa- vogskirkju 14. mars. Mér var alltaf tekið mjög vel og komið fram við mig eins og ég væri eitt af börn- unum þeirra. Fiddi var mjög góður maður og alveg rosalega lag- inn í höndunum. Mér er það minnisstætt hvað mér fannst flott vaggan sem Fiddi smíðaði handa einni dóttur sinni, eins og allt annað sem hann gerði í höndunum. Honum var svo margt til lista lagt. Ég gæti endalaust haldið áfram, því ég upplifði svo margt með ykk- ur í fjölskyldunni, enda þykir mér vænt um ykkur öll og ég get ekki annað en kvatt þig, Fiddi minn, með nokkrum orðum því mér finnst það virkilega ósanngart þegar fólk er tekið burt í blóma lífsins. Tárin renna niður kinnarnar því mér finnst svo erfitt að vera að kveðja þig, Fiddi minn, en það sýnir þó að mér þótti vænt um þig og vil þakka fyrir mig með nokkr- um orðum. Elsku Svava, Lilja, Þóra, El- ísabeth, Bjarndís, Kristófer, Alex- ander og Óli og allir hinir, ég votta ykkur öllum samúð. Hugsanir mín- ar eru hjá ykkur í þessari erfiðu sorg. Guð veri með ykkur. Hvíldu í friði, Fiddi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) María Antonía Jónasdóttir. Ég minnist góðra stunda með Fríðu, hún var alveg frábær kona og vinur. Gott var að vinna með henni í félaginu okkar, hvort sem var á vinnu- fundum eða ferðum, sér í lagi í hvítasunnuferðum, hún sá ráð alls staðar, svo ekki sé minnst á hve glögg hún var á tölvuna. Kynni mín af Fríðu hófust er HÓLMFRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR ✝ Hólmfríður Þor-valdsdóttir aðal- bókari fæddist 13. júlí 1947. Hún andað- ist á Landspítalanum 18. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 25. mars. hún kom í stjórn Fé- lags húsbílaeigenda sem vararitari. Alltaf var gott að hitta Fríðu því hún hafði mikla gleði af að gefa öðrum með brosi sínu. Hún var sannfærð um að við þekktumst, en okkur tókst ekki að komast að því hvernig það var. Fríða var sjálfri sér samkvæm og hreinlynd. Gaman hafði hún af því að dansa, það var frá- bært að horfa á þau hjónin dansa saman, svo yndislegt að sjá ykkur Sigvalda saman svo kát og ánægð. Hvíl þú í friði. Sólveig Þorleifsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.