Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MBL. sunnudaginn 30. mars er heil opna með fréttum af Íraksmálinu. Vitnað er m.a. í nýjasta hefti þýska vikuritsins De Zeit þar sem haft er eftir vopnaeftirlitsmönnum SÞ, að stefna Gerhards Schöders Þýska- landskanslara í undanfara að stríð- inu í Írak nú (Íraksdeilunni sl. ár) hafi verið „brjálæðisleg“. Blaða- mönnum De Zeit er heimilað að hafa þetta eftir vopnaeftirlitsmönnum SÞ, – ef nöfnum þeirra er haldið leyndum. Spurningunni um hvort hefði verið hægt að komast hjá hern- aðaríhlutun, svara sumir vopnaeftir- litsmanna játandi, – ef aðildarríki SÞ hefðu staðið saman. Á sömu síðu er óhugnanlegri frétt undir nafninu „Stjónarfar óttans“. Þar eru rakin dæmi um þær aðferðir sem stjórn Saddams Husseins hefur beitt, – til að halda völdum í landinu með ógnarstjórn. Vitnað er í skýrslu frá breska utanríkisráðuneytinu sl. haust sem byggist m.a. á heimildum frá Amnesty International, – Human Right Watch og viðtölum við vitni. Tilvitnun í fréttina: „Beitt er kerfisbundnum pynting- um með miskunnarlausum aðferðum sem sannað þykir að hafi hlotið sam- þykki á æðstu valdastöðum. Í hern- um eru þess dæmi að menn hafi sér- staklega það hlutverk „að brjóta gegn heiðri kvenna“ – þeir eru nauðgarar að atvinnu“. „Ra’id Qadir Aga, – lýsir ástandi í fangelsi þar sem fangar eru sveltir þar til hárið dettur af og sjón og heyrn daprast“ – svo er bein tilvitn- un í hann: „Daginn eftir að skotið var á Uday (son Saddams) voru rúmlega átta þúsund manns í dauðaklefan- um“ …„Rúmlega tvö þúsund manns voru teknir af lífi um nóttina. Þeir höfðu komið með fallexi sem hjó höf- uð af 24 föngum á mínútu“. Þvílík lýsing! Hvað fær menn til að láta smíða slíkar „græjur“? Hvert var markmið og tilgangur með þeirri smíði og hver var arkitektinn? Hegðun Frakka og Þjóðverja inn- an SÞ verður sífellt meira undrunar- og áhyggjuefni. Leyniþjónustur þeirra ríkja, hljóta að hafa haft sama aðgang að slíkum hrollvekjandi upp- lýsingum og aðrar þjóðir innan SÞ? Er ástæðan fyrir dularfullri fram- göngu Schröders Þýskalandskansl- ara í málinu hugsanlega sú, – að allt miðist bara við að hann geti verið kanslari áfram, – hvað sem það kost- ar? Hossa bara áfram formanni þýskra Grænfriðunga, (með vafa- sama fortíð og grun um tengsl við hryðjuverkasamtökin – Baader Meinhof) – í stól utanríkisráðherra Þýskalands og – skítt með skuld- bindingar og trúnað við NATO og SÞ – og viðbjóðinn sjá Saddam! Þó að miður geðfelldur saman- burður sé, – þá er hausari í fiskverk- uninni hjá mér, – fyrir þorsk, – sem getur mest hausað 27 þorska á mín- útu. KRISTINN PÉTURSSON, Bakkafirði. Hausað hjá Saddam Frá Kristni Péturssyni: Í MORGUNBLAÐINU um síðustu áramót birtist grein um samkomulag eldri borgara og ríkisins um launa- greiðslur. Mér fannst nú þunnur þrettándinn, eins og sagt var í eina tíð, ég kannaðist við tvö nöfn af þeim sem skrifuðu undir, þau voru Ólafur Ólafsson og Benedikt Davíðsson. Mig langar að spyrja ykkur, var ekki hægt að ná betri samningum en þessum? Ég er nýlegur eldri borgari og þegar ég fékk útborgað þá varð ég hissa því ég hafði heyrt annað. Hækkun um 3,2%, skattur 38,54%, ráðherrar með 7% hækkun. Það er ekki sama Jón eða séra Jón. Mér finnst alveg stórmerkilegt að teknir séu skattar af 67.000 krónum. Erum við ekki búin að fá nóg af góðæris- skattakóngunum? Ég er hér með til- lögu um skattleysismörk og breyt- ingar á þeim. Til dæmis: 10% skattur í staðinn fyrir 38,54% Skattleysismörk verði færð upp í 100.000 kr. á mánuði. Við þurfum að leggja hörku í þessi mál, kannski í lögfræðinga ef annað dugar ekki!!! Þetta er svo mikil ósvífni að taka svona háa skatta af þessum fáu krón- um sem gamlingjunum er ætlað að lifa af. Nú vil ég skora á alla eldri borgara og öryrkja að nýta sér kosningarétt- inn. Við eigum að vera um 25.000 alls og ættum að geta gjörbreytt þessu leikhúsi við Austurvöll í virðulegt Al- þingishús. Ekki skil ég hvernig sama fólkið getur kosið sömu flokkana ár eftir ár. Tökum sem dæmi: Forsætisráð- herrann er að klára í sumar tólf ár, gott hjá honum. Hann hefði þó getað verið betri við þá aumu og smáu. Að lokum: Nokkrar upplýsingar sem fróðlegt er að skoða. Sjálfstæðisflokkurinn – fyrir auð- mennina en ekki þá smáu. Framsóknarflokkurinn – með ESB í kollinum. Samfylkingin – einnig með ESB í kollinum. Vinstri grænir – ég mæli með hon- um, þetta er flokkur fyrir alla. Ég vona að eldri félagar og fleiri vinir kjósi þennan flokk. JÓNATAN ÁRNI AÐALSTEINSSON, Kjarrmóa 21, Reykjanesbæ. Ýmislegt þyrfti að hug- leiða um laun og skatta- kerfið, helst sem fyrst Frá Jónatan Árna Aðalsteinssyni, fyrrverandi verkstjóra og ellilífeyrisþega:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.